Hópstjóri á verkstæði

Við leitum að vinnusömum, metnaðarfullum og framsæknum vél- eða bifvélavirkja sem hefur áhuga á að takast á við krefjandi og spennandi framtíðarstarf sem hópstjóri á verkstæðinu okkar.
Starfssvið:
• Undirbúningur og útdeiling viðgerðaverkefna
• Dagleg stjórnun vélvirkja og bifvélavirkja á verkstæðinu
• Samskipti við viðskiptavini
• Varahlutapantanir og samskipti við birgja
• Skýrslugerð og reikningagerð fyrir verkstæðið
Hæfniskröfur:
• Stjórnunarhæfileikar
• Vélavirkja- eða bifvélavirkjamenntun æskileg
• Hæfni í mannlegum samskiptum og heiðarleiki
• Stundvísi, ósérhlífni og sveigjanleiki
• Rík þjónustulund og frumkvæði í starfi.

Starfsmaður á verkstæði

Við leitum að vinnusömum, metnaðarfullum og framsæknum vélvirkja- rafeindavirkjarafvirkja- eða bifvélavirkja sem hefur áhuga á að takast á við krefjandi og spennandi verkefni á verkstæðinu okkar.
Starfssvið:
• Almenn viðgerðarvinna á verkstæði
• Vinna við þungavinnuvélar, lyftara, dráttarvélar og bíla
• Viðgerðir sem þarfnast rafmagnsþekkingar
Hæfniskröfur:
• Vélvirkja- rafeindavirkja- rafvirkja- eða bifvélavirkjamenntun
• Hæfni í mannlegum samskiptum og heiðarleiki
• Stundvísi, ósérhlífni og sveigjanleiki
• Rík þjónustulund og frumkvæði í starfi.

Vinnutími: Mánudaga – fimmtudaga 08:00 – 17:30 og föstudaga 08:00 – 16:00

Áhugasamir sendi umsókn fyrir 8. október á netfangið starf@kraftvelar.is eða sækja um inn á Alfred.is. Öllum umsóknum verður svarað.

Nánari upplýsingar inn á www.kraftvelar.is/starfsumsokn

Við erum á bás 24 í miðri frjálsíþróttahöllinni.
Hlökkum til að sjá þig.

Opnunartími sýningar:
Fimmtudagur: 10:00 – 18:00
Föstudagur: 10:00 – 18:00

Kraftvélar verða að sjálfsögðu á staðnum með fjöldann allan af Toyota lyfturum, Iveco pallbílum, Iveco sendibílum, Weidemann skotbómulyfturum og BT brettatjökkum, svo fátt eitt sé nefnd. Við verðum á bás B-24 sem er í miðri frjálsíþróttahöllinni. Einnig verðum við með tæki við innganginn á sýninguna sem og á stóru útisvæði.

Opnunartími sýningar:
Miðvikudagur: 14:00 – 19:00
Fimmtudagur: 10:00 – 18:00
Föstudagur: 10:00 – 18:00

Hlökkum til að taka á móti þér á sýningunni.

Kraftvélar verða að sjálfsögðu á staðnum með fjöldann allan af Toyota lyfturum, Iveco pallbílum, Iveco sendibílum, Weidemann skotbómulyfturum og BT brettatjökkum, svo fátt eitt sé nefnd. Við verðum á bás B-24 sem er í miðri frjálsíþróttahöllinni. Einnig verðum við með tæki við innganginn á sýninguna sem og á stóru útisvæði.

Opnunartími sýningar:
Miðvikudagur: 14:00 – 19:00
Fimmtudagur: 10:00 – 18:00
Föstudagur: 10:00 – 18:00

Hlökkum til að taka á móti þér á sýningunni.

Á miðvikudag hefst stórsýningin Sjárútvegur 2019 í Laugardalshöll og tilefni þess vorum við með Facebook leik þar sem 15 heppnir voru dregnir út og fá boðsmiða fyrir tvo (alla sýningardagana).

Við hjálp random.org eru sigurvegar eftirfarandi:
Einar Sig
Helga Guðný Kristjánsdóttir
Rúnar Róbertsson
Guðjón Ingólfsson
Helgason Jón
Guðmundur Magnús Jóhannsson
Jónas Guðjónsson
Lára Thorarensen
Helgi Haraldsson
Jóhann Magnús Hafliðason
Arnar Freyr Þrastarson
Elisabet Kristjansdottir
Inga Gudlaug Jónsdóttir
Ingibjörg Svala Ólafsdóttir
Hrefna Eleonora Leifsdóttir

Til hamingju.

Þið getið nálgast boðsmiðana í móttökunni í húsakynnum okkar Dalvegi 6-8, 201 Kópavogi.

Á sýningunni verðum við með fjöldann allan af Toyota lyfturum, Iveco pallbílum, Iveco sendibílum, Weidemann skotbómulyfturum og BT brettatjökkum, svo fátt eitt sé nefnd. Við verðum á bás B-24 sem er í miðri frjálsíþróttahöllinni. Einnig verðum við með tæki við innganginn á sýninguna sem og á stóru útisvæði.
Hlökkum til að sjá ykkur!

