Bílinn er sérútbúinn fyrir Rarik enda um að ræða þjónustubíl sem þarf að vera til taks allan ársins hring og geta nýst við krefjandi aðstæður.

IVECO Daily 4×4 er eru útbúnir með háu og lágu drifi með læsingum á millikassa og læsingum á fram og afturöxli.

Nú er hægt að fá þessa öflugu bíla með HI-Matic 8 gíra sjálfskiptingu sem gerir bílinn einstaklega lipran og þægilegan í notkun.

Þeir koma á 36“ dekkjum frá framleiðanda og það hafa verið í boði breytingarpakkar frá Arctic Trucks fyrir þá sem vilja stærri og öflugri hjólbarða.

Nánari upplýsingar hjá sölumönnum atvinnubíla í síma 535-3582 eða iveco@kraftvelar.is

Þrátt fyrir að Pöttinger séu hvað þekktastir fyrir framúrskarandi heyvinnutækin sín bjóða þeir líka upp á
jarðvinnslutæki í hæsta gæðaflokki sem hafa nú þegar notið mikillar velgengni hér á landi.

Plógar • Herfi • Jarðtætarar • Sáðvélar

Við hvetjum áhugasama til þess að hafa samband við sölumenn Kraftvélar í síma 535-3500 fyrir allar nánari upplýsingar.

Komatsu vinnuvélar, CaseIH dráttarvélar og Junkkari sturtuvagnar.

Sauðárkrókslína 2

Posted by Steypustöð Skagafjarðar Ehf on Miðvikudagur, 6. maí 2020

Bílinn er útbúinn öflugri 160 hestafla dísilvél og er með 8 gíra HI-Matic sjálfskiptingu frá ZF, auk ríkulegs staðalbúnaðar eins og Webasto olíumiðstöð, vinnuborði, símastandi, fjaðrandi ökumannssæti o.m.fl.
HI-Matic sjálfskipting hefur reynst einstaklega vel og er mjög öflug er hentar þeim vel sem leita eftir liprum en jafnframt öflugum bíl og Daily sendibílar með HI-Matic sjálfskiptingu eru með 3.500.kg dráttargetu.

Við óskum Rafal til hamingju með nýja bílinn með von um að hann reynist þeim vel.

CaseIH Puma hafa aukið vinsældir sínar á síðustu árum jafnt og þétt, núna á dögunum afhentum við eina slíka með talsverðum aukahlutapakka. CaseIH Puma 200CVX með bakkkeyrslubúnaði frá Kneidinger 1880 í Austurríki.

Guðmundur Freyr Geirsson í Geirshlíð smellti sér á vélina eftir að hafa farið erlendis til að skoða svona aukahlutabúnað ásamt Dagbjarti Ketilssyni Sölufulltrúa búvéla hjá Kraftvélum. Þeir fóru saman til Þýskalands í fyrra haust og fengu þar að sjá og prufa vél sem Kneidinger hafði sett þennan aukahlutapakka á og varð Gummi það ánægður með vélina að seinna um kvöldið var salan undirrituð. Puma vélin er með 245hp 6cyl mótor sem skilar miklu togi, hún er að sjálfssögðu stiglaus með 50km/h gírkassa. Gummi ákvað þar að auki að fá hana á Nokian TRI2 kubbadekkjum til að auka mýkt og minnka slit á dekkjum þegar hann þarf að vera að skakast á malbikuðum vegum. Gummi fékk einnig hjá okkur Junkkari J16JLD sturtuvagn og verkefnin síðan að þetta tvíeyki kom í hlaðið hjá honum hafa orðið vægast sagt mörg og skemmtileg.

Við hjá Kraftvélum þökkum Gumma kærlega fyrir viðskiptin og óskum honum velfarnaðar í leik og starfi á þessum flotta flota.

Sjá hér https://www.youtube.com/watch?v=63Gsuoh97Ek&feature=youtu.be

 

Það er með sannri ánægju sem við getum loksins staðfest að Kraftvélar mun taka við umboði Pöttinger á Íslandi en Pöttinger er öllum bændum og verktökum vel kunnugt vörumerki enda með langa sögu hér á landi og einstaklega breitt vöruúrval.
Í Bændablaðinu 22. apríl birtist heilsíða þar sem við í Kraftvélum kynntum okkur til leiks sem nýjan umboðsmann og látum við heilsíðuna fylgja með þessari tilkynningu.

