Vélin er ca 3,3 tonn að þyngd og er vel útbúin í alla staði. Hún er m.a. með 300 mm breið gúmmíbelti, með lengri gerð af bómuarmi, 3,5” LCD litaskjá á íslensku fyrir stjórnanda, 6 stillingar á vinnukerfi, framhallanlegt hús eins og allar Komatsu minivélar, sjálfvirkan ádrepara á vél, skynjara sem hækkar og lækkar snúning sjálfkrafa á vél eftir álagi, KOMTRAX 3 kerfi, hraðtengi og 3 skóflur svo eitthvað sé nefnt.
Vélin mun notast að Nýpugörðum hjá þeim heiðurshjónum Elvari og Elínborgu sem reka m.a. úrvals gistiheimili og stunda sauðfjárbúskap á jörð sinni þar. Elvar Sigurjónsson kom og veitti vélinni viðtöku hjá okkur að Dalvegi í Kópavogi.

Kraftvélar óska Elvari og Elínborgu innilega til hamingju með nýju vélina. Megi þeim farnast afskaplega vel!

Aðfangadagur – lokað

Jóladagur – lokað

Annar í jólum – lokað

27 desember – opið frá kl 08-18

28 desember – opið frá kl 08-18

Gamlársdagur – lokað

Nýarsdagur – lokað

2 janúar – opnum við seinna vegna árlegs starfsmannafundar og er opnunartíminn frá kl 13-18

3 janúar – er venjulegur opnunartími opið frá kl 08-18

Upplýsingar um neyðarnúmer má finna hér

Takk fyrir og gleðilega hátíð

Túnþökusalan Nesbræður ehf. á Akureyri, fengu afhenta veglega dráttarvél að lokinni landbúnaðarsýningunni í byrjun vetrar.

Vélin er New Holland T7.245 AC í BluePower búningi. Vélin er 225/245 hp. með stiglausri skiptingu og 50 km/h. ökuhraða, mótorbremsu og vökva- og loftbremsu vagnakerfi. 170 ltr. CCLS vökvadælu með 5 sneiðum (10 vökvaúttökum), frambúnaði og afllúttaki og 16 LED vinnuljósum, svo eitthvað sé nefnt. Vélin hefur haft nóg að gera í öllum snjónum sem verið hefur á norðurlandi undanfarið.

Hann Bergsveinn, starfsmaður Nesbræðra, gaf sér tíma fyrir myndatöku nú á dögunum. Við óskum Nesbræðrum til hamingju með vélina og þökkum viðskiptin.

Nýlega fékk Gróðrarstöðin Lambhagi ehf afhent tvö ný tæki frá Kraftvélum.

Tækin eru Dynapac CA4000D jarðvegsvaltari og Toyota Tonero diesel lyftara. Dynapac valtarinn er 13,3 tonn að þyngd og er virkilega vandað eintak sem er búinn öllum helstu þægindum sem í boði eru. Toyota lyftarinn er vél útbúin í alla staði. Með er með 2,5 tonna lyftigetu, 4,7 m lyftihæð, ELM gaffal og hliðarfærslu og er allur aðbúnaður fyrir stjórnanda til fyrirmyndar.

Fyrirtækið hafði þar að auki fengið Iveco Daily sendibíl og Komatsu PC138US-11 beltagröfu afhenta hjá okkur fyrr á árinu.

Feðgarnir Hafberg Þórisson og Ingvar Hafbergssson veittu tækjunum viðtöku hjá Halldóri Ólafssyni sölustjóra vinnuvéla og Magnúsi Jóni Björgvinsson sölustjóra Toyota lyftara.

Kraftvélar óska Gróðrarstöðinni Lambhaga innilega til hamingju með nýju tækin og þakkar jafnframt kærlega fyrir viðskiptin á árinu 2018! Megi þeim farnast afskaplega vel.

