Kíktu við og kynntu þér Iveco Daily Electric Blue Power í húsakynnum okkar Dalvegi 6-8, fimmtudaginn 26. apríl frá kl. 16:00 til 18:00.

Þar munu veitur ohf. taka á móti fyrsta rafmagnsbílnum í flokki stærri sendibíla.

Föstudaginn 20. apríl verður árshátíð Kraftvéla haldin erlendis og því takmörkuð þjónusta þann dag.

Allar deildir fyrirtækisins verða opnar en þó með mjög takmörkuðum mannfjölda.

Við vonum að viðskiptavinir okkar sýni þessu skilning og óskum ykkur öllum gleðilegs sumars.

– Starfsfólk Kraftvéla

Og synir / Ofurtólið ehf fengu nýlega afhendan nýjan Weidemann T5522 skotbómulyftara.

Þessi lyftari er með 2200kg lyftigetu og lyftir upp í 5,5 metra hæð.  Þessi lyftari er útbúinn með 30 km drifi og 100% driflás.

Það er gaman að segja frá því að Weidemann hefur heldur betur slegið í gegn á austfjörðum sem og annar staðar á landinu og bætist þessi lyftari nú í hóp fjölmargra annara Weidemann skotbómulyftara á Austurlandi.

Myndin er tekin þegar Og synir / ofurtólið ehf fengu lyftarann afhendann.

Á myndinni er nýr eigandi Þorsteinn Erlingsson (t.v.) að taka á móti tækinu frá Magnúsi Jóni Björgvinssyni, sölustjóra lyftara hjá Kraftvélum.

Við óskum Þorsteini til hamingju með nýja lyftarann og þökkum honum fyrir að velja Weidemann og Kraftvélar.

OgSynir2

Jón Ingi Ólafsson sauðfjárbóndi í Þurranesi í dölum er nýjasti meðlimur hugfanginna eiganda Weidemann T4512.

Það má með sanni segja að Kraftvélar sé farið út í þá hugsun að skipuleggja vikulegar ferðir í Dalina með Weidemann vélar því slík hefur salan á þessum vélum verið að annað er ekki hægt. Sauðfjárbændur á Íslandi hafa bein í nefinu og eljan sem þessi stétt sýnir í leik og starfi slær okkur sem störfum í þjónustu við landbúnað baráttuvilja í brjóst.

Jón Ingi átti ekki í erfiðleikum með að stilla sér upp fyrir framan myndavélina við hlið föður síns Ólafs Skagfjörð Gunnarssonar en Ólafur var orðinn þreyttur á dagdraumum Jóns á sínum tíma og kom við í Kraftvélum og labbaði út með tilboð og skellti á borðið fyrir framan strákinn, sagði honum svo að kaupa.

Við þökkum Ólafi fyrir hjálpina og Jóni Inga fyrir viðskiptin og óskum honum til hamingju með að vera kominn í þennan stóra hóp ánægðra eiganda Weidemann.

Sjá nánar um vélina hér: http://www.kraftvelar.is/Solutorg/Skoda/weidemann-smavélar-1

Nýverið fengu ÍAV afhenta átta Iveco Daily vinnuflokkabíla frá Kraftvélum.

Um er að ræða vel útbúna Iveco Daily 7 manna vinnuflokkabíla með áföstum palli með fellanlegum skjólborðum og eru þeir að leysa af hólmi eldri bíla fyrirtækisins.

Það var glatt á hjalla þegar að formleg afhending bílana fór fram síðastliðinn föstudag við húsakynni ÍAV í Reykjanesbæ og óskum við ÍAV innilega til hamingju með bílana.

Á myndinni má sjá starfsmenn Kraftvélar afhenda starfsmönnum ÍAV bílana formlega.
Frá vinstri: Þórmar Viggósson (verkstjóri ÍAV), Ívar Þór Sigþórsson (sölustjóri Iveco), Einar Már Jóhannesson (forstöðumaður tækjareksturs), Viktor Karl Ævarsson (framkv.stjóri sölu- og markaðssviðs Kraftvéla) ásamt Þórði Þorbjörnssyni (innkaupastjóra ÍAV).

