Þriðja afhending frá sýningunni okkar:

Flúðaverktakar ehf festu kaup á Komatsu PC240LC-11 beltagröfu.

Beltagrafan er um 25 tonn að þyngd með Miller hraðtengi, Miller skóflu og Rototilt.
Vélin er fullbúin í alla staði með lagnir fyrir fleyg, lagnir fyrir rótótilt, fullar grjótvarnir á undirvagni og extra breiðar spyrnur (900mm).
Að auki er vélin með Trimble EarthWork GPS kerfi frá Ísmar ehf.

Á sama tíma og þeir keyptu beltagröfuna keyptu þér líka notaða Komatsu D61PX jarðýtu af okkur og eru því komnir með ansi myndalegan Komatsu pakka.

Frá vinstri má sjá feðgana Ævar Agnarsson og Agnar Jóhannsson frá Flúðaverktökum taka á móti vélinni frá Ævari Þorsteinssyni og Halldóri Ólafssyni frá Kraftvélum.

Við óskum Flúðaverktökum til hamingju með nýju vélina og þökkum þeim að sjálfsögðu fyrir viðskiptin!

Image may contain: sky and outdoor

Fleiri afhendingar frá sýningunni okkar:

Lambhagi ehf festu kaup á Komatsu PC138US-11 beltagröfu með ýtublaði.

Beltagrafan er 14 tonn að þyngd með Miller tiltrotator og Miller skóflu ásamt því að vera mjög vel útbúin að staðaldri. 
Vélin er með einstaklega lítið snúningssvið, lagnir fyrir fleyg, lagnir fyrir rótótilt, fullar grjótvarnir á undirvagni og einstaklega sparneytinn mótor.

Lambhagi er viðskiptavinur til margra ára og með nokkur tæki og bifreiðar frá Kraftvélum.
Sem dæmi má nefna tvær Komatsu traktorsgröfur, Toyota dísellyftara, BT rafmagnstjakk og bráðlega bætast Iveco bílar við flotann hjá þeim.

Við óskum Hafberg Þórissyni (t.h.) til hamingju með nýju vélina og þökkum honum fyrir viðskiptin.

Image may contain: sky and outdoor

Á vinnuvélasýningunni okkar afhentum við nokkrar nýjar vélar, þar má nefna Ingileif Jónsson sem fékk afhenta nýju Komatsu PC210LC-11 beltagröfuna sína.

Vélin er fullbúin í alla staði með Miller hraðtengi, Miller skóflu, lagnir fyrir fleyg, lagnir fyrir rótótilt, fullar grjótvarnir á undirvagni, 700mm spyrnur og sparneytnari mótor en forveri sinn.

Á myndinni (frá vinstri) má sjá Halldór Ólafsson, sölustjóra vinnuvéla, Ævar Þorsteinsson, forstjóra Kraftvéla og Ingileif Jónsson, hamingjusaman Komatsu eiganda.

Við óskum Ingileif til hamingju með nýju vélina og þökkum honum fyrir viðskiptin.

Image may contain: sky and outdoor

Vorum með breitt úrval vinnuvéla til sýnis, afhentum nokkrar nýjar vélar og grilluðum meira en 300 pylsur.

Takk fyrir okkur!

Vinnuvélasýning Kraftvéla 2018

Frábær mæting á vinnuvélasýninguna okkar 24. ágúst síðastliðinn.Vorum með breitt úrval vinnuvéla til sýnis, afhentum nokkrar nýjar vélar og grilluðum meira en 300 pylsur.Takk fyrir okkur!

Posted by Kraftvélar on Mánudagur, 27. ágúst 2018

Opið í dag frá klukkan 17-20 og líka á morgun, laugardaginn 25. ágúst, frá klukkan 13-15.

Sjáumst!

Image may contain: sky, car and outdoor

Image may contain: sky and outdoor

Image may contain: sky and outdoor

Image may contain: sky and outdoor

Image may contain: sky and outdoor

Image may contain: sky and outdoor

Image may contain: sky and outdoor

 

 

Í dag, föstudaginn 24 ágúst, munum við hjá Kraftvélum halda vinnuvélasýningu og okkur er það sönn ánægja að bjóða ykkur að koma og gleðjast með okkur.

Sýningin verður á milli 17:00 – 20:00 og verður haldin í húsakynnum okkar að Dalvegi 6-8 og munu léttar veitingar vera í boði að sjálfsögðu.

Á sýningunni munum við sýna fjölbreytt úrval atvinnutækja frá Komatsu, Sandvik, Iveco, Miller, Toyota, CaseIH, New Holland, Weidemann auk fleiri merkja.

Við hlökkum til að fá sem flesta í heimsókn!

Vegna aukinna umsvifa óskar Kraftvélar eftir starfsmanni á þjónustuverkstæðið okkar. Kostur er að umsækjandi sé með reynslu af almennum viðgerðum.

Fjölbreytt og skemmtileg verkefni í boði.

No automatic alt text available.

Sveitasælan 2018, landbúnaðarsýning og bændahátíð, er haldin í dag (18.ágúst) í reiðhöllinni Svaðastöðum á Sauðárkróki frá kl. 10:00 – 17:00.

Sölumenn Kraftvéla, þeir Magnús Gunnarsson og Dagbjartur Ketilsson, eru mættir á Sauðárkrók með flott úrval landbúnaðartækja:
Þrír New Holland traktorar, einn CaseIH traktor, tveir Weidemann skotbómulyftarar, tveir Weidemann liðléttingar og einn glæsilegur Iveco fékk að fylgja með.

Endilega kíkið í heimsókn til þessara miklu höfðingja.

Image may contain: sky, mountain, outdoor and nature

Image may contain: sky, cloud and outdoor

Þær gulu streyma út!
Í gær fékk B. Vigfússon ehf afhenta nýja Komatsu PC26MR-3 minibeltavél. Vélin vel útbúin í alls staði eins og Komatsu er von og vísa. Hún er 2,7 tonn að þyngd, á gúmmíbeltum, að sjálfsögðu með innbyggt KOMTRAX 3G kerfi og afhendist með vökvahraðtengi og 3 skóflum.

Bræðurnir Guðmundur og Vigfús Bjarnasynir komu og veittu vélinni viðtöku hjá okkur á Dalveginum. Kraftvélar óska þeim feðgum Bjarna, Guðmundi og Vigfúsi innilega til hamingju með nýju vélina sem er nú þriðja Komatsu vélin í núverandi flota þeirra. Megi þeim farnast afskaplega vel!

Image may contain: sky and outdoor

Brjálað að gera í Komatsu! Erum þessa dagana að standsetja 3 nýjar Komatsu beltagröfur sem allar eru seldar og bíða réttmæts eiganda. Beltagröfurnar sem um ræðir eru PC240LC-11, PC210LC-11 og HB215LC-2 Hybrid. Meira síðar þegar við afhendum þær formlega.

Image may contain: sky, cloud and outdoor