Við hjá Kraftvélum erum spennt að segja frá nýjum viðurkenndum þjónustuaðila okkar á suðurlandi, Vélaverkstæði Þóris.

Vélaverkstæði Þóris er rúmlega 20 ára gamalt fyrirtæki á Selfossi og ætti að vera öllum á svæðinu vel kunnugt. Þeirra meginstarfsemi eru viðgerðir á landbúnaðartækjum, vörubifreiðum og vinnuvélum ásamt smurþjónustu á öllum tækjum og bílum. Starfsmenn fyrirtækisins eru 17 talsins.

Þrátt fyrir að geta þjónustað öll tæki og tól mun Vélaverkstæði Þóris leggja sérstaka áherslu á þjónusta landbúnaðartæki frá Kraftvélum ásamt Iveco atvinnubifreiðum.

Nýlega fékk Friðrik Jónsson ehf. Byggingaverktaki á Sauðárkróki afhenta nýja Komatsu PC26MR-3 minibeltavél.

Vélin var mætt til starfa þegar sölumenn okkar bar að garði til að afhenda hana í blíðskaparveðri á Sauðárkróki. Þar tóku starfsmenn Friðriks Jónssonar ehf höfðinglega á móti okkur. Hún er vel útbúin og afhendist m.a. með 180° tiltanlegt hraðtengi, 3x skóflum, 300 mm breið gúmmíbelti, lengri gerð af bómuarmi, Komatsu CLSS vökvakerfi, framhallanlegt ökumannshús fyrir frábært aðgengi að vél og vökvabúnaði, KOMTRAX 3G kerfi o.s.f.v. Með vélinni keyptu þeir einnig Brenderup MT3651 vélakerru sem hentar einstaklega vel fyrir flutninga á vélinni.

Friðrik Þór Ólafsson t.h. einn af eigendum fyrirtækisins tók vel Halldóri Ólafssyni t.v. sölustjóra vinnuvéla við þetta ánægjulega tilefni.

Kraftvélar óska eigendum og starfsfólki Friðriks Jónssonar ehf innilega til hamingju með nýju Komatsu vélina. Megi þeim farnast afskaplega vel!

Vélin er með vökvaskiptum 29×12 gírkassa með skriðgrír.
Fjaðrandi hús er á vélinni og loftkælingu, Bluetooth útvarpi ásamt fleiri góðum hlutum í ökumannshúsi.
Framlyfta með aflúttaki ásamt 2 vökvaúttökum að framan.
Að aftan er vökvaútskotinn dráttarkrókur og 8 vökvaúttök.
Flott og vel útbúin vél í öll verk.

Við óskum Skipholtsmönnum innilega til hamingju með nýju vélina og vonum að hún reynist þeim vel.

Í síðustu viku fékk Þ. Hansen Ehf frá Sauðárkróki afhenta nýja Komatsu PW148-11 hjólagröfu.

Við ákváðum þá að sjálfsögðu að renna okkur norður í Skagafjörðinn til að afhenda þeim vélina við það tækifæri. Enda einstaklega gott að koma þangað og það þarf ekki að beita okkur miklum sannfæringarkrafti að til kíkja í heimsókn.
Þeir Þórður Hansen (t.h.) og Gunnar Smári Reynaldsson tóku vel á móti Halldór Ólafssyni (t.v.) sölustjóra vinnuvéla þegar við afhentum þeim þessa glæsilegu vél.

Vélin er eins og sjá má fallegt eintak og afhendist vel útbúin og sniðin að þörfum eigenda. M.a með R5 rótotilt fá Rototill AB, tvöfalda bómu, 2,5 m dipper, sjálfvirkt smurkerfi, vagntengi og lagnir fyrir sturtuvagn, rafmagnsupphitaðar AdBlue lagnir, joystick stýri, KOMVISION 300° myndavélakerfi, KOMTRAX 3G kerfi og KOMATSUCARE. Að auki setti Gunnar dökkar filmur í rúðurnnar sem gerir hana extra töff og glæsilega! Kraftvélar óska þeim Þórði, Jóhannesi og Gunnari innilega til hamingju með nýju Komatsu vélina og óskum þeim velfarnaðar um komandi framtíð!

Fyrr á árinu fengu HS. Vélaverk góðvinir okkar frá Vestmannaeyjum afhenta nýja Komatsu PW160-11 hjólagröfu.

Vélin vigtar um 17 tonn og afhendist vel útbúin í alla staði. M.a. með R5 rótotilt frá Rototilt AB, 148 hö aflvél, rafmagnsupphitaðar AdBlue lagnir, “Hydramind” álagsstýrt vökvakerfi, 6 vinnustillingar á vökvakerfi, vagntengi og lagnir fyrir sturtuvagn aftan á tönn, tvöfalda bómu, 2,5 m bómuarmi, Preminum ökumannssæti með hita og kæli eiginleika, joystick stýri, KOMVISION 300° myndavélakerfi, KOMTRAX 3G kerfi og KOMATSUCARE viðhalds og þjónustu áætlun Komatsu að sjálfsögðu líka.

