Vélin er 107 hp., með 24×24 gírkassa, 3 hraða í aflúttaki og 64 lítra vökvadælu með 3 sneiðum, ásamt 37 lítra sér service vökvdælu. Vélin er með Alö X46 ámoksturstækjum.

Á myndinni eru þeir feðgar, Þórður og Úlfar á hlaðinu á Syðri Brekkum þar sem vélin var afhent. Við hjá Kraftvélum óskum þeim innilega til hamingju með nýju vélina sem er nú þriðja New Holland vélin sem þeir eignast. Megi þeim farnast afskaplega vel!

Við verðum staðsettir á bensínstöð N1 á eftirfarandi stöðum.
Rif/Hellisandur kl. 9:30 – 10:30
Ólafsvík kl. 11:00 – 12:00
Grundarfjörður kl. 12:30 – 13:30
Stykkishólmur kl. 14:30 – 15:30

Endilega heyrið í okkur í síma 535-3582

Mætingin var langt umfram okkar björtustu vonir enda komu á milli 500-600 gestir á Míní Báma sýninguna okkar síðasta föstudag.

Við verðum með miklu fleiri myndir og að sjálfsögðu líka myndband á næstu dögum en vildum bara þakka kærlega fyrir okkur.

Kær kveðja,
Starfsfólk Kraftvéla.

Þeir segja að lík­lega sé um að ræða stærstu véla­sýn­ingu sem hald­in hef­ur verið á Íslandi.

Hér er um að ræða vinnu­véla­sýn­ingu Kraft­véla sem hald­in verður í dag á at­hafna­svæði fyr­ir­tæk­is­ins að Dal­vegi 6-8 í Kópa­vogi.

Sýn­ing­in  mun standa yfir á milli 17 og 20. Á henni gef­ur að líta vél­ar og tæki frá 800 kíló­um  upp í 73 tonn.

„Í 27 ára sögu Kraft­véla höf­um við aldrei haldið jafn stóra vinnu­véla­sýn­ingu og get­um auðveld­lega full­yrt að þetta sé stærsta vinnu­véla­sýn­ing á Íslandi í rúm­lega ára­tug og jafn­vel frá upp­hafi,“ seg­ir í til­kynn­ingu.

Á sýn­ing­unni verða rúm­lega 40 tæki, allt frá 900kg smágröf­um fyr­ir sum­ar­bú­staðaeig­end­ur til 73 tonna jarðýtu fyr­ir námu­vinnslu á Íslandi – og allt þar á milli.

Á sýn­ing­unni verður lif­andi tónlist, Ham­borg­ara­búll­an sér um grillið og veður­spá­in lof­ar góðu.

„Við í Kraft­vél­um ákváðum að blása til þess­ar­ar stór­sýn­ing­ar vegna þess hversu mikið verk­efn­astaða jarðvinnu­verk­taka á Íslandi hef­ur batnað á und­an­förn­um árum og mun von­andi halda áfram að batna með aukn­um verk­efn­um frá hinu op­in­bera,“ seg­ir í til­kynn­ing­unni fyrr­nefndu.

https://www.mbl.is/bill/frettir/2019/06/14/staersta_vinnuvelasyning_fra_upphafi

Hrikalega erum við spennt fyrir morgundeginum, sýningin verður frá 17-20, allir velkomnir.

Skessan er mætt í hús og tilbúin fyrir Míní Báma á morgun!Hrikalega erum við spennt fyrir morgundeginum, sýningin verður frá 17-20, allir velkomnir.

Posted by Kraftvélar on Fimmtudagur, 13. júní 2019

Vegleg græja, með 49 hp. mótor, 5,5 m. lyftihæð og 2,2 tonna lyftigetu, auk fjaðrandi bómu. Það eru þrjár útfærslur af stýringum, fjórhjóla-, framhjóla- og krabbastýring, 100% driflás og aksturshraða upp að 30 km/h. Vinnuljósin eru LED, 2 að framan, 2 að aftan og eitt á bómu. Auðun var búinn að vera með Weidemann T4512 í nokkur ár og líkaði afar vel við þá vél, en ákvað að fara í stórabróðir með meiri búnaði og lyftigetu.

Á myndinni er Kristján Örn Kristjánsson vinnumaður, þegar vélin var afhent heim í hlaði á Fremstafelli, en þess má geta að Kristján fermist núna í júní og vildi Auðunn meina að þetta væri nú aldeilis fín fermingargjöf. En við hjá Kraftvélum óskum þeim félögum Auðunni og Kristjáni til hamingju með nýju vélina og þökkum viðskiptin.

Þar var meðal annars keppt í trukkadrætti og að sjálfsögðu var notast til þess Iveco Trakker 8×4 grjótflutningabíll.
Það var blásið vel úr nös enda Iveco Trakker grjótflutningabíll engin smásmíði.

Veðrið lék við keppendur og að lokum var það Ari Gunnarsson sem stóð uppi sem sterkasti maður á Íslandi.
Við þökkum Magnúsi Ver og félögum kærlega fyrir góða keppni.

Stærsta sýning Kraftvéla í meira en áratug!
Kraftvélar blása til stórsýningar föstudaginn 14. júní á Dalvegi 6-8 klukkan 17-20.

Gífurlegt magn tækja verða til sýnis, allt frá 1 tonna minigröfum til stærðarinnar námutækja.
Fjölbreytt úrval Komatsu vinnuvéla, Iveco atvinnubíla, Sandvik námutækja og fjöldinn allur af aukahlutum og smátækjum.

Lifandi tónlist, hamborgarar á grillinu og fljótandi veitingar.

Stærsta vinnuvélasýning Íslands?
Allavega nógu stór til að vera kölluð Míní Báma.