Nýlega fékk Friðrik Jónsson ehf. Byggingaverktaki á Sauðárkróki afhenta nýja Komatsu PC26MR-3 minibeltavél.

Vélin var mætt til starfa þegar sölumenn okkar bar að garði til að afhenda hana í blíðskaparveðri á Sauðárkróki. Þar tóku starfsmenn Friðriks Jónssonar ehf höfðinglega á móti okkur. Hún er vel útbúin og afhendist m.a. með 180° tiltanlegt hraðtengi, 3x skóflum, 300 mm breið gúmmíbelti, lengri gerð af bómuarmi, Komatsu CLSS vökvakerfi, framhallanlegt ökumannshús fyrir frábært aðgengi að vél og vökvabúnaði, KOMTRAX 3G kerfi o.s.f.v. Með vélinni keyptu þeir einnig Brenderup MT3651 vélakerru sem hentar einstaklega vel fyrir flutninga á vélinni.

Friðrik Þór Ólafsson t.h. einn af eigendum fyrirtækisins tók vel Halldóri Ólafssyni t.v. sölustjóra vinnuvéla við þetta ánægjulega tilefni.

Kraftvélar óska eigendum og starfsfólki Friðriks Jónssonar ehf innilega til hamingju með nýju Komatsu vélina. Megi þeim farnast afskaplega vel!