New Holland dráttarvélar eru Kraftungum kunnug enda aðeins notað þessa tegund í áratugi við bústörfin.

New Holland T5.120EC er 117 hestafla dráttarvél með vökvaskiptum 16×16 gírkassa, fjaðrandi húsi, vökvaútskotnum dráttarkrók, flotmiklum hjólbörðum ásamt mörgu fleiru sem bændu leiða að í dag í nýjum vélum. Þessi tegund er einn hagkvæmasti kosturinn í dráttarvélakaupum í dag.

Á myndinni er Gunnar Leó Helgason, eigandi Kraftunga glaður með sína nýju vél.

Lyftarinn er vel útbúinn með 3000kg lyftigetu, 4700mm lyftihæð, gaffal og hliðarfærslu, fjórfalt vökvaúttak og 620Ah rafgeymir.

Kraftvélar óska Bústólpa ehf til hamingu með nýja lyftarann og þökkum þeim kærlega fyrir viðskiptin.

Það hafa mjög margir spurt okkur hvort hægt sé að kaupa svona gröfu af okkur og svarið er já, við erum að fá nokkrar svona gröfur til landsins í júlí og getum boðið þær til sölu á 19.900kr (með vsk).

En okkur finnst gaman að gefa og við munum vera með annan svona leik þegar líður nær hausti og munum þá gefa meira.

Með aðstoð frá random.org höfum við fundið sigurvegara!
Allir sem tóku þátt fóru í pottinn og sigurvegarinn er Brynjar Ögmundsson

Til hamingju Brynjar!

Þar sem öku­menn vöru­flutn­inga­bíla þurfa að sitja klukku­stund­um sam­an við stýrið get­ur það reynst þeim erfitt að halda lík­am­an­um í góðri þjálf­un.

Vöru­bíla­fram­leiðand­inn Iveco álít­ur þetta vanda­mál sem verði að leysa og býður upp á lausn sem bílsmiður­inn kall­ar „Klefi í formi“.

Á ut­an­verðum bíln­um með þjálf­un­ar­búnaðinum eru sér­stak­ir krók­ar og fest­ing­ar fyr­ir hin ýmsu tæki og inni í stjórn­klef­an­um er að finna sér­leg­an búnað til alls kon­ar æf­inga, aðallega með köðlum og lyft­inga­tækj­um. Seg­ir Iveco að sam­spil þess­ara tækja bjóði upp á rækt­un og þjálf­un alls lík­am­ans.

https://www.mbl.is/…/frettir/2019/07/17/okumenn_iveco_i_fa…/

Í snjónum í vetur fékk Premium of Iceland afhendan nýjan Iveco Daily pallbíl frá Kraftvélaleigunni

Fyrir valinu var vel útbúinn og öflugur Iveco Daily pallbíll sem er 5.200kg í heildarþyngd og með 2.650kg í burðargetu.
Hann er með 3.0L 180 hestafla vél og 8 gíra Hi-Matic sjálfskiptingu frá ZF.
Hann er vel útbúinn með fjaðrandi stól, Webasto olíumiðstöð, vinnuborði, símastandi o.m.fl.
Bílinn er einnig með 3.500.kg dráttargetu og því er samanlögð flutningsgeta bílsins 6.150kg.

Það sem hentar Premium of Iceland vel, sem og öðrum sjávarútvegsfyrirtækjum, er breiddin á pallinum en hann er nógu breiður til þess að geta tekið tvö kör hlið við hlið, og því er hægt að flytja mun fleiri kör á þessum Iveco Daily heldur en öðrum sambærilegum pallbílum.

Kraftvélaleigan sérhæfir sig í leigu á tækjum og atvinnubílum til lengri og skemmri tíma allt eftir þörfum hvers og eins.
Þannig geta fyrirtæki á einfaldan hátt fengið öfluga atvinnubíla leigða í 1-5 ár allt eftir hvaða þarfir fyrirtæki hafa.
Að leigutíma loknum er geta leigutakar valið um að kaupa bílinn, skila bílnum eða fá nýjan bíl leigðan.