Við óskum ÍAV innilega til hamingju með bílana og þökkum þeim fyrir viðskiptin.

ÍAV 2

Myndband frá afhendingunni:

Í lok febrúar fóru sölumenn Kraftvéla í vel lukkaða sýningarferð á austurlandið þar sem við sýndum á Egilsstöðum og Reyðarfirði.

Á Verkstæði Svans ehf á Finnsstöðum afhentum við eitt stykki Weidemann T4512 til Kristjáns Indriðasonar á Syðri-Brekku á Langanesi.

Hér á mynd má sjá Svan og Kristján (t.v.) fagna þessu með gjöfum og hlátri enda eru þeir með glaðari mönnum sem finnast þessir kappar.

Kristján tekur nú þennan Weidemann T4512 í sýna þjónustu og mun hún og Kristján vera óaðskiljanleg eftir að hún kom samkvæmt sveitungum Kristjáns.

Á bakvið myndavélina er Brói Jóns hjá B.J. Vinnuvélum á Þórshöfn og sá hann um að flytja hana til Kristjáns þrátt fyrir slæmt færi.

Við hjá Kraftvélum óskum Kristjáni til hamingju með vélina og þökkum við honum kærlega fyrir viðskiptin.

Dagur Opnunartími
29. apríl – Skírdagur Lokað
30. apríl – Föstudagurinn langi Lokað
31. apríl Lokað (laugardagur)
01. apríl – Páskadagur Lokað (sunnudagur)
02. apríl – Annar í páskum Lokað
03. apríl Venjulegur opnunartími hefst á ný
08:00 – 18:00

Gleðilega páska!

Við látum okkur að sjálfsögðu ekki vanta á Verk og vit, enda höfum við uppá ansi margt að bjóða fyrir byggingarverktaka.

Sjáumst í Laugardalshöll!

https://verkogvit.is/

Nýverið afhentu Kraftvélar Kópavogsbæ nýjan 5,2 tonna Iveco Daily vinnuflokkabíl en fyrir eiga þeir góðan flota af Iveco vinnuflokkabílum.

Þessi nýi bíll er með 180 hestala vél og 8 gíra ZF sjálfskiptingu, læstu mismunadrifi, sætum fyrir 6 farþega auk ökumanns, 3 metra palli með álskjólborðum og dráttarkrók svo fátt eitt sé nefnt.
Á bílinn verður einnig settur 3 t/m krani, snjótönn og festingar fyrir salt og sandreifibúnað.

Á myndinni er Eiður Guðmundsson, forstöðumaður þjónustumiðstöðvar Kópavogs, að taka á móti bílnum.

Kraftvélar vilja óska Kópavgsbæ og starfsmönnum til hamingju með þennan glæsilega bíl með ósk um að hann megi reynast þeim vel í framtíðinni.

Kóp-02

Fyrir stuttu síðan fengu Grindverk ehf nýjan Iveco Daily 4×4 pallbíl afhendan frá Kraftvélum.
Um er að ræða 170 hestafla bíl sem er 5,5 tonn í heildarþunga.

Bíllinn er útbúinn með Cantoni sturtupalli með hliðarsturtu og öflugu fjórhjóladrifi með vökvalæsingum að framan og aftan. Að auki er bíllinn með tvöföldum millikassa og skriðgír.

Grindverk ehf er ahliða verktakafyrirtæki og mun bílinn eflaust koma að góðum notum í fjölbreyttum verkefnum.

Það var eigandi Grindverks ehf Sigurður G. Sigurðsson (t.h.) sem tók við bílnum frá Ívari Sigþórssyni, sölustjóra Iveco.

Við í Kraftvélum óskum Grindverk til hamingju með bifreiðina og þökkum þeim fyrir viðskiptin.

Grindverk 2

 

Grindverk 3