Þessir tveir lyftarar verða í notkun á starfsstöð fyrirtækisins í Klettakæli. Báðir lyftararnir eru einstaklega vel útbúnir með ELM gaffal- og hliðarfærslu og öllum þeim helstu þægindum sem Toyota býður uppá til þess að gera ökumönnum sem þægilegast fyrir á löngum vöktum. Þessir lyftarar eru einstaklega liprir og standast fáir aðrir lyftara þeim snúning hvað varðar öryggi, bæði fyrir ökumann sem og aðra sem starfa í kringum lyftarann. T.d. eru þeir báðir með Toyota SAS öryggiskerfi sem er einstakt á heimsvísu er kemur að öruggum akstri lyftara.

Við hjá Kraftvélum óskum Eimskip/Flytjanda til hamingju með nýju lyftaranna um leið og við þökkum þeim fyrir að velja Toyota og Kraftvélar.