Fyrir stuttu fékk Borgarverk ehf afhentan nýjan og stórglæsilegan Sandvik DX900i borvagn. Vagninn er einn sá stærsti og fullkomnasti borvagn sem í boði er í heiminum og það er okkur sönn ánægja að afhenda slíkan hér á landi.

Hann vigtar um 19,6 tonn og afhendist m.a með fulla sjálfvirkni á borun og magasíni, 290° eða 55 fm2 borsvæði, fjarstýringu fyrir fulla stjórnun tækisins, TIM3D fullbúnu GPS borkerfi frá Sandvik sem inniheldur allt sem þarf við borun og fullkomnu eftirlitskerfi, 25 kW borvél með uppslætti, 7+1 borstál í magasíni, spili, brýnara fyrir borkrónur, 9,5 m3/min upp af 10 bar loftpressu, 210 kw aflvél, sjálfvirku smurkerfi og svo lengi mætti telja.

Til að fagna þessu kíktum við í heimsókn í ný og glæsileg húsakynni Borgarverks á Selfossi og hittum þá Óskar og Kristinn eigendur fyrirtækisins sem tóku vel á móti okkur og féllust á að mynda sig með okkur.

Kraftvélar óska eigendum og starfsfólki Borgarverks innilega til hamingju með nýja Sandvik borvagninn og þökkum að sama skapi kærlega fyrir okkur!

Gunnar Björnsson rekur landsfrægt verkstæði í Flóahrepp og gerir þar við allt á milli himins og jarðar. Gunnari vantaði vél sem hann gat notað í þjónustu í kring um verkstæðið og ekki verra að geta farið með nokkrar rúllur í leiðinni í hrossin.

Weidemann T5522 er með lyftigetu upp á 2200kg og lyftir upp í 5,5m hæð, hann er með EURO ramma fyrir fylgitæki og drekkhlaðinn búnaði. T5522 er með 3. möguleika á stýri sem eru fjórhjólastýri, framhjólastýri og krabbastýri. Vélin ekur um á 30km/h og er með 100% driflás.

Kraftvélar óska ábúendum á Hlíðarbrún til hamingju með vélina og óska þeim velfarnaðar í leik og starfi.

Vélin er með öllum hugsanlegum aukabúnaði og Engcon rótótilti
Á myndinni er Sigurður Gylfason eigandi SSG ehf og Ævar Þorsteinsson forstjóri Kraftvéla ehf

Við óskum Sigurði til hamingju með vélina.

Töluvert af heyvinnutækjum eru seld en í þessari sendingu eru líka óseld tæki til sölu:

HIT 8.91T dragtengd heyþyrla á vagni, vinnslubreidd 8,86 m
TOP 762C dragtengd miðjurakstrarvél, vinnslubreidd 6,75 – 7,5 m
TOP 962C dragtengd miðjurakstrarvél, vinnslubreidd 8,9 – 9,6 m

Nánari upplýsingar hjá sölumönnum landbúnaðartækja í síma 535-3589 eða í tölvupósti á buvelar@kraftvelar.is

Hér er á ferðinni Toyota Tonero 3 tonna dísellyftari sem er vel útbúinn í þá vinnu sem honum er ætluð. Sérstaða Toyota dísellyftara er sú að Toyota er einn af fáum ef ekki eini lyftaraframleiðandinn sem framleiðir sýna eigin díselmótora. Mótorinn í þessum lyftara uppfyllir öll skilyrði varðandi þær mengunarvarnir sem nú er í gildi. Öll aðstaða fyrir ökumann er til fyrirmyndar eins og er reyndar alltaf þegar um er að ræða Toyota lyftara. Fingurstýrð stjórntæki á stillanlegum sætisarmi sem gera ökumanni kleift að vinna mjög afslappað þó álagið sé mikið. Lyftarinn er útbúinn með innbyggðri hliðarfærslu sem er mikilvægt til þessa að lyftarinn missi sem minnsta lyftigetu. Lakkið á þessum lyftara var varið með sérstaklega sterkri nanó húð frá strákunum í BE nanó. Einnig var sett nánó húð yfir vélarrýmið og á helstu fleti inni í ökumannshúsi.

Vinnutæki ehf sjá um um landanir úr hinum ýmsu skipum í Eyjum og alltaf í nógu að snúast hjá þeim. Eins og sést á meðfylgjandi mynd þá fór lyftarinn strax í vinnu á bryggjunni í eyjum enda er alltaf í nógu að snúast hjá þeim í Vestmannaeyjum.

