Bílarnir voru sérpantaðir með búnaði eftir þeirra óskum auk þess sem margvíslegur búnaður var settur í og á bílana fyrir afhendingu til þeirra.

Allir bílarnir eru alveg eins búnir þ.e. lágþekjubílar með 9m3 flutningsrými sem er 3130mm langt, hurðir að aftan og einnig á báðum hliðum flutningsrýmis, hjólhaf er 3520mm. vélin er 180 hestöfl sem togar 430Nm, ZF 8 gíra öflug sjálfskipting, sjálfvirk miðstöð með loftkælingu, fjaðrandi og fjölstillanleg sæti fyrir bæði bílstjóra og farþega. 4×4 drifbúnaður þar sem bílarnir eru í sídrifi með sjálfstæðum millikassa sem hægt er síðan að læsa 100%, bæði fram og afturdrif eru valin með lægstu fáanlegu drifhlutföllum. Webasto miðstöð er fyrir vél og ökumannshús, loftkæling með sjálfvirkri hitastýringu, samlæsingum á hurðum með fjarstýringu, auka geymsluhólfum, ofl ofl.

Eftir komu bílanna til landsins var sett fullkomið auka rafkerfi frá Amg Aukaraf ehf, sérútbúinn kassi var smíðaður á milli framsæta þar sem allur rafmagnsbúnaður og stjórnrofar voru settir svo sem ljósabúnaður í vinnurýmið og á þak bílsins svo sem vinnuljós í allar áttir, blikkljós á þak og í stuðara að framan og aftan auk fjarstýrðs leitarljóss. Einnig var settur öflugur invertir fyrir 220 v kerfi, router fyrir tölvur og síma, margskonar talstöðvarbúnaður, usb tengingar, hleðslustöðvar ofl ofl. Arctic Trucks ehf tók að sér að bæta við 35“ dekkjum, brettaköntum, kastaragrind og 2ja geisla þokuljós á framstuðara, öflugt dráttarspil, prófíltengi framan og aftan auk sílsabretti til að hlífa hliðum bílsins og auka þægindi í umgengni. Hjá Bílaklæðningu Ragnars Valssonar ehf voru flutningsrými klædd og einangruð að innan auk þess sem rýminu var skipt upp í 3 sjálfstæð rými, með auka Websto miðstöð, lofttúðu á þakið og auka led vinnuljós, Hillukerfi frá Storevan var sett í öll rýmin sem eru sérstaklega útfærð eftir óskum Rariks, milliþil á milli vörurýmis og framrýmis var einnig fært aftur um 30 cm til að auka þægindi og koma fyrir meiri búnaði. Á þak bílsins var sett toppgrind frá Storevan með stigafestingu.

Kraftvélar ehf vilja óska Rarik ofh og starfsmönnum til hamingju með nýju bílana og vona að þeir muni reynast þeim vel um ókomin ár. Á myndinni eru Úlfar Reyr Ingvarsson og Kristján Ingi Sigurðsson starfsmenn Rarik ohf að veita bílunum viðtöku.