Fyrir stuttu fékk Borgarverk ehf afhentan nýjan og stórglæsilegan Sandvik DX900i borvagn. Vagninn er einn sá stærsti og fullkomnasti borvagn sem í boði er í heiminum og það er okkur sönn ánægja að afhenda slíkan hér á landi.

Hann vigtar um 19,6 tonn og afhendist m.a með fulla sjálfvirkni á borun og magasíni, 290° eða 55 fm2 borsvæði, fjarstýringu fyrir fulla stjórnun tækisins, TIM3D fullbúnu GPS borkerfi frá Sandvik sem inniheldur allt sem þarf við borun og fullkomnu eftirlitskerfi, 25 kW borvél með uppslætti, 7+1 borstál í magasíni, spili, brýnara fyrir borkrónur, 9,5 m3/min upp af 10 bar loftpressu, 210 kw aflvél, sjálfvirku smurkerfi og svo lengi mætti telja.

Til að fagna þessu kíktum við í heimsókn í ný og glæsileg húsakynni Borgarverks á Selfossi og hittum þá Óskar og Kristinn eigendur fyrirtækisins sem tóku vel á móti okkur og féllust á að mynda sig með okkur.

Kraftvélar óska eigendum og starfsfólki Borgarverks innilega til hamingju með nýja Sandvik borvagninn og þökkum að sama skapi kærlega fyrir okkur!