Samstarf okkar og Bílanaust hefur gert sig vel og varahluta afgreiðsla í okkar vörumerki hefur aukist við það samstarf, í þokkabót þá komum við Dagbjarti Ketilssyni fyrir á Selfossi og hefur hann setið þar síðan í febrúar að selja vélar.

Sunnlendingar hafa tekið því vel að hafa hann í Flóanum og hafa margar vélar selst frá Selfossi og framar okkar vonum. Þessi sala er ein af nokkrum sem hafa klárast við kaffivélina á Selfossi.
Rúnar Björn Guðmundsson á Vatnsleysu skellti sér á eina New Holland T6.180EC og fékk hana afhenta núna í upphafi sauðburðar. Ábúendur á Vatnsleysu eru New Holland vel kunnug og þekkja þessar vélar af góðu einu, á einni meðfylgjandi mynd má sá Rúnar standa við þá nýju en sú gamla sem er 2005 módel og er ný skriðin yfir 12.000vst stendur við hliðina á henni, New Holland TS135A vél hefur þjónað þeim einstaklega vel og mun halda því áfram. Rúnar hafði það á orði að nú þyrftu þeir feðgar ekki að rífast yfir því hver fengi að vera á þeirri „Bláu“.
New Holland T6.180EC þarf lítið að kynna fyrir mönnum en þessar vélar eru með 17×16 gírkassanum, fjaðrandi húsi og framhásingu. LS vökvadæla er standard í T6 vélunum og skotkrókur. Vélin sem Rúnar valdi sér er með frambúnaði og aflúttaki, við settum svo á hana ALÖ Q5S ámoksturstæki og eina ALÖ Flexibal rúllugreip framan á þau svo Rúnar og Guðmundur þurfi heldur ekki að rífast um rúllugreipina sem til er á hlaðinu.

Við hjá Kraftvélum þökkum ábúendum á Vatnsleysu kærlega fyrir viðskiptin og óskum þeim til hamingju með nýju vélina.