Þetta er fyrsta nýja Komatsu minivélin hans Kolbeins og er hann hæst ánægður með kaupin. Við bjóðum honum innilega velkominn í Komatsu fjölskylduna.

Vélin er vel útbúinn og vigtar um 1950 kg, með breikkanlegan undirvagn á gúmmíbeltum, lengri gerð af bómuarmi, KOMTRAX 3 kerfi og svo lengi mætti telja. Vélin afhendist með hraðtengi og 3 skóflum.

Þegar þessar prýðis myndir voru teknar var hann Kolbeinn með vélina í vinnu skammt frá Selfossi að grafa fyrir grunn undir bústað og átti erfitt með að skilja við stýripinnana sem hann þurfti að sleppa tökum á til þess að það væri hægt að ná mynd af þeim félögum saman.

Kraftvélar óska Kolbeini innilega til hamingju með nýju Komatsu vélina og við vonum að þetta sé byrjun á góðu samstarfi.