Árgerð 2006.
440 hestöfl, ekinn 295.000km, beinskiptur, retarder.
Verð 5.400.000.- kr (án vsk).

Nánar hér

Notaður Benz Actros til sölu

Vorum að fá til sölu þennan fína Benz Actros 4144 8X4, árgerð 2006.440 hestöfl, ekinn 295.000km, beinskiptur, retarder.Verð 5.400.000.- kr (án vsk).

Posted by Kraftvélar on Föstudagur, 26. október 2018

Erum þessa dagana að standsetja nýja Komatsu PC240LC-11 beltagröfu. Meira síðar þegar við afhendum hana formlega.

Hann Sigurður Ingason hjá Sendisvein ehf fékk afhendan nýjan Iveco Daily á dögunum.
En Sigurður var að endurnýja eldri Iveco Daily kassabíl.
Um er að ræða öfluga og vel útbúinn bíl á loftpúðafjöðrun á afturhásingu.
Hann er með 3.0l 180 hestafla vél og Hi-Matic 8 gíra sjálfskiptingu en með þessari vél og sjálfskiptingu er bílinn alltaf á kjörsnúning og því einstaklega hagkvæmur í rekstri.
Hann er útbúinn meðal annars með fjaðrandi bílstjórastól með armpúðum og hita og Webasto olíumiðstöð, vinnuborði, spjaldtölvustandi omfl en allur þessi búnaður er staðalbúnaður í öllum útfærlsum á Iveco Daily.

Hann er 7.2t í heildarþyng og er því með 3,4 tonna burðargetu en Iveco Daily er eini bílinn í sínum flokki sem hægt er að fá með allt að 7.2 tonn í heildarþyngd.
Bílinn er með vörukassa frá Vögnum og þjónustu og er útbúinn með 1,5 tonna Dhollandia vörulyftu.
Kasinn er með 1x hurð á hægri hlið og þremur á vinstri hlið og er því mjög þægilegur í umgengni.
Við óskum Sigurði til hamingju með þennan glæsilega Iveco Daily.

Image may contain: outdoor

Image may contain: sky and outdoor

Image may contain: sky and outdoor

Image may contain: sky, cloud, car and outdoor

 

Nú á dögunum fengu ábúendur á Tannstaðabakka, þau Óskar Már Jónsson og Guðrún Eik Skúladóttir afhenta Weidemann 1160e, rafmagns smávél. Vélin er með innbyggða hleðslustöð, sem þýðir að hægt er að hlaða gæjuna þar sem 16 amp. tengill er til staðar. Vélin er með feykna lyftigetu, eða 1350 kg. í beinn stöðu, og er nánast hljóðlaus og að sjálfsögðu mengar hún ekkert. Myndin er tekin þegar Óskar og Guðrún tóku á móti vélinn heima við nýja fjósið á Tannstaðabakka.

Við óskum þeim innilega til hamingju og þökkum fyrir viðskiptin.

Bíllinn er 4X2 bíll af sérstakri XP útfærslu sem er sérframleiddir bílar með hámarksnýtingu eldsneytis og lágmarks mengurnar og sem dæmi er raun mæling á þessum bílum með allt að 11% minni eyðslu sem skilar 5-7 % lægri rekstrarkostnaði.

Bíllinn er ríkulega útbúinn staðalbúnaði auk mikils aukabúnaðs. Vélin er 11 lítra, 480 hestöfl með 2.300 Nm tog við 970sn/min, gírkassinn er alveg ný hönnun frá ZF og kallast HI-Tronix og er 12 gíra, mun hraðvirkari en eldri skiptingar, hljóðlátari, og með 4 bakkgírum auk ruggustillingu (rocking mode) þegar þarf að losa bílinn úr festu auk þess er hann með skriðgír (Creep mode).

Vökvastýrið er ný hönnun mun nákvæmara og með stimpil vökvadælu sem einnig á þátt í minni eyðslu, Rafallinn er smart alternator sem eyðir ekki orku þegar þess er ekki þörf og slær út þegar bíllinn þarf að nýta allt afl vélarinnar t.d. í bröttum brekkum. Drifhásinginn er alveg ný hönnun og er hún mun léttari en sú eldri og fjöðrunin er betri og mýkri og allt er gert til að minnka eyðslu bílsins. Rafkerfið er alveg ný hönnun þar sem kerfinu er skipt upp í 3 sjálfstæðar einingar til að lágmarka mögulegar bilanir og tíma við bilanagreiningu en allar raftengingar eru af nýjustu og fullkomnustu gerð með þéttleika til að forðast tæringu og útleiðslu með endingu og minni bilanir til langs tíma.

Útlit bílsins er nokkuð hefðbundið nema að framendi bílsins er auðkenndur með matt svörtu sem gerir bílinn sportlegri í útliti.

Image may contain: sky, outdoor and text

Sævar okkar harðduglegi hefur verið á stöðugum þönum út á land með Weidemann tæki.
Þessi mynd var tekinn í gær þar sem Sævar var að ganga frá sendingu af þremur smávélum sem fara norður í land.

Gaf hann sér ekki einu sinni tíma til að líta upp á myndasmiðinn.
Góða ferð Sævar!

Fyrr í mánuðinum afhentum við Stjörnugrís nýjan Toyota Tonero 30 dísellyftari með 3.000kg lyftigetu. Lyftarinn er með innbyggða hliðarfærslu, 4,7m lyftihæð lokað ökumannshús ásamt öflugri miðstöð, LED vinnuljós og innbyggða vigt á göfflum svo fátt eitt sé nefnt.
Frábær lyftari á einstaklega góðu verði.

Þeir hjá Stjörnugrís voru svo spenntir að fá tækið að það fór strax í notkun þegar það kom að myndatöku.

Kraftvélar óska Stjörnugrís til hamingju með nýja lyftarann og þökkum þeim fyrir að velja Kraftvélar.

Í síðustu viku vorum við með lítið boðskvöld í Kraftvélum þar sem við kynntum tvo nýja borvagna frá Sandvik.
Borvagnarnir eru:
– Sandvik DX800 með hljóðeinangruðu mastri, GPS og 180° borsvið.
– Sandvik DC X410Ri sem er fjarstýrður borvagn með GPS miði.

Þökkum gestunum fyrir komuna og hlökkum til að koma þessum borvögnum í vinnu.

7 manna (6 farþega)

2.3l 156hp vél
Beinskiptur 6 gíra
Heildarþyngd 3.500.kg burðargeta 1.100.kg
Einnig fáanlegur í 5.000 kg og 7.000. kg heildarþyngd).
3.500.kg dráttargeta.
Palllengd 2800-3500 mm
Einnig fáanlegur með lengri palli allt að 5000 mm

Iveco Daily er byggður á sterkri sjálfstæðri grind
Hann er vel útbúinn og er meðal annars með
* Webasto olíumiðstöð
* Fjaðrandi ökumannssæti með armpúðum og hita
* Lúxus innrétting
* Ofl.

Verð á Iveco Daily vinnuflokkabíl er frá 5.209.677.kr án vsk (6.460.000.kr m.vsk.)

Allar nánari upplýsingar má nálgast hjá sölumönnum Iveco í síma 535-3500 eða með tölvupósti á iveco@kraftvelar.is