Við fjármögnum svona græjur

Við fjármögnum svona tæki! Þegar þú þarft að auka afköstin og bæta við græjum þá erum við með hagkvæmar fjármögnunarleiðir fyrir þig.Staflari í vöruhúsið er dæmi um græjur sem við fjármögnum. Kíktu á þennan og tölum svo saman um fjármögnun https://www.kraftvelar.is/vorur/bt-swe120-rafmagnsstaflari/

Posted by Lykill on Þriðjudagur, 11. desember 2018

Toyota vinnur eftir gildi sem á Japönsku er „ Kaizen“ á Íslensku „ stöðugar framfarir“ . Til að undirstrika það þá var fyrr á þessu ári kynntur til leiks í Toyota fjölskyldunni nýr rafmagnslyftari. Hér er um að ræða lyftara með 6, 7 og 8 tonna lyftigetu og boðið er uppá allt að 7 metra lyftihæð.

Eins og sjá má á þessum myndum þá er lyftarinn hinn glæsilegasti og allur aðbúnaður ökumanns til fyrir myndar. Til að mynda er mjög auðvelt að skipta um rafgeymi ef unnið er á mörgum vöktum.

Setjið ykkur endilega í samband við sölumenn til að fá nánari upplýsingar um þessa lyftara. Sendið fyrirspurn á Lyftarar@kraftvelar.is eða í síma 535-3500.

Junkkari sturtuvagnarnir eru framleiddir í Finnlandi og slógu rækilega í gegn þegar þeir voru fyrst seldir á Íslandi, og ástæðan er fyrst og fremst vönduð framleiðsla og samkeppnishæft verð.

Sturtutvagnarnir eru fáanlegir í stærðunum 5, 10, 13, 16 og 18 tonna.
Þeir vagnar sem við seljum langmest af eru 10, 13 og 18 tonna – og myndbandið hér fjallar einmitt um þessa þrjá sturtuvagna.

Allar nánari upplýsingar hjá sölumönnum Kraftvéla í síma 535-3500 eða buvelar@kraftvelar.is

Junkkari sturtuvagnar

Vorum að klára enn eitt myndbandið okkar, í þetta skiptið eru það Junkkari sturtuvagnarnir sem fá sviðsljósið.Junkkari sturtuvagnarnir eru framleiddir í Finnlandi og slógu rækilega í gegn þegar þeir voru fyrst seldir á Íslandi, og ástæðan er fyrst og fremst vönduð framleiðsla og samkeppnishæft verð.Sturtutvagnarnir eru fáanlegir í stærðunum 5, 10, 13, 16 og 18 tonna.Þeir vagnar sem við seljum langmest af eru 10, 13 og 18 tonna – og myndbandið hér fjallar einmitt um þessa þrjá sturtuvagna.Allar nánari upplýsingar hjá sölumönnum Kraftvéla í síma 535-3500 eða buvelar@kraftvelar.is

Posted by Kraftvélar on Fimmtudagur, 13. desember 2018

Það voru kraftvélar sem snöppuðu fyrir okkur í dag.Þeir skiptu þessari kynningu á fyrirtækinu og þeirra vörum bróðurlega á milli sín.Við fengum í þetta snappið nokkra sölumenn til að sýna okkur vélar og tæki og einnig smá skot af örugglega mjög bragðgóðu hangikjöti.Þeir létu ekki rokið og rigninguna á sig fá , heldur skunduðu þeir út á plan settu gang…..Opnið popp pokann og gosið og kíkið á kraftvélar.Takk fyrir snappið kraftvélar.

Posted by Iðnaðarmenn Íslands on Fimmtudagur, 13. desember 2018

Þessir geysivinsælu skotbómulyftarar renna út eins og heitar lummur, og styttist í að vél nr. 50 verði afhent.

Á myndinni eru feðgarnir Arnar Páll Guðjónsson og Guðjón Ingimarsson þegar þeir tóku við gripnum á Blönduósi. Vélin mun koma sér vel við bústörfin á Hofi og við hjá Kraftvélum óskum þeim innilega til hamingju og þökkum viðskiptin.