Vélin er með hinn einstaka og framúrskarandi Hybrid búnað frá Komatsu sem afrekar það að vera með 20% minni eldsneytiseyðslu en Komatsu PC210LC-11 sem er jafnstór vél. Vélin er ca 23.000 kg að þyngd og er vönduð og vel útbúin á allan m.a. með Engcon EC30 rótotilt, Miller Powerlatch hraðtengi, Miller skóflu, 700 mm “Triple grouser” spyrnur, myndavélakerfi, sjálfvirkt smurkerfi, KOMTRAX 3G kerfi og að sjálfsögðu fylgir KOMATSUCARE viðhalds og þjónustuáætlun Komatsu vélinni og svo lengi mætti telja.

Jón Þór Árnason starfsmaður Þjótanda kom og veitti vélinni viðtöku hjá sölumönnum okkar.  Kraftvélar óska eigendum og starfsfólki Þjótanda ehf innilega til hamingju með nýju Komatsu vélina! Megi þeim ganga allt í haginn.

Nú á dögunum fékk Bragi Konráðsson, Lönguhlíð í Hörgárdal, afhenta Weidemann 1160 liðstýrða smávél.
Vélin er með 32 hestafla mótor og lyftigetu upp á 995 kg í beinni stöðu.
Lipur og dugleg vél sem mun örugglega nýtast vel í hin ýmsu verk. Vélinni fylgja skófla, greip og lyftaragafflar, og að sjálfsögðu er vökvalás fyrir fylgitæki eins og á öllum Weidemann vélum.

Við óskum Braga og fjölskyldu til hamingju með nýju vélina og þeim þökkum viðskiptin.

Um er að ræða mjög vel útbúinn bíl með 3.0l 180 hestafla vél og Hi-Matic 8 gíra sjálfskiptingu frá ZF.

Flutningsrýmið er sérstaklega útbúið fyrir flutning á Lambhaga salati þar sem búið er að heithúða gólf og hliðar ásamt því að búið er að setja í bílinn loftklæðningu og auka LED lýsingu sem er einstaklega hentugt í skammdeginu.
Bílinn er útbúinn Palfinger vörulyftu og því auðvelt að flytja matvæli á brettum.

Iveco Daily er ríkulega útbúinn staðalbúnaði og er meðal annars með
Webasto olíumiðstöð með tímastilli þannig að hann verið heitur alla morgna.
Fjaðrandi ökumannssæti með armpúða og hita
2 manna bekk með innbyggðu vinnuborði
Standi fyrir farsíma og spjaldtölvu
Og svo mætti lengja telja

Það var Hafberg Þórisson stofnandi Lambhaga sem tók á móti bílnum en á næsta ári verða kominn fjörtíu ár frá stofnun fyrirtækisins.
Við óskum Lambhaga til hamingju með nýjan Iveco Daily.

3 manna (2 farþega)
Vélarstærð 2.3l 156 hestöfl
Beinskiptur 6 gíra 
Heildarþyngd 3.500.kg burðargeta 1.150.kg
Einnig fáanlegur í 5.000 kg heildarþyngd.
3.500.kg dráttargeta.
Stærð flutningsrýmis 9 rúmmetrar (3130 x 1545)
Iveco Daily er fáanlegur með allt að 19,6 rúmmetra flutningsrými
Verð frá 4.620.968 kr án vsk

Iveco Daily er byggður á sterkri sjálfstæðri grind
Hann er vel útbúinn og er meðal annars með
– Webasto olíumiðstöð
– Fjaðrandi ökumannssæti með armpúðum og hita
– Lúxus innrétting
– Ofl.

Nýlega á sólríkum og fallegum septemberdegi fékk Vélaleiga Auberts Högnasonar ehf afhenta nýja Komatsu PC18MR-3 minibeltavél.

Vélin er 1950 kg og er vel útbúin og sérsniðin að þöfum eiganda. M.a. með breikkanlegan undirvagn, hallanlegt hús sem gerir aðgengi að vél og vökvabúnaði einstaklega þægilegan, gúmmíbelti, lengri gerð af bómuarmi, vökvadrifið Harford hraðtengi, 3x skóflur og KOMTRAX 3G kerfi og svo lengi mætti telja.

Að auki fékk Aubert afhentan nýjan Rammer 777 vökvafleyg við sama tækifæri.
Maðurinn með sólina í augunum Aubert Högnasona kom og veitti vélinni og vökvafleygnum viðtöku hjá sölumönnum okkar.

Kraftvélar óska Auberti Högnasyni innilega til hamingju með nýju vélina!

Í síðasta mánuði fengu Löndun afhentan glænýja Toyota díselllyftara fyrir löndunarstarfsemi sína og bætast þeir við nú þegar stóran flota af Toyota lyfturum.

Frá árinu 2012 til dagsins í dag hafa Löndun fengið afhenta hvorki meira né minna en 14x Toyota lyftara og 7x BT rafmagnstæki!

Löndun ehf er þjónustufyrirtæki fyrir útgerðir á höfuðborgarsvæðinu og eru vel þekktir fyrir skjóta og metnaðarfulla þjónustu.

Ásamt löndunarþjónustu bjóða þeir upp á alla almenna þjónustu fyrir skip sem koma til hafnar. Löndun ehf sér um að útvega allt það sem þarf fyrir afgreiðslu skipa, sem snýr að losun og frágangi afla, plast filmu, bretti og annað sem þarf í löndun. Vara er afgreidd á markað, í gáma eða bíla, umbúðum kosti og veiðarfærum komið um borð eftir óskum verkkaupa.

