Í vor fengu Áfangar ehf – hreinlætisvörur í Reykjanesbæ afhendan nýjan Weidemann T4512 skotbómulyftara. Fylgihlutir með lyftaranum voru skófla, lyftaragafflar og pappaklemma með snúning sem er rétt um 400kg að þyngd.  Að sögn Smára eiganda Áfanga ehf þá fer lyftarinn létt með að lyfta papparúllum með klemmunni, rúllum sem eru allt að 850 kg að þyngd. Þessi lyftigeta sannar ágæti þess hvað Weidemann T4512 er knár þótt hann sé smár enda er þessi lyftari lang mest seldi skotbómulyftarinn á Íslandi síðastliðin 3 ár. Hægt er að fá þennan lyftara í nokkuð mörgum útfærslum, t.d. er þessi útbúinn með tvö glussatengi framan á bómu fyrir klemmu og snúning.

Til hamingju með nýja lyftaran Smári og takk fyrir að velja Weidemann og Kraftvélar.

Á myndinni eru Smári Helgason eigandi Áfganga og Magnús Jón Björgvinsson sölustjóri lyftara hjá Kraftvélum.

https://www.youtube.com/watch?v=_gqJvAGJcI0

CaseIH hefur nú nýlokið við sýnar stærstu æfingarbúðir frá upphafi, en 1000 sölumenn víðsvegar úr heiminum var boðið að taka þátt í þessum búðum og að sjálfsögðu sendu Kraftvélar sinn fulltrúa á staðinn. Yfir 60 dráttarvélar voru á staðnum og alls vel yfir 10.000hö til að rífa í sig 500ha akur. Námskeiðið var haldið rétt fyrir utan Bratislava í Slóvakíu á búi sem sérhæfir sig á þessum stað í korn- og maísrækt.

Stiklað var á stóru á þessu námskeiði en það sem má helst nefna sem kom fram var AFS snertiskjárinn og uppfærslur á honum, HMC II kerfið til stjórnunar og forritunar á aðgerðum fyrir fylgitæki, Maxxum ActiveDrive 8 gírkassinn sem var til þess að þessar vélar unnu til Machine Of The Year 2018, CaseIH Puma vélarnar og uppfærslur á þeim en þar má helst nefna enn betri árangur í sparneytni á mótor og mótorbremsu sem á sér engan líkan í þessum flokki véla.

Einnig var farið yfir Optum vélarnar en þær hafa verið að fá góða dóma og komið einstaklega vel út í flokki stærri véla.

Dagbjartur Ketilsson Sölufulltrúi landbúnaðartækja var sendur fyrir hönd Kraftvéla og var hann í góðum félagskap sölumanna CaseIH frá Danmörku og Noregi.

 

Þau Atli Traustason og Klara Helgadóttir ábúendur á Syðri-Hofdölum í Skagafirði fengu afhendan Weidemann 2080T, sem er öflug liðstýrð vél, með skotbómu og lyftigetu yfir 2,5 tonnum, lyftihæð er um 4 metrar. Vélin er 50 hp., með húsi, 100% driflás og EURO tækjafestingum. Ríkulega útbúin vél sem á eftir að nýtast vel í fjölbreyttum búskap á Syðri-Hofdölum.

Myndin var tekin þegar Magnús Gunnarsson, sölufulltrúi Kraftvéla kom með vélina í hlað á Syðri-Hodölum og það var Klara Helgadóttir sem veitti henni viðtöku. Við óskum fjölskyldunni á Syðri-Hofdölum til hamingju með nýju vélina.

Fyrr á árinu fékk Lóðaþjónustan ehf afhentar tvær nýjar minigröfur, Komatsu PC35 og PC55.

Vélarnar eru báðar á roadliner undirvagni sem er orðinn mjög vinsæll valkostur þessa dagana. Roadliner sameinar kosti gúmmíbelta og stálbelta þar sem undirvagninn sjálfur er sterkur eins og stálbelti en ytra lagið eru gúmmípúðar sem vernda jarðveginn og veitir mýkri upplifun fyrir ökumanninn.

Til hamingju Lóðaþjónustan!

Í lok apríl afhentum við Veitum ohf nýjan Iveco Daily Electric sem er fyrsti 100% rafmagnsbíllinn í flokki stærri sendibíla á Íslandi.

Daily Blue Power sendibíll ársins 2018 gefur hefðbundum aflgjöfum ekkert eftir og því er framtíðin núna.
Með IVECO Daily Blue Power hefur IVECO tekið forystu í framleiðslu á atvinnubílum þar sem valið er á milli þriggja framtíðar aflgjafa allt eftir þörfum hvers og eins.
Með því er Iveco að svara kröfum samfélagsins um að draga úr mengun og auka sjálfbærni í flutningum.

