Gunnar Björnsson rekur landsfrægt verkstæði í Flóahrepp og gerir þar við allt á milli himins og jarðar. Gunnari vantaði vél sem hann gat notað í þjónustu í kring um verkstæðið og ekki verra að geta farið með nokkrar rúllur í leiðinni í hrossin.

Weidemann T5522 er með lyftigetu upp á 2200kg og lyftir upp í 5,5m hæð, hann er með EURO ramma fyrir fylgitæki og drekkhlaðinn búnaði. T5522 er með 3. möguleika á stýri sem eru fjórhjólastýri, framhjólastýri og krabbastýri. Vélin ekur um á 30km/h og er með 100% driflás.

Kraftvélar óska ábúendum á Hlíðarbrún til hamingju með vélina og óska þeim velfarnaðar í leik og starfi.