Þeir Ási og Frikki hjá Steypustöðinni taka hér á móti veglegum pakka frá okkur, fyrir valinu er áfram CaseIH Puma CVX dráttarvél og Junkkari J18JLD sturtuvagn, fyrir eru þeir með CaseIH Puma 185CVX og annan Junkkari J18JLD sturtuvagn. Þessi samsetning á vél og vagni hefur nýst þeim einstaklega vel og því um að gera að tvöfalda flotann fyrir komandi verkefni. CaseIH Puma 175CVX dráttarvélar hafa reynst frábærlega. Vélin er stiglaus með 6,7L FPT, 6cyl mótor. Hann skilar gríðarlegu togi og vinnur vel saman við stiglausa CXV gírkassann. Puman er útbúin öllum þeim þægindum sem þurfa að vera í dráttarvélum og kemur einstaklega vel út í eyðslu, hún skilar 175/225 hestöflum og er mjög lipur í öll þau verk sem má finna fyrir vél af þessari stærð. Junkkari J18JLD vagninn tekur 18tonna burð í formi 11,2m³, hann er með fjaðrandi beisli og kemur á 650/50R22,5 Country King dekkjum sem gefa honum mikið flot.

Við hjá Kraftvélum þökkum Steypustöð Skagafjarðar fyrir viðskiptin og óskum þeim áframhaldandi velfarnaðar í öllu sem þau taka sér fyrir hendur.

www.kraftvelar.is/tilbodsdagar

Björgvin kom við í Kraftvélum á Akureyri og prufaði gripinn, eftir það var ekki aftur snúið. Viðskiptin gengu í gegn á methraða og okkar maður náði svo í vélina með bros á vör. Weidemann T4512 hefur átt óslitna sigurgöngu síðan við hófum að flytja hann inn. T4512 er einstaklega lipur, öflugur og hentugur í þau verkefni sem hann er smíðaður í. Vélin er ekki nema 156cm á breidd og 196cm á hæð þannig að hann kemst á þá staði sem erfitt hefur verið að koma öðrum vélknúnum vinnuvélum áður að.

Við hjá Kraftvélum óskum Björgvin til hamingju með að vera kominn í ört stækkandi hóp Weidemann eiganda og þökkum honum fyrir viðskiptin.

Vélin er ríkulega búin, skilar 169 hp. með aflauka og er með stiglausum gírkassa, „Autocommand“ 50 km/h. Fjaðrandi framhásingu, einnig fjaðrandi húsi og ökumannssæti, ásamt stórum snertiskjá í innbyggðum sætisarmi. Vélin er með 12 LED vinnuljósum, rafstýrðum og upphituðum útispeglum, vökvaútskotnum dráttarkrók og vökvayfirtengi. 125 ltr. CCLS (Loadsensing) vökvadælu, með 5 vökvasneiðum að aftan, vökvalögn fram, ásamt framlyftum og aflúttaki. Alö Q5s tæki eru einnig á vélinni sem eru tengd og stjórnað af innbyggðum rafmagns stýripinna.

Þess má geta að Sigtryggur hefur verið með New Holland dráttarvélar lengi í sinni þjónustu og er engin breyting þar á. Við óskum Sigtryggi til hamingju með nýju vélina og þökkum viðskiptin.

Þessir tveir lyftarar verða í notkun á starfsstöð fyrirtækisins í Klettakæli. Báðir lyftararnir eru einstaklega vel útbúnir með ELM gaffal- og hliðarfærslu og öllum þeim helstu þægindum sem Toyota býður uppá til þess að gera ökumönnum sem þægilegast fyrir á löngum vöktum. Þessir lyftarar eru einstaklega liprir og standast fáir aðrir lyftara þeim snúning hvað varðar öryggi, bæði fyrir ökumann sem og aðra sem starfa í kringum lyftarann. T.d. eru þeir báðir með Toyota SAS öryggiskerfi sem er einstakt á heimsvísu er kemur að öruggum akstri lyftara.

Við hjá Kraftvélum óskum Eimskip/Flytjanda til hamingju með nýju lyftaranna um leið og við þökkum þeim fyrir að velja Toyota og Kraftvélar.

Bílarnir voru sérpantaðir með búnaði eftir þeirra óskum auk þess sem margvíslegur búnaður var settur í og á bílana fyrir afhendingu til þeirra.

Allir bílarnir eru alveg eins búnir þ.e. lágþekjubílar með 9m3 flutningsrými sem er 3130mm langt, hurðir að aftan og einnig á báðum hliðum flutningsrýmis, hjólhaf er 3520mm. vélin er 180 hestöfl sem togar 430Nm, ZF 8 gíra öflug sjálfskipting, sjálfvirk miðstöð með loftkælingu, fjaðrandi og fjölstillanleg sæti fyrir bæði bílstjóra og farþega. 4×4 drifbúnaður þar sem bílarnir eru í sídrifi með sjálfstæðum millikassa sem hægt er síðan að læsa 100%, bæði fram og afturdrif eru valin með lægstu fáanlegu drifhlutföllum. Webasto miðstöð er fyrir vél og ökumannshús, loftkæling með sjálfvirkri hitastýringu, samlæsingum á hurðum með fjarstýringu, auka geymsluhólfum, ofl ofl.

