Viðkomandi þarf að vera góður í mannlegum samskiptum, þjónustulundaður, nákvæmur og viljugur að læra. Reynsla af innkaupum og vörustýringu væri kostur. Kraftvélar þjónusta fjölbreytt úrval tækja og innkaup eru frá mörgum mismunandi birgjum.

Sjá meðfylgjandi mynd með nánari upplýsingum um starfið.

No automatic alt text available.

Það var hann Friðrik Tryggvason framkvæmdastjóri Almennu umhverfisþjónustunnar sem er starfrækt á Grundarfirði sem kom við hjá okkur og fékk afhendan nýjan Iveco Daily sendibíl.

Um er að ræða mjög vel útbúinn bíl í svokallaðri L3H2 stærð sem er með 3540 mm löngu og 1900 mm hæð í flutningsrými eða samtals 12m3.
Hann er með 156 hestafla vél og 8 gíra HI-Matic sjálfskiptingu.

Bílinn er meðal annars útbúinn Webasto olíumiðstöð með tímastilli svo bílinn verður heitur allla vetrarmorgna.
Hann er einnig með dráttarbeisli með 3.500.kg dráttargetu, bakkmyndavél, fjarlægðarskynjurum, bluetooth fyrir síma og tónlist og svo mætti lengi telja.

Við óskum starfsfólki Almennu umhverfisþjónustarinnar til hamingju með nýja Iveco Daily bílinn með ósk um að bílinn reynist þeim vel.

Image may contain: car and outdoor

Image may contain: car

 

Komatsu PC09: Þyngd 900kg, innbyggður fleygur í armi, gúmmíbelti, öryggisgrind fyrir ökumann og breikkanlegur undirvagn.

Komatsu PC18: Þyngd 1.950kg, lokað ökumannshús, gúmmíbelti og breikkanlegur undirvagn.

Komatsu PC22: Þyngd 2.450kg, lokað ökumannshús og gúmmíbelti.

Komatsu PC30: Þyngd 3.300kg, lokað ökumannshús og gúmmíbelti.

Komatsu PC35: Þyngd 3.900kg, lokað ökumannshús og roadliner undirvagn.

Öllum vélunum fylgir að sjálfsögðu úrval af skóflum og hraðtengi.
Nánari upplýsingar hjá sölumönnum Kraftvéla.

 

 

Um er að ræða mjög vel útbúinn og öflugan 500 hestafla bíl með 16 gíra sjálfskiptingu.
Þessi gullfallegi bíll er með kojuhúsi sem er útbúið með öllum hugsanlegum þægindum meðal annars lúxuskoju og kæliskáp.
Pallurinn er frá Cantoni og er hann upphitaður með víbrara og rafmagnsyfirbreiðslu.
Hægt er að læsa afturhásingum bæði langsum og þversum.
Bílinn var sérpantaður sem sýningarbíll og er bæði bíll og pallur samlitir auk þess sem hann er útbúinn vinnuljósum, sólskyggni og loftflautum.

Á myndinni má sjá Dag Ólafsson, Ólaf Einarsson, Eyþór Tómasson og Harald Magnússon taka á móti nýja bílnum.

Við þökkum Þjótanda kærlega fyrir viðskiptin!

Image may contain: outdoor

Afhending á New Holland T6.165 AC!

Nú á dögunum fengu feðgarnir Guðni Einarsson og Ívar Guðnason í Þórisholti við Vík í Mýrdal afhenta New Holland T6.165 AC dráttarvél.
Vélin er ríkulega búinn, með stiglausri skiptingu, AutoCommand og 50 km. ökuhraða. Mótorinn er 4 strokka „Common Rail“, og skilar 145/169 hö með aflauka.
125L vökvadæla með 5 tvívirkum vökvasneiðum að aftan og loadsensing úttök, vökvaútskjótanlegur dráttarkrókur, fjaðrandi framhásingu og fjaðrandi húsi með 12 LED vinnuljósum sem og Alö 5QS ámoksturstækjum.

Vel útbúin dráttarvél sem ætti að nýtast fjölskyldunni í Þórisholti vel í þeirra flotta búskap.

Myndin er tekin þegar Guðni og Ívar tóku við vélinni hjá Kraftvélum í Kópavogi.

Við óskum þeim innilega til hamingju með nýju vélina og þökkum þeim fyrir viðskiptin!

Image may contain: sky and outdoor

New Holland dráttarvélar hafi lengi verið vinsælar og á bænum Ystu-Görðum eru New Holland vélar búnar að þjóna lengi og vel.

