Vélin er með 33 hp. mótor og lyftigetu upp á 1445 kg. í beinni stöðu. Vélin er með EURO festingum fyrir fylgitækin, 2 aksturshraða upp að 20 km., á flotmiklum dekkjum og með 100% driflás. Lipur og dugleg vél sem mun örugglega nýtast vel í hin ýmsu verk. Vélinni fylgja skófla og greip, og að sjálfsögðu er vökvalás fyrir fylgitæki eins og á öllum Weidemann vélum.

Við óskum Erlingi til hamingju með nýju vélina og þökkum viðskiptin.

Það er með mikilli ánægju sem við tilkynnum að á næstu vikum kemur ein stærsta Komatsu jarðýta sem komið hefur hingað til lands í fjölda ára. Vélin sem um ræðir er Komatsu D375-8 jarðýta. Ýtan er ca 73 tonn að þyngd og er gríðarlega öflug og vel búin í alla staði. Meira síðar..

Myndband um vélina: https://www.youtube.com/watch?v=MUaP13PxCRo

Hillulyftarinn er vel útbúinn með lyftigetu uppá 2700kg, þrefalt mastur og getur keyrt í fjórar áttir.
360° stýring með einstaklega gott útsýni gegnum yfirgrind og mastur. Fingurstýrð stjórntæki fyrir alla virkni lyftarans.

Á mynd má sjá Friðgeir Már Alfreðsson frá Kraftvélum afhenda þeim Þóri Sigurgeirssyni, Marteini Amby Lárssyni og Kristjáni Úlfarssyni nýja tækið.

Kraftvélar óska Tengi til hamingu með nýja hillulyftarann og þökkum þeim kærlega fyrir viðskiptin.

Rafal sérhæfir sig í þjónustu við rafiðnaðinn og mun vélin notast við hverskonar verkefni sem upp á koma hjá fyrirtækinu.

Vélin er 2,4 tonn að þyngd og er vel útbúin til komandi verkefna og afhendist m.a. með 300 mm breið gúmmíbelti, 21 hö vél, lengri gerð af bómuarmi, framhallanlegt hús, KOMTRAX 3G kerfi, hraðtengi og 3x skóflum svo eitthvað sé nefnt.

Heiðar Baldursson frá Rafal ehf kom til okkar á Dalveginn og veitti nýju vélinni viðtöku hjá sölumönnum okkar. Kraftvélar óska eigendum og starfsfólki Rafal ehf innilega til hamingju með nýju Komatsu vélina! Megi þeim ganga allt í haginn.

NÝIR ATVINNUBÍLAR Á LAGER

Iveco staðfestir með þessu stöðu sína á markaðnum sem leiðandi framleiðandi í atvinnubílum með sjálfbæra orkugjafa. Verðlaunin voru veitt á Ecomondo hátíðinni.

Iveco halda áfram að sanka að sér verðlaunum, í fyrra var Iveco Daily Electric sendibíll ársins. Iveco Eurocargo CNG var valin vörubíll ársins í flokki sjálfbæra vörubíla 2017 og Iveco Eurocargo var valin vörubíll ársins 2016.

Fréttatilkynning Iveco: https://www.iveco.com/en-us/press-room/release/Pages/The-STRALIS-NP-460-wins-the-Sustainable-Truck-of-the-Year-2019-title.aspx

Kynntu þér Iveco Stralis NP: https://www.kraftvelar.is/voruurval/iveco/iveco-stralis-np-vorubill/

 

 

 

 

 

 

 

 

Ef svo er, þá vill svo skemmtilega til að við hjá Kraftvélum vorum að fá eina nýja Komatsu WA320-8 hjólaskóflu á lager sem við viljum með mikilli ánægju bjóða þér.
Hún er um 15,6 tonn að þyngd og er bæði með “joystick” stýri sem og venjulegt stýri. KOMATSUCARE viðhalds og þjónustuáætlun fylgir henni að sjálfsögðu líka.

Ef þú vilt fá nánari upplýsingar um þessa vél þá endilega hafðu samband við undirritaðan Halldór Ólafsson 856-5585 halldor@kraftvelar.is eða Ævar Þorsteinsson 893-8410 aevar@kraftvelar.is og við aðstoðum þig með glöðu geði.

Komatsu WA320-8
Þyngd: 15,6 tonn
2,8 m3 skófla
Hraðtengi
Bæði joystick og venjulegt stýri
Sjálfvirkt smurkerfi
KOMATSUCARE viðhalds og þjónustuáætlun Komatsu ( 4 fríar þjónustuskoðanir í 3 ár eða 2000 vst, auk skipta mengunarbúnaðssíum í 5 ár eða 9000 vst)
KOMTRAX 3G kerfi
Bakkmyndavél
Sjá nánar hér https://webassets.komatsu.eu/…/GetBrochureByProductName.asp…

Þetta er fjórði vinnuflokkabíllin sem þeir fá og eru þeir allir alveg eins en fyrir eiga þeir auk þess einn 14 tonna bíl sem var sér útbúinn fyrir stærri stauraverkefni . Þetta eru 10 tonna bílar með sætum fyrir 5 farþega auk ökumanns, vélin er 190 hestöfl og skiptingin er 6 gíra ZF sjálfskipting, allir bílarnir eru með miklum sérbúnaði sem er settur á og í þá fyrir afhendingu. Kraninn á bílnum er frá Barka ehf og er 5,5 m/t Fassi krani með þráðlausri fjarstýringu og tveimur tvívirkum glussaúttökum fram á enda kranans. Vagnar og Þjónusta ehf smíðuðu pallinn og annan aukabúnað á bílnum eins og geymslukassa sem er fyrir aftan húsið á bílnum, kassinn er upphitaður með Webasto olíumiðstöð og er útbúinn verkfæri og vinnugalla og auk þess aftast á bílinn geymslugrind fyrir handverkfæri vökvafleyga og margt fleira, auk vökvalagna fyrir fleyga. Amg aukaraf lagði allt auka rafmagn í bílinn fyrir aðvörunarljós, vinnuljós og 220 volta vinnurafmagn, talstöðvar ofl ofl.

Meðfylgjandi eru myndir frá afhendingu seinasta bílsins þar sem Bjarni Líndal Viðhaldstjóri hjá Veitum tekur við bílnum.

Í seinustu viku fengu Víðimelsbræður ehf á Sauðárkróki afhenta nýja glæsilega Komatsu HB365LC-3 Hybrid beltagröfu.

Vélin er ein af Hybrid vélum Komatsu með rafmagnsdrifinn snúningsmótor sem endurnýjar orku á meðan efri hluti vélar er á hreyfingu sem svo umbreytir því í rafmagnsorku. Hin endurnýjaða orka er svo geymd í þétti og er svo notuð af rafal til aðstoða vélina þegar hún þarf að auka snúning. Þannig lækkar Hybrid búnaður eldsneytiseyðslu verulega. Vélin er þar af leiðandi með eina lægstu eldsneytiseyðslu sem í er boði markaðinum, með u.þ.b. 20-30% minni eyðslu en sambærilega vélar.

Vélin er ca 37 tonn að þyngd og afhendist m.a. með Miller PowerLatch hraðtengi, 700 mm spyrnur, sjálfvirkt smurkerfi, KOMTRAX 3G kerfi svo eitthvað sé nefnt. Að sjálfsögðu fylgir henni líka milljóna kaupauki í formi KOMATSUCARE viðhalds og þjónustuáætlun Komatsu sem inniheldur fríar þjónustuskoðanir í 3 ár eða 2000 vst og frí skipti á mengunarbúnaðssíum í 5 ár eða 9000 vst. Svo afhendist hún að auki með 5 ára eða 10.000 vst ábyrgð á öllum Hybrid búnaði.

Jón Árnason framkvæmdastjóri Víðimelsbræðra ehf kom og veitti vélinni viðtöku hjá Halldóri Ólafssyni sölustjóra vinnuvéla. Kraftvélar óska eigendum og starfsfólki Víðimelsbræðra ehf innilega til hamingju með nýju Komatsu vélina. Megi þeim ganga allt í haginn!

Kraftvélar ehf óska Mjólkursamsölunni ehf til hamingju með 3 stk Iveco Daily 7,2 tonna flutningabíla sem þeir fengu afhenta fyrir stuttu síðan.

Bílarnir eru allir eins uppbyggðir með heildarþunga 7,2 tonn, 180 hestafla vél sem togar 430 Nm og 8 gíra sjálfskiptingu sem framleidd er af ZF í Þýskalandi, og loftpúðafjöðrun á afturhásingu auk 100 læsanlegu drifi.

Allir bílarnir eru mjög vel útbúnir af staðalbúnaði auk þess er sjálfvirk miðstöð með loftkælingu, Webasto olíumiðstöð, skjár í mælaborði, bakkmyndavél, festing ofan á mælaborð fyrir spjaldtölvu eða gsm síma með tengingum fyrir usb ofl.

Flutningskassinn er smíðaður hjá Vögnum og Þjónustu ehf og er 5 metra langur og vörulyftan er með 1500 kg lyftigetu og lokar lyftublaðið fyrir alla opnunina á kassanum. Auka bakk og vinnuljós eru sett á bílana og öflugra rafkerfi með 210 amperstunda rafall og 2 rafgeymum. Burðargeta þessara bíla er ca. 3500kg.

Kælivélin er frá Kapp ehf í Garðabæ og er með landtengingu.

Fyrir eiga MS 3 aðra eins Iveco bíla sem eru 5 tonn að heildarþunga og hafa reynst vél að þeirra sögn.

Meðfylgjandi eru myndir af bílunum og Halldóri Inga Steinssyni Dreifingarstjóra hjá MS að veita bílunum viðtöku hjá Óskari Sigurmundasyni Kraftvélum ehf.

Bíllinn er 3500 kg í heildarþunga og með 12 rúmmetra flutningsrými, vélin er 210 hestöfl og togar 470 Nm. Gírkassinn er 8 gíra sjálfskipting með torque converter og er framleidd hjá ZF.
Millikassinn er sjálfstæður og er bíllinn alltaf í sídrifi sem er síðan læsanlegt og auk þess meðháu og lágu drifi og þá eru 100% handstýrðar driflæsingar bæði í fram og afturdrifi.
Arctic trucks setti síðan undir bílinn 35“ dekk og felgur, brettakanta, sílsalista, spilbita framan og aftan auk ljósagrindur á framstuðara.
Farangursrýmið er allt klætt að innan og búið er að sérútbúa bílinn með hillukerfi frá Storevan
Rafkerfið var allt sérútbúið og eru vinnuljós á öllum hliðum bílsins, leitarljós á þaki, gul blikkljós, auka lýsing í vinnurými, 220 volt, talstöðvakerfi ofl ofl.
Á myndinni er Sigmar Torfi Ásgrímsson verkefnastjóri hjá Isavia að veita bílnum viðtöku hjá Óskar Sigurmundasyni Kraftvélum ehf.