Hreingerningarfyrirtækið Hreinsitækni ehf fékk afhendan nýjan Iveco Daily sendibíl hjá okkur um daginn.

Bílinn sem þeir fengu afhendan er vel útbúinn sendibíll og er meðal annars með 156 hestafla vél og Hi-Matic 8 gíra sjálfskiptingu. Fjaðrandi ökumannssæti með hita, Webasto olíumiðstöð með tímastilli, vinnuborði og símastandi fyrir ökumann, dráttarbeisli og 3.500.kg dráttargetu. Útvarpi með tengi fyrir USB, AUX og Bluetooth fyrir síma og tónlist omfl.

Það var hann Ási sem sér verkstæðið hjá Hreinsitækni sem tók á móti bílnum. Við óskum Hreinsitækni til hamingju með þennan glæsilega Iveco Daily

Fígaró sérhæfir sig í innflutning og smíði á náttúrustein, inn á heimasíðu Fígaró er hægt að fá upplýsingar um vörur og fyrirtækið.
Fígaró var stofnað árið 2006 af Herði Hermannssyni og Margréti Björg Sigurðardóttur og hafa þau hjónin rekið það allar götur síðar.
Fígaró er bæði að þjónusta fyrirtæki og einstaklinga og er fyrirtækið þekkt gæðavinnu og eru gerðar ríkar kröfur til fyrirtækisins.
Því varð Iveco Daily fyrir valinu þar sem hann er sterkur og öflugur og hægt er að setja á hann öfluga vörulyftu.

Nýi Iveco Daily bílinn er með 160 hestafla vél og 8 gíra sjálfskiptingu og er með 3.500.kg dráttargetu. Sú vörulyfta sem sett var á bílinn er Dhollandia vörulyfta frá Vögnum og þjónustu með heilopnum í stað vængjahurða og því er hann afar hentugur í starfsemi eins og Fígaró þar sem oft á tíðum er verið að flytja stóra og þunga hluti.

Það var Hörður Hermannsson sem tók við bílnum sem fór strax í notkun hjá Fígaró.

Við óskum þeim til hamingju með nýja bílinn og óskum þeim velfarnaðar.

Vélin vigtar um 23.300 kg og er virkilega vel útbúin í alla staði og sniðin að þörfum eiganda. Hún afhendist m.a. með Miller PowerLatch hraðtengi, Miller skóflu, 900 mm spyrnur, sjálfvirkt smurkerfi, sparneytna 165 hp vél sem er jafnframt með eina af lægstu AdBlue eyðslu sem finna má á markaðinum, 2400 mm langan bómuarm, 300° myndavélakerfi frá Komatsu, KOMTRAX 3G kerfi og að sjálfsögðu fylgir henni KOMATSUCARE viðhalds og þjónustuáætlun Komatsu sem inniheldur 4 fríar þjónustuskoðanir í 3 ár eða 2000 vst og frí skipti á mengunarbúnaðssíum í 5 ár eða 9000 vst.

Andri Eyþórsson frá Vökvaþjónustu Kópaskers kom og veitti vélinni viðtöku hjá sölumönnum okkar.

Kraftvélar óska eigendum og starfsfólki Vökvaþjónustu Kópaskers innilega til hamingju með nýju Komatsu vélina. Megi þeim farnast afskaplega vel!

Feðgarnir Sævar Einarsson og Kristinn Sævarsson á Hamri í Hegranesinu í Skagafirði fengu afhentan New Holland T6.165 DC.

Vélin er 145/169 hp. og eins og áður sagði með nýja Dynamic Command 24×24 gírkassanaum, þar sem eru þrjú 8 gíra þrep, A, B og C, og hægt að hafa vélina sjálfskipta í gegnum B og C þrep, framfjöðrun og 50 km/h. Fjaðrandi hús með 12 LED vinnuljósum, SideWinder II sætis arminn með stórum snertiskjá og rafmagns joystick fyrir ámoksturtækin og vökvasneiðar. 113 l. loadsensing vökvadæla, með 5 rafstýrðum vökvasneiðum, vökvayfirtengi og útskjótanlegum krók. Alö Q5s ámoksturstæki, með vökvalæsingu fyrir fylgitæki, ásamt Q Companion frá Alö, sem í er meðal annars vigt og ljósabúnaður.

