Lyftarinn er með 3 tonna lyftigetu og er útbúinn með snúning sem er mjög vel varinn fyrir steypu og ryki.

Á myndinni má sjá Óskar Húnfjörð taka á móti lyftaranum frá Magnúsi Jóni, sölustjóra lyftara hjá Kraftvélum, með þeim á myndinni eru þau Brynja og Brynjar. Kraftvélar þakka Íslandshús fyrir viðskiptin og óskum við þeim velfarnaðar í framtíðinni.

Við lánum þér Iveco Daily sendibíl í allt að 24 tíma.
Skráðu þig hér fyrir neðan og við munum hafa samband við þig.

Í lok mars mánaðar verður dregið úr potti og heppinn viðskiptavinur sem hefur reynsluekið Iveco Daily fær 20.000.- kr. gjafabréf á veitingastaðnum Hereford.

https://www.kraftvelar.is/reynsluakstur-a-iveco-daily/

Leitum að fólki í fullt starf til framtíðar ásamt hlutastarfi og sumarstarfi.

Vélin er með 180/205 hestafla vél og stiglausri skiptingu, 50 km/klst gírkassa, fjaðrandi framhásingu, eins stjórnstöng stýrir gírskiptingu, lyftum og vökvaventlum.

Stjórnbúnaður fyrir lyftu, aflúttak og vökvaventil eru einnig úti á brettum.
Stór snertiskjár með ISOBUS viðmóti.
160 ltr/min vökvadæla, 4 rafstýrðir vökvaventlar að aftan og 2 vökvaventlar að framan sem stýrðir eru með joystick ásamt framlyftu og aflúttaki.

Allur aðbúnaður ökumanns er fyrsta flokks, fjaðrandi hús, loftfjaðrandi ökumannssæti og loftkæling.
Og ekki vantar lýsinguna þar sem tækið er með 14x LED vinnuljós allan hringinn.

Við óskum Ingileifi Jónssyni innilega til hamingju með vélina.

Þeir félagar voru að taka vélina í smá yfirhalningu og ákváðu að nýta tækifærið til þess að breyta til og mála vélina svarta. Það verður nú að viðurkennast að þetta kemur skemmtilega vel út hjá þeim.

Með myndunum af yfirhalningunni fylgdu skemmtileg lokaorð:
„Við keyptum þessa vél hjá ykkur 2007 og við ákváðum að gera hana góða þar sem við erum hrikalega ánægðir með hana👌

Takk kærlega fyrir myndirnar og mjög ánægjulegt að heyra hvað vélin reynist ykkur vel!

Á föstudaginn síðastliðinn fékk Vélamiðstöðin afhenta nýja Komatsu PW160-11 hjólagröfu. Vélin er sniðin að þörfum Vélamiðstöðvarinnar og mun notast á starfsstöðvum þeirra hér á Reykjavíkursvæðinu.
Hún er vel útbúin eins og sjá má og afhendist m.a. með einfaldri bómu með flotvirkni, tönn að framan, tvöföldum Bandenmarkt hjólbörðum, sjálfvirku smurkerfi, loftkælingu, 6 vinnustillingum á vökvakerfi, upphituðum AdBlue lögnum sem halda því ávallt við kjörhita svo það kristallist ekki, stóran notendaskjá á íslensku, Komvision 300°myndavélakerfi, KOMTRAX 3G kerfi, KOMATSUCARE viðhalds og þjónustupakki Komatsu fylgir að sjálfsögðu og S60 hraðtengi frá Rototilt AB svo eitthvað sé nefnt.

Davíð Bragi Gígja frá Vélamiðstöðinni kom og veitti vélinni viðtöku hjá Halldóri Ólafssyni sölustjóra vinnuvéla. Við hjá Kraftvélum þökkum kærlega fyrir okkur og óskum Vélamiðstöðinni innilega til hamingju með nýju Komatsu PW160-11 hjólagröfuna. Megi þeim farnast afskaplega vel!

