Vélin er ríkulega búin, 117 hp., 32×32 kassa með sjálskipti möguleika, bæði innan gírsviðs og yfir öll sviðin, með fjaðrandi húsi, 100 l. loadsensing vökvadælu með 4 vökvasneiðum, vökva útskjótanlegum krók og 4 hraða PTO.

Tækin eru Alö Q4s, með vökvalás fyrir fylgitæki og er vélin með innbyggðann rafmagns stýripinna, sem einnig er hægt að nota á vökvasneiðar að aftan.

Við óskum Pálma og fjölskyldu til hamingju með nýju vélina og þökkum fyrir viðskiptin.

New Holland T6.165 á leiðinni í Skagafjörð og Weidemann T4512 skotbóma á leið í Hrútafjörð.

Erum að standsetja 3 nýjar Komatsu vélar sem bíða þess að komast til eigenda sinna. Vélarnar eru HB365LC-3 Hybrid og PC210LC-11 beltagröfur og svo PW160-11 hjólagrafa.

Við hlökkum til að segja ykkur nánar frá því á næstu dögum.

Vélin er um 2,4 tonn að þyngd og er vel útbúin í alla staði. M.a með Komatsu 3D76E 21 hö vél, álagsstýrt vökvakerfi, 300 mm breið gúmmíbelti, lengri gerð af bómuarmi, framhallanlegt hús með öllum helstu þægindum, KOMTRAX 3G kerfi, hraðtengi og 3 skóflum.

Árni Már Sigurðsson starfsmaður Rósabergs ehf kom til okkar á Dalveginn og veitti vélinni viðtöku hjá sölumönnun okkar. Þess má til gamans geta að þetta er önnur Komatsu vélin sem Rósaberg fær afhenta á skömmum tíma.

Kraftvélar óska eigendum og starfsfólki Rósabergs innilega til hamingju með nýju Komastu vélina. Megi þeim farnast afskaplega vel!

Einstakt kerfi í sinni mynd sem engin annar vélarframleiðandi býður upp á!

Vissir þú að með öllum nýjum Komatsu vélum yfir 12 tonna stærð fylgja fríar þjónustuskoðanir í 3 ár eða 2000 vst og frí skipti á mengunarbúnaðssíum í 5 ár eða 9000 vst? Eigandi vélar þarf ekki að borga neinn kostnað við þjónustuskoðanir á Komatsu vélum, ekki síur, ekki olíur, ekki glussa, ekki þjónustumann frá Kraftvélum, ekki neitt! KOMATSUCARE sparar eigenda vélar margar milljónir í kostnað sem hann annars þyrfti að greiða fyrir næstu árin eftir kaup á nýrri vél. Væri ekki gott að nýta peningana í eitthvað annað en að borga háar upphæðir fyrir þjónustuskoðanir næstu árin? Það finnst okkur allavega. Þú veist hvað þú færð með KOMATSUCARE, veistu hvað þú færð annarsstaðar? Þegar kemur að sparnaði og þjónustu er svarið bara eitt, Komatsu!

Grove GRT655 er nýr og spennandi krani frá Grove með 51 tonn lyftigetu, Cummins Tier 4 Final mótor, auka spil á bómu, myndavélar allan hringinn (bakkmyndavél, hliðarmyndavél og myndavél á krókinn), neyðarrofa sitthvoru megin við tækið til að auka öryggi notenda ásamt sérstökum ryðvarnargrunn fyrir Íslenskar aðstæður.

Starfsmenn Þörungaverksmiðjunnar komu í heimsókn til Kraftvéla í Kópavogi til þess að fá þjálfun á nýja kranann sem mun vonandi nýtast þeim vel í verkefnin á Reykhólum.
Á myndinni (frá vinstri) má sjá Björgvin Daníelsson og Styrmi Gíslason frá Þörungaverksmiðjunni, Ásgrím Gísla og Óskar Gíslason frá Kraftvélum, Hlyn Stefánsson frá Þörungarverksmiðjunni ásamt Uwe Döring frá Grove, en það var einmitt Uwe sem hélt námskeiðið fyrir þennan flotta hóp.

Við óskum Þörungaverksmiðjunni til hamingju með nýja kranann og þökkum þeim kærlega fyrir viðskiptin.

Í dag (2. janúar) opnum við klukkan 13:00.
Á morgun (3. janúar) hefst svo hefðbundinn opnunartími á ný:

Varahlutir:
Mán – Fös 8:00-18:00
Verkstæði:
Mán – Fim 8:00-17:30
Föstudaga 8:00-16:00
Skrifstofa og söludeild:
Mán – Fös 9:00-17:00
Kraftvélaleigan:
Mán – Fös 9:00-17:00

Það er lokað hjá okkur á gamlárs- og nýársdag en við opnum aftur 2. janúar klukkan 13:00.

Gleðilegt nýtt ár öllsömul!

Image may contain: one or more people and indoor

Vélin er 107 hestöfl með 24×24 grírkassa, 3 hraða í aflúttaki og 64 lítra vökvadælu með 3 sneiðum, ásamt 37 lítra sér service vökvdælu. Vélin er einnig með Alö X46 ámoksturstækjum.

Á myndinni eru þeir feðgar, Eiríkur og Finnur, þegar þeir tóku við vélinni á Sauðárkrók. 
Við hjá Kraftvélum óskum þeim til hamingju með nýju vélina og þökkum kærlega fyrir viðskiptin.

Við viljum þakka viðskiptavinum okkar innilega fyrir þessar frábæru viðtökur og traust sem Komatsu vélarnar hafa fengið á þessu ári! Okkar hlakkar rosalega til að halda áfram að bjóða ykkur þessar framúrskarandi vélar á næsta ári!