Nýlega tók Vörumiðlun ehf á móti nýjum Kalmar gámalyftara fyrir rekstur sinn á Sauðárkrók. Gámalyftarinn er af gerðinni Kalmar DRG450-65S5 og er með 45 tonna hámarks lyftigetu. Lyftarinn er vel útbúinn að öllu leiti með margverðlaunuðu ökumannshúsi sem heldur einstaklega vel utan um ökumanninn.
Á myndinni má sjá Viktor Karl Ævarsson (t.v.) frá Kraftvélum afhenda Guðmundi Kristjáni Hermundssyni nýja tækið en Guðmundur er svo lánsamur að vera ökumaðurinn á þessu gullfallega tæki.

Við óskum Vörumiðlun til hamingju með nýja tækið og þökkum þeim kærlega fyrir viðskiptin.