Vélin mun notast við hin ýmsu verk hjá fyrirtækinu, enda mikið fjölnotatæki. Vélin er með 1.445 kg lyftigetu, 2.86 m lyftihæð, vigtar um 2.380 kg og afhendist m.a. með 33 hö aflvél, 20 km/h hámarkshraða, 12°velting á liði fyrir framúrskarandi stöðugleika, 100% driflás, EURO ramma með vökvalás, breiða hjólbarða, eina stjórnstöng fyrir stjórnun á gálga, 2 auka vökvaúttök á gálga, aukaballest á aftan, 1400 mm breiða skóflu og gafflasett.

Elvar Sigurgeirsson framkvæmdastjóri Þotunnar tók vel á móti okkur þegar við kíktum til hans og afhentum honum nýju vélina. Kraftvélar óska Elvari og öðru starfsfólki Þotunnar innilega til hamingju með nýju Weidemann 1280 vélina og þökkum að sama skapi kærlega fyrir okkur!