Kraftvélar óska Rarik ohf til hamingju með 2 nýja Iveco Daily 4×4 sendibíla sem þeir fengu afhenta fyrr í þessum mánuði.

Báðir bílarnir eru 3,5 tonna bílar með 210 hestafla vélum sem toga 470Nm og í bílunum er 8 gíra ZF sjálfskipting sem er fáanleg í alla Daily bíla upp í 7,2 tonn. Bílarnir eru sérútbúnir fyrir Rarik með 4×4 drifbúnaði frá Achleitner í Austurríki og þá er sjálfstæður millikassi í bílunum með sídrifi sem er læsanlegt og hægt að velja á um hátt og lágt drif. Bæði fram- og afturdrifið er 100% læsanlegt.

Arctic Trucks sáu síðan um að setja 35“ dekk og brettakanta á bílana en ekki var þörf á að hækka þá umfram það sem kemur frá Iveco verksmiðjunni.
Auka vinnuljós og fjarstýrt leitarljós er sett á þakið. Annar búnaður er: Loftdæla, kastaragrind spiltengi, klæðning og einangrun í flutningsrými, verkfærahillur, led inniljós, Rauter, hleðslutengingar fyrir talstöðvar og tetra stöðvar, auka rafgeymar, inverter, auka Webasto, kassi á milli sæta fyrir fartölvu ofl. höfuðrofi, spil ofl ofl.

Meðfylgjandi eru myndir frá afhendingu bílanna en annar bílinn var afhentur á Höfn í Hornafirði þar sem Magnús Friðfinnsson og Kristján Sigurðsson veittu bílnum viðtöku og á Egilsstöðum tók Anton Ingvarsson á móti seinni bílnum.

Meðfylgjandi eru nokkrar myndir frá afhendingu bílanna.

Image may contain: sky and outdoor

Image may contain: sky, outdoor and nature

Image may contain: sky, car and outdoor

Image may contain: 1 person, smiling, sky, car and outdoor

Image may contain: car and outdoor

Image may contain: car and outdoor

 

Kraftvélar óska Icetransport ehf. til hamingju með nýjan Iveco Stralis dráttarbílinn sem þeir fengu afhentan fyrir stuttu síðan.

Bíllinn er 4X2 bíll af sérstakri XP útfærslu sem er sérframleiddir bílar með hámarksnýtingu eldsneytis og lágmarks mengunar og sem dæmi er raun mæling á þessum bílum með allt að 11% minni eyðslu sem skilar 5-7 % lægri rekstrarkostnaði. Bíllinn er ríkulega útbúinn staðalbúnaði auk mikils aukabúnaðs. Vélin er 11 lítra, 480 hestöfl með 2.300 Nm tog við 970sn/min, gírkassinn er alveg ný hönnun frá ZF og kallast HI-Tronix og er 12 gíra, mun hraðvirkari en eldri skiptingar, hljóðlátari, og með 4 bakkgírum auk ruggustillingu (rocking mode) þegar þarf að losa bílinn úr festu auk þess er hann með skriðgír (Creep mode). Vökvastýrið er ný hönnun mun nákvæmara og með stimpil vökvadælu sem einnig á þátt í minni eyðslu, Rafallinn er smart alternator sem eyðir ekki orku þegar þess er ekki þörf og slær út þegar bíllinn þarf að nýta allt afl vélarinnar t.d. í bröttum brekkum. Drifhásingin er alveg ný hönnun og er hún mun léttari en sú eldri og fjöðrunin er betri og mýkri og allt er gert til að minnka eyðslu bílsins. Rafkerfið er alveg ný hönnun þar sem kerfinu er skipt upp í 3 sjálfstæðar einingar til að lágmarka mögulegar bilanir og tíma við bilanagreiningu en allar raftengingar eru af nýjustu og fullkomnustu gerð með þéttleika til að forðast tæringu og útleiðslu með endingu og minni bilanir til langs tíma.

Útlit bílsins er nokkuð hefðbundið nema að framendi bílsins er auðkenndur með matt svörtu sem gerir bílinn sportlegri í útliti.

Á myndinni eru Kristófer og Dan bílstjórar hjá Icetransport að veita bílnum viðtöku.

Image may contain: outdoor

Við hjá Kraftvélum höfum aldrei haft jafn mikið að gera í Iveco eins og í ár, höfum aldrei flutt inn jafn marga bíla né verið með jafn langan lista yfir sérpantaða bíla á leiðinni til landsins.

