Hér er á ferðinni Toyota Tonero 3 tonna dísellyftari sem er vel útbúinn í þá vinnu sem honum er ætluð. Sérstaða Toyota dísellyftara er sú að Toyota er einn af fáum ef ekki eini lyftaraframleiðandinn sem framleiðir sýna eigin díselmótora. Mótorinn í þessum lyftara uppfyllir öll skilyrði varðandi þær mengunarvarnir sem nú er í gildi. Öll aðstaða fyrir ökumann er til fyrirmyndar eins og er reyndar alltaf þegar um er að ræða Toyota lyftara. Fingurstýrð stjórntæki á stillanlegum sætisarmi sem gera ökumanni kleift að vinna mjög afslappað þó álagið sé mikið. Lyftarinn er útbúinn með innbyggðri hliðarfærslu sem er mikilvægt til þessa að lyftarinn missi sem minnsta lyftigetu. Lakkið á þessum lyftara var varið með sérstaklega sterkri nanó húð frá strákunum í BE nanó. Einnig var sett nánó húð yfir vélarrýmið og á helstu fleti inni í ökumannshúsi.

Vinnutæki ehf sjá um um landanir úr hinum ýmsu skipum í Eyjum og alltaf í nógu að snúast hjá þeim. Eins og sést á meðfylgjandi mynd þá fór lyftarinn strax í vinnu á bryggjunni í eyjum enda er alltaf í nógu að snúast hjá þeim í Vestmannaeyjum.

Við óskum Snorra Jóns og hans mönnum hjá Vinnutækjum ehf í Vestmannaeyjum innilega til hamingju með nýja lyftarann um leið og við þökkum þeim fyrir að velja Toyota og Kraftvélar og óskum þeim velfarnaðar í framtíðinni.