Eins og flestir bændur vita þá hófst í gær stórsýningin Agritechnica og mun hún vera í gangi fram að næstkomandi laugardegi. Við í Kraftvélum erum með hópferð á sýninguna og förum til Þýskalands með 35 manna hóp.
Sýningin er haldin í Hannover og er oft kölluð “Bauma landbúnaðarins” enda um stóra og veglega sýningu að ræða.

Á sýningunni eru 2.750 sýnendur frá meira en 50 löndum og er áætlað að sýningargestir verði um hálf milljón talsins.
Við munum leiða okkar ferðafélaga í gegnum sannleikann og sýna þeim básana hjá okkar frábæru vörumerkjum en okkar framleiðendur eru meðal þeirra langstærstu á sýningunni.

Í hópferðinni verða allir þrír sölumenn landbúnaðartækja hjá Kraftvélum en það eru þeir Eiður Steingrímsson, Dagbjartur Ketilsson og Magnús Gunnarsson.
Það verður mikið um Íslendinga á sýningunni og hvetjum við sýningargesti til þess að hafa samband við okkur ef þið hafið áhuga á að hitta okkur og fræðast um vörurnar á básunum okkar.

Eiður Steingrímsson (862-0468)
Dagbjartur Ketilsson (856-5595)
Magnús Gunnarsson (856-5580)

Fylgist með okkur á sýningunni á snapchat (kraftvelar)