Varðandi framtíð Fella heyvinnutækja þá er mörgu ósvarað í þeim efnum en Kraftvélar og Fella eiga að baki langt samstarf og er það sameiginlegt markmið beggja aðila að eigendur Fella upplifi enga hnökra í þjónustu tækjanna sinna þrátt fyrir að Kraftvélar muni formlega að hætta sem umboðsaðili Fella á Íslandi.

Við hlökkum til þess að selja og þjónusta Pöttinger vélar og hvetjum viðskiptavini til þess að setja sig í samband við sölumenn Kraftvéla fyrir allar nánari upplýsingar

Lyftararnir hafa verið allt frá venjulegum handtjökkum og upp í stóra Kalmar gámalyftara.
Það er gaman að segja frá því að nýverið afhentum við fjóra Toyota dísellyftara frá okkur á fjóra mismunandi staði á víð og dreif um landið.

Sæplast á Dalvík fékk nýjan Toyota Tonero 25 dísellyftara með 2.500kg lyftigetu, Hydrostat drifi, Nanó vörn og ELM snúning.
Fiskmarkaður Austurlands fékk Toyota Tonero 25 dísellyftara með 2.500kg lyftigetu og tvöföldu mastri.
Narfi ehf Vestmannaeyjum fékk Toyota Tonero 25 dísellyftara með 2.500kg lyftigetu með ELM snúning
Fjórði lyftarinn fór svo í Hafnarfjörð, það var Toyota Tonero 30 dísellyftari með 3.000kg lyftigetu og öflugum CAM snúning.
Allir þessir lyftarar eru vel útbúnir og öll aðstaða fyrir ökumann er til fyrirmyndar, t.d. með fjölstillanlegu sæti og stillanlegum sætisarmi, stillanlegur A4 blaðahaldari, útvarp, öflug miðstöð og LED ljósum svo fátt eitt sé nefnt.
Við náðum að smella myndum af öllum þessum lyfturum áður en þeir fóru frá okkur og fylgja þær hér með.

Þrátt fyrir mikla sölu undanfarið eigum við ennþá til á lager fjölbreytt úrval af nýjum lyfturum, bæði rafmagn og dísel. Eru allir þessir lyftarar á mjög hagstæðum verðum þar sem í flest öllum tilvikum náðum við þeim heim á hagstæðu gengi.
Setjið ykkur endilega í samband við okkur í síma 535-3500 eða sendið okkur fyrirspurn á lyftarar@kraftvelar.is
Einnig er hægt að sjá úrval lyftara á lager hér : https://www.kraftvelar.is/solutorgid/ny-taeki/nyir-lyftarar/

IVECO Daily kassabíll fæst í 7.200.kg heildarþyngd og er því með sambærilega burðargetu og stærri vörubílar.

IVECO Daily kassabíll er með á bilinu 3.400 – 3.800.kg burðargetu*

IVECO Daily kassabíll fæst með allt að 6 metra löngum vörukassa.

IVECO Daily kassabíll er með loftpúðafjöðrun að aftan.

IVECO Daily kassabíll er með 1.5-2.0t vörulyftu.

IVECO Daily kassabíll er með 3.0l 210 hestafla vél 470nm tog.

IVECO Daily kassabíll er með Hi-Matic 8 þrepa sjálfskiptingu.

IVECO Daily kassabíll er með frábæru vinnuumhverfi.

IVECO Daily kassabíll sameinar einstaklega hagkvæman bíl í rekstri sem er samt sem áður öflugur og með sambærilega burðargetu og margir stærri vörubílar og gefur þeim ekkert eftir í flutning á þungum farmi.

*fer eftir stærð-lengd og fjölda hurða á vörukassa.

Nánari upplýsingar hjá sölumönnum atvinnubíla í síma 535-3582 eða iveco@kraftvelar.is

Bílarnir eru notaðir sem þjónustubílar og eru misjafnlega uppsettir eftir deildum og verkefnum.
Hér má sjá eina af mörgum útfærslum sem HS veitur nota.

Store Van sérhæfir sig í fjölbreyttum innréttingum fyrir flestar gerðir bíla.
Hillukerfin frá Store Van þykja einstaklega sterkbyggð en jafnframt létt þar sem þau eru úr áli.
Hægt er að sérhanna þau eftir þörfum hvers og eins viðskiptavinar.
Því ættu flestir að finna útfærslu fyrir sitt hæfi.