Ef svo er, þá vill svo skemmtilega til að við hjá Kraftvélum vorum að fá eina nýja Komatsu WA320-8 hjólaskóflu á lager sem við viljum með mikilli ánægju bjóða þér.
Hún er um 15,6 tonn að þyngd og er bæði með “joystick” stýri sem og venjulegt stýri. KOMATSUCARE viðhalds og þjónustuáætlun fylgir henni að sjálfsögðu líka.

Ef þú vilt fá nánari upplýsingar um þessa vél þá endilega hafðu samband við undirritaðan Halldór Ólafsson 856-5585 halldor@kraftvelar.is eða Ævar Þorsteinsson 893-8410 aevar@kraftvelar.is og við aðstoðum þig með glöðu geði.

Komatsu WA320-8
Þyngd: 15,6 tonn
2,8 m3 skófla
Hraðtengi
Bæði joystick og venjulegt stýri
Sjálfvirkt smurkerfi
KOMATSUCARE viðhalds og þjónustuáætlun Komatsu ( 4 fríar þjónustuskoðanir í 3 ár eða 2000 vst, auk skipta mengunarbúnaðssíum í 5 ár eða 9000 vst)
KOMTRAX 3G kerfi
Bakkmyndavél
Sjá nánar hér https://webassets.komatsu.eu/…/GetBrochureByProductName.asp…

Þetta er fjórði vinnuflokkabíllin sem þeir fá og eru þeir allir alveg eins en fyrir eiga þeir auk þess einn 14 tonna bíl sem var sér útbúinn fyrir stærri stauraverkefni . Þetta eru 10 tonna bílar með sætum fyrir 5 farþega auk ökumanns, vélin er 190 hestöfl og skiptingin er 6 gíra ZF sjálfskipting, allir bílarnir eru með miklum sérbúnaði sem er settur á og í þá fyrir afhendingu. Kraninn á bílnum er frá Barka ehf og er 5,5 m/t Fassi krani með þráðlausri fjarstýringu og tveimur tvívirkum glussaúttökum fram á enda kranans. Vagnar og Þjónusta ehf smíðuðu pallinn og annan aukabúnað á bílnum eins og geymslukassa sem er fyrir aftan húsið á bílnum, kassinn er upphitaður með Webasto olíumiðstöð og er útbúinn verkfæri og vinnugalla og auk þess aftast á bílinn geymslugrind fyrir handverkfæri vökvafleyga og margt fleira, auk vökvalagna fyrir fleyga. Amg aukaraf lagði allt auka rafmagn í bílinn fyrir aðvörunarljós, vinnuljós og 220 volta vinnurafmagn, talstöðvar ofl ofl.

Meðfylgjandi eru myndir frá afhendingu seinasta bílsins þar sem Bjarni Líndal Viðhaldstjóri hjá Veitum tekur við bílnum.

Í seinustu viku fengu Víðimelsbræður ehf á Sauðárkróki afhenta nýja glæsilega Komatsu HB365LC-3 Hybrid beltagröfu.

Vélin er ein af Hybrid vélum Komatsu með rafmagnsdrifinn snúningsmótor sem endurnýjar orku á meðan efri hluti vélar er á hreyfingu sem svo umbreytir því í rafmagnsorku. Hin endurnýjaða orka er svo geymd í þétti og er svo notuð af rafal til aðstoða vélina þegar hún þarf að auka snúning. Þannig lækkar Hybrid búnaður eldsneytiseyðslu verulega. Vélin er þar af leiðandi með eina lægstu eldsneytiseyðslu sem í er boði markaðinum, með u.þ.b. 20-30% minni eyðslu en sambærilega vélar.

Vélin er ca 37 tonn að þyngd og afhendist m.a. með Miller PowerLatch hraðtengi, 700 mm spyrnur, sjálfvirkt smurkerfi, KOMTRAX 3G kerfi svo eitthvað sé nefnt. Að sjálfsögðu fylgir henni líka milljóna kaupauki í formi KOMATSUCARE viðhalds og þjónustuáætlun Komatsu sem inniheldur fríar þjónustuskoðanir í 3 ár eða 2000 vst og frí skipti á mengunarbúnaðssíum í 5 ár eða 9000 vst. Svo afhendist hún að auki með 5 ára eða 10.000 vst ábyrgð á öllum Hybrid búnaði.

