Í síðustu viku fengu Vinnuvélar Símonar ehf frá Sauðárkróki afhenta nýja Komatsu WA320-8 hjólaskóflu.

Vélin vigtar um 15,6 tonn að þyngd með 11,5 tonna “tipping load” er virkilega vel útbúin í alla staði og afhendist m.a. með 170 hö mótor,”Komatsu smart loader logic” full sjálfvirkt og álagsstýrt kerfi sem stýrir snúningi vélar eftir álagi og vinnu sem bæði minnkar eldsneytiseyðslu og slit, 2,8 m3 “High efficiency” skóflu, 3-ja svið á gálga, “Return to dig” eiginleika á gálga, bæði joystick og venjulegu stýri, sjálfvirku smurkerfi, bakkmyndavél, upphitaða baksýnisspegla, loftkælingu, Heavy duty hásingar, tregðulæsingu á driföxlum, rafmagnsstýrða Hydrostatic gírskiptingu, 38 km/h hámarkshraða, aukaballest, Komatsu CLSS vökvakerfi, KOMTRAX 3G kerfi, KOMATSUCARE að sjálfsögðu líka og svo lengi mætti telja.

Kraftvélar óska þeim feðgum Símoni og Rúnari og öðru starfsfólki Vinnuvéla Símonar innilega til hamingju með nýju Komatsu vélina og þökkum kærlega fyrir okkur. Við bjóðum þau að sama skapi innilega velkomin í Komatsu fjölskylduna!