Það er ekki á hverju degi sem við afhendum 3 ný tæki og því ber að fagna sérstaklega nú á þessum erfiðu tímum. Því segjum við með stolti frá því að nýlega afhentum við Þjótanda ehf heldur betur skemmtilegan tækjapakka sem samanstendur af Komatsu PW160-11 hjólagröfu, Sandvik QJ341 forbrjót og Sandvik QA451 3-ja dekka hörpu með þvottakerfi.

Hjólagrafan er vel útbúin að sjálfsögðu með öllum helstu þægindum og eiginleikum sem í boði eru frá Komatsu, og afhendist m.a. með tvöfalda bómu, sjálfvirku smurkerfi, vagntengi og lagnir fyrir sturtuvagn, joystick stýri, KOMVISION 300° myndavélakerfi, KOMTRAX 3G kerfi, Engcon EC219 rótotilt og 3x skóflum svo eitthvað sé nefnt.
Sandvik QJ341 forbrjóturinn vigtar um 48 tonn, með 1200 x 750 mm opnun, með segul á aðalbandi og afkastar um 400 tonnum á klst. Sandvik QA451 3-ja dekka harpan vigtar um 35 tonn, afkastar um 600 mtph og afhendist m.a. með þvottakerfi og sjálfvirku smurkerfi.

Ólafur Einarsson eigandi Þjótanda var svo almennilegur að leyfa okkur að mynda sig hjá einum af þessum vélum. Við hjá Kraftvélum viljum jafnframt þakka honum og fyrirtæki hans innilega fyrir viðskiptin og traustið sem hann sýnir okkur með kaupum á þessum tækjapakka. Við óskum Ólafi og öðru starfsfólki Þjótanda ehf að sama skapi kærlega til hamingju með nýju tækin!

Um er að ræða vel útbúinn og öflugan sendibíl sem er lipur og þægilegur í notkun og er með allskonar þægindabúnaði.
Meðal annars með bakkmyndavél, vinnuborði við hlið bílstjóra, símastandi, olíumiðstöð o.m.fl.
Ásamt öflugum mótor og dráttarbeisli með 3,5t dráttargetu.

Héðins hurðir eru að selja iðnarhurðir til fyrirtækja og bílskúrshurðir til einstaklinga.
Héðins hurðir eru með mikið vöruúrval af vönduðum hurðum sem eru sniðnar eftir þörfum viðskiptavina,
Ásamt því að vera með öfluga uppsetningar og viðhaldsþjónustu fyrir einstaklinga og fyrirtæki.
En IVECO bílinn verður einmitt notaður sem uppsetningar og viðhaldsbíll hjá Héðins hurðum.

Við óskum starfsmönnum Héðins hurða til hamingju með nýjan IVECO Daily og óskum þeim velfarnaðar í framtíðinni.

Í vikunni fékk Landstólpi afhenta nýja Komatsu PW148-11 hjólagröfu. Vélin er um 15 tonn að þyngd og afhendist einkar vel útbúin m.a. með tvöfalda bómu, 2,5 m arm, sjálfvirkt smurkerfi, 121 hö aflvél með tímastillanlega ádrepara, rafmagnsupphitaðar AdBlue lagnir sem halda því ávallt við kjörhita, “Hydramind” álagsstýrt vökvakerfi, 6 vinnustillingar á vökvakerfi, tvöfalda Bandenmarkt hjólbarða, vagntengi og lagnir fyrir sturtuvagn aftan á tönn, joystick stýri, KOMVISION 300° myndavélakerfi, KOMTRAX 3G kerfi, KOMATSUCARE viðhalds og þjónustuáætlun Komatsu að sjálfsögðu líka, R5 rótotilt, S60 hraðtengi og skóflu allt frá Rototilt AB og svo lengi mætti telja.

Eiður Örn Harðarson starfsmaður Landstólpa kom og veitti vélinni viðtöku hjá sölumönnum okkar við þetta ánægjulega tilefni. Þess er gaman að geta að þessi vél er fyrsta Komastu vélin sem fyrirtækið kaupir og við bjóðum Landstólpa innilega velkomin í Komatsu fjölskylduna og óskum þeim innilega til hamingju með hana! Við hjá Kraftvélum þökkum að sama skapi kærlega fyrir okkur.

Fjölmargir viðskiptavinir hafa sett sig í samband Kraftvélar til þess að athuga hver staðan sé hjá okkur og hvort einhverjar breytingar hafi átt sér stað varðandi sölu og þjónustu, við viljum því útskýra fyrir áhugasömum hvaða aðgerðir við höfum ráðist í á þessum tímum.
Áhrif COVID-19 á íslenskt samfélag hefur ekki farið framhjá neinum og erum við í Kraftvélum engin undantekning þar á.