Í dag kom Magnús Magnússon smiður í heimsókn til okkar að sækja nýja Iveco Daily sendibílinn sinn.

Um er að ræða Iveco Daily með 12 rúmmetra vörurými, 160 hestafla vél og 8 gíra HI-Matic sjálfskiptingu frá ZF.
Magnús er einnig talsvert duglegur að draga kerru en Iveco Daily er með 3,5 tonna dráttargetu.

Ekki amalegt að taka á móti nýjum bíl á sólríkum sumardegi. Við óskum Magnúsi til hamingju með nýja bílinn og bjóðum hann velkominn í hóp Iveco eigenda.

Image may contain: car and outdoor

Image may contain: sky and outdoor

Í síðustu viku fékk Þjótandi ehf afhentan Atlas Copco CA1500D jarðvegsvaltara. Valtarinn er 7,2 tonn að þyngd og er útbúinn öllum helsta búnaði og þægindum sem í boði eru frá framleiðanda. Ólafur Einarsson framkvæmdastjóri Þjótanda ehf kom og veitti valtaranum viðtöku hjá okkur. Kraftvélar óska eigendum og starfsfólki Þjótanda innilega til hamingju með nýja valtarann. Megi þeim farnast afskaplega vel!

Skemmtilegt myndband frá Komatsu þar sem sjá má verksmiðjuna þeirra í Newcastle, Englandi. Í Newcastle eru allar beltagröfur frá 18-80 tonn framleiddar.

Factory Tour: Komatsu UK

Komatsu UK Ltd. is a major production facility for construction and mining equipment in the Komatsu group. Located in Birtley (UK), near Newcastle in North East England, Komatsu UK has proudly provided high quality and reliable products for nearly a century. In 2014 it produced its 60.000th unit and has since then produced the HB215LC-2 hybrid hydraulic excavator and the PC210LCi-10, the world's first intelligent Machine Control hydraulic excavator. In 2016, Komatsu UK started the production of the HB3655LC-3 hybrid hydraulic excavator.

Posted by Komatsu Europe on Mánudagur, 17. október 2016

Vorum að fá þennan gullfallega Iveco Trakker í hús!

500 hestöfl, 16 gíra sjálfskipting, kojuhús, retarder, tölvuskjár í mælaborði, driflæsingar langsum og þversum, fjaðrir framan og aftan, hæðarstillanleg undirakstursvörn, Cantoni hardox pallur sem er upphitaður, með víbrara og rafmagns yfirbreiðsla.

Einn með öllu ?

Image may contain: outdoor

Image may contain: outdoor

Image may contain: outdoor

Image may contain: sky and outdoor

Það er nú ekki á hverjum degi sem við tökum á móti rúmlega 20 Iveco bílum!
Ótrúlega spennandi tímar framundan hjá Iveco atvinnubílum, frekari fréttir væntanlegar í ágúst mánuði.

Fengum senda skemmtilega mynd frá Þjótanda ehf þar sem sjá má nýja Iveco bílinn þeirra kominn í landbúnaðarstörf!

Fallegur dagur í dag og þá er alveg kjörið á nýta hann í að afhenda eina Komatsu beltagröfu. Í dag fékk Gróðrarstöðin Lambhagi afhenta nýja Komatsu PC138US-11 beltagröfu. Vélin er alveg einstaklega hentug að vinna á svæði þar sem rými er lítið þar sem hún er ein af „Ultra-short“ beltagröfu línunni frá Komatsu en er að sama skapi alveg afskaplega öflug. Vélin er um 15,6 tonn að þyngd, á 700 mm spyrnum með tvöfalda bómu, ýtutönn og afhendist með Miller Powerlatch tiltanlegt hraðtengi og 3 skóflum. Ingvar Hafbergsson frá Lambhaga kom og veitti vélinni viðtöku hjá okkur. Kraftvélar óska Gróðrarstöðinni Lambhaga innilega til hamingju með nýju Komatsu beltagröfuna! Megi þeim farnast vel.

Fyrr í júní mánuði afhentum við Brjót s/f glænýjan Sandvik QH331 kónbrjót.
Um er að ræða 34 tonna kónbrjót sem kemur til með að styrkja veruleg afköst fyrirtækisins.

Við óskum Brjót til hamingju og þökkum þeim kærlega fyrir viðskiptin!

 

Image may contain: sky, outdoor and nature

Image may contain: outdoor