Þann 16. september lögðum við af stað á ferð okkar um landið með Iveco og Weidemann tækjasýningu. Á leið okkar um landið heimsóttum við 36 staði og fengum frábærar viðtökur. Hringferðin endaði svo með sýningu í húsakynnum okkar í Kópavogi þar sem við sýndum fyrir sveitarfélögin á höfuðborgarsvæðinu.

Við viljum þakka öllum þeim sem lögðu leið sína til okkar og vonumst til þess að ykkur hafi þótt sýningin jafn skemmtileg og okkur fannst hún.
Takk fyrir okkur!

Nýlega fékk Háfell ehf afhenta nýja Komatsu PW160-11 hjólagröfu.

Vélin er öll hin glæsilegasta og afhendist með öllum mögulegum eiginleikum sem í boði eru m.a. með 148 hö Komatsu aflvél, rafmagnsupphitaðar AdBlue lagnir, “Hydramind” álagsstýrt vökvakerfi, 6 vinnustillingar á vökvakerfi, tvöfalda Bandenmarkt hjólbarða, tönn að aftan, vagntengi og lagnir fyrir sturtuvagn á tönn, tvöfalda bómu með flotvirkni, 2,5 m bómuarm, sjálfvirkt smurkerfi, “Premium” sæti með hita og kæli eiginleika, Joystick stýri, KOMVISION 300° myndavélakerfi, KOMTRAX 3G kerfi og KOMATSUCARE að sjálfsögðu líka sem inniheldur 4 fríar þjónustuskoðanir í 3 ár eða 2000 vst og frí skipti á mengunarbúnaðssíum í 5 ár eða 9000 vst. Vélin afhendist að auki með Junkkari J-10D sturtuvagni með 10 tonna burðargetu, sérstyrktum palli með Hardox, tandem hásingu og vökvaopnanlegri vör, Engcon EC219 rótotilti með klemmu og Trimble EarthWork GPS kerfi frá Ísmar.

Daníel Gunnarsson verkefnastjóri hjá Háfelli ehf. kom og veitti vélinni viðtöku hjá Halldóri Ólafssyni sölustjóra vinnuvéla í tilefni dagsins. Kraftvélar óska eigendum og starfsfólki Háfells innilega til hamingju með nýju Komatsu PW160-11 hjólagröfuna. Megi þeim farnast vel!

Nýlega fékk Jón Ingi Hinriksson ehf á Mývatni afhenta nýja Komatsu HB215LC-2 Hybrid beltagröfu.
Vélin er eins og fram kemur í nafninu með Hybrid búnað sem er einstakur búnaður frá Komatsu þar sem rafmagnsdrifinn snúningsmótor endurnýjar orku á meðan efri hlutar vélar eru á hreyfingu og umbreytir því í rafmagnsorku. Sem svo aftur aðstoðar vélina þegar hún þarf að auka snúning. Hybrid vélar frá Komastu eru með um 20-25% minni eldsneytiseyðslu en sambærilega vélar. Vélin vigtar um 23.000 kg og afhendist m.a. með Engcon EC226 rótotilt með klemmu, 700 mm breiðar spyrnur, rúlluvarnir á undirvagni, sjálfvirkt smurkerfi, 6 vinnustillingum á vökvakerfi, 2,4 m bómuarmi, KOMVISION myndavélakerfi, KOMTRAX 3G kerfi, 5 ára eða 10.000 vst fulla ábyrgð á Hybrid búnaði og KOMATSUCARE viðhalds og þjónustu áætlun Komatsu að sjálfsögðu líka.

Þessi Komatsu HB215LC-2 Hybrid bætist nú í mikinn og góðan Komatsu flota hjá Jóni Inga Hinrikssyni sem hefur átt framúrskarandi gott samstarf við okkur í gegnum árin sem við erum afskaplega þakklát fyrir og vonumst til að svo verði um alla komandi framtíð. Vélin er einnig önnur Hybrid vélin sem Jón Ingi fær afhenta frá okkur, en fyrir á hann Komatsu HB365LC-2. Kraftvélar óska þeim heiðurshjónum Hrafnhildi og Jóni Inga og öðru starfsfólki innilega til hamingju með nýju Komatsu vélina. Megi þeim farnast afskaplega vel!

Bílinn er með 3,0l 210 hestafla vél með Hi-Matic 8 gíra sjálfskiptingu og er hlaðinn aukabúnaði.

Flutningsrýmið er ekki af verri endanum en hann er með 18m3 fullklæddu flutningsrými sem er 4.7m langt og 2.1m á hæð.

Pétur fæddur og uppalinn í Keflavík þar sem hann býr hefur starfað við akstur í mörg ár.

