Þessi lyftari er með 2500kg lyftigetu og 4700mm lyftihæð. Hann leysir af hólmi 13 ára gamlan Toyota dísellyftara sem þó er en í fullu fjöri og strax farinn í vinnu annað.

Nýi lyftarinn er vel útbúinn, með lokuðu húsi, öflugri miðstöð, vel staðsettum stjórntækjum á sætisarmi og góðum hljómtækjum svo fátt eitt sé nefnt. Einnig keyptu þeir nýjan galvaniseraðann ELM snúning á lyftarann.

ELM snúningar eru með þeim betri sem fást á markaðnum í dag og þessa snúninga eigum við til á lager á mjög hagstæðu verði. Við þökkum Narfa ehf kærlega fyrir viðskiptin og óskum þeim velfarnaðar í framtíðinni.

Við eigum mikið úrval af nýjum Toyota dísel -og rafmagnslyfturum á lager sem eru á mjög hagstæðum verðum. Setjið ykkur endilega í samband við sölumenn okkar í síma 535-3500 eða sendið fyrirspurn á Lyftarar@kraftvelar.is