Í síðustu viku fékk Þjótandi ehf afhentan Atlas Copco CA1500D jarðvegsvaltara. Valtarinn er 7,2 tonn að þyngd og er útbúinn öllum helsta búnaði og þægindum sem í boði eru frá framleiðanda. Ólafur Einarsson framkvæmdastjóri Þjótanda ehf kom og veitti valtaranum viðtöku hjá okkur. Kraftvélar óska eigendum og starfsfólki Þjótanda innilega til hamingju með nýja valtarann. Megi þeim farnast afskaplega vel!

Skemmtilegt myndband frá Komatsu þar sem sjá má verksmiðjuna þeirra í Newcastle, Englandi. Í Newcastle eru allar beltagröfur frá 18-80 tonn framleiddar.

Factory Tour: Komatsu UK

Komatsu UK Ltd. is a major production facility for construction and mining equipment in the Komatsu group. Located in Birtley (UK), near Newcastle in North East England, Komatsu UK has proudly provided high quality and reliable products for nearly a century. In 2014 it produced its 60.000th unit and has since then produced the HB215LC-2 hybrid hydraulic excavator and the PC210LCi-10, the world's first intelligent Machine Control hydraulic excavator. In 2016, Komatsu UK started the production of the HB3655LC-3 hybrid hydraulic excavator.

Posted by Komatsu Europe on Mánudagur, 17. október 2016

Vorum að fá þennan gullfallega Iveco Trakker í hús!

500 hestöfl, 16 gíra sjálfskipting, kojuhús, retarder, tölvuskjár í mælaborði, driflæsingar langsum og þversum, fjaðrir framan og aftan, hæðarstillanleg undirakstursvörn, Cantoni hardox pallur sem er upphitaður, með víbrara og rafmagns yfirbreiðsla.

Einn með öllu ?

Image may contain: outdoor

Image may contain: outdoor

Image may contain: outdoor

Image may contain: sky and outdoor

Það er nú ekki á hverjum degi sem við tökum á móti rúmlega 20 Iveco bílum!
Ótrúlega spennandi tímar framundan hjá Iveco atvinnubílum, frekari fréttir væntanlegar í ágúst mánuði.

Fengum senda skemmtilega mynd frá Þjótanda ehf þar sem sjá má nýja Iveco bílinn þeirra kominn í landbúnaðarstörf!

Fallegur dagur í dag og þá er alveg kjörið á nýta hann í að afhenda eina Komatsu beltagröfu. Í dag fékk Gróðrarstöðin Lambhagi afhenta nýja Komatsu PC138US-11 beltagröfu. Vélin er alveg einstaklega hentug að vinna á svæði þar sem rými er lítið þar sem hún er ein af „Ultra-short“ beltagröfu línunni frá Komatsu en er að sama skapi alveg afskaplega öflug. Vélin er um 15,6 tonn að þyngd, á 700 mm spyrnum með tvöfalda bómu, ýtutönn og afhendist með Miller Powerlatch tiltanlegt hraðtengi og 3 skóflum. Ingvar Hafbergsson frá Lambhaga kom og veitti vélinni viðtöku hjá okkur. Kraftvélar óska Gróðrarstöðinni Lambhaga innilega til hamingju með nýju Komatsu beltagröfuna! Megi þeim farnast vel.

Fyrr í júní mánuði afhentum við Brjót s/f glænýjan Sandvik QH331 kónbrjót.
Um er að ræða 34 tonna kónbrjót sem kemur til með að styrkja veruleg afköst fyrirtækisins.

Við óskum Brjót til hamingju og þökkum þeim kærlega fyrir viðskiptin!

 

Image may contain: sky, outdoor and nature

Image may contain: outdoor

Kraftvélar óska Snæfellsbæ til hamingju með nýja 5 tonna Iveco Daily vinnuflokkabílinn sem þeir voru að fá afhentan í seinustu viku. Bíllinn er með 180 hestafla vél og 6 gíra beinskiptum gírkassa sem er með aflúttaki fyrir vökvadælu sem er notuð fyrir glussakrana og snjótönn eða annan vökvadrifinn búnað sem þörf er á. Ökumannshúsið er fyrir 6 farþega auk ökumanns, stórum geymsluhólfum undir öllum sætum, luxus sæti fyrir ökumann með fjöðrun og fjölstillingum, auka hillum og festingu fyrir spjaldtölvu á mælaborði svo fátt eitt sé nefnt. Á bílinn var settur 3ja t/m Fassi frá Barka ehf. Kraninn er með stuðningsfótum beggja vegna,og mun kraninn væntanlega nýtast við allskonar þjónustustörf sem eru margvísleg hjá bæjarfélaginu. Auka geymslukassi var settur undir pallinn á grind bílsins fyrir laus verkfæri eða annan auka búnað, vinnuljós og gul aðvörunarljós voru þar að sett á bílinn fyrir afhendingu.

Á myndinni er Ævar Sveinsson verkstjóri hjá Snæfellsbæ að veita bílnum viðtöku.

 

í dag fékk Steinull hf á Sauðárkróki afhenta nýja Komatsu WA200-8 hjólaskóflu. Vélin er um 12 tonn að þyngd og er hluti af nýju -8 hjólaskóflulínunni frá Komatsu sem heldur betur hefur slegið í gegn fyrir framúrskarandi skilvirkni og þægindi. Vélin er vel útbúin í alla staði m.a með sjálfvirkt smurkerfi, hraðtengi, 3,2 m3 skóflu, KOMTRAX 3G kerfi og margt margt fleira. Guðmundur Örn Guðmundsson verksmiðjustjóri Steinullar, Jóhannes Axelsson og Ingólfur Jón Geirsson veittu vélinni viðtöku hjá okkur í gær. Kraftvélar óska Steinull hf innilega til hamingju með nýju Komatsu vélina sína. Megi þeim farnast afskaplega vel!

KRANAR

Föstudaginn 6. júlí vorum við með Kranakvöld Kraftvéla þar sem við vorum með til sýnis og prufu þrjá sjálfreisandi kranar frá Potain.
Kranarnir sem voru á staðnum heita Potain IGO M14, IGO21 og IGO50.

Við látum fylgja með skemmtilegt myndband frá kvöldinu okkar og þökkum öllum þeim sem komu í heimsókn til okkar.