Hafnarfjarðarhöfn fengu nýlega afhendan nýjan Iveco Daily vinnuflokkabíl.
Bílinn er 5,0 tonn í heildarþyngd og er sjö manna, hann er vel útbúinn með 3,0 lítra 180 hestafla vél auk 8 gíra sjálfskiptum ZF gírkassa.

Bíllinn er með áföstum palli frá framleiðanda og er byggður á stálgrind með niðurfellanlegum skjólborðum sem einnig er hægt að taka af ef þörf krefur. Á bílinn var einnig settur 3,0 t/m Fassi krani frá Barka ehf

Hafnarfjarðarhöfn er samkvæmt heimildum ein elsta og öruggasta höfn landsins. Hún er í raun hjarta bæjarins vegna þess hvernig byggðin umlykur hana. Helsta starfsemi við höfnina er losun og lestun lausavöru, löndun og lestun sjávarafurða, losun og lestun olíu og asfalts ásamt losun og lestun hráefna og afurða til og frá álverinu og gasfélaginu í Straumsvík.

Kraftvélar óska Hafnarfjarðarhöfn til hamingju með bílinn með von um að hann reynist þeim vel.
Á myndinni er Lúðvík Geirsson (t.h.) hafnarstjóri að taka á móti bílnum frá Óskari Sigurmundasyni, sölumanni Iveco.