Eftir komu bílanna til landsins var sett fullkomið auka rafkerfi frá Amg Aukaraf ehf, sérútbúinn kassi var smíðaður á milli framsæta þar sem allur rafmagnsbúnaður og stjórnrofar voru settir svo sem ljósabúnaður í vinnurýmið og á þak bílsins svo sem vinnuljós í allar áttir, blikkljós á þak og í stuðara að framan og aftan auk fjarstýrðs leitarljóss. Einnig var settur öflugur invertir fyrir 220 v kerfi, router fyrir tölvur og síma, margskonar talstöðvarbúnaður, usb tengingar, hleðslustöðvar ofl ofl. Arctic Trucks ehf tók að sér að bæta við 35“ dekkjum, brettaköntum, kastaragrind og 2ja geisla þokuljós á framstuðara, öflugt dráttarspil, prófíltengi framan og aftan auk sílsabretti til að hlífa hliðum bílsins og auka þægindi í umgengni. Hjá Bílaklæðningu Ragnars Valssonar ehf voru flutningsrými klædd og einangruð að innan auk þess sem rýminu var skipt upp í 3 sjálfstæð rými, með auka Websto miðstöð, lofttúðu á þakið og auka led vinnuljós, Hillukerfi frá Storevan var sett í öll rýmin sem eru sérstaklega útfærð eftir óskum Rariks, milliþil á milli vörurýmis og framrýmis var einnig fært aftur um 30 cm til að auka þægindi og koma fyrir meiri búnaði. Á þak bílsins var sett toppgrind frá Storevan með stigafestingu.

Kraftvélar ehf vilja óska Rarik ofh og starfsmönnum til hamingju með nýju bílana og vona að þeir muni reynast þeim vel um ókomin ár. Á myndinni eru Úlfar Reyr Ingvarsson og Kristján Ingi Sigurðsson starfsmenn Rarik ohf að veita bílunum viðtöku.

Í síðustu viku fengu Vinnuvélar Símonar ehf frá Sauðárkróki afhenta nýja Komatsu WA320-8 hjólaskóflu.

Vélin vigtar um 15,6 tonn að þyngd með 11,5 tonna “tipping load” er virkilega vel útbúin í alla staði og afhendist m.a. með 170 hö mótor,”Komatsu smart loader logic” full sjálfvirkt og álagsstýrt kerfi sem stýrir snúningi vélar eftir álagi og vinnu sem bæði minnkar eldsneytiseyðslu og slit, 2,8 m3 “High efficiency” skóflu, 3-ja svið á gálga, “Return to dig” eiginleika á gálga, bæði joystick og venjulegu stýri, sjálfvirku smurkerfi, bakkmyndavél, upphitaða baksýnisspegla, loftkælingu, Heavy duty hásingar, tregðulæsingu á driföxlum, rafmagnsstýrða Hydrostatic gírskiptingu, 38 km/h hámarkshraða, aukaballest, Komatsu CLSS vökvakerfi, KOMTRAX 3G kerfi, KOMATSUCARE að sjálfsögðu líka og svo lengi mætti telja.

Kraftvélar óska þeim feðgum Símoni og Rúnari og öðru starfsfólki Vinnuvéla Símonar innilega til hamingju með nýju Komatsu vélina og þökkum kærlega fyrir okkur. Við bjóðum þau að sama skapi innilega velkomin í Komatsu fjölskylduna!

Erum í Hannover með myndalegan 36 manna hóp á Agritechnica og tókum hópmynd á Abbey básnum áður en ferðinni var heitið í hádegismatinn þann daginn.

Rosalega stór og skemmtileg sýning, margt nýtt og athyglisvert að sjá.

Í gær vorum við með kynningarfund með Øivind Skovly, sölustjóra Sandvik. Hann var með kynningu á Sandvik, borkrónum, borstöngum og öðru sem tengist borvinnu.

Þökkum þeim sem mættu fyrir komuna.

Eins og flestir bændur vita þá hófst í gær stórsýningin Agritechnica og mun hún vera í gangi fram að næstkomandi laugardegi. Við í Kraftvélum erum með hópferð á sýninguna og förum til Þýskalands með 35 manna hóp.
Sýningin er haldin í Hannover og er oft kölluð “Bauma landbúnaðarins” enda um stóra og veglega sýningu að ræða.

Á sýningunni eru 2.750 sýnendur frá meira en 50 löndum og er áætlað að sýningargestir verði um hálf milljón talsins.
Við munum leiða okkar ferðafélaga í gegnum sannleikann og sýna þeim básana hjá okkar frábæru vörumerkjum en okkar framleiðendur eru meðal þeirra langstærstu á sýningunni.

Í hópferðinni verða allir þrír sölumenn landbúnaðartækja hjá Kraftvélum en það eru þeir Eiður Steingrímsson, Dagbjartur Ketilsson og Magnús Gunnarsson.
Það verður mikið um Íslendinga á sýningunni og hvetjum við sýningargesti til þess að hafa samband við okkur ef þið hafið áhuga á að hitta okkur og fræðast um vörurnar á básunum okkar.

Eiður Steingrímsson (862-0468)
Dagbjartur Ketilsson (856-5595)
Magnús Gunnarsson (856-5580)

Fylgist með okkur á sýningunni á snapchat (kraftvelar)