Valtarinn er vandlega útbúinn í alla staði og með öllum helstu þægindum og eiginleikum sem í boði er. Hann vigtar um 13,3 tonn og afhendist m.a. með 160 hö Cummins vél, 4,-12 km/h keyrsluhraða, Comfort húsi með loftkælingu og framúrskarandi aðbúnaði fyrir stjórnanda, Dyn@lizer GPS kerfi og svo mætti lengi telja.
Kraftvélar þakka fyrir sig og óska Ingileifi Jónssyni og starfsfólki hans innilega til hamingju með nýja Dynapac CA400D jarðvegsvaltarann!

Í síðustu viku fékk PK Verk ehf afhenta nýja Komatsu PW148-11 hjólagröfu. Vélin er virkilega útbúin í alla staði og vigtar um 15 tonn. Hún afhendist m.a. með tvöfalda bómu, 2,5 m bómuarm, tvöfalda Bandenmarkt hjólbarða, rafmagnsupphitaðar AdBlue lagnir, sjálfvirkt smurkerfi, 6 vinnustillingum á vökvakerfi, tönn að aftan, vagntengi og allar lagnir fyrir sturtuvagn á tönn, “Joystick” stýri, “premium” sæti með hita og kæli eiginleika, loftkælingu, KOMVISION 300° myndavélakerfi, KOMTRAX 3G kerfi og KOMATSUCARE viðhalds og þjónustuáætlun Komatsu að sjálfsögðu líka sem inniheldur 4 fríar þjónustuskoðanir í 3 ár eða 2000 vst og frí skipti á mengunarbúnaðssíum í 5 ár eða 9000 vst.
Að auki afhendist vélin með R5 rótotilt frá Rototilt AB með klemmu og skynjara fyrir GPS kerfi og eina skóflu einnig frá Rototilt AB.
Kristján Kristjánsson frá PK Verk kom og veitti vélinni viðtöku hjá Halldóri Ólafssyni sölustjóra vinnuvéla á þessum sólríka og fallega degi. Kraftvélar þakka kærlega fyrir sig og óska þeim feðgum Kristjáni og Pétri og öðru starfsfólki PK Verks ehf innilega til hamingju með nýju Komatsu vélina. Megi þeim ganga allt í haginn!

Allir okkar birgjar eru með neyðarkerfi sem ætti í flestum tilvikum að tryggja okkur vöruna til landsins innan 24-36 tíma frá pöntun, sé hún ekki til hjá okkur.
Endilega hafðu samband við varahlutaverslun okkar og við gerum þér tilboð í þá varahluti eða aukahluti sem þig vantar – það kostar ekki neitt.

Nánari upplýsingar í síma 535-3520 eða í tölvupósti á varahlutir@kraftvelar.is og við erum að sjálfsögðu líka alltaf með heitt kaffi á könnunni og tökum vel á móti ykkur.

www.kraftvelar.is/varahlutaverslun

Vélin er strax komin til starfa og þar var Heimir Guðmundsson starfsmaður Vélaleigu Auberts á fullu að moka og jafna. Vélin vigtar um 3,8 tonn og er vandlega útbúin og sniðin að þörfum eigenda m.a. með 300 mm breið “Roadliner” belti, lengri gerð af bómuarmi, 6 vinnustillingum á vökvakerfi, vandað og vel einangrað hús sem hægt er að halla fram, KOMTRAX 3G kerfi og R2 rótotilt frá Rototilt AB og 3x skóflur einnig frá Rototilt AB. Kraftvélar óska eigendum og starfsfólki Vélaleigu Auberts Högnasonar innilega til hamingju með nýju Komatsu vélina. Megi þeim farnast vel!

Vélin er virkilega glæsileg í alla staði og er um 48 tonn að þyngd. Hún afhendist m.a. með Miller PowerLatch hraðtengi fyrir 100 og 110 mm pinna, Miller MB600 3,03 skóflu, 362 hö aflvél, 3,4 metra “Heavy duty” bómuarmi, aukalögnum á armi, 700 mm spyrnum, sjálfvirku smurkerfi, upphituðum AdBlue lögnum sem halda því ávallt við kjörhita, KOMVISION 300° myndavélakerfi, KOMTRAX 3G kerfi og KOMATSUCARE viðhalds og þjónustuáætlun Komatsu að sjálfsögðu líka sem inniheldur 4 fríar þjónustuskoðanir í 3 ár eða 2000 vst og frí skipti á mengunarbúnaðssíum í 5 ár eða 9000 vst.

Vélin bætist nú í mikinn og góðan Komatsu flota hjá Ingileifi. En Ingileifur Jónsson hefur verið mikill og góður viðskiptavinur Kraftvéla í gegnum árin og við erum honum og fyrirtæki hans eilíflega þakklát fyrir það og vonumst til að svo verði áfram um komandi framtíð.

Kraftvélar óska eigendum og starfsfólki Ingileifs Jónssonar ehf innilega til hamingju með nýju Komatsu PC490LC-11 vélina. Megi þeim farnast afskaplega vel!