Vel útbúin og öflug vél og við hjá Kraftvélum óskum Sævari og Kristni ásamt þeirra fjölskyldum til hamingju með vélina og þökkum viðskiptin.

Eins og myndin ber með sér var vertrarlegt í Hrútafirðinum þegar við rendum í hlað hjá Gunnari, og mun vélin sóma sér vel í svona aðstæðum, enda mjög stöðug, fjórhjóladrifin og með 100 % driflás, svo ekki sé minnst á upphitað húsið.

Við óskum Gunnari og fjölskyldu til hamingju með vélina og þökkum fyrir viðskiptin.

Vélin er ríkulega búin, 117 hp., 32×32 kassa með sjálskipti möguleika, bæði innan gírsviðs og yfir öll sviðin, með fjaðrandi húsi, 100 l. loadsensing vökvadælu með 4 vökvasneiðum, vökva útskjótanlegum krók og 4 hraða PTO.

Tækin eru Alö Q4s, með vökvalás fyrir fylgitæki og er vélin með innbyggðann rafmagns stýripinna, sem einnig er hægt að nota á vökvasneiðar að aftan.

Við óskum Pálma og fjölskyldu til hamingju með nýju vélina og þökkum fyrir viðskiptin.

New Holland T6.165 á leiðinni í Skagafjörð og Weidemann T4512 skotbóma á leið í Hrútafjörð.

Erum að standsetja 3 nýjar Komatsu vélar sem bíða þess að komast til eigenda sinna. Vélarnar eru HB365LC-3 Hybrid og PC210LC-11 beltagröfur og svo PW160-11 hjólagrafa.

Við hlökkum til að segja ykkur nánar frá því á næstu dögum.

Vélin er um 2,4 tonn að þyngd og er vel útbúin í alla staði. M.a með Komatsu 3D76E 21 hö vél, álagsstýrt vökvakerfi, 300 mm breið gúmmíbelti, lengri gerð af bómuarmi, framhallanlegt hús með öllum helstu þægindum, KOMTRAX 3G kerfi, hraðtengi og 3 skóflum.

Árni Már Sigurðsson starfsmaður Rósabergs ehf kom til okkar á Dalveginn og veitti vélinni viðtöku hjá sölumönnun okkar. Þess má til gamans geta að þetta er önnur Komatsu vélin sem Rósaberg fær afhenta á skömmum tíma.

Kraftvélar óska eigendum og starfsfólki Rósabergs innilega til hamingju með nýju Komastu vélina. Megi þeim farnast afskaplega vel!

Einstakt kerfi í sinni mynd sem engin annar vélarframleiðandi býður upp á!

Vissir þú að með öllum nýjum Komatsu vélum yfir 12 tonna stærð fylgja fríar þjónustuskoðanir í 3 ár eða 2000 vst og frí skipti á mengunarbúnaðssíum í 5 ár eða 9000 vst? Eigandi vélar þarf ekki að borga neinn kostnað við þjónustuskoðanir á Komatsu vélum, ekki síur, ekki olíur, ekki glussa, ekki þjónustumann frá Kraftvélum, ekki neitt! KOMATSUCARE sparar eigenda vélar margar milljónir í kostnað sem hann annars þyrfti að greiða fyrir næstu árin eftir kaup á nýrri vél. Væri ekki gott að nýta peningana í eitthvað annað en að borga háar upphæðir fyrir þjónustuskoðanir næstu árin? Það finnst okkur allavega. Þú veist hvað þú færð með KOMATSUCARE, veistu hvað þú færð annarsstaðar? Þegar kemur að sparnaði og þjónustu er svarið bara eitt, Komatsu!