Fjölskyldan á Síðumúlaveggjum festi sér svo kaup á vélinni skömmu eftir að hún lenti í höndunum á okkur og var farið af stað í standsetningu á henni. Núna í vikunni var hún svo tekin í notkun og verður að segjast að hún kemur stórkostlega út. Hún gerir rúllur sem eru 122×125 og þjappar mög vel, vélin er hljóðlát og fylgir túninu einstaklega vel.

Búnaðurinn í henni er eftirfarandi:
Baggahólf 122 x 125 cm
Vökvalyft sópvinda 230 cm
Dekk eru 560/45R22,5
Sópvindudekk eru á beygjuramma sem hægt er að festa. Dekkin fylgja því í beygju.
Sjálfvirkt smurkerfi fyrir keðjur og fóðringar
20 Hardox hnífar
Söxunnarbreidd er 52mm með alla hnífa inni.
Skipti rekki er á hnífabúnaði A-B-C ( 10stk – 20stk – 10stk )
Net/Plast búnaður til að binda rúllu fyrir pökkun, vökvarótor sér um að fæða net/plast í baggahólf
Magasín er fyrir 3stk net/plast rúllur
Geymslupláss er fyrir 10stk plastrúllur (+2 á örmum)
Satalite pökkunar armar að aftan fyrir 750mm plast.
Tölvubox til stjórnunnar inn í vél AFS700 snertiskjár
Skjár fyrir myndavél á pökkunar borði
Vélinni er stjórnað af load sensing lögnum frá dráttarvél
Fallhleri á innmötun og útsláttur á sópvindu (Rotor declutch)
Aflþörf er 134hö

Á myndinni má sjá Guðjón á síðumúlaveggjum taka við 10kr pening úr höndum Sigurjóns tæknimanns á verkstæði Kraftvéla, það er alltaf til siðs að afhenda lykil með nýjum vélum, í þessu tilfelli dugar 10kr peningur til að opna hlífarnar á vélinni og þótti Sigurjóni það við hæfi að gefa þeim 10kr afslátt af vélinni í formi lykils af vélinni. Við hlið Guðjóns er svo Jónas Guðjónsson en Jónas var settur á dráttarvélina til að rúlla og var hann fljótur að tileinka sér tæknina við þetta.

Við hjá Kraftvélum óskum fjölskyldunni á Síðumúlaveggjum til hamingju með vélina og þökkum þeim kærlega fyrir viðskiptin.

Vélin er öll hin glæsilegasta og vel útbúin í alla staði og afhendist m.a. með Engcon EC219 rótotilt, sjálfvirkt smurkerfi, joystick stýri, tvöfalda bómu, vagntengi og lagnir fyrir sturtuvagn, 6 vinnustillingar á vökvakerfi, rafmagnsupphitaðar AdBlue lagnir sem halda því ávallt við kjörhita, tönn að aftan, tvöfalda Bandenmarkt hjólbarða, KOMVISION 300° myndavélakerfi, KOMTRAX 3G kerfi og milljóna kaupauki í formi KOMATSUCARE viðhalds og þjónustuáætlun Komatsu fylgir henni að sjálfsögðu líka.

Nýja PW148-11 hjólagrafan bætist í mikinn Komatsu tækjaflota Steypustöðvarinnar sem nú samanstendur af 16 Komatsu vélum hvorki meira né minna! En Steypustöð Skagafjarðar og Kraftvélar hafa átt mikið og gott samstarf frá upphafi sem við metum afskaplega mikið og við vonumst til að svo verði um komandi framtíð. Kraftvélar óska eigendum og öðru starfsfólki Steypustöðvar Skagafjarðar ehf innilega til hamingju með nýju Komatsu vélina. Megi þeim farnast afskaplega vel!

Lyftarinn er vel útbúinn með 3000kg lyftigetu, Sterkbyggt ökumannshús, 4700mm lyftihæð, hliðarfærsla, fjórfalt vökvaúttak og snúning.