Á myndinni (frá vinstri) má sjá Friðgeir Alfreðsson og Viktor Karl Ævarsson frá Kraftvélum afhenda þeim Svavari Ásmundssyni, Sigurþór Sigurþórssyni og Stefáni Sigurjónssyni frá Löndun, nýja lyftarann.

Við óskum Löndun til hamingju með nýja lyftarann og þökkum þeim kærlega fyrir viðskiptin í gegnum árin.

Á rigningardegi í lok ágúst fékk Lóðaþjónustan ehf afhenta nýja Komatsu PW148-11 hjólagröfu.

Vélin er hluti af hinni nýju og framúrskarandi Dash 11 línu frá Komatsu og er virkilega vönduð og vel útbúin á allan hátt. Vélin er m.a. með tvöfalda bómu, bómudempara og flotvirkni á bómu, sjálfvirkt smurkerfi á bómu og snúningskransi, tönn að aftan, vagntengi fyrir sturtuvagn á tönn, Komvision 300° myndavélakerfi, KOMTRAX 3G kerfi, sjálfvirkan “Auto Idle” ádrepara, rafmagnsupphitaðar AdBlue lagnir sem heldur því ávallt við kjörhita og kristallast því ekki og svo mætti lengi telja.

Auk þess er vélin með R4 rótotilt frá Rototilt og að sjálfsögðu fylgir henni hinn mikli kaupauki í formi KOMATSUCARE viðhalds- og þjónustuáætlun Komatsu.

Kraftvélar óska eigendum og starfsfólki Lóðaþjónustunnar ehf innilega til hamingju með nýju Komatsu vélina. Megi þeim farnast vel!

Kraftvélar hafa í gegnum árin verið einn af mörgum stuðningsaðilum kraftlyftinga hér á landi og finnst okkur alltaf gaman að taka þátt í þeim keppnum sem fara fram hérlendis.

Norðurlands Jakinn 2018, keppni sterkustu manna landsins er aflraunakeppni sem fram fór á Norðurlandi og er hún í anda Vestfjarðarvíkingsins. Keppt var í bæjarfélögum víðsvegar á Norðurlandi: Blönduósi, Skagaströnd, Sauðárkróki, Ólafsfirði og á Mývatni.

Á Ólafsfirði var keppt í myllugöngu sem var sú grein sem Kraftvélar styrktu og fengum við senda skemmtilega mynd frá umsjónarmanni keppninnar, Magnúsi Ver Magnússyni.

Sigurvegari keppninnar var Ari Gunnarsson sem einnig sigraði Vestfjarðarvíkinginn 2018.
Til hamingju Ari!

 

Erum með glænýjan og glæsilegan Iveco Daily sendibíll til sölu.

Bíllinn er einstaklega vel útbúinn með 18m3 flutningsrými sem er 4680 mm langt og 2100 mm á hæð.
Það vantar ekki aflið í þennan en hann er með 210 hestafla vél með 470 NM togi og HI-Matic 8 gíra sjálfskiptingu.

Daily er mjög ríkulega útbúinn og er meðal annars með fjaðrandi ökumannssæti með hita, vinnustand fyrir síma og spjaldtölvu, Webasto olíumiðstöð með tímstilli svo að hann getur verið heitur alla vetrarmorgna, og margt fleira.

Hann er einnig útbúinn með dráttarbeisli, álfelgum, leðurklæddu aðgerðarstýri, fjarlægðaskynjurum, útvarpi með 7“ snertiskjá og bakkmyndavél.

Þessi bíll er í sérlit og með útlitspakka sem samanstendur af samlitun, króm grindum vinnuljósum og kösturum.

Frekari upplýsingar er hægt að nálgast hjá sölumönnum Iveco.

Image may contain: sky and outdoor

Image may contain: car and outdoor

Image may contain: indoor

Image may contain: car

Í tilefni þess að við í Kraftvélum vorum að afhenda IKEA nýtt tínslutæki með þráðlausri fjarstýringu ákváðum við að útbúa stutt myndband um tækið til þess að kynna helstu kosti þess.
Í myndbandinu má sjá virkni tækisins ásamt mögulegum tímasparnaði við tínslu.

Við hvetjum áhugasama til þess að kynna þér þessa nýjung frá Toyota.

Allar nánari upplýsingar má nálgast hjá sölumönnum Kraftvéla í síma 535-3500 eða með tölvupósti á lyftarar@kraftvelar.is

Kraftvélar kynna Toyota t-mote: þráðlaus fjarstýring á tínslutæki

Kæru vinir,Í tilefni þess að við í Kraftvélum vorum að afhenda IKEA nýtt tínslutæki með þráðlausri fjarstýringu ákváðum við að útbúa stutt myndband um tækið til þess að kynna helstu kosti þess.Í myndbandinu má sjá virkni tækisins ásamt mögulegum tímasparnaði við tínslu.Við hvetjum áhugasama til þess að kynna þér þessa nýjung frá Toyota.Allar nánari upplýsingar má nálgast hjá sölumönnum Kraftvéla í síma 535-3500 eða með tölvupósti á lyftarar@kraftvelar.is

Posted by Kraftvélar on Föstudagur, 14. september 2018