Þessir lyftarar eru allir seldir og fara til viðskiptavina á víð og dreif um landið. Eins og sjá má á myndunum eru þeir í ýmsum útfærslum. Við eigum einnig talsvert af nýjum lyfturum á lager, endilega setjið ykkur í samband við sölumenn Kraftvéla í síma 535-3500 eða sendið tölvupóst á lyftarar@kraftvelar.is til þess að fá nánari upplýsingar

Við hjá Kraftvélum höfum fengið mikið að beiðnum um að skapa umræðugrundvöll sem miðast að búvélahluta okkar. Við höfum því stofnað hóp á facebook með það að markmiði að færa okkur nær viðskiptavinum okkar, skiptast á hugmyndum, myndum og ráðum við ykkur. Þessi hópur er undir handleiðslu okkar manna sem sérhæfa sig í landbúnaði og er okkar hugmynd sú að hafa ykkur sem þátttakendur líka.

Endilega sækið um aðgang að þessum hóp og ræðum saman um vörumerki okkar og deilum með hvort öðru fróðleik.

Hægt að sækja um aðgang hér: https://www.facebook.com/groups/buvelaspjall

Vélin er öll hin glæsilegasta og vel útbúin í alla staði og sérsniðin að þörfum eiganda. Véllin er um 5,4 tonn að þyngd og er m.a. með RT20 B rótotilt frá Rototilt AB, 4 skóflur einnig frá Rototilt AB, 400 mm breið “Roadliner” belti, 29,5 kW vél með tímastillanlegan ádrepara sem hægt er að stilla eftir þörfum, “Auto Idle” sem hækkar og lækkar snúning vélar sjálfkrafa eftir álagi, rúmgott og einstaklega vel einangrað hús sem hægt er að halla fram, KOMTRAX 3G kerfi, 6 vinnustillingar á vökvakerfi og svo lengi mætti telja.

Björn Björnsson framkvæmdastjóri BÓB kom og veitti vélinni viðtöku hjá okkur sem nú bætist í mikinn Komatsu flota hjá fyrirtækinu.

Kraftvélar óska eigendum og starfsfólki BÓB vinnuvéla sf innilega til hamingju með nýju Komatsu vélina. Megi þeim farnast vel!

Við munum kynna vinnubíla sem eru 100% metan. Iveco bjóða upp á vinnubíla í öllum flokkum sem eru 100% dísel lausir.

Komdu skoðaðu og prófaðu umhverfisvænan Iveco Daily metan sendibíl á miðvikudaginn milli kl 15.00.-18.00 í húsakynnum okkar Dalvegi 6-8.

Veitingar í boði.

Við hlökkum til að sjá þig.

Steypustöð Skagafjarðar koma oftar en ekki við hjá okkur í Kraftvélum og verður að segjast hreint út að þær heimsóknir eru alltaf ánægjulegar. Nú í vikunni komu strákarnir við og fóru full lestaðir norður. Þeir fengu hjá okkur veglegan pakka en í honum er eitt stykki notuð CaseIH Puma 185CVX, Junkkari J-18JLD malarvagn og notaður lyftari.

Á myndinni má sjá þegar að Eggert Örn starfsmaður Steypustöðvarinnar lagði í hann norður með bros á vör.
Við óskum þeim til hamingju með þennan flotta pakka og þökkum þeim fyrir viðskiptin!

Vélin er vel útbúin til að sinna verkefnum í hinu krefjandi umhverfi sem er í verkmiðju Elkem á Grundartanga. Vélin vigtar um 3,7 tonn og afhendist með sjálfvirkt smurkerfi frá Poulsen, 300 mm gúmmíbelti, hraðtengi, 3 skóflur, forísubúnað frá Reka, 6 vinnustillingar á vökvakerfi, KOMTRAX 3G kerfi, framhallanlegt hús sem gerir aðgengi að vél og vökvabúnaði einstaklega þægilegan og svo lengi mætti telja.

Björn Fannar Jóhannesson deildarstjóri tækjasviðs veitti nýju vélinni viðtöku hjá Halldóri Ólafssyni sölustjóra vinnuvéla ( sem þarna sést í geggjuðum rauðum slopp!!)

Kraftvélar óska Elkem Ísland innilega til hamingju með nýju Komatsu vélina. Megi þeim farnast vel!

Um er að ræða 18 tonna bíl með 320 hestafla vél og 12 gíra rafskiptingu.

Bílinn er með rúmlega 8 metra Wingliner vörukassa frá Vögnum og þjónustu með heilopnum á báðum hliðum og Carrier kælivél frá Kapp.
Vörumiðlun er eitt stærsta flutningafyrirtæki landsins, en eins og segir á heimasíðu Vörumiðlunar þá var Vörumiðlun ehf stofnuð árið 1996 með samruna Flutningadeildar KS og Vöruflutninga Magnúsar Svavarssonar á Sauðárkróki.
En höfuðstöðvar fyrirtækisins eru á Sauðárkróki, en í dag er Vörumiðlun þriðja stærsta fyrirtæki landsins í vöruflutningum.

Það var hann Haraldur Hinriksson starfsmaður Vörumiðlunar á Fitjum sem tók á móti trukknum.
Við óskum Vörumiðlun innilega til hamingju með þennan glæsilega bíl og óskum þeim velfarnaðar.

Öll ljósamöstrin okkar með innbyggðri rafstöð eru seld en við eigum ennþá til þrjú stykki af Atlas Copco E3+ ljósamöstrum með 4x 160W LED ljósum og lýsingarsvæði 3.000 fermetrar.
Mastrið er handknúið og fer mest í 7m hæð.

Atlas Copco E3+ er ekki með innbyggðri rafstöð og þarf því að tengja beint í 220V innstungu eða vera með rafstöð nálægt til að knýja mastrið.

Ætlum því að bjóða uppá pakkatilboð:
Það fylgir Atlas Copco P2000i rafstöð frítt með öllum Atlas Copco E3+ ljósamöstrum.

Ljósamastrið kostar 790.000.- kr (án vsk) og rafstöðin kostar 119.000.- kr (án vsk).

Fæst bæði saman á 790.000.- kr (án vsk) á meðan birgðir endast!

Image may contain: text

No automatic alt text available.

Weidemann 3080T er liðstýrð hjólaskófla með skotbómu, þessi vél er með 75hö mótor og 105L vökvadælu, Dekkin eru af breiðari gerðinni en hún þarf að komast áfram sama hvernig viðrar og þá er Weidemann á heimavelli. Valdi er með útistæður fyrir sína verkun á heyi og hefur honum gefist það vel, góð hey og auðveldur heyskapur eru grundvöllur þess að hans mati að búskapur gangi vel. Weidemann vélin verður notuð til að gefa úr stæðunni inn í fjós ásamt því að þjappa stæðuna þegar verið er í heyskap.

Valdimar gefur Weidemann vélinni sterk meðmæli eftir að hafa notast við hana núna í nokkurn tíma og telur að ekki hafi verið hægt að gera betri kaup, við hjá Kraftvélum óskum fjölskyldunni á Grænahrauni til hamingju með kaupin og þökkum kærlega fyrir okkur.