Á mynd má sjá Jóhannes Reynisson frá Fínpússningu og Friðgeir Már Alfreðsson frá Kraftvélum með nýja tækið.
Kraftvélar óska Fínpússningu til hamingju með nýja lyftarann og þökkum þeim kærlega fyrir viðskiptin.

Vélin er 107 hp., með 24×24 gírkassa, 3 hraða í aflúttaki og 64 lítra vökvadælu með 3 sneiðum, ásamt 37 lítra sér service vökvdælu. Vélin er með Alö X46 ámoksturstækjum.

Á myndinni eru þeir feðgar, Þórður og Úlfar á hlaðinu á Syðri Brekkum þar sem vélin var afhent. Við hjá Kraftvélum óskum þeim innilega til hamingju með nýju vélina sem er nú þriðja New Holland vélin sem þeir eignast. Megi þeim farnast afskaplega vel!

Við verðum staðsettir á bensínstöð N1 á eftirfarandi stöðum.
Rif/Hellisandur kl. 9:30 – 10:30
Ólafsvík kl. 11:00 – 12:00
Grundarfjörður kl. 12:30 – 13:30
Stykkishólmur kl. 14:30 – 15:30

Endilega heyrið í okkur í síma 535-3582

Mætingin var langt umfram okkar björtustu vonir enda komu á milli 500-600 gestir á Míní Báma sýninguna okkar síðasta föstudag.

Við verðum með miklu fleiri myndir og að sjálfsögðu líka myndband á næstu dögum en vildum bara þakka kærlega fyrir okkur.

Kær kveðja,
Starfsfólk Kraftvéla.

Þeir segja að lík­lega sé um að ræða stærstu véla­sýn­ingu sem hald­in hef­ur verið á Íslandi.

Hér er um að ræða vinnu­véla­sýn­ingu Kraft­véla sem hald­in verður í dag á at­hafna­svæði fyr­ir­tæk­is­ins að Dal­vegi 6-8 í Kópa­vogi.

Sýn­ing­in  mun standa yfir á milli 17 og 20. Á henni gef­ur að líta vél­ar og tæki frá 800 kíló­um  upp í 73 tonn.

„Í 27 ára sögu Kraft­véla höf­um við aldrei haldið jafn stóra vinnu­véla­sýn­ingu og get­um auðveld­lega full­yrt að þetta sé stærsta vinnu­véla­sýn­ing á Íslandi í rúm­lega ára­tug og jafn­vel frá upp­hafi,“ seg­ir í til­kynn­ingu.

Á sýn­ing­unni verða rúm­lega 40 tæki, allt frá 900kg smágröf­um fyr­ir sum­ar­bú­staðaeig­end­ur til 73 tonna jarðýtu fyr­ir námu­vinnslu á Íslandi – og allt þar á milli.

Á sýn­ing­unni verður lif­andi tónlist, Ham­borg­ara­búll­an sér um grillið og veður­spá­in lof­ar góðu.

„Við í Kraft­vél­um ákváðum að blása til þess­ar­ar stór­sýn­ing­ar vegna þess hversu mikið verk­efn­astaða jarðvinnu­verk­taka á Íslandi hef­ur batnað á und­an­förn­um árum og mun von­andi halda áfram að batna með aukn­um verk­efn­um frá hinu op­in­bera,“ seg­ir í til­kynn­ing­unni fyrr­nefndu.

https://www.mbl.is/bill/frettir/2019/06/14/staersta_vinnuvelasyning_fra_upphafi

Hrikalega erum við spennt fyrir morgundeginum, sýningin verður frá 17-20, allir velkomnir.

Skessan er mætt í hús og tilbúin fyrir Míní Báma á morgun!Hrikalega erum við spennt fyrir morgundeginum, sýningin verður frá 17-20, allir velkomnir.

Posted by Kraftvélar on Fimmtudagur, 13. júní 2019