Hermann Sigurgeirsson annar eiganda HS Vélaverks tók vel á móti sölumönnum okkar þegar við afhentum þeim vélina í blíðskaparveðri í Vestmannaeyjum.

Kraftvélar óska Hafþóri og Hermanni eigendum og öðru starfsfólki HS Vélaverks innilega til hamingju með nýju Komatsu vélina. Megi þeim farnast afskaplega vel!

Þessi lyftari er með 2500kg lyftigetu og 4700mm lyftihæð. Hann leysir af hólmi 13 ára gamlan Toyota dísellyftara sem þó er en í fullu fjöri og strax farinn í vinnu annað.

Nýi lyftarinn er vel útbúinn, með lokuðu húsi, öflugri miðstöð, vel staðsettum stjórntækjum á sætisarmi og góðum hljómtækjum svo fátt eitt sé nefnt. Einnig keyptu þeir nýjan galvaniseraðann ELM snúning á lyftarann.

ELM snúningar eru með þeim betri sem fást á markaðnum í dag og þessa snúninga eigum við til á lager á mjög hagstæðu verði. Við þökkum Narfa ehf kærlega fyrir viðskiptin og óskum þeim velfarnaðar í framtíðinni.

Við eigum mikið úrval af nýjum Toyota dísel -og rafmagnslyfturum á lager sem eru á mjög hagstæðum verðum. Setjið ykkur endilega í samband við sölumenn okkar í síma 535-3500 eða sendið fyrirspurn á Lyftarar@kraftvelar.is

Þessi vél er T5.120EC með ámoksturstækjum og er 117 hestafla.

Véli er með 16×16 vökvaskiptum gírkassa með sjálfskiptimöguleika, fjaðrandi húsi, vökvaútstkotnum dráttarkrók og á flotmiklum hjólbörðum, ásamt mörgum öðrum þægindum sem fylgja New Holland dráttarvélum.

Vélin verðu notum til þjónustu félagsins í Veiðivötnum.

Við óskum þeim til hamingju með nýju vélina og vonumst til að hún reynist þeim vel.

Nýlega tók Vörumiðlun ehf á móti nýjum Kalmar gámalyftara fyrir rekstur sinn á Sauðárkrók. Gámalyftarinn er af gerðinni Kalmar DRG450-65S5 og er með 45 tonna hámarks lyftigetu. Lyftarinn er vel útbúinn að öllu leiti með margverðlaunuðu ökumannshúsi sem heldur einstaklega vel utan um ökumanninn.
Á myndinni má sjá Viktor Karl Ævarsson (t.v.) frá Kraftvélum afhenda Guðmundi Kristjáni Hermundssyni nýja tækið en Guðmundur er svo lánsamur að vera ökumaðurinn á þessu gullfallega tæki.

Við óskum Vörumiðlun til hamingju með nýja tækið og þökkum þeim kærlega fyrir viðskiptin.

Samstarf okkar og Bílanaust hefur gert sig vel og varahluta afgreiðsla í okkar vörumerki hefur aukist við það samstarf, í þokkabót þá komum við Dagbjarti Ketilssyni fyrir á Selfossi og hefur hann setið þar síðan í febrúar að selja vélar.

Sunnlendingar hafa tekið því vel að hafa hann í Flóanum og hafa margar vélar selst frá Selfossi og framar okkar vonum. Þessi sala er ein af nokkrum sem hafa klárast við kaffivélina á Selfossi.
Rúnar Björn Guðmundsson á Vatnsleysu skellti sér á eina New Holland T6.180EC og fékk hana afhenta núna í upphafi sauðburðar. Ábúendur á Vatnsleysu eru New Holland vel kunnug og þekkja þessar vélar af góðu einu, á einni meðfylgjandi mynd má sá Rúnar standa við þá nýju en sú gamla sem er 2005 módel og er ný skriðin yfir 12.000vst stendur við hliðina á henni, New Holland TS135A vél hefur þjónað þeim einstaklega vel og mun halda því áfram. Rúnar hafði það á orði að nú þyrftu þeir feðgar ekki að rífast yfir því hver fengi að vera á þeirri „Bláu“.
New Holland T6.180EC þarf lítið að kynna fyrir mönnum en þessar vélar eru með 17×16 gírkassanum, fjaðrandi húsi og framhásingu. LS vökvadæla er standard í T6 vélunum og skotkrókur. Vélin sem Rúnar valdi sér er með frambúnaði og aflúttaki, við settum svo á hana ALÖ Q5S ámoksturstæki og eina ALÖ Flexibal rúllugreip framan á þau svo Rúnar og Guðmundur þurfi heldur ekki að rífast um rúllugreipina sem til er á hlaðinu.

Við hjá Kraftvélum þökkum ábúendum á Vatnsleysu kærlega fyrir viðskiptin og óskum þeim til hamingju með nýju vélina.