Við í Kraftvélum verðum að sjálfsögðu á staðnum enda verða margir okkar birgja mjög áberandi á sýningunni að kynna nýjungar í sínum vörulínum.
Við verðum á staðnum frá mánudegi til fimmtudags, allar nánari upplýsingar um okkur og okkar vörumerki má finna á meðfylgjandi myndum.

Hlökkum til að sjá sem flesta Íslendinga á sýningunni!

Um er að ræða Iveco Daily 5.0t Single Cab pallbíl, sem er vel útbúinn með öflugri 180 hestafla dísilvél og Hi-Matic 8 gíra sjálfskiptingu frá ZF.
Að auki er bílinn útbúinn Fassi Micro M10.A12 1.0tnm krana.

Viking mun nota bílinn fyrir þjónustu á björgunarbátum um borð í skipum og því mikilvægt að geta verið með krana til að létta undir með mönnum.

Það var hann Stefán (t.h.) sem tók á móti bílnum fyrir hönd Viking björgunarbúnaðar frá Ívari Sigþórssyni (t.v.), sölustjóra Iveco.
Við óskum fyrirtækinu til hamingju með nýja bílinn og óskum þeim velfarnaðar.

Fyrr á árinu fékk Borgarverk ehf afhenta tvo nýja liðstýrða Komatsu trukka. Tækin sem um ræðir eru Komatsu HM300-5 og HM400-5 búkollur. HM300-5 er 23.5 tonn að eiginþyngd, með 28 tonna burðargetu, 17,1 m3 burðarmagn og 332 hö vél. HM400-5 er 35 tonn að eiginþyngd, með 40 tonna burðargetu, 24,0 m3 burðarmagn og 473 hö vél. Báðar vélar afhendast svo m.a. með upphitaðan pall, gafflloku, sjálfvirkt smurkerfi, 6 gíra skiptingu, 56 km/h hámarkshraða, loftkælingu, bakkmyndavél, tiltanlegt ökumannshús fyrir frábært aðgengi að vél og vökvabúnaði, KOMTRAX 3G kerfi og að sjálfsögðu fylgir þeim milljóna kaupauki í formi KOMATSUCARE viðhalds og þjónustupakka Komatsu.

Áður voru Borgarverk nýbúin að fá afhentan Dynapac CA4000D jarðvegsvaltara. Valtarinn er rúm 13 tonn að þyngd og er útbúinn með öllum helstu þægindum sem í boði eru. Hann er t.d. með 160 hö Cummins vél, 12 km/h hámarkshraða, loftkælingu, snúanleg sæti og stjórntæki, þjöppumæli, Dyn@lizer tölvukerfi svo eitthvað sé nefnt.

Kraftvélar þakka þeim Óskari og Kidda kærlega fyrir viðskiptin og við óskum þeim og öðru starfsfólki Borgarverks innilega til hamingju með nýju Komatsu og Dynapac tækin.
Megi þeim farnast afskaplega vel!

Á myndinni eru Magnús Jón (t.v.), frá Kraftvélum, að afhenda þeim Mick og Þorsteini frá IKEA, nýja tínslutækið.

Við óskum IKEA til hamingju með nýja lyftarann og þökkum þeim fyrir að velja Toyota.

Andrés Pétur Guðfinnsson (t.v.) sem er að taka sín fyrstu skref sem húsasmiður segir IGO21 mæta öllum þeirra þörfum til krana.
IGO21 er með 26 metra bómu, 19,3 metra undir krók og lyftir mest 1.800 kg (700 kg út í enda).
IGO21 hefur reynst afar vel við íslenskar aðstæður eins og segja má um alla aðra Potain krana.

Á myndinni er Hreinn Sigmarsson (fyrir miðju), sölumaður Potain krana, að afhenda Andrési og Sebastian Macin Gorka nýja kranann.

Kraftvélar ehf óska Esait ehf kærlega til hamingju með nýja Potain kranann og þökkum þeim fyrir viðskiptin.

Bílinn er 5.5t í heildarþyng og kemur á 37“ dekkjum.
Hann er beinskiptur með tvöföldum millikassa með skriðgír og er hann útbúinn með vökvadriflæsingum að framan og aftan.
Sett var á hann FASSI 2.0tm krani frá Barka í Kópavogi.
Bílinn er einnig með Meyer fjölplóg frá Aflvélum og öflugum ljósapakka frá AMG aukaraf.

Iveco Daily 4×4 er einstaklega öflugur og hentar vel í starfsemi bæjarfélaga.
Þess má einnig geta þess að von er á nýrri útfærslu á Daily 4×4 með Hi-Matic 8 gíra sjálfskiptingu.

Það var hann Skúli Ingólfsson bæjarverkstjóri (t.h.) sem tók á móti bílnum frá Ívari Sigþórssyni, sölustjóra Iveco.
Við óskum Sveitafélaginu Hornafirði til hamingju með nýja Iveco Daily 4×4!

Næstu dagar fara í standsetningu en að því loknu munum við afhenda nýjum eiganda tækið og fjalla nánar um veghefilinn.

Í síðustu viku fékk SS Verktak ehf afhenta nýja Komatsu PW148-11 hjólagröfu. Vélin er öll hin glæsilegasta eins og sjá má og er vel útbúin á allan hátt.

Vélin er um 15 tonn að þyngd og afhendist m.a. með 121 hö vél, rafmagnsupphitaðar AdBlue lagnir, “Hydramind” álagsstýrt vökvakerfi, 6 vinnustillingar á vökvakerfi, tönn að framan, vagntengi að aftan, tvöfalda hjólbarða, bómudempara, sjálfvirkt smurkerfi, “Joystick” stýri, Komvision 300° myndavélakerfi, loftkælingu, KOMTRAX 3G kerfi og svo fylgir KOMATSUCARE þjónustu og viðhalds áætlun Komatsu henni að sjálfsögðu líka.

Að auki afhendist vélin með Engcon EC214 rótotilt með klemmu, MIG 2 stjórnstangir, hið snilldarlega EC-Oil hraðtengi, DB14 skóflu frá Engcon og Webasto olíufýringu frá Bílasmiðnum.

Sveinn Sveinsson framkvæmdastjóri SS Verktak ehf kom og veitti vélinni viðtöku hjá sölumönnum okkar á Dalveginum.
Kraftvélar óska eigendum og starfsfólki SS Verktak ehf innilega til hamingju með nýju Komatsu hjólagröfuna. Megi þeim farnast vel!

Lyftarinn er sérstaklega vel útbúinn með 1600kg lyftigetu, 6000mm lyftihæð, innbyggða ELM gaffal og hliðarfærsla, bakkmyndavél, blue led viðvörunarljós, li-ion rafgeymir og I_Site kerfi.

Á mynd má sjá Friðgeir Már Alfreðsson frá Kraftvélum afhenda Helga Laxdal Helgason og Hallgrími Stefánsson nýja tækið.

Kraftvélar óska Tempra til hamingju með nýja lyftarann og þökkum þeim kærlega fyrir viðskiptin.

Vel útbúinn lyftari með 2000kg lyftigetu, 3300mm lyftihæð, sérstaklega varinn fyrir fiskvinnslur og með ELM galvaníseraðan snúning.

Á mynd má sjá Friðgeir Már Alfreðsson frá Kraftvélum afhenda Sigtryggva Hafsteinsson frá Ísver nýja tækið.

Kraftvélar óska Ísver til hamingju með nýja lyftarann og þökkum þeim kærlega fyrir viðskiptin.