Við óskum Snorra Jóns og hans mönnum hjá Vinnutækjum ehf í Vestmannaeyjum innilega til hamingju með nýja lyftarann um leið og við þökkum þeim fyrir að velja Toyota og Kraftvélar og óskum þeim velfarnaðar í framtíðinni.

Þetta er fyrsta nýja Komatsu minivélin hans Kolbeins og er hann hæst ánægður með kaupin. Við bjóðum honum innilega velkominn í Komatsu fjölskylduna.

Vélin er vel útbúinn og vigtar um 1950 kg, með breikkanlegan undirvagn á gúmmíbeltum, lengri gerð af bómuarmi, KOMTRAX 3 kerfi og svo lengi mætti telja. Vélin afhendist með hraðtengi og 3 skóflum.

Þegar þessar prýðis myndir voru teknar var hann Kolbeinn með vélina í vinnu skammt frá Selfossi að grafa fyrir grunn undir bústað og átti erfitt með að skilja við stýripinnana sem hann þurfti að sleppa tökum á til þess að það væri hægt að ná mynd af þeim félögum saman.

Kraftvélar óska Kolbeini innilega til hamingju með nýju Komatsu vélina og við vonum að þetta sé byrjun á góðu samstarfi.

Bílarnir voru smíðaðir í Hollandi, útbúnir þýskum búnaði.

Öll hönnun bílanna miðar að því að geta hafið aðgerðir á sem allra skemmstum tíma. „Það sem við höfum lært er að ef kemur upp eldur í jarðgöngum þá er bara númer eitt, tvö og þrjú að slökkva eldinn áður en maður gerir neitt annað,“ segir Ólafur Stefánsson, slökkviliðsstjóri á Akureyri. „Þannig að það sem þessi bíll á að vera sérhannaður í er að keyra eins hratt og þú getur á vettvang og slökkva eldinn.“

Til að tryggja öryggi slökkviliðsmanna er sérstakt loftkerfi í bílunum sem þeir tengjast meðan keyrt er inn í reykfyllt göng svo ekki þurfi að eyða súrefni af kútum sem nota þarf við slökkvistarfið. Þá er í þeim hitamyndavél sem hjálpar við að bjarga fólki eða komast að eldi og skjár sem tengdur er myndvél svo bílstjórinn geti byrjað að slökkva eld áður en áhöfnin kemur sér fyrir utan bílsins. „Þannig að þetta er miklu öruggara farartæki heldur en hefðbundinn slökkviliðsbíll eins og við höfum þekkt hann í gegnum tíðina,“ segir Bjarni Höskuldsson, slökkviliðsstjóri í Þingeyjarsveit.

En þó bílarnir séu fyrst og fremst hugsaðir fyrir eldsvoða í jarðgöngum nýtast þeir við önnur útköll. Þeir eru hraðskreiðari og sneggri en venjulegir slökkvibílar og með fullkomnu slökkvikerfi og björgunarklippum sem nýtast bæði við húsbruna og bílslys.

Og Ólafur segir að sams konar bílar séu hvergi annars staðar til og meðal annars fylgist kollegar í Noregi með því hvernig bílarnir reynast hér. „Það er einmitt málið, það er eiginlega engin fyrirmynd. Það er klárlega ekki til neinn svona búnaður hér á landi og við höfum ekki fundið neina fyrirmynd af þessu erlendis beint. Við erum svolítið að safna saman hugmyndum úr mörgum áttum.“

Texti úr frétt frá RÚV https://www.ruv.is/…/serutbunir-slokkvibilar-fyrir-vadlahei…

Við hjá Kraftvélum þökkum bændunum í Stóru-Mörk kærlega fyrir að velja Junkkari og óskum þeim velgengni með hann í malarkeyrslunni.

Optum 300CVX er 313hö, hún er að sjálfsögðu stiglaus og útbúin með öllu því helsta og rúmlega það. Austurverk ehf á Egilsstöðum er eitt af flottari verktaka fyrirtækjunum á landinu, þeir gera hlutina vígalega og þurfa því vígalegar vélar í verkin. Fyrir áttu þeir CaseIH Pumu 240CVX og nú var henni skipt út fyrir stærri systur sýna.

Á meðfylgjandi myndum má sjá þær systur á hlaðinu hjá Svan Hallbjörnssyni umboðsmanni Kraftvéla á Austurlandi þegar skiptin áttu sér stað. Þessa vél verður seint hægt að toppa í útliti, afli, þægindum og tröppu fjölda. Við hjá Kraftvélum þökkum þeim Stessa og Bróa kærlega fyrir að fá að vera með þeim í liði og óskum þeim velfarnaðar í leik og starfi.