Það eru ekki bara Iveco bílarnir sem rjúka út heldur höfum við líka átt gífurlegri velgengni að fagna í landbúnaðartækjum. Frá því að Kraftvélar tókum við umboði New Holland og CaseIH dráttarvéla höfum við aldrei afgreitt eins margar dráttarvélar eins og núna í ár.

Á næstu 4 dögum munum við fjalla um 4 afhendingar á nýjum dráttarvélum á norðurlandið okkar fagra.

Fyrstur á dagskrá er Hlynur Kristinsson á Kvisti sem fékk á dögunum afhenta glænýja CaseIH Puma 200CXV.
þessi vél er útbúin öllu því helsta og skilar um 245hö á mótor. Stór vél í stór verkefni, Þessar vélar hafa tekið smá breytingum á síðustu árum og má þar nefna sem dæmi 7 tvívirk úttök á vökva að aftan. Skotkrókur og vökvayfirtengi fá því sínar sér lagnir til að taka ekki pláss frá fylgitækjum sem sett eru við vélina.

Við óskum Hlyn til hamingju með vélin og þökkum honum kærlega fyrir viðskiptin!

Kraftvélar óska Sérverk ehf til hamingju með nýja 5 tonna Iveco Daily pallbílinn sem þeir fengu afhentan í seinustu viku. Bílinn er með 160 hestafla vél 8 gíra sjálfskiptingu.
2.550 kg burðargeta og 3.500kg dráttargeta á kerru, pallurinn er frá Iveco og er 4,1m langur og 2,1 m breiður. Ökumannshúsið er einfalt og er með sætum fyrir 2 farþega, allur búnaður bílsins er rikulegur.

Á myndinni er eigandi og Framkvæmdarstjóri Sérverks ehf Elías Guðmundsson og Friðþjófur Jóhannesson Verkstjóri að veita bílnum viðtöku.

Smá upplýsingar um fyrirtækið:
Sérverk ehf var stofnað árið 1991 og er alhliða byggingafyrirtæki sem sérhæfir sig í uppsteypu mannvirkja.
Sérverk tekur að sér minni og stærri verk, meðal verkefna sem unnin hafa verið eru: uppsteypa á skólum, fjölbýlishúsum, rað- og parhúsum ásamt fleiru.
Sérverk hefur byggt um 450 íbúðir fyrir almennan markað, einnig þúsundir fermetra af atvinnuhúsnæði.

Byggingarfélagið hefur alla tíð verið staðsett í Kópavogi, fyrst að Akralind og Síðan í Askalind 5,
þar sem megin starfsemin fer fram.

Það var nóg að gera hjá okkur á fimmtudaginn í vinnuvéladeildinni, Pálmar Sigurjónsson kom að sækja Komatsu PC26MR-3 minigröfuna sína á sama tíma og Lóðaþjónustan kom og sótti Atlas Copco LH804 jarðvegsþjöppuna sína sem er 820kg þjappa með fjarstýringu!

Til hamingju Pálmar og Lóðaþjónustan.

Image may contain: 1 person, smiling, outdoor

KRANAR

Það er okkur sönn ánægja að bjóða alla velkomna á Kranakvöld Kraftvéla.

Í dag, föstudaginn 6. júlí, ætlum við hjá Kraftvélum að bjóða ykkur að koma í heimsókn að skoða Potain byggingakrana. 
Á staðnum verða þrír sjálfreisandi kranar til prufu og sýnis.
Kranarnir sem verða á staðnum eru Potain IGO M14, IGO21 og IGO50.

IGO M14 er svokallaður hraðkrani þar sem ekki þarf að fjarlægja ballestar af krananum fyrir flutning. M14 er með innbyggðan hjólabúnað fyrir flutning á milli verksvæða og glussastýrðar fætur til þess að styttra reisingartímann ennþá frekar.
M14 er með 22m radíus, 19m undir krók og 1,8 tonn í hámarks lyftigetu. Kraninn verður felldur og reistur á staðnum til þess að sýna áhorfendum hversu auðveldur hann er í notkun.

