Grove GRT655 er nýr og spennandi krani frá Grove með 51 tonn lyftigetu, Cummins Tier 4 Final mótor, auka spil á bómu, myndavélar allan hringinn (bakkmyndavél, hliðarmyndavél og myndavél á krókinn), neyðarrofa sitthvoru megin við tækið til að auka öryggi notenda ásamt sérstökum ryðvarnargrunn fyrir Íslenskar aðstæður.

Starfsmenn Þörungaverksmiðjunnar komu í heimsókn til Kraftvéla í Kópavogi til þess að fá þjálfun á nýja kranann sem mun vonandi nýtast þeim vel í verkefnin á Reykhólum.
Á myndinni (frá vinstri) má sjá Björgvin Daníelsson og Styrmi Gíslason frá Þörungaverksmiðjunni, Ásgrím Gísla og Óskar Gíslason frá Kraftvélum, Hlyn Stefánsson frá Þörungarverksmiðjunni ásamt Uwe Döring frá Grove, en það var einmitt Uwe sem hélt námskeiðið fyrir þennan flotta hóp.

Við óskum Þörungaverksmiðjunni til hamingju með nýja kranann og þökkum þeim kærlega fyrir viðskiptin.

Í dag (2. janúar) opnum við klukkan 13:00.
Á morgun (3. janúar) hefst svo hefðbundinn opnunartími á ný:

Varahlutir:
Mán – Fös 8:00-18:00
Verkstæði:
Mán – Fim 8:00-17:30
Föstudaga 8:00-16:00
Skrifstofa og söludeild:
Mán – Fös 9:00-17:00
Kraftvélaleigan:
Mán – Fös 9:00-17:00

Það er lokað hjá okkur á gamlárs- og nýársdag en við opnum aftur 2. janúar klukkan 13:00.

Gleðilegt nýtt ár öllsömul!

Image may contain: one or more people and indoor

Vélin er 107 hestöfl með 24×24 grírkassa, 3 hraða í aflúttaki og 64 lítra vökvadælu með 3 sneiðum, ásamt 37 lítra sér service vökvdælu. Vélin er einnig með Alö X46 ámoksturstækjum.

Á myndinni eru þeir feðgar, Eiríkur og Finnur, þegar þeir tóku við vélinni á Sauðárkrók. 
Við hjá Kraftvélum óskum þeim til hamingju með nýju vélina og þökkum kærlega fyrir viðskiptin.

Við viljum þakka viðskiptavinum okkar innilega fyrir þessar frábæru viðtökur og traust sem Komatsu vélarnar hafa fengið á þessu ári! Okkar hlakkar rosalega til að halda áfram að bjóða ykkur þessar framúrskarandi vélar á næsta ári!

Vélin er ca 3,3 tonn að þyngd og er vel útbúin í alla staði. Hún er m.a. með 300 mm breið gúmmíbelti, með lengri gerð af bómuarmi, 3,5” LCD litaskjá á íslensku fyrir stjórnanda, 6 stillingar á vinnukerfi, framhallanlegt hús eins og allar Komatsu minivélar, sjálfvirkan ádrepara á vél, skynjara sem hækkar og lækkar snúning sjálfkrafa á vél eftir álagi, KOMTRAX 3 kerfi, hraðtengi og 3 skóflur svo eitthvað sé nefnt.
Vélin mun notast að Nýpugörðum hjá þeim heiðurshjónum Elvari og Elínborgu sem reka m.a. úrvals gistiheimili og stunda sauðfjárbúskap á jörð sinni þar. Elvar Sigurjónsson kom og veitti vélinni viðtöku hjá okkur að Dalvegi í Kópavogi.

Kraftvélar óska Elvari og Elínborgu innilega til hamingju með nýju vélina. Megi þeim farnast afskaplega vel!

Aðfangadagur – lokað

Jóladagur – lokað

Annar í jólum – lokað

27 desember – opið frá kl 08-18

28 desember – opið frá kl 08-18

Gamlársdagur – lokað

Nýarsdagur – lokað

2 janúar – opnum við seinna vegna árlegs starfsmannafundar og er opnunartíminn frá kl 13-18

3 janúar – er venjulegur opnunartími opið frá kl 08-18

Upplýsingar um neyðarnúmer má finna hér

Takk fyrir og gleðilega hátíð

Túnþökusalan Nesbræður ehf. á Akureyri, fengu afhenta veglega dráttarvél að lokinni landbúnaðarsýningunni í byrjun vetrar.

Vélin er New Holland T7.245 AC í BluePower búningi. Vélin er 225/245 hp. með stiglausri skiptingu og 50 km/h. ökuhraða, mótorbremsu og vökva- og loftbremsu vagnakerfi. 170 ltr. CCLS vökvadælu með 5 sneiðum (10 vökvaúttökum), frambúnaði og afllúttaki og 16 LED vinnuljósum, svo eitthvað sé nefnt. Vélin hefur haft nóg að gera í öllum snjónum sem verið hefur á norðurlandi undanfarið.

Hann Bergsveinn, starfsmaður Nesbræðra, gaf sér tíma fyrir myndatöku nú á dögunum. Við óskum Nesbræðrum til hamingju með vélina og þökkum viðskiptin.

Nýlega fékk Gróðrarstöðin Lambhagi ehf afhent tvö ný tæki frá Kraftvélum.

Tækin eru Dynapac CA4000D jarðvegsvaltari og Toyota Tonero diesel lyftara. Dynapac valtarinn er 13,3 tonn að þyngd og er virkilega vandað eintak sem er búinn öllum helstu þægindum sem í boði eru. Toyota lyftarinn er vél útbúin í alla staði. Með er með 2,5 tonna lyftigetu, 4,7 m lyftihæð, ELM gaffal og hliðarfærslu og er allur aðbúnaður fyrir stjórnanda til fyrirmyndar.

Fyrirtækið hafði þar að auki fengið Iveco Daily sendibíl og Komatsu PC138US-11 beltagröfu afhenta hjá okkur fyrr á árinu.

Feðgarnir Hafberg Þórisson og Ingvar Hafbergssson veittu tækjunum viðtöku hjá Halldóri Ólafssyni sölustjóra vinnuvéla og Magnúsi Jóni Björgvinsson sölustjóra Toyota lyftara.

Kraftvélar óska Gróðrarstöðinni Lambhaga innilega til hamingju með nýju tækin og þakkar jafnframt kærlega fyrir viðskiptin á árinu 2018! Megi þeim farnast afskaplega vel.

Við fjármögnum svona græjur

Við fjármögnum svona tæki! Þegar þú þarft að auka afköstin og bæta við græjum þá erum við með hagkvæmar fjármögnunarleiðir fyrir þig.Staflari í vöruhúsið er dæmi um græjur sem við fjármögnum. Kíktu á þennan og tölum svo saman um fjármögnun https://www.kraftvelar.is/vorur/bt-swe120-rafmagnsstaflari/

Posted by Lykill on Þriðjudagur, 11. desember 2018