Næstu dagar fara í standsetningu en að því loknu munum við afhenda nýjum eiganda tækið og fjalla nánar um veghefilinn.

Í síðustu viku fékk SS Verktak ehf afhenta nýja Komatsu PW148-11 hjólagröfu. Vélin er öll hin glæsilegasta eins og sjá má og er vel útbúin á allan hátt.

Vélin er um 15 tonn að þyngd og afhendist m.a. með 121 hö vél, rafmagnsupphitaðar AdBlue lagnir, “Hydramind” álagsstýrt vökvakerfi, 6 vinnustillingar á vökvakerfi, tönn að framan, vagntengi að aftan, tvöfalda hjólbarða, bómudempara, sjálfvirkt smurkerfi, “Joystick” stýri, Komvision 300° myndavélakerfi, loftkælingu, KOMTRAX 3G kerfi og svo fylgir KOMATSUCARE þjónustu og viðhalds áætlun Komatsu henni að sjálfsögðu líka.

Að auki afhendist vélin með Engcon EC214 rótotilt með klemmu, MIG 2 stjórnstangir, hið snilldarlega EC-Oil hraðtengi, DB14 skóflu frá Engcon og Webasto olíufýringu frá Bílasmiðnum.

Sveinn Sveinsson framkvæmdastjóri SS Verktak ehf kom og veitti vélinni viðtöku hjá sölumönnum okkar á Dalveginum.
Kraftvélar óska eigendum og starfsfólki SS Verktak ehf innilega til hamingju með nýju Komatsu hjólagröfuna. Megi þeim farnast vel!

Lyftarinn er sérstaklega vel útbúinn með 1600kg lyftigetu, 6000mm lyftihæð, innbyggða ELM gaffal og hliðarfærsla, bakkmyndavél, blue led viðvörunarljós, li-ion rafgeymir og I_Site kerfi.

Á mynd má sjá Friðgeir Már Alfreðsson frá Kraftvélum afhenda Helga Laxdal Helgason og Hallgrími Stefánsson nýja tækið.

Kraftvélar óska Tempra til hamingju með nýja lyftarann og þökkum þeim kærlega fyrir viðskiptin.

Vel útbúinn lyftari með 2000kg lyftigetu, 3300mm lyftihæð, sérstaklega varinn fyrir fiskvinnslur og með ELM galvaníseraðan snúning.

Á mynd má sjá Friðgeir Már Alfreðsson frá Kraftvélum afhenda Sigtryggva Hafsteinsson frá Ísver nýja tækið.

Kraftvélar óska Ísver til hamingju með nýja lyftarann og þökkum þeim kærlega fyrir viðskiptin.

Lyftarinn er með 3 tonna lyftigetu og er útbúinn með snúning sem er mjög vel varinn fyrir steypu og ryki.

Á myndinni má sjá Óskar Húnfjörð taka á móti lyftaranum frá Magnúsi Jóni, sölustjóra lyftara hjá Kraftvélum, með þeim á myndinni eru þau Brynja og Brynjar. Kraftvélar þakka Íslandshús fyrir viðskiptin og óskum við þeim velfarnaðar í framtíðinni.

Við lánum þér Iveco Daily sendibíl í allt að 24 tíma.
Skráðu þig hér fyrir neðan og við munum hafa samband við þig.

Í lok mars mánaðar verður dregið úr potti og heppinn viðskiptavinur sem hefur reynsluekið Iveco Daily fær 20.000.- kr. gjafabréf á veitingastaðnum Hereford.

https://www.kraftvelar.is/reynsluakstur-a-iveco-daily/

Leitum að fólki í fullt starf til framtíðar ásamt hlutastarfi og sumarstarfi.

Vélin er með 180/205 hestafla vél og stiglausri skiptingu, 50 km/klst gírkassa, fjaðrandi framhásingu, eins stjórnstöng stýrir gírskiptingu, lyftum og vökvaventlum.

Stjórnbúnaður fyrir lyftu, aflúttak og vökvaventil eru einnig úti á brettum.
Stór snertiskjár með ISOBUS viðmóti.
160 ltr/min vökvadæla, 4 rafstýrðir vökvaventlar að aftan og 2 vökvaventlar að framan sem stýrðir eru með joystick ásamt framlyftu og aflúttaki.

Allur aðbúnaður ökumanns er fyrsta flokks, fjaðrandi hús, loftfjaðrandi ökumannssæti og loftkæling.
Og ekki vantar lýsinguna þar sem tækið er með 14x LED vinnuljós allan hringinn.

Við óskum Ingileifi Jónssyni innilega til hamingju með vélina.

Þeir félagar voru að taka vélina í smá yfirhalningu og ákváðu að nýta tækifærið til þess að breyta til og mála vélina svarta. Það verður nú að viðurkennast að þetta kemur skemmtilega vel út hjá þeim.

Með myndunum af yfirhalningunni fylgdu skemmtileg lokaorð:
„Við keyptum þessa vél hjá ykkur 2007 og við ákváðum að gera hana góða þar sem við erum hrikalega ánægðir með hana👌

Takk kærlega fyrir myndirnar og mjög ánægjulegt að heyra hvað vélin reynist ykkur vel!

Á föstudaginn síðastliðinn fékk Vélamiðstöðin afhenta nýja Komatsu PW160-11 hjólagröfu. Vélin er sniðin að þörfum Vélamiðstöðvarinnar og mun notast á starfsstöðvum þeirra hér á Reykjavíkursvæðinu.
Hún er vel útbúin eins og sjá má og afhendist m.a. með einfaldri bómu með flotvirkni, tönn að framan, tvöföldum Bandenmarkt hjólbörðum, sjálfvirku smurkerfi, loftkælingu, 6 vinnustillingum á vökvakerfi, upphituðum AdBlue lögnum sem halda því ávallt við kjörhita svo það kristallist ekki, stóran notendaskjá á íslensku, Komvision 300°myndavélakerfi, KOMTRAX 3G kerfi, KOMATSUCARE viðhalds og þjónustupakki Komatsu fylgir að sjálfsögðu og S60 hraðtengi frá Rototilt AB svo eitthvað sé nefnt.

Davíð Bragi Gígja frá Vélamiðstöðinni kom og veitti vélinni viðtöku hjá Halldóri Ólafssyni sölustjóra vinnuvéla. Við hjá Kraftvélum þökkum kærlega fyrir okkur og óskum Vélamiðstöðinni innilega til hamingju með nýju Komatsu PW160-11 hjólagröfuna. Megi þeim farnast afskaplega vel!