Sveitasælan 2018, landbúnaðarsýning og bændahátíð, er haldin í dag (18.ágúst) í reiðhöllinni Svaðastöðum á Sauðárkróki frá kl. 10:00 – 17:00.

Sölumenn Kraftvéla, þeir Magnús Gunnarsson og Dagbjartur Ketilsson, eru mættir á Sauðárkrók með flott úrval landbúnaðartækja:
Þrír New Holland traktorar, einn CaseIH traktor, tveir Weidemann skotbómulyftarar, tveir Weidemann liðléttingar og einn glæsilegur Iveco fékk að fylgja með.

Endilega kíkið í heimsókn til þessara miklu höfðingja.

Image may contain: sky, mountain, outdoor and nature

Image may contain: sky, cloud and outdoor

Þær gulu streyma út!
Í gær fékk B. Vigfússon ehf afhenta nýja Komatsu PC26MR-3 minibeltavél. Vélin vel útbúin í alls staði eins og Komatsu er von og vísa. Hún er 2,7 tonn að þyngd, á gúmmíbeltum, að sjálfsögðu með innbyggt KOMTRAX 3G kerfi og afhendist með vökvahraðtengi og 3 skóflum.

Bræðurnir Guðmundur og Vigfús Bjarnasynir komu og veittu vélinni viðtöku hjá okkur á Dalveginum. Kraftvélar óska þeim feðgum Bjarna, Guðmundi og Vigfúsi innilega til hamingju með nýju vélina sem er nú þriðja Komatsu vélin í núverandi flota þeirra. Megi þeim farnast afskaplega vel!

Image may contain: sky and outdoor

Brjálað að gera í Komatsu! Erum þessa dagana að standsetja 3 nýjar Komatsu beltagröfur sem allar eru seldar og bíða réttmæts eiganda. Beltagröfurnar sem um ræðir eru PC240LC-11, PC210LC-11 og HB215LC-2 Hybrid. Meira síðar þegar við afhendum þær formlega.

Image may contain: sky, cloud and outdoor

Áfram mokast Iveco bílarnir út.

Í þetta skiptið var það G.A.P sf garðaþjónusta sem fengu afhentan nýjan Iveco Daily vinnuflokkabíl.

Starfsfólk G.A.P var við vinnu við leikskólann í Arnarsmára í Kópavogi þegar við kíktum til þeirra og fengum að taka myndir af Atla og Þórveigu við nýja Iveco Daily bílinn sinn.

Bílinn er 3,5 tonn í heildarþyngd og er ríkulega útbúinn með 180 hestafla vél og 8 gíra HI-Matic sjálfskiptinguni.
Bíllinn er 7 manna með dráttarbeisli með 3,5 tonna dráttargetu ásamt 3,4 metra löngum palli með fellanlegum skjólborðum á öllum hliðum.

Bílinn var sérpantaður fyrir G.A.P. í þessum flotta gula lit en hægt er að velja á milli fjölmargra skemmtilegra lita hjá Iveco sem gera bílana auðþekkjanlega.

Við óskum G.A.P. innilega til hamingju með þennan glæsilega Daily flokkabíl og þökkum þeim kærlega fyrir að velja Iveco.

Image may contain: car, sky and outdoor

Image may contain: cloud, sky and outdoor

 

Fjórða afhendingin á norðurland!

Þröstur á Moldhaugum kom til okkar á Akureyri í síðustu viku og fékk afhenta CaseIH Puma 175CVX dráttarvél.

Þetta er stærsta „Short wheel base“ vélin hjá CaseIH. Hún er 225hö á mótor og skilar því afli vel. Þetta eru vélar sem koma með ríkulegum pakka af aukahlutum, það sem er einna skemmtilegast fyrir bændur í henni er HMCII kerfið.

HMCII kerfið gerir ökumanni kleift að setja inn aðgerðir á mjög fljótlegan og auðveldan hátt og má þá nefna sem dæmi að ef þú ert að slá með tveimur sláttuvélum þá ertu einungis 2-3 mínútur að setja inn aðgerðina og þarft eftir það einungis að ýta á einn takka til að vélin lyfti sláttuvélunum á endum og setji þær svo niður aftur þegar að þú ýtir aftur á takkan.

Við óskum Þresti til hamingju með nýju CaseIH Puma vélina sína og þökkum honum að sjálfsögðu fyrir viðskiptin.

Þriðja afhendingin á norðurlandi!

Þórir og Sara á Torfum í Eyjafirði fengu á dögunum afhenta stórglæsilega New Holland T5.120 EC. Þessar vélar hafa sópast út hjá okkur og skilja eftir sig hóp af ánægðum eigendum.
Þetta eru vélar sem skila 117hö og eru verulega duglegar í drátt. Þær eru liprar og með framúrskarandi útsýni fyrir ökumanninn.

Til hamingju Þórir og Sara með nýju dráttarvélina og takk fyrir viðskiptin.

Önnur afhending á norðurlandið!

Haraldur og Vaka á Dagverðareyri fengu á dögunum afhenta New Holland T6.180 EC með góðum aukahlutapakka, þessi vél skilar 175hö á mótor. Fyrir voru þau með New Holland TS135A en T6.180 er arftaki þeirra véla með veglegum viðbótum til að auka þægindi ökumanns.

Haraldur kom til okkar á Akureyri að sækja nýja gripinn sinn.

