Á meðfylgjandi mynd má sjá heilsíðu auglýsingu sem birtist í Fréttablaðinu (6. október) en tilgangur auglýsingarinnar ekki bara að auglýsa Iveco atvinnubifreiðar heldur líka til þess að kynna nýtt samstarf við Toyota á Íslandi.

Allir fjórir söluaðilar Toyota hér á landi hafa tekið Iveco atvinnubíla á sölustaðinn sinn til þess að kynna og selja Iveco, þessir söluaðilar eru: Toyota Kauptúni, Toyota Akureyri, Toyota Selfossi og Toyota Reykjanesbæ.

Á öllum sölustöðum Toyota verður flott úrval Iveco Daily bíla á staðnum þeirra: ýmsar útfærslur sendibíla, 3ja manna pallbílar og 7 manna flokkabílar.

Það er gífurleg lyftistöng fyrir Kraftvélar og Iveco að fá öflugasta bílasölunet landsins með okkur í lið við að selja Iveco atvinnubifreiðar.

Image may contain: outdoor and text

Reglulega eru haldin námskeið hjá okkur til að miðla og viðhalda þekkingu. Sigurjón Gunnarsson tæknimaður á verkstæði Kraftvéla er fyrirlesari og fer nú yfir það nýjasta í gírkössum. Dynamic Command gírkassinn er aðal viðfangsefnið í dag en hann er einn verðlaunaðasti gírkassinn í dag á markaðnum og þær vélar sem hafa hann eru samkvæmt PowerMix sparneytnasti gírkassinn á markaðnum í sýnum flokki dráttarvéla.

3 manna (2 farþega)

2.3 L 156 hp vél
Hi-Matic 8 gíra sjálfskipting frá ZF 
Heildarþyngd 3.500 kg burðargeta 1.150 kg
Stærð flutningsrýmis 10,8 m3 (3130 x 1900)

Iveco Daily er byggður á sterkri sjálfstæðri grind
Hann er vel útbúinn og er meðal annars með:
– Webasto olíumiðstöð
– Fjaðrandi ökumannssæti með armpúðum og hita
– Lúxus innrétting
– Ofl.

Iveco Daily er einnig fáanlegur í 5.000 kg og 7.000 kg heildarþyngd og allt að 19,6 m3 flutningsrými
Iveco Daily er með 3.500 kg dráttargetu.

Verð á Iveco Daily 10,8 rúmmetra sendibíll með Hi-Matic 8 gíra sjálfskipting er frá 5.040.323.kr án vsk (6.250.000.kr m.vsk.)

Allar nánari upplýsingar má nálgast hjá sölumönnum Iveco í síma 535-3500 eða með tölvupósti á iveco@kraftvelar.is

Vélin bætist í mikinn núverandi Komatsu flota hjá Háfelli en fyrirtækið hefur verið dyggur Komatsu eigandi í fjöldamörg ár.

Vélin er vel útbúinn og vigtar um 1950 kg, með breikkanlegan undirvagn á gúmmíbeltum, lengri gerð af bómuarmi, KOMTRAX 3 kerfi og svo lengi mætti telja. Vélin afhendist með hraðtengi og 3 skóflum.

Þeir Atli og Sindri starfsmenn Háfells komu og veittu vélinni viðtöku hjá okkur. Kraftvélar óska eigendum og starfsfólki Háfells innilega til hamingju með nýju Komatsu vélina. Megi þeim farnast vel!

Vélin er með hinn einstaka og framúrskarandi Hybrid búnað frá Komatsu sem afrekar það að vera með 20% minni eldsneytiseyðslu en Komatsu PC210LC-11 sem er jafnstór vél. Vélin er ca 23.000 kg að þyngd og er vönduð og vel útbúin á allan m.a. með Engcon EC30 rótotilt, Miller Powerlatch hraðtengi, Miller skóflu, 700 mm “Triple grouser” spyrnur, myndavélakerfi, sjálfvirkt smurkerfi, KOMTRAX 3G kerfi og að sjálfsögðu fylgir KOMATSUCARE viðhalds og þjónustuáætlun Komatsu vélinni og svo lengi mætti telja.

Jón Þór Árnason starfsmaður Þjótanda kom og veitti vélinni viðtöku hjá sölumönnum okkar.  Kraftvélar óska eigendum og starfsfólki Þjótanda ehf innilega til hamingju með nýju Komatsu vélina! Megi þeim ganga allt í haginn.

Nú á dögunum fékk Bragi Konráðsson, Lönguhlíð í Hörgárdal, afhenta Weidemann 1160 liðstýrða smávél.
Vélin er með 32 hestafla mótor og lyftigetu upp á 995 kg í beinni stöðu.
Lipur og dugleg vél sem mun örugglega nýtast vel í hin ýmsu verk. Vélinni fylgja skófla, greip og lyftaragafflar, og að sjálfsögðu er vökvalás fyrir fylgitæki eins og á öllum Weidemann vélum.

