Þ.S. Verktakar sóttu HM400 búkolluna sína, Siggi Gylfa sótti sína HM300 búkollu og Víðimelsbræður komu í bæinn að sækja D61PX-24 jarðýtuna sína.

Að auki eru sex önnur Komatsu tæki inná verkstæði í standsetningu og verða afhend á næstu dögum.

Image may contain: sky and outdoor

Image may contain: sky and outdoor

Það eru virkilega ánægjulegir dagar hér í Kópavoginum. Tvær beltagröfur afhentar í dag og ný sending að koma í hús með fullt að vélum, bæði seldum og óseldum lagervélum. Þetta er svo fallegt að við bara gátum ekki annað en tekið nokkrar myndir til að deila með ykkur. Hvern langar ekki í nýja Komatsu vél í þessu fallega veðri 

Image may contain: sky and outdoor

Image may contain: sky and outdoor

Image may contain: sky and outdoor

Image may contain: sky and outdoor

Image may contain: sky and outdoor

Image may contain: sky and outdoor

Image may contain: sky and outdoor

No automatic alt text available.

 

Kraftvélar er umboðsaðili Potain byggingarkrana á Íslandi og nýlega afhenti fyrirtækið IGOM14 hraðkrana til Sætrar ehf.

Hraðkranar frá Potain eru með fjarstýringu með upplýsingaskjá, glussastýrðum fótum, stálballestum og hjólastelli sem gerir uppstillingu krananna fljótvirka og auðveldar flutning á milli staða innan byggingarreits og á milli svæða auk þess að spara uppsetningarkostnað. Potain kranar eru þekktir fyrir áreiðanleika og vera hraðir við alla vinnu sem gerir notendum kleyft að bæta framleiðni og þar með hagkvæmni verkefna sinna. Einnig eru Potain byggingakranar þekktir fyrir hátt endursöluverð enda markaðsleiðandi fyrirtæki í sölu sjálfreisandi byggingakrana í Evrópu.

Kraftvélar óska Sætrar ehf til hamingju með IGOM14 hraðkranann og býður fyrirtækið velkomið í hóp ánægðra viðskiptavina.

Á myndinni má sjá Hrein Sigmarsson, sölustjóra Potain krana (f.m.) afhenda Guðmundi Kristinssyni, eiganda Sætrar ehf (t.h.) og Árna Jóhannessyni byggingameistara og viðskiptafélaga Guðmundar (t.v.), nýja Potain IGO M14 kranann.

Núna í maí fékk Bændaverk ehf. sem Sverrir Þór Sverrisson á Auðkúlu 3 við Svínavatn í Austur Húnavatnssýslu á og rekur, afhenta New Holland T6.180 EC dráttarvél.  Vélin er með 17×16 gríkassa með sjálfskiptingu innan gírsviða og 50 km. ökuhraða.  Mótorinn er 6 strokka,  158/175 hp. með aflauka og mótorbremsu.  113 l. vökvadæla, 5 tvívirkar vökvasneiðar að aftan og loadsensing úttök, vökvaútskjótanlegur dráttarkrókur, 12 LED vinnuljós og Alö 5QS ámoksturstækjum svo eitthvað sé nefnt. Vel útbúin og öflug vél, sem ætti að nýtast Sverri og hans fyrirtæki vel í framtíðinni.

Myndin er tekin þegar Sverrir tók við vélinni á Blönduósi frá Magnúsi Gunnarssyni sölufulltrúa Kraftvéla.  Við óskum Sverri til hamingju með nýju vélina.

Hvítasunnudag, 20. maí: Lokað

Annan í hvítasunnu, 21. maí: Lokað

Við opnum svo aftur 22. maí kl 08

Upplýsingar um neyðarnúmer má finna neðst á síðunni

Veitur ohf. tóku á móti fyrsta rafmagnsbíl landsins í flokki stærri sendibíla fyrir skömmu og er hann af gerðinni Iveco Daily Blue Power Electric.