Vélin er 75 hestafla og er mjög vel útbúinn. M.a. er öflug 103 ltr vökvadæla, með 30 km ökuhraða, 100% driflás á báðum öxlum og dempun á skotbómunni. Á bómunni er 4 vökvaúttök og 2 úttök að aftan ásamt dráttarkrók. Rafmagnstenglar eru á báðum stöðum. Aðbúnaður ökumanns er allur fyrsta flokks. Vélin er afhent með fjölda fylgitækja þar á meðal fjölnota skóflu 4 in1, göfflum, snjóplóg og sóp með hliðarkústi. Einnig er hægt að setja sand/saldreifara aftan á vélin. Þessi vél er því sniðin að fjölbreyttri vinnu hjá sveitarfélögum.

Á myndinni er Baldur Friðbjörnsson sem tók á móti vélinni fyrir hönd Reykjanesbæjar. Innilega til hamingju með þennan glæsilega grip og við vitum að hann mun reynast ykkur vel.

Í síðustu viku fékk Óskatak ehf afhenta nýja Komatsu PW160-11 hjólagröfu. Vélin er svo sannarlega glæsileg og er hvergi til sparað við hönnun hennar til að mæta þörfum eigenda.

Vélin er ca 17 tonn að þyngd og afhendist m.a. 148 hö vél sem er með rafmagnsupphitaðar AdBlue lagnir sem halda því ávallt við kjörhita, tvöfalda bómu með flotvirkni, sjálfvirkt smurkerfi, “joystick” stýri, “Hydramind” álagsstýrt vökvakerfi sem hefur 6 vinnustillingar, tönn að aftan með vagntengi og lagnir fyrir sturtuvagn, loftkælingu í húsi, tvöfalda hjólbarða, Komvision 300°myndavélakerfi, KOMTRAX 3G kerfi og að sjálfsögðu fylgir henni KOMATSUCARE viðhalds og þjónustuáætlun Komatsu líka og svo lengi mætti telja.
Að auki afhendist vélin með R5 rótotilt frá Rototilt AB og Trimble EarthWork GPS kerfi frá Ísmar ehf.

Í tilefni dagsins komu fjórir ættliðir til okkar í beinan karllegg til að taka á móti vélinni. En það er þeir Ólafur Oddson, Óskar Ólafsson, Adam Óskarsson og sá yngsti Patrick Árni Adamson sem tóku á móti vélinni hjá Viktori Ævarssyni, framkvæmdastjóra söludeildar (t.v.).

Í framhaldi að því er gaman að nefna það að þeir feðgar hafa verið dyggir Komatsu eigendur í fjöldamörg ár. Ólafur Oddsson fékk m.a. afhenta eina af fyrstu Komatsu PC210-5 sem afhentar voru árið 1991 af P. Samúelssyni. Þær vélar komu frá Japan á sínum tíma og þóttu alveg stórkostlega áreiðanlegar og öflugar rétt eins og Komatsu er enn þann dag í dag. Af því tilefni fékk Ólafur senda þakkartilkynningu frá forseta Komatsu í Evrópu sem við látum fylgja með til gamans.

Kraftvélar óska eigendum og starfsfólki Óskataks innilega til hamingju með nýju Komatsu PW160-11 hjólagröfuna. Megi þeim farnast afskaplega vel!

Potain IGO M14 kraninn okkar stendur reisnarlegur á Dalveginum með litríkan regnboga í bakgrunni.

Vélin er ca 17 tonn að þyngd og er öll hin glæsilegsta og útbúin öllum helstu eiginleikum sem í boði eru frá Komatsu. M.a. með tvöfalda bómu,  sjálfvirkt smurkerfi, „joystick“ stýri, Komvision 300°myndavélakerfi, KOMTRAX 3G kerfi, vagntengi fyrir sturtuvagn á tönn, KOMATSUCARE viðhalds og þjónustuáætlun Komatsu og svo lengi mætti telja. Að auki afhendist vélin með Engcon EC219 rótotilt, Junkkari J13 sturtuvagn og Trimble EarthWork GPS kerfi frá Ísmar ehf.

Við hjá Kraftvélum óskum eigendum  og starfsfólki Gröfu og Grjóts ehf innilega til hamingju með nýju Komatsu hjólagröfuna og þökkum jafnframt kærlega fyrir okkur. Megi þeim ganga allt í haginn!