IGO21 og IGO 50 eru hefðbundnir sjálfreisandi kranar þar sem þarf að fjarlægja ballestar af krananum til þess að flytja á milli verksvæða.
IGO21 er með 26m radíus, 19,3m undir krók og 1,8 tonn í hámarks lyftigetu.
IGO50 er með 40m radíus, 23,2m undir krók og 4,0 tonn í hámarks lyftigetu.

Með okkur á staðnum verður Wybe Vincent Smit, sölustjóri Potain krana í Norður Evrópu. Þið fáið einstak tækifæri til að spyrja hann spjörunum úr og sá kann að meta krefjandi spurningar.

Endilega kíkið við hjá okkur á leiðinni heim úr vinnunni.

Í dag fengum við skemmtilega heimsókn frá leikskólanum Læk í Kópavogi. Leikskólinn er staðsettur ekki langt frá Kraftvélum og löbbuðu þessir duglegu krakkar yfir til okkar að skoða gröfurnar og fengu að sjálfsögðu bakkelsi og svala í leiðinni.
Takk fyrir heimsóknina!

Image may contain: 2 people, people standing

Image may contain: 1 person, shoes and outdoor

Þvílík fegurð! Glæný Komatsu WA200-8 hjólaskófla (sirka 12 tonn) mætt í hlaðið.
Hún er svo falleg að við týmum varla að láta hana frá okkur en nýr eigandi bíður spenntur eftir vélinni þannig hún verður afhend í vikunni

Image may contain: outdoor

Image may contain: sky and outdoor

Nýlega fengu HS veitur hf afhendan nýjan Iveco Daily vinnuflokkabíl.

Um er að ræða 7 manna útfærslu sem er 3.5 t í heildarþyngd.

Hann er útbúinn með FASSI 1,0 tonn metra Micro krana.

Bílinn er með 160 hestafla vél og HI-Matic 8 gíra sjálfskiptingu.

Við óskum HS veitum tli hamingju með nýja bílinn, en það var Halldór Örn Odsson sem tók á móti bílnum fyrir hönd HS veitna hf.

Myndband frá Hillhead: Sandvik samstæða að sýna áhorfendum hvernig alvöru afköst líta út ?

Myndband frá Hillhead: Sandvik samstæða að sýna áhorfendum hvernig alvöru afköst líta út ?

Posted by Kraftvélar on Laugardagur, 30. júní 2018

 

Skemmtilegur dagur að baki rétt fyrir utan Manchester þar sem Hillhead 2018 fer fram.
Látum fylgja með nokkrar myndir frá deginum.

Image may contain: sky and outdoor

Image may contain: mountain, sky, outdoor and nature

Image may contain: mountain, outdoor and nature

Image may contain: sky and outdoor

 

Image may contain: one or more people, sky and outdoor

Image may contain: sky and outdoor

Image may contain: 1 person, outdoor

Image may contain: one or more people, people standing and outdoor

Image may contain: sky and outdoor

Image may contain: one or more people, sky and outdoor

 

Snappið okkar er mjög vinsælt og hefur hjálpað okkur mikið við að nálgast okkar viðskiptavini, hér má sjá brot af því þegar að Dagbjartur Ketilsson sölufulltrúi landbúnaðartækja var að „snappa“ um vél af gerðinni CaseIH Puma 200CVX rétt áður en hún var afhent til nýs eiganda, fyrir ykkur hin sem eigið eftir að gerast vinir okkar á Snapchat þá er notenda nafnið okkar kraftvelar.

Snappið okkar er mjög vinsælt og hefur hjálpað okkur mikið við að nálgast okkar viðskiptavini, hér má sjá brot af því þegar að Dagbjartur Ketilsson sölufulltrúi landbúnaðartækja var að „snappa“ um vél af gerðinni CaseIH Puma 200CVX rétt áður en hún var afhent til nýs eiganda, fyrir ykkur hin sem eigið eftir að gerast vinir okkar á Snapchat þá er notenda nafnið okkar kraftvelar

Posted by Kraftvélar on Mánudagur, 25. júní 2018