Björgvin kom við í Kraftvélum á Akureyri og prufaði gripinn, eftir það var ekki aftur snúið. Viðskiptin gengu í gegn á methraða og okkar maður náði svo í vélina með bros á vör. Weidemann T4512 hefur átt óslitna sigurgöngu síðan við hófum að flytja hann inn. T4512 er einstaklega lipur, öflugur og hentugur í þau verkefni sem hann er smíðaður í. Vélin er ekki nema 156cm á breidd og 196cm á hæð þannig að hann kemst á þá staði sem erfitt hefur verið að koma öðrum vélknúnum vinnuvélum áður að.

Við hjá Kraftvélum óskum Björgvin til hamingju með að vera kominn í ört stækkandi hóp Weidemann eiganda og þökkum honum fyrir viðskiptin.