Í Daily Blue Power getur þú valið aflgjafa framtíðarinnar:
• Daily 100% rafmagn
• Daily metan
• Daily dísil Euro 6 RDE Ready

Með nýjum Iveco Daily Blue Power gefst fyrirtækjum kostur á umhverfisvænni atvinnubílum sem eru framleiddir eftir ströngustu mengunarkröfum og henta vel í þéttbýlisnotkun.

Á myndinni hér að neðan má sjá Ívar Sigþórsson (t.v.), sölustjóra Iveco, afhenda Ólafi Helga Harðarsyni, frá Veitum, nýja 100% rafmagnsbílinn frá Iveco.

Til hamingju Veitur og takk fyrir viðskiptin.

Veitur 02

 

Veitur 03

Kíktu við og kynntu þér Iveco Daily Electric Blue Power í húsakynnum okkar Dalvegi 6-8, fimmtudaginn 26. apríl frá kl. 16:00 til 18:00.

Þar munu veitur ohf. taka á móti fyrsta rafmagnsbílnum í flokki stærri sendibíla.

Föstudaginn 20. apríl verður árshátíð Kraftvéla haldin erlendis og því takmörkuð þjónusta þann dag.

Allar deildir fyrirtækisins verða opnar en þó með mjög takmörkuðum mannfjölda.

Við vonum að viðskiptavinir okkar sýni þessu skilning og óskum ykkur öllum gleðilegs sumars.

– Starfsfólk Kraftvéla

Og synir / Ofurtólið ehf fengu nýlega afhendan nýjan Weidemann T5522 skotbómulyftara.

Þessi lyftari er með 2200kg lyftigetu og lyftir upp í 5,5 metra hæð.  Þessi lyftari er útbúinn með 30 km drifi og 100% driflás.

Það er gaman að segja frá því að Weidemann hefur heldur betur slegið í gegn á austfjörðum sem og annar staðar á landinu og bætist þessi lyftari nú í hóp fjölmargra annara Weidemann skotbómulyftara á Austurlandi.

Myndin er tekin þegar Og synir / ofurtólið ehf fengu lyftarann afhendann.

Á myndinni er nýr eigandi Þorsteinn Erlingsson (t.v.) að taka á móti tækinu frá Magnúsi Jóni Björgvinssyni, sölustjóra lyftara hjá Kraftvélum.

Við óskum Þorsteini til hamingju með nýja lyftarann og þökkum honum fyrir að velja Weidemann og Kraftvélar.

OgSynir2

Jón Ingi Ólafsson sauðfjárbóndi í Þurranesi í dölum er nýjasti meðlimur hugfanginna eiganda Weidemann T4512.

Það má með sanni segja að Kraftvélar sé farið út í þá hugsun að skipuleggja vikulegar ferðir í Dalina með Weidemann vélar því slík hefur salan á þessum vélum verið að annað er ekki hægt. Sauðfjárbændur á Íslandi hafa bein í nefinu og eljan sem þessi stétt sýnir í leik og starfi slær okkur sem störfum í þjónustu við landbúnað baráttuvilja í brjóst.

Jón Ingi átti ekki í erfiðleikum með að stilla sér upp fyrir framan myndavélina við hlið föður síns Ólafs Skagfjörð Gunnarssonar en Ólafur var orðinn þreyttur á dagdraumum Jóns á sínum tíma og kom við í Kraftvélum og labbaði út með tilboð og skellti á borðið fyrir framan strákinn, sagði honum svo að kaupa.

Við þökkum Ólafi fyrir hjálpina og Jóni Inga fyrir viðskiptin og óskum honum til hamingju með að vera kominn í þennan stóra hóp ánægðra eiganda Weidemann.

Sjá nánar um vélina hér: http://www.kraftvelar.is/Solutorg/Skoda/weidemann-smavélar-1

Nýverið fengu ÍAV afhenta átta Iveco Daily vinnuflokkabíla frá Kraftvélum.

Um er að ræða vel útbúna Iveco Daily 7 manna vinnuflokkabíla með áföstum palli með fellanlegum skjólborðum og eru þeir að leysa af hólmi eldri bíla fyrirtækisins.

Það var glatt á hjalla þegar að formleg afhending bílana fór fram síðastliðinn föstudag við húsakynni ÍAV í Reykjanesbæ og óskum við ÍAV innilega til hamingju með bílana.

Á myndinni má sjá starfsmenn Kraftvélar afhenda starfsmönnum ÍAV bílana formlega.
Frá vinstri: Þórmar Viggósson (verkstjóri ÍAV), Ívar Þór Sigþórsson (sölustjóri Iveco), Einar Már Jóhannesson (forstöðumaður tækjareksturs), Viktor Karl Ævarsson (framkv.stjóri sölu- og markaðssviðs Kraftvéla) ásamt Þórði Þorbjörnssyni (innkaupastjóra ÍAV).

Við óskum ÍAV innilega til hamingju með bílana og þökkum þeim fyrir viðskiptin.

ÍAV 2

Myndband frá afhendingunni: