Í síðustu viku fékk Þ. Hansen Ehf frá Sauðárkróki afhenta nýja Komatsu PW148-11 hjólagröfu.

Við ákváðum þá að sjálfsögðu að renna okkur norður í Skagafjörðinn til að afhenda þeim vélina við það tækifæri. Enda einstaklega gott að koma þangað og það þarf ekki að beita okkur miklum sannfæringarkrafti að til kíkja í heimsókn.
Þeir Þórður Hansen (t.h.) og Gunnar Smári Reynaldsson tóku vel á móti Halldór Ólafssyni (t.v.) sölustjóra vinnuvéla þegar við afhentum þeim þessa glæsilegu vél.

Vélin er eins og sjá má fallegt eintak og afhendist vel útbúin og sniðin að þörfum eigenda. M.a með R5 rótotilt fá Rototill AB, tvöfalda bómu, 2,5 m dipper, sjálfvirkt smurkerfi, vagntengi og lagnir fyrir sturtuvagn, rafmagnsupphitaðar AdBlue lagnir, joystick stýri, KOMVISION 300° myndavélakerfi, KOMTRAX 3G kerfi og KOMATSUCARE. Að auki setti Gunnar dökkar filmur í rúðurnnar sem gerir hana extra töff og glæsilega! Kraftvélar óska þeim Þórði, Jóhannesi og Gunnari innilega til hamingju með nýju Komatsu vélina og óskum þeim velfarnaðar um komandi framtíð!