En Iveco Daily Blue Power var valinn sendibíll ársins 2018.
Þetta er í fyrsta skipti sem sendibílaframleiðandi kemur fram með vörulínu þar sem sérstaklega er hugað að umhverfisþáttum þar sem bílarnir eru hannaðir til að draga úr mengun í þéttbýli og vera með allt niður í 0% útblástur.

http://www.visir.is/g/2018180519045/fyrsti-rafmagnssendibill-landsins-afhentur-

https://www.mbl.is/bill/frettir/2018/05/22/umhverfisvaenir_fyrir_thettbylisakstur/

Í síðustu viku fékk Íslenska Gámafélagið afhenta nýja Komatsu PW148-10 hjólagröfu. Hún er virkilega vel útbúinn og sniðinn að þörfum eiganda. Vélin mun notast á starfstöðvum félagsins á Selfossi í hinu ýmsu verkum. Davíð Bragi Gígja tækjastjóri kom og veitti vélinni viðtöku hjá okkur. Kraftvélar óska Íslenska Gámafélaginu innilega til hamingju með nýja Komatsu hjólagröfuna! Megi þeim farnast vel.

Í vor fengu Áfangar ehf – hreinlætisvörur í Reykjanesbæ afhendan nýjan Weidemann T4512 skotbómulyftara. Fylgihlutir með lyftaranum voru skófla, lyftaragafflar og pappaklemma með snúning sem er rétt um 400kg að þyngd.  Að sögn Smára eiganda Áfanga ehf þá fer lyftarinn létt með að lyfta papparúllum með klemmunni, rúllum sem eru allt að 850 kg að þyngd. Þessi lyftigeta sannar ágæti þess hvað Weidemann T4512 er knár þótt hann sé smár enda er þessi lyftari lang mest seldi skotbómulyftarinn á Íslandi síðastliðin 3 ár. Hægt er að fá þennan lyftara í nokkuð mörgum útfærslum, t.d. er þessi útbúinn með tvö glussatengi framan á bómu fyrir klemmu og snúning.

Til hamingju með nýja lyftaran Smári og takk fyrir að velja Weidemann og Kraftvélar.

Á myndinni eru Smári Helgason eigandi Áfganga og Magnús Jón Björgvinsson sölustjóri lyftara hjá Kraftvélum.

https://www.youtube.com/watch?v=_gqJvAGJcI0

CaseIH hefur nú nýlokið við sýnar stærstu æfingarbúðir frá upphafi, en 1000 sölumenn víðsvegar úr heiminum var boðið að taka þátt í þessum búðum og að sjálfsögðu sendu Kraftvélar sinn fulltrúa á staðinn. Yfir 60 dráttarvélar voru á staðnum og alls vel yfir 10.000hö til að rífa í sig 500ha akur. Námskeiðið var haldið rétt fyrir utan Bratislava í Slóvakíu á búi sem sérhæfir sig á þessum stað í korn- og maísrækt.

Stiklað var á stóru á þessu námskeiði en það sem má helst nefna sem kom fram var AFS snertiskjárinn og uppfærslur á honum, HMC II kerfið til stjórnunar og forritunar á aðgerðum fyrir fylgitæki, Maxxum ActiveDrive 8 gírkassinn sem var til þess að þessar vélar unnu til Machine Of The Year 2018, CaseIH Puma vélarnar og uppfærslur á þeim en þar má helst nefna enn betri árangur í sparneytni á mótor og mótorbremsu sem á sér engan líkan í þessum flokki véla.

Einnig var farið yfir Optum vélarnar en þær hafa verið að fá góða dóma og komið einstaklega vel út í flokki stærri véla.

Dagbjartur Ketilsson Sölufulltrúi landbúnaðartækja var sendur fyrir hönd Kraftvéla og var hann í góðum félagskap sölumanna CaseIH frá Danmörku og Noregi.

 

Þau Atli Traustason og Klara Helgadóttir ábúendur á Syðri-Hofdölum í Skagafirði fengu afhendan Weidemann 2080T, sem er öflug liðstýrð vél, með skotbómu og lyftigetu yfir 2,5 tonnum, lyftihæð er um 4 metrar. Vélin er 50 hp., með húsi, 100% driflás og EURO tækjafestingum. Ríkulega útbúin vél sem á eftir að nýtast vel í fjölbreyttum búskap á Syðri-Hofdölum.

Myndin var tekin þegar Magnús Gunnarsson, sölufulltrúi Kraftvéla kom með vélina í hlað á Syðri-Hodölum og það var Klara Helgadóttir sem veitti henni viðtöku. Við óskum fjölskyldunni á Syðri-Hofdölum til hamingju með nýju vélina.