Þeir Ási og Frikki hjá Steypustöðinni taka hér á móti veglegum pakka frá okkur, fyrir valinu er áfram CaseIH Puma CVX dráttarvél og Junkkari J18JLD sturtuvagn, fyrir eru þeir með CaseIH Puma 185CVX og annan Junkkari J18JLD sturtuvagn. Þessi samsetning á vél og vagni hefur nýst þeim einstaklega vel og því um að gera að tvöfalda flotann fyrir komandi verkefni. CaseIH Puma 175CVX dráttarvélar hafa reynst frábærlega. Vélin er stiglaus með 6,7L FPT, 6cyl mótor. Hann skilar gríðarlegu togi og vinnur vel saman við stiglausa CXV gírkassann. Puman er útbúin öllum þeim þægindum sem þurfa að vera í dráttarvélum og kemur einstaklega vel út í eyðslu, hún skilar 175/225 hestöflum og er mjög lipur í öll þau verk sem má finna fyrir vél af þessari stærð. Junkkari J18JLD vagninn tekur 18tonna burð í formi 11,2m³, hann er með fjaðrandi beisli og kemur á 650/50R22,5 Country King dekkjum sem gefa honum mikið flot.

Við hjá Kraftvélum þökkum Steypustöð Skagafjarðar fyrir viðskiptin og óskum þeim áframhaldandi velfarnaðar í öllu sem þau taka sér fyrir hendur.