Nýlega fékk Sölvi Sölvason frá Siglufirði afhenta nýja Komatsu PW148-11 hjólagröfu.

Vélin vigtar um 15 tonn og er glæsilegt eintak og afhendist með öllum helsta búnaði sem í boði er. M.a. með 121 hö aflvél, rafmagnsupphitaðar AdBlue lagnir, “Hydramind” álagsstýrt vökvakerfi, 6 vinnustillingar á vökvakerfi, tvöfaldri bómu, sjálfvirku smurkerfi, joystick stýri, premium sæti með hita og kæli eiginleika, KOMVISION 300° myndavélakerfi, KOMTRAX 3G kerfi, og KOMATSUCARE viðhalds og þjónustuáætlun Komastu að sjálfsögðu líka sem inniheldur 4 fríar þjónustuskoðanir í 3 ár eða 2000 vst og frí skipti á mengunarbúnaðssíum í 5 ár eða 9000 vst. Að auki afhendist vélin með Engcon EC219 rótotilt með klemmu, 3x skóflum frá Miller og Engcon og Trimble EarthWork GPS kerfi frá Ísmar.

Feðgarnir Sölvi Sölvason og Finnur Sölvason komu og veittu vélinni viðtöku hjá Ævari Þorsteinssyni forstjóra Kraftvéla að þessu góða tilefni. Kraftvélar óska Sölva og Finni innilega til hamingju með nýju Komatsu vélina og bjóðum þá velkomna í Komatsu fjölskylduna!