Jón Árnason framkvæmdastjóri Víðimelsbræðra ehf kom og veitti vélinni viðtöku hjá Halldóri Ólafssyni sölustjóra vinnuvéla. Kraftvélar óska eigendum og starfsfólki Víðimelsbræðra ehf innilega til hamingju með nýju Komatsu vélina. Megi þeim ganga allt í haginn!

Kraftvélar ehf óska Mjólkursamsölunni ehf til hamingju með 3 stk Iveco Daily 7,2 tonna flutningabíla sem þeir fengu afhenta fyrir stuttu síðan.

Bílarnir eru allir eins uppbyggðir með heildarþunga 7,2 tonn, 180 hestafla vél sem togar 430 Nm og 8 gíra sjálfskiptingu sem framleidd er af ZF í Þýskalandi, og loftpúðafjöðrun á afturhásingu auk 100 læsanlegu drifi.

Allir bílarnir eru mjög vel útbúnir af staðalbúnaði auk þess er sjálfvirk miðstöð með loftkælingu, Webasto olíumiðstöð, skjár í mælaborði, bakkmyndavél, festing ofan á mælaborð fyrir spjaldtölvu eða gsm síma með tengingum fyrir usb ofl.

Flutningskassinn er smíðaður hjá Vögnum og Þjónustu ehf og er 5 metra langur og vörulyftan er með 1500 kg lyftigetu og lokar lyftublaðið fyrir alla opnunina á kassanum. Auka bakk og vinnuljós eru sett á bílana og öflugra rafkerfi með 210 amperstunda rafall og 2 rafgeymum. Burðargeta þessara bíla er ca. 3500kg.

Kælivélin er frá Kapp ehf í Garðabæ og er með landtengingu.

Fyrir eiga MS 3 aðra eins Iveco bíla sem eru 5 tonn að heildarþunga og hafa reynst vél að þeirra sögn.

Meðfylgjandi eru myndir af bílunum og Halldóri Inga Steinssyni Dreifingarstjóra hjá MS að veita bílunum viðtöku hjá Óskari Sigurmundasyni Kraftvélum ehf.

Bíllinn er 3500 kg í heildarþunga og með 12 rúmmetra flutningsrými, vélin er 210 hestöfl og togar 470 Nm. Gírkassinn er 8 gíra sjálfskipting með torque converter og er framleidd hjá ZF.
Millikassinn er sjálfstæður og er bíllinn alltaf í sídrifi sem er síðan læsanlegt og auk þess meðháu og lágu drifi og þá eru 100% handstýrðar driflæsingar bæði í fram og afturdrifi.
Arctic trucks setti síðan undir bílinn 35“ dekk og felgur, brettakanta, sílsalista, spilbita framan og aftan auk ljósagrindur á framstuðara.
Farangursrýmið er allt klætt að innan og búið er að sérútbúa bílinn með hillukerfi frá Storevan
Rafkerfið var allt sérútbúið og eru vinnuljós á öllum hliðum bílsins, leitarljós á þaki, gul blikkljós, auka lýsing í vinnurými, 220 volt, talstöðvakerfi ofl ofl.
Á myndinni er Sigmar Torfi Ásgrímsson verkefnastjóri hjá Isavia að veita bílnum viðtöku hjá Óskar Sigurmundasyni Kraftvélum ehf.
Hreingerningarfyrirtækið Hreinsitækni ehf fékk afhendan nýjan Iveco Daily sendibíl hjá okkur um daginn.

Bílinn sem þeir fengu afhendan er vel útbúinn sendibíll og er meðal annars með 156 hestafla vél og Hi-Matic 8 gíra sjálfskiptingu. Fjaðrandi ökumannssæti með hita, Webasto olíumiðstöð með tímastilli, vinnuborði og símastandi fyrir ökumann, dráttarbeisli og 3.500.kg dráttargetu. Útvarpi með tengi fyrir USB, AUX og Bluetooth fyrir síma og tónlist omfl.

