Fyrr á árinu fengu HS. Vélaverk góðvinir okkar frá Vestmannaeyjum afhenta nýja Komatsu PW160-11 hjólagröfu.

Vélin vigtar um 17 tonn og afhendist vel útbúin í alla staði. M.a. með R5 rótotilt frá Rototilt AB, 148 hö aflvél, rafmagnsupphitaðar AdBlue lagnir, “Hydramind” álagsstýrt vökvakerfi, 6 vinnustillingar á vökvakerfi, vagntengi og lagnir fyrir sturtuvagn aftan á tönn, tvöfalda bómu, 2,5 m bómuarmi, Preminum ökumannssæti með hita og kæli eiginleika, joystick stýri, KOMVISION 300° myndavélakerfi, KOMTRAX 3G kerfi og KOMATSUCARE viðhalds og þjónustu áætlun Komatsu að sjálfsögðu líka.

Hermann Sigurgeirsson annar eiganda HS Vélaverks tók vel á móti sölumönnum okkar þegar við afhentum þeim vélina í blíðskaparveðri í Vestmannaeyjum.

Kraftvélar óska Hafþóri og Hermanni eigendum og öðru starfsfólki HS Vélaverks innilega til hamingju með nýju Komatsu vélina. Megi þeim farnast afskaplega vel!