Á Ystu-Görðum býr Andrés Ölversson sínu búi ásamt fjölskyldu. Andrés festi kaup á nýrri New Holland T6.145 EC á dögunum og fékk svo bróður sinn hann Björgvin með sér í bíltúr til að ná í gripinn. New Holland T6.145 EC (Electro Command) eru vel útbúnar vélar og í þessari má nefna búnað eins og fjaðrandi framhásingu, 50km/h ökuhraða, 5 tvívirk vökvaúttök ásamt fleira góðgæti sem eykur vinnuaðstöðuna hjá ökumanni.

Á myndinni má sjá þá bræður Andrés og Björgvin taka á móti vélinni.
Við hjá Kraftvélum þökkum bændunum á Ystu-Görðum fyrir viðskiptin og óskum þeim alls hins besta með nýju vélina.

Þriðja afhending frá sýningunni okkar:

Flúðaverktakar ehf festu kaup á Komatsu PC240LC-11 beltagröfu.

Beltagrafan er um 25 tonn að þyngd með Miller hraðtengi, Miller skóflu og Rototilt.
Vélin er fullbúin í alla staði með lagnir fyrir fleyg, lagnir fyrir rótótilt, fullar grjótvarnir á undirvagni og extra breiðar spyrnur (900mm).
Að auki er vélin með Trimble EarthWork GPS kerfi frá Ísmar ehf.

Á sama tíma og þeir keyptu beltagröfuna keyptu þér líka notaða Komatsu D61PX jarðýtu af okkur og eru því komnir með ansi myndalegan Komatsu pakka.

Frá vinstri má sjá feðgana Ævar Agnarsson og Agnar Jóhannsson frá Flúðaverktökum taka á móti vélinni frá Ævari Þorsteinssyni og Halldóri Ólafssyni frá Kraftvélum.

Við óskum Flúðaverktökum til hamingju með nýju vélina og þökkum þeim að sjálfsögðu fyrir viðskiptin!

Image may contain: sky and outdoor

Fleiri afhendingar frá sýningunni okkar:

Lambhagi ehf festu kaup á Komatsu PC138US-11 beltagröfu með ýtublaði.

Beltagrafan er 14 tonn að þyngd með Miller tiltrotator og Miller skóflu ásamt því að vera mjög vel útbúin að staðaldri. 
Vélin er með einstaklega lítið snúningssvið, lagnir fyrir fleyg, lagnir fyrir rótótilt, fullar grjótvarnir á undirvagni og einstaklega sparneytinn mótor.

Lambhagi er viðskiptavinur til margra ára og með nokkur tæki og bifreiðar frá Kraftvélum.
Sem dæmi má nefna tvær Komatsu traktorsgröfur, Toyota dísellyftara, BT rafmagnstjakk og bráðlega bætast Iveco bílar við flotann hjá þeim.

Við óskum Hafberg Þórissyni (t.h.) til hamingju með nýju vélina og þökkum honum fyrir viðskiptin.

Image may contain: sky and outdoor

Á vinnuvélasýningunni okkar afhentum við nokkrar nýjar vélar, þar má nefna Ingileif Jónsson sem fékk afhenta nýju Komatsu PC210LC-11 beltagröfuna sína.

Vélin er fullbúin í alla staði með Miller hraðtengi, Miller skóflu, lagnir fyrir fleyg, lagnir fyrir rótótilt, fullar grjótvarnir á undirvagni, 700mm spyrnur og sparneytnari mótor en forveri sinn.

Á myndinni (frá vinstri) má sjá Halldór Ólafsson, sölustjóra vinnuvéla, Ævar Þorsteinsson, forstjóra Kraftvéla og Ingileif Jónsson, hamingjusaman Komatsu eiganda.

Við óskum Ingileif til hamingju með nýju vélina og þökkum honum fyrir viðskiptin.

Image may contain: sky and outdoor

Vorum með breitt úrval vinnuvéla til sýnis, afhentum nokkrar nýjar vélar og grilluðum meira en 300 pylsur.

Takk fyrir okkur!

Vinnuvélasýning Kraftvéla 2018

Frábær mæting á vinnuvélasýninguna okkar 24. ágúst síðastliðinn.Vorum með breitt úrval vinnuvéla til sýnis, afhentum nokkrar nýjar vélar og grilluðum meira en 300 pylsur.Takk fyrir okkur!

Posted by Kraftvélar on Mánudagur, 27. ágúst 2018