Við óskum ábúendum á Dagverðareyri til hamingju með nýju véina og þökkum þeim fyrir viðskiptin.

Það eru ekki bara Iveco bílarnir sem rjúka út heldur höfum við líka átt gífurlegri velgengni að fagna í landbúnaðartækjum. Frá því að Kraftvélar tókum við umboði New Holland og CaseIH dráttarvéla höfum við aldrei afgreitt eins margar dráttarvélar eins og núna í ár.

Á næstu 4 dögum munum við fjalla um 4 afhendingar á nýjum dráttarvélum á norðurlandið okkar fagra.

Fyrstur á dagskrá er Hlynur Kristinsson á Kvisti sem fékk á dögunum afhenta glænýja CaseIH Puma 200CXV.
þessi vél er útbúin öllu því helsta og skilar um 245hö á mótor. Stór vél í stór verkefni, Þessar vélar hafa tekið smá breytingum á síðustu árum og má þar nefna sem dæmi 7 tvívirk úttök á vökva að aftan. Skotkrókur og vökvayfirtengi fá því sínar sér lagnir til að taka ekki pláss frá fylgitækjum sem sett eru við vélina.

Við óskum Hlyn til hamingju með vélin og þökkum honum kærlega fyrir viðskiptin!

Kraftvélar óska Rarik ohf til hamingju með 2 nýja Iveco Daily 4×4 sendibíla sem þeir fengu afhenta fyrr í þessum mánuði.

Báðir bílarnir eru 3,5 tonna bílar með 210 hestafla vélum sem toga 470Nm og í bílunum er 8 gíra ZF sjálfskipting sem er fáanleg í alla Daily bíla upp í 7,2 tonn. Bílarnir eru sérútbúnir fyrir Rarik með 4×4 drifbúnaði frá Achleitner í Austurríki og þá er sjálfstæður millikassi í bílunum með sídrifi sem er læsanlegt og hægt að velja á um hátt og lágt drif. Bæði fram- og afturdrifið er 100% læsanlegt.

Arctic Trucks sáu síðan um að setja 35“ dekk og brettakanta á bílana en ekki var þörf á að hækka þá umfram það sem kemur frá Iveco verksmiðjunni.
Auka vinnuljós og fjarstýrt leitarljós er sett á þakið. Annar búnaður er: Loftdæla, kastaragrind spiltengi, klæðning og einangrun í flutningsrými, verkfærahillur, led inniljós, Rauter, hleðslutengingar fyrir talstöðvar og tetra stöðvar, auka rafgeymar, inverter, auka Webasto, kassi á milli sæta fyrir fartölvu ofl. höfuðrofi, spil ofl ofl.

Meðfylgjandi eru myndir frá afhendingu bílanna en annar bílinn var afhentur á Höfn í Hornafirði þar sem Magnús Friðfinnsson og Kristján Sigurðsson veittu bílnum viðtöku og á Egilsstöðum tók Anton Ingvarsson á móti seinni bílnum.

Meðfylgjandi eru nokkrar myndir frá afhendingu bílanna.

Image may contain: sky and outdoor

Image may contain: sky, outdoor and nature

Image may contain: sky, car and outdoor

Image may contain: 1 person, smiling, sky, car and outdoor

Image may contain: car and outdoor

Image may contain: car and outdoor

 

Kraftvélar óska Icetransport ehf. til hamingju með nýjan Iveco Stralis dráttarbílinn sem þeir fengu afhentan fyrir stuttu síðan.

Bíllinn er 4X2 bíll af sérstakri XP útfærslu sem er sérframleiddir bílar með hámarksnýtingu eldsneytis og lágmarks mengunar og sem dæmi er raun mæling á þessum bílum með allt að 11% minni eyðslu sem skilar 5-7 % lægri rekstrarkostnaði. Bíllinn er ríkulega útbúinn staðalbúnaði auk mikils aukabúnaðs. Vélin er 11 lítra, 480 hestöfl með 2.300 Nm tog við 970sn/min, gírkassinn er alveg ný hönnun frá ZF og kallast HI-Tronix og er 12 gíra, mun hraðvirkari en eldri skiptingar, hljóðlátari, og með 4 bakkgírum auk ruggustillingu (rocking mode) þegar þarf að losa bílinn úr festu auk þess er hann með skriðgír (Creep mode). Vökvastýrið er ný hönnun mun nákvæmara og með stimpil vökvadælu sem einnig á þátt í minni eyðslu, Rafallinn er smart alternator sem eyðir ekki orku þegar þess er ekki þörf og slær út þegar bíllinn þarf að nýta allt afl vélarinnar t.d. í bröttum brekkum. Drifhásingin er alveg ný hönnun og er hún mun léttari en sú eldri og fjöðrunin er betri og mýkri og allt er gert til að minnka eyðslu bílsins. Rafkerfið er alveg ný hönnun þar sem kerfinu er skipt upp í 3 sjálfstæðar einingar til að lágmarka mögulegar bilanir og tíma við bilanagreiningu en allar raftengingar eru af nýjustu og fullkomnustu gerð með þéttleika til að forðast tæringu og útleiðslu með endingu og minni bilanir til langs tíma.

Útlit bílsins er nokkuð hefðbundið nema að framendi bílsins er auðkenndur með matt svörtu sem gerir bílinn sportlegri í útliti.

Á myndinni eru Kristófer og Dan bílstjórar hjá Icetransport að veita bílnum viðtöku.

Image may contain: outdoor