Vélin er ríkulega búin, skilar 169 hp. með aflauka og er með stiglausum gírkassa, „Autocommand“ 50 km/h. Fjaðrandi framhásingu, einnig fjaðrandi húsi og ökumannssæti, ásamt stórum snertiskjá í innbyggðum sætisarmi. Vélin er með 12 LED vinnuljósum, rafstýrðum og upphituðum útispeglum, vökvaútskotnum dráttarkrók og vökvayfirtengi. 125 ltr. CCLS (Loadsensing) vökvadælu, með 5 vökvasneiðum að aftan, vökvalögn fram, ásamt framlyftum og aflúttaki. Alö Q5s tæki eru einnig á vélinni sem eru tengd og stjórnað af innbyggðum rafmagns stýripinna.

Þess má geta að Sigtryggur hefur verið með New Holland dráttarvélar lengi í sinni þjónustu og er engin breyting þar á. Við óskum Sigtryggi til hamingju með nýju vélina og þökkum viðskiptin.