Eins og flestir bændur vita þá hófst í gær stórsýningin Agritechnica og mun hún vera í gangi fram að næstkomandi laugardegi. Við í Kraftvélum erum með hópferð á sýninguna og förum til Þýskalands með 35 manna hóp.
Sýningin er haldin í Hannover og er oft kölluð “Bauma landbúnaðarins” enda um stóra og veglega sýningu að ræða.

Á sýningunni eru 2.750 sýnendur frá meira en 50 löndum og er áætlað að sýningargestir verði um hálf milljón talsins.
Við munum leiða okkar ferðafélaga í gegnum sannleikann og sýna þeim básana hjá okkar frábæru vörumerkjum en okkar framleiðendur eru meðal þeirra langstærstu á sýningunni.

Í hópferðinni verða allir þrír sölumenn landbúnaðartækja hjá Kraftvélum en það eru þeir Eiður Steingrímsson, Dagbjartur Ketilsson og Magnús Gunnarsson.
Það verður mikið um Íslendinga á sýningunni og hvetjum við sýningargesti til þess að hafa samband við okkur ef þið hafið áhuga á að hitta okkur og fræðast um vörurnar á básunum okkar.

Eiður Steingrímsson (862-0468)
Dagbjartur Ketilsson (856-5595)
Magnús Gunnarsson (856-5580)

Fylgist með okkur á sýningunni á snapchat (kraftvelar)

Nýlega fékk Sölvi Sölvason frá Siglufirði afhenta nýja Komatsu PW148-11 hjólagröfu.

Vélin vigtar um 15 tonn og er glæsilegt eintak og afhendist með öllum helsta búnaði sem í boði er. M.a. með 121 hö aflvél, rafmagnsupphitaðar AdBlue lagnir, “Hydramind” álagsstýrt vökvakerfi, 6 vinnustillingar á vökvakerfi, tvöfaldri bómu, sjálfvirku smurkerfi, joystick stýri, premium sæti með hita og kæli eiginleika, KOMVISION 300° myndavélakerfi, KOMTRAX 3G kerfi, og KOMATSUCARE viðhalds og þjónustuáætlun Komastu að sjálfsögðu líka sem inniheldur 4 fríar þjónustuskoðanir í 3 ár eða 2000 vst og frí skipti á mengunarbúnaðssíum í 5 ár eða 9000 vst. Að auki afhendist vélin með Engcon EC219 rótotilt með klemmu, 3x skóflum frá Miller og Engcon og Trimble EarthWork GPS kerfi frá Ísmar.

Feðgarnir Sölvi Sölvason og Finnur Sölvason komu og veittu vélinni viðtöku hjá Ævari Þorsteinssyni forstjóra Kraftvéla að þessu góða tilefni. Kraftvélar óska Sölva og Finni innilega til hamingju með nýju Komatsu vélina og bjóðum þá velkomna í Komatsu fjölskylduna!

Komatsu WA475-10 Wheel Loader

The Komatsu WA475-10 Wheel Loader is the solution for tomorrow challenges: Featuring the Komatsu-developed Hydraulic Mechanical Transmission (KHMT), this next generation 24 tonnes class wheel loader is a versatile performer with an EU Stage V engine. Learn more: https://www.komatsu.eu/campaign/wheel-loader-wa475-10

Posted by Komatsu Europe on Mánudagur, 4. nóvember 2019

Við erum með sérútbúinn bíl sem kemur með alla smurþjónustu til þín. Við skiptum um síur og olíur og tökum til baka alla úrgangsolíur og síur.

Tímapantanir í síma 535-3545 eða á smurbill@kraftvelar.is

Smurbíll Kraftvéla

Vilt þú bóka smurþjónustuna heim í hlað? Við erum með sérútbúinn bíl sem kemur með alla smurþjónustu til þín. Við skiptum um síur og olíur og tökum til baka alla úrgangsolíur og síur.Tímapantanir í síma 535-3545 eða á smurbill@kraftvelar.is

Posted by Kraftvélar on Miðvikudagur, 6. nóvember 2019

Við erum með glænýja Komatsu WA100M-8 hjólaskóflu til sýnis og prufu sem okkur langar með ánægju að kynna fyrir þér. Vélin er vel útbúin í alla staði og vigtar um 7 tonn og er staðsett hjá Kraftvélum á Akureyri í húsakynnum Bílanausts að Furuvöllum 15.
Magnús Gunnarsson sölumaður okkar á norðurlandi er á staðnum og tekur vel á móti þér. Endilega renndu til okkar og kynntu þér kosti Komatsu WA-100M-8 nánar.

Vinsamlegast hafðu samband við Halldór Ólafsson í síma 856-5585 eða Magnús í síma 856-5580 fyrir allar nánari upplýsingar um vélina.

