Þessi snilldar skotbómulyftari er heldur betur búinn að sanna sig hér á landi á þessum árum!

Ef þú vilt kynnast T4512 á tveimur mínútum þá mælum við með myndbandinu sem við bjuggum til: https://www.youtube.com/watch?v=_gqJvAGJcI0

Sjá meira

Sveitasælan verður haldin við og í Reiðhöllinni Svaðastöðum á Sauðárkróki á morgun, laugardaginn 17. ágúst. Sýningin er frá 10:00 til 17:00 og að sjálfsögðu verða Kraftvélar á staðnum með veglegt úrval af tækjum til sýnis.

Við verðum með vélar frá New Holland, CaseIH, Weidemann, Junkkari og þar að auki verðum við með tvo IVECO bíla til sýnis. Sveitasælan hefur notið mikilla vinsælda sem véla- og fyrirtækjasýning og við hjá Kraftvélum höfum ekki látið okkur vanta á hana svo árum skiptir.

Endilega komið við og gefið ykkur á tal við okkar menn á staðnum og fáið kynningu á okkar vöruúrvali, Kraftvélar eru leiðandi fyrirtæki á íslenskum markaði í framboði og þjónustu á vélum fyrir landbúnað, atvinnubíla, lyftara og vinnuvélar. Við hlökkum til að sjá ykkur!

Um er að ræða 3.5t millilangan bíl með 160 hestafla vél og Hi-Matic 8 gíra sjálfskiptingu frá ZF.
Rosaverk er jarðvinnuverktaki sem meðal annars hafa verið að leggja ljósleiðara.

Bílinn er með fullklæddu flutningsrými með vatnsheldum krossvið í hliðum og gólfi. 
Hann er einnig með vinnuljósapakka frá AMG aukaraf og dráttarbeisli frá Víkurvögnum.
En meðal staðalbúnaðar er Webasto olíumiðstöð, fjaðrandi bílstjórastóll með armpúðum og hita, vinnuborð, símastandur og margt fleira sem telst til nútíma þæginda.

Rosaverk eiga nokkrar smágröfur og því mun nýr Iveco Daily nýtast þeim vel þar sem hann er með 3.5 tonna dráttargetu.

Það var Rósar Snorrason (t.h.) eigandi Rosaverks ehf sem tók við bílnum úr hendi Ívars Sigþórssonar.

Við óskum Rosaverk ehf til hamingju með nýja bílinn og þökkum þeim kærlega fyrir viðskiptin.

Vélin bætist nú í mikinn Komatsu minivélaflota á Íslandi. En Komatsu minivélarnar hafa verið þær allra vinsælustu hér á landi undanfarin ár. Enda eru þær þekktar fyrir að vera einstaklega áreiðanlegar og öflugar mokstursvélar.
Vélin vigtar um 5.350 kg og er virkilega vel útbúin í alla staði og afhendist meðal annars með R2 rótotilt frá Rototilt AB, 3x skóflum frá Rototilt AB, 400 mm breiðum “Roadliner” spyrnum, 2,0 m bómuarmi, rúmgóðu og einstaklega vel hönnuðu ökumannshúsi sem hægt er að halla fram, loftkælingu (AC) í húsi, 3,5” skjá í húsi, 6 vinnustillingum í vökvakerfi, KOMTRAX 3G kerfi svo eitthvað sé nefnt.

Kraftvélar óska Kristjáni Stefánssyni til hamingju með nýju Komatsu vélina og við bjóðum hann innilega velkominn í Komatsu fjölskylduna!
Megi honum farnast vel.

Bílinn er með 500 hestafla Cursor 13 mótor og 16 gíra ZF sjálfskiptingu og retarder ásamt því að vera hlaðinn aukabúnaði.

Vel fer um ökumann enda bílinn með kojuhúsi með öllum helstu þægindum og má þar nefna útvarp með 7“ snertiskjá, Bluetooth, stórum ísskáp, olíumiðstöð, loftkælingu og margt fleira.
Krómgrind er á þaki með vinnuljósum, kösturum og lúðrum.
Bílinn er með grjótpalli frá Cantoni úr hardox 450 stáli með neftjakk fremst á palli.
Yfirbreiðsla á palli er með rafmagnsfærslu, pallurinn er upphitaður og með víbrara.
Pallur er samlitur bílunum og er með öflugum brettum yfir afturhjólum og ryðfríum verkfærakassa og festingu fyrir varadekk.