Það var hann Ási sem sér verkstæðið hjá Hreinsitækni sem tók á móti bílnum. Við óskum Hreinsitækni til hamingju með þennan glæsilega Iveco Daily

Fígaró sérhæfir sig í innflutning og smíði á náttúrustein, inn á heimasíðu Fígaró er hægt að fá upplýsingar um vörur og fyrirtækið.
Fígaró var stofnað árið 2006 af Herði Hermannssyni og Margréti Björg Sigurðardóttur og hafa þau hjónin rekið það allar götur síðar.
Fígaró er bæði að þjónusta fyrirtæki og einstaklinga og er fyrirtækið þekkt gæðavinnu og eru gerðar ríkar kröfur til fyrirtækisins.
Því varð Iveco Daily fyrir valinu þar sem hann er sterkur og öflugur og hægt er að setja á hann öfluga vörulyftu.

Nýi Iveco Daily bílinn er með 160 hestafla vél og 8 gíra sjálfskiptingu og er með 3.500.kg dráttargetu. Sú vörulyfta sem sett var á bílinn er Dhollandia vörulyfta frá Vögnum og þjónustu með heilopnum í stað vængjahurða og því er hann afar hentugur í starfsemi eins og Fígaró þar sem oft á tíðum er verið að flytja stóra og þunga hluti.

Það var Hörður Hermannsson sem tók við bílnum sem fór strax í notkun hjá Fígaró.

Við óskum þeim til hamingju með nýja bílinn og óskum þeim velfarnaðar.

Vélin vigtar um 23.300 kg og er virkilega vel útbúin í alla staði og sniðin að þörfum eiganda. Hún afhendist m.a. með Miller PowerLatch hraðtengi, Miller skóflu, 900 mm spyrnur, sjálfvirkt smurkerfi, sparneytna 165 hp vél sem er jafnframt með eina af lægstu AdBlue eyðslu sem finna má á markaðinum, 2400 mm langan bómuarm, 300° myndavélakerfi frá Komatsu, KOMTRAX 3G kerfi og að sjálfsögðu fylgir henni KOMATSUCARE viðhalds og þjónustuáætlun Komatsu sem inniheldur 4 fríar þjónustuskoðanir í 3 ár eða 2000 vst og frí skipti á mengunarbúnaðssíum í 5 ár eða 9000 vst.

Andri Eyþórsson frá Vökvaþjónustu Kópaskers kom og veitti vélinni viðtöku hjá sölumönnum okkar.

Kraftvélar óska eigendum og starfsfólki Vökvaþjónustu Kópaskers innilega til hamingju með nýju Komatsu vélina. Megi þeim farnast afskaplega vel!

Feðgarnir Sævar Einarsson og Kristinn Sævarsson á Hamri í Hegranesinu í Skagafirði fengu afhentan New Holland T6.165 DC.

Vélin er 145/169 hp. og eins og áður sagði með nýja Dynamic Command 24×24 gírkassanaum, þar sem eru þrjú 8 gíra þrep, A, B og C, og hægt að hafa vélina sjálfskipta í gegnum B og C þrep, framfjöðrun og 50 km/h. Fjaðrandi hús með 12 LED vinnuljósum, SideWinder II sætis arminn með stórum snertiskjá og rafmagns joystick fyrir ámoksturtækin og vökvasneiðar. 113 l. loadsensing vökvadæla, með 5 rafstýrðum vökvasneiðum, vökvayfirtengi og útskjótanlegum krók. Alö Q5s ámoksturstæki, með vökvalæsingu fyrir fylgitæki, ásamt Q Companion frá Alö, sem í er meðal annars vigt og ljósabúnaður.

Vel útbúin og öflug vél og við hjá Kraftvélum óskum Sævari og Kristni ásamt þeirra fjölskyldum til hamingju með vélina og þökkum viðskiptin.

Eins og myndin ber með sér var vertrarlegt í Hrútafirðinum þegar við rendum í hlað hjá Gunnari, og mun vélin sóma sér vel í svona aðstæðum, enda mjög stöðug, fjórhjóladrifin og með 100 % driflás, svo ekki sé minnst á upphitað húsið.

Við óskum Gunnari og fjölskyldu til hamingju með vélina og þökkum fyrir viðskiptin.