Nánari upplýsingar um vélina hér: https://www.kraftvelar.is/vor…/komatsu-wa100m-8-hjolaskofla/

Vélin mun notast við hin ýmsu verk hjá fyrirtækinu, enda mikið fjölnotatæki. Vélin er með 1.445 kg lyftigetu, 2.86 m lyftihæð, vigtar um 2.380 kg og afhendist m.a. með 33 hö aflvél, 20 km/h hámarkshraða, 12°velting á liði fyrir framúrskarandi stöðugleika, 100% driflás, EURO ramma með vökvalás, breiða hjólbarða, eina stjórnstöng fyrir stjórnun á gálga, 2 auka vökvaúttök á gálga, aukaballest á aftan, 1400 mm breiða skóflu og gafflasett.

Elvar Sigurgeirsson framkvæmdastjóri Þotunnar tók vel á móti okkur þegar við kíktum til hans og afhentum honum nýju vélina. Kraftvélar óska Elvari og öðru starfsfólki Þotunnar innilega til hamingju með nýju Weidemann 1280 vélina og þökkum að sama skapi kærlega fyrir okkur!

Um er að ræða vel útbúinn bíl með öflugri 180 hestafla vél og Hi-Matic 8 gíra sjálfskiptingu.
Hann er meðal annars með Webasto olíumiðstöð með tímastilli, fjaðrandi ökumannssæti með armpúðum og hita. Útvarp með Bluetooth tengi fyrir tónlist og síma. Blikk- og vinnuljósapakka frá AMG aukaraf o.m.fl.

Það var Rúnar Bragason sem tók við bílnum úr hendi Ívars Sigþórssonar.
Við óskum Rúnari til hamingju með nýja bílinn með ósk um að hann reynist honum vel.

Bílinn sem um ræðir er með 3.0l 180 hestafla vél og Hi-Matic 8 gíra sjálfskiptingu.
Hann er vel útbúinn með fjaðrandi ökumannssæti með armpúðum og hita, vinnuborði, símastandi og framúrskarandi umhverfi fyrir ökumann.
Iveco Daily eru útbúnir með Webasto olíumiðstöð með tímastilli svo að hægt sé að koma að bílnum heitum á köldum vetrarmorgnum.
Þeir eru einnig með vönduðu útvarpi með Bluetooth tengingum fyrir síma og tónlist, gott geymslurými er undir farþegasætum og því nýtist farþegarýmið mjög vel.

Það var hann Eiður Ólafsson sem fékk bílinn afhendan úr hendi Ívars Sigþórssonar.
Við óskum Eiði innilega til hamingju með nýja bílinn með ósk um að hann reynist honum vel.

Abbey 4000RT haugsugan er með 15 m. Vogelsang slöngu niðursetningar búnaði, sem er vökvastýrður, og samkvæmt rannsóknum á slíkur búnaður að skila allt að 30% sparnaði á tilbúnum áburði, sem er umtalsvert hjá stóru búi eins og Kúskerpi er. Haugsugan er með 8“ sjálfyllibúnaði, og það má geta að hún er 3 mínútur og 40 sekúndur að fylla sig, 4000 gallon eða 18,000 lítrar, eftir nákvæmri mælingu hjá Sigurði Einarssyni á Kúskerpi, sem var að nota tankinn þegar okkur bar að garði. Haugsugunni fylgdi bæði 8“ og 6“ 20 feta haugsugubarkar, en einnig er hægt að nota 6“ áfyllingastúta þegar þess er þörf. Vacumdælan er 13,500 ltr og að sjálfsögðu er fjaðrandi beisli. Einnig er sjóngler að framan til að fylgjast með áfyllingunni, og sugan er á 2 tandem stýri hásingum með 710/50Rx26,5 dekkjum og LED ljósabúnaði. Suguna er einnig hægt að nota með hefðbundnum dreifistút.

Á Kúskerpi er nýlegt tveggja róbóta fjós, en fjölskyldan á Kúskerpi er einnig í ýmiskonar verktöku. Við óskum þeim innilega til hamingju með nýju Abbey haugsuguna og þökkum viðskiptin.

Þetta er fyrsta 6cyl Maxxum vélin með stiglausa skiptingu sem við afhendum hér á Íslandi og verður að segjast að þetta er virkilega spennandi vél. Ari Páll er mjög ánægður með vélina og telur sig hafa valið rétt, þar erum við auðvitað alveg sammála Ara Pál. CaseIH Maxxum 150CVX er minnsta vélin á markaðnum með 6cyl og stiglausa skiptingu í skrokkstærð, hún er því lipur og í senn mjög öflug í alla þá vinnu sem hægt er að finna við íslenskar aðstæður. Vélin er með 133 lítra „Load sensing“ vökvadælu og útbúin að auki með öllu því helsta til að auðvelda álagið á ökumanni, má þar nefna dæmi eins og skotkrók, fjaðrandi hús og framhásingu, fjaðrandi ökumanns sæti, 14stk LED vinnuljós og svo lengi mætti telja. Ari fékk sér að auki myndavélar á vélina að framan og aftan sem eru bein tengdar við AFS700 snertiskjáinn í vélinni, þessi vél kemur því einstaklega vel út í nákvæmnisvinnu með tækjagálga.

Við þökkum Ara Páli fyrir viðskiptin og óskum honum til hamingju með vélina.