Smári Kristjánsson og Júlía Svavarsdóttir hafa verið í almennri jarðvinnuverktakastarfsemi frá 1986 og verkefnastaðan er góð hjá þeim.
Á myndinni má sjá Smára og Júlíu taka á móti nýja bílnum frá Ívari Sigþórssyni (t.h.), sölustjóra atvinnubíla.

Við óskum þeim hjónum innilega til hamingju með nýjan og glæsilegan Iveco Trakker og óskum þeim velfarnaðar í framtíðinni.

Á vinnuvélasýninguni Míní-Báma afhentum við Óskatak ehf nýja og glæsilega Komatsu PC290LC-11 beltagröfu.
Vélin vigtar um 31 tonn og er útbúin öllum helstu þægindum og eiginleikum sem í boði eru.
Hún er afhendist m.a. með Miller PowerLatch vökvahraðtengi, Miller MB700 2,02 m3 skóflu, 213 hp aflvél, rafmagnsupphitaðar AdBlue lagnir, 800 mm spyrnum, rúlluvörnum á undirvagni, sjálfvirku smurkerfi, 3,2 m bómuarmi, “SpaceCab” húsi með framúrskarandi útsýni, loftkælingu (AC), KOMVISION 300° myndavélakerfi, KOMTRAX 3G kerfi og milljóna kaupauka í formi KOMATSUCARE viðhalds og þjónustupakka Komatsu sem fylgir henni að sjálfsögðu líka.
Hún afhendist að auki með Trimble EarthWork 3D GPS kerfi frá Ísmar ehf.

Feðgarnir Óskar Ólafsson og Adam Óskarsson komu og veittu vélinni viðtöku hjá Halldóri Ólafssyni sölustjóra vinnuvéla, Ævari Þorsteinssyni forstjóra Kraftvéla og Masatoshi Morishita forstjóra Komatsu í Evrópu sem heiðraði okkur með nærveru sinni á sýningunni okkar.
Á myndinni frá vinstri: Morishita, Óskar, Halldór, Adam og Ævar.

Kraftvélar óska eigendum og starfsfólki Óskataks ehf innilega til hamingju með nýju Komatsu vélina.
Megi þeim farnast afskaplega vel!

New Holland dráttarvélar eru Kraftungum kunnug enda aðeins notað þessa tegund í áratugi við bústörfin.

New Holland T5.120EC er 117 hestafla dráttarvél með vökvaskiptum 16×16 gírkassa, fjaðrandi húsi, vökvaútskotnum dráttarkrók, flotmiklum hjólbörðum ásamt mörgu fleiru sem bændu leiða að í dag í nýjum vélum. Þessi tegund er einn hagkvæmasti kosturinn í dráttarvélakaupum í dag.

Á myndinni er Gunnar Leó Helgason, eigandi Kraftunga glaður með sína nýju vél.

Lyftarinn er vel útbúinn með 3000kg lyftigetu, 4700mm lyftihæð, gaffal og hliðarfærslu, fjórfalt vökvaúttak og 620Ah rafgeymir.

Kraftvélar óska Bústólpa ehf til hamingu með nýja lyftarann og þökkum þeim kærlega fyrir viðskiptin.

Það hafa mjög margir spurt okkur hvort hægt sé að kaupa svona gröfu af okkur og svarið er já, við erum að fá nokkrar svona gröfur til landsins í júlí og getum boðið þær til sölu á 19.900kr (með vsk).

En okkur finnst gaman að gefa og við munum vera með annan svona leik þegar líður nær hausti og munum þá gefa meira.

Með aðstoð frá random.org höfum við fundið sigurvegara!
Allir sem tóku þátt fóru í pottinn og sigurvegarinn er Brynjar Ögmundsson

Til hamingju Brynjar!