Við óskum Braga og fjölskyldu til hamingju með nýju vélina og þeim þökkum viðskiptin.

Um er að ræða mjög vel útbúinn bíl með 3.0l 180 hestafla vél og Hi-Matic 8 gíra sjálfskiptingu frá ZF.

Flutningsrýmið er sérstaklega útbúið fyrir flutning á Lambhaga salati þar sem búið er að heithúða gólf og hliðar ásamt því að búið er að setja í bílinn loftklæðningu og auka LED lýsingu sem er einstaklega hentugt í skammdeginu.
Bílinn er útbúinn Palfinger vörulyftu og því auðvelt að flytja matvæli á brettum.

Iveco Daily er ríkulega útbúinn staðalbúnaði og er meðal annars með
Webasto olíumiðstöð með tímastilli þannig að hann verið heitur alla morgna.
Fjaðrandi ökumannssæti með armpúða og hita
2 manna bekk með innbyggðu vinnuborði
Standi fyrir farsíma og spjaldtölvu
Og svo mætti lengja telja

Það var Hafberg Þórisson stofnandi Lambhaga sem tók á móti bílnum en á næsta ári verða kominn fjörtíu ár frá stofnun fyrirtækisins.
Við óskum Lambhaga til hamingju með nýjan Iveco Daily.

3 manna (2 farþega)
Vélarstærð 2.3l 156 hestöfl
Beinskiptur 6 gíra 
Heildarþyngd 3.500.kg burðargeta 1.150.kg
Einnig fáanlegur í 5.000 kg heildarþyngd.
3.500.kg dráttargeta.
Stærð flutningsrýmis 9 rúmmetrar (3130 x 1545)
Iveco Daily er fáanlegur með allt að 19,6 rúmmetra flutningsrými
Verð frá 4.620.968 kr án vsk

Iveco Daily er byggður á sterkri sjálfstæðri grind
Hann er vel útbúinn og er meðal annars með
– Webasto olíumiðstöð
– Fjaðrandi ökumannssæti með armpúðum og hita
– Lúxus innrétting
– Ofl.

Nýlega á sólríkum og fallegum septemberdegi fékk Vélaleiga Auberts Högnasonar ehf afhenta nýja Komatsu PC18MR-3 minibeltavél.

Vélin er 1950 kg og er vel útbúin og sérsniðin að þöfum eiganda. M.a. með breikkanlegan undirvagn, hallanlegt hús sem gerir aðgengi að vél og vökvabúnaði einstaklega þægilegan, gúmmíbelti, lengri gerð af bómuarmi, vökvadrifið Harford hraðtengi, 3x skóflur og KOMTRAX 3G kerfi og svo lengi mætti telja.

Að auki fékk Aubert afhentan nýjan Rammer 777 vökvafleyg við sama tækifæri.
Maðurinn með sólina í augunum Aubert Högnasona kom og veitti vélinni og vökvafleygnum viðtöku hjá sölumönnum okkar.

Kraftvélar óska Auberti Högnasyni innilega til hamingju með nýju vélina!

Í síðasta mánuði fengu Löndun afhentan glænýja Toyota díselllyftara fyrir löndunarstarfsemi sína og bætast þeir við nú þegar stóran flota af Toyota lyfturum.

Frá árinu 2012 til dagsins í dag hafa Löndun fengið afhenta hvorki meira né minna en 14x Toyota lyftara og 7x BT rafmagnstæki!

Löndun ehf er þjónustufyrirtæki fyrir útgerðir á höfuðborgarsvæðinu og eru vel þekktir fyrir skjóta og metnaðarfulla þjónustu.

Ásamt löndunarþjónustu bjóða þeir upp á alla almenna þjónustu fyrir skip sem koma til hafnar. Löndun ehf sér um að útvega allt það sem þarf fyrir afgreiðslu skipa, sem snýr að losun og frágangi afla, plast filmu, bretti og annað sem þarf í löndun. Vara er afgreidd á markað, í gáma eða bíla, umbúðum kosti og veiðarfærum komið um borð eftir óskum verkkaupa.

Á myndinni (frá vinstri) má sjá Friðgeir Alfreðsson og Viktor Karl Ævarsson frá Kraftvélum afhenda þeim Svavari Ásmundssyni, Sigurþór Sigurþórssyni og Stefáni Sigurjónssyni frá Löndun, nýja lyftarann.

Við óskum Löndun til hamingju með nýja lyftarann og þökkum þeim kærlega fyrir viðskiptin í gegnum árin.