Premium of Iceland er með starfsemi sína á Suðurnesjum og sérhæfir sig í framleiðslu á hágæða sjávarfangi.

Fjarðarmót er áratuga gamalt byggingarfyrirtæki sem er með starfsemi sína í Hafnarfirði og er meðal annars að byggja glæsileg fjölbýlishús í Vogunum.

Fyrir valinu var vel útbúinn og öflugur Iveco Daily pallbíll sem er 5.200kg í heildarþyngd með rúmlega 4.0.m öflugum palli með fellanlegum skjólborðum.
Hann er með 3.0l 180 hestafla vél og 8 gíra Hi-Matic sjálfskiptingu frá ZF.
Hann er vel útbúinn með fjaðrandi stól, webasto olíumiðstöð, vinnuborði, símastandi o.m.fl.

Það var hann Óttar frá Fjarðarmót sem tók á móti nýja Daily bílnum úr hendi Ívars Sigþórssonar sölustjóra Iveco.
Við óskum Fjarðarmótum innilega til hamingju með nýjan Iveco Daily.

Þetta er nú ekki fyrsta sýningin sem við tökum þátt í enda höfum við verið stoltur umboðsaðili Toyota lyftara í fjölda ára.

Hérna meðfylgjandi er skemmtileg mynd frá Sjávarútvegssýningunni árið 1993 þar sem við vorum að kynna nýja kynslóð af Toyota rafmagnslyfturum.

Á sýningunni í ár munum við halda áfram að kynna nýjungar frá Toyota og verðum með fjölbreytt úrval tækja til sýnis á bás B22.

Vélin bætist í mikinn Komatsu minivélaflota á Íslandi enda eru Komatsu vélarnar þekktar fyrir einstaklega mikin áreiðanleika og að vera gríðarlega öflugar mokstursvélar að sama skapi.

Vélin er sérsniðin að þörfum eiganda til mismunandi verka um land allt og er vel útbúin í alla staði. Hún vigtar um 3,3 tonn og afhendist m.a. með Engcon EC204 rótotilt, 4x skóflum, gúmmíbelti, lengri gerð af bómuarmi, framhallanlegt hús, “Auto idle shutdown” eiginleika, 6 vinnustillingar á vökvakerfi, KOMTRAX 3G kerfi og svo mætti lengi telja.

Heiðar Baldursson frá Rafal tók á móti vélinni hjá sölumönnum okkar. Kraftvélar þakka Rafal ehf kærlega fyrir viðskiptin og óska þeim til hamingju með nýju Komatsu vélina. Megi þeim farnast vel!

Nánari upplýsingar hér: https://bit.ly/2JpwUqD

Urðir ehf., Sandfellshaga 1, 671 Kópaskeri, sem bræðurnir Sigþór og Rúnar Þórarinssynir eiga og reka, fengu afhentan New Holland T6.175 DC. Vélin er 155/175 hp. og eins og áður sagði með nýja Dynamic Command 24×24 gírkassanaum, þar sem eru þrjú 8 gíra þrep, A, B og C, og hægt að hafa vélina sjálfskipta í gegnum B og C þrep, framfjöðrun og 50 km/h. Fjaðrandi hús með 12 LED vinnuljósum, SideWinder II sætis arminn með stórum snertiskjá og rafmagns joystick fyrir ámoksturstækin og með frambúnaði og aflúttaki. 113 l. loadsensing vökvadæla, með 5 rafstýrðum vökvasneiðum, vökvayfirtengi og útskjótanlegum krók. Alö Q5s ámoksturstæki, með vökvalæsingu fyrir fylgitæki.

Á einni myndinni er Sigþór er hann veitt vélinni viðtöku hjá Kraftvélum á Akureyri. Vel útbúin og öflug vél og við hjá Kraftvélum óskum þeim bræðrum til hamingju með vélina og þökkum viðskiptin.