– Starfsemi Kraftvéla er í fullum gangi og hefðbundinn opnunartími í öllum deildum nema varahlutaverslun sem lokar klukkutíma fyrr í apríl og maí. Við hvetjum viðskiptavini til þess að hafa samskipti við okkur í gengum síma og/eða tölvupóst svo hægt sé að lágmarka heimsóknir.

– Við höfum aðskilið allar deildir fyrirtækisins og sett upp sex mismunandi sóttvarnarsvæði innan fyrirtækisins. Starfsmönnum er ekki heimilt að fara á milli sóttvarnarsvæða nema nauðsyn þykir og þá eingöngu eftir góðan handþvott og handspritt.

– Við leggjum ríka áherslu á 2 metra fjarlægð á milli fólks og biðjum viðskiptavini að virða þær ráðlagningar sem Almannavarnir hafa lagt til.

– Allar starfsstöðvar eru sótthreinsaðar daglegar og aðkeypt hreingerningarþjónusta sér um almenn þrif og sótthreinsun á sameiginlegum snertiflötum á hverjum einasta degi.

– Flest allir af okkar birgjum hafa lokað framleiðsluverksmiðjum sínum en reyna eftir fremsta megni að halda varahlutavöruhúsum opnum til að geta þjónustað tækin.
Biðjum viðskiptavini um að takmarka heimsóknir til okkar og panta frekar í gegnum síma 535-3520 eða tölvupóst varahlutir@kraftvelar.is. Opnunartími varahlutaverslunnar í apríl og maí er 08:00 – 17:00.

– Starfsmenn á þjónustuverkstæði gæta fyllstu varúðar við meðhöndlun tækja í þjónustu með tilheyrandi hlífðarfatnaði, þrifnaði og aðgát.
Nánari upplýsingar um þjónustuverkstæðið í síma 535-3545 eða tölvupóstur verkstjorn@kraftvelar.is

Hafi viðskiptavinir okkar ábendingar um hvað mætti betur fara eða einhverjar sérstakar óskir munum við koma til móts við þær eftir fremsta megni.
Allar ábendingar eru vel þegnar á kraftvelar@kraftvelar.is eða í gegnum skilaboð á Facebook.

Nýr opnunartími er:
Mánudaga til fimmtudaga: 08:00-17:00
Föstudaga: 08:00-15:00

Tímabókanir þjónustuverkstæðis eru sem fyrr í síma 535-3545 eða tölvupósti verkstjorn@kraftvelar.is

Valþór er mikið í snjómokstri fyrir vestan og vantaði vél sem ræður við það rosalega magn af snjó sem hefur kyngt niður á Vestfjörðum þennan veturinn. Valþór er eins og von er mjög ánægður með vélina. Weidemann 2080 vélin kom mjög vel útbúin með EURO ramma og 75 hestafla mótor, hún er með lyftigetu upp á 3.719kg og kemur með LED vinnuljósum ásamt hefðbundnum akstursljósum. Weidemann 2080 kemur þar fyrir utan með 4stk vökvaúttökum að framan ásamt fríflæðislög.
 
Við hjá Kraftvélum þökkum Valþóri kærlega fyrir viðskiptin og óskum honum velgengni í snjómokstrinum fyrir vestan.

Þetta er nýjasta vélin í Weidemann flota þeirra en fyrir eiga þeir Weidemann 1280 og Weidemann T5522.
„Þegar við þurftum að bæta við tækjakostinn hjá okkur, þá kom ekkert annað til greina en Weidemann“ sagði Rafn Heilðal stöðvarstjóri Laxa fiskeldis á Bakka. „Þessar vélar henta okkur sérstaklega vel og hafa komið mjög vel út í rekstri“.
Það eru góð meðmæli og óskum við þeim á Bakka til hamingju með nýjustu viðbótina af Weidemann og vonum að hún reynist þeim eins notadrjúg og fyrri vélum.

Á myndinni er Rafn Heiðdal að taka á móti nýjast gripnum.

„Einu sinni verður allt fyrst“ máltæki sem gott er að tileinka sér með marga hluti og sérstaklega þegar maður starfar í vélasölu. Fjölskyldan á Butru í Fljótshlíð urðu þau fyrstu á sínum tíma til að kaupa Weidemann T4512. Sú vél hefur þjónað þeim vel síðustu ár og fannst þeim Ágústi og Oddný kominn tími á að skipta henni út fyrir nýja vél. Það var okkur sönn ánægja að verða við þeirri ósk. Fyrir valinu varð að sjálfsögðu önnur Weidemann T4512. Ágúst og Oddný höfðu það að orði um T4512 að hún hafi komið einstaklega vel út, hún hentaði í öll þau verkefni sem þau höfðu hugsað fyrir hana og í raun komið þeim mjög á óvart og engin verkefni fallið úrhendi.
Rekstrarsagan á gömlu vélinni er góð og þau mjög hamingjusöm með að hafa valið Weidemann T4512. Fyrsta vélin sem Kraftvélar seldu í maