Um er að ræða vel útbúinn bíl með öflugri 180 hestafla vél og Hi-Matic 8 gíra sjálfskiptingu.
Hann er meðal annars með Webasto olíumiðstöð með tímastilli, fjaðrandi ökumannssæti með armpúðum og hita. Útvarp með Bluetooth tengi fyrir tónlist og síma. Blikk- og vinnuljósapakka frá AMG aukaraf o.m.fl.

Það var Rúnar Bragason sem tók við bílnum úr hendi Ívars Sigþórssonar.
Við óskum Rúnari til hamingju með nýja bílinn með ósk um að hann reynist honum vel.