Hann lítur björtum augum til framtíðar og hefur sérhæft sig í sendibílaakstri á Suðurnesjum bæði fyrir fyrirtæki og einkaaðila.

Það var létt yfir Pétri þegar hann tók við nýja bílnum og hann var fullur tilhlökkunar að drífa sig í fyrsta túrinn.

Við óskum Pétri hjá PP flutningum innilega til hamingju með þennan glæsilega Iveco Daily.

Bílinn er með 160 hestafla vél og Hi-Matic 8 gíra sjálfskiptingu.
Flutningsrýmið er klætt með vatnsheldum krossvið í gólf og hliðum og að auki er toppklæðning og öflug Led lýsing.
Hann er einnig með dráttarbeisli með 3.5 tonna dráttargetu.

Það voru þeir Rúnar Eiríksson og Víðir Guðmundsson sem tóku við bílnum úr hendi Jakobs Más Baldurssonar sölustjóra Kraftvélaleigunnar.
En Kraftvélaleigan býður upp á leigu á öllum gerðum af Iveco atvinnubílum til lengri og skemmri tíma.

Fiskflök ehf sérhæfa sig í verktöku í fiskiðnaði og eru staðsettir á Skálareykjavegi í Garði.

Við þökkum þeim fyrir viðskiptin og óskum þeim velfarnaðar.

Nýlega fékk Þróttur ehf á Akranesi afhenta nýja Komatsu WA480-8 hjólaskóflu. Vélin vigtar um 27 tonn með 20 tonna “Tipping load” og er virkilega vandað eintak með öllum mögulegum eiginleikum sem í boði eru frá framleiðanda. Hún afhendist m.a. með 5,0 m3 skóflu, RDS Alpha 100 vigt, 300 hö Komatsu aflvél, 4-ja hraða Powershift skiptingu, bæði joystick stýri og venjulegt stýri, 38 km/h hámarkshraða, sjálfvirku smurkerfi, Bridgestone 26.5 R25 L4 hjólbörðum, Heavy duty hásingum með tregðulæsingu, nýju litamælaborði með bakkmyndavél, “Return to dig” og “Kick out” eiginleikum á gálga, KOMTRAX 3G kerfi og KOMATSUCARE viðhalds og þjónustuáætlun Komatsu fylgir henni að sjálfsögðu líka.

Við skelltum okkur í heimsókn upp í Stórufellsöxl námusvæði Þróttar ehf þar sem Þorsteinn Helgason vélamaður tók vel á móti okkur við það tilefni.

Kraftvéla óska Helga Þorsteinssyni og fjölskyldu sem og öðru starfsfólki Þróttar ehf innilega til hamingju með nýju Komatsu vélina og þökkum að sama skapi kærlega fyrir okkur. Megi þau lengi lifa!

Um er að ræða vel útbúinn 7 manna bíl með 156 hestafla vél og ríkulegum staðalbúnaði.

Hafnareyri er með starfsemi sína að Hafnargötu í Vestmannaeyjum og er þar með fjölbreytta starfsemi og reka meðal annars frystigeymslu, verkstæði fyrir tré- og járnsmíði ámsat vélarviðgerðum, löndunar og ísþjónustu og saltfiskgeymslu. En Hafnareyri er dótturfélag Vinnslustöðvarinnar í Vestmannaeyjum.

Það var hann Trausti Hjaltason framkvæmdastjóri sem tók við bílnum.
Við óskum Hafnareyri til hamingju með nýja bílinn með ósk um að hann reynist þeim vel.

Vélin vigtar um 19,5 tonn og er virkilega vel útbúin í alla staði og afhendist m.a. með 3,8 m3 ýtublaði, Multi shank ripper, 860 mm heavy duty spyrnum, grjótvörnum á undirvagni, sjálfvirku smurkerfi, 169 hö vél, Hydrostatic skiptingu, bakkmyndavél, loftkælingu, KOMTRAX 3G kerfi og KOMATSUCARE viðhalds og þjónustuáætlun Komatsu að sjálfsögðu líka. Að auki afhendist vélin með Trimble EarthWork kerfi frá Ísmar ehf.

Þeir Helgi Sigurðsson og Ólafur Óskarsson frá VBF Mjölni tóku vel á móti Halldór Ólafssyni sölustjóra vinnuvéla þar sem hann afhenti þeim vélina á verkstað þeirra við Krýsuvíkurveg.

Kraftvélar óska eigendum og starfsfólki VBF Mjölnis innilega til hamingju með nýju Komatsu vélina. Megi þeim farnast vel!

Gerðu bílinn þinn að færanlegum vinnustað.

https://www.kraftvelar.is/voruurval/store-van/

Nánari upplýsingar hjá sölumönnum atvinnubíla í síma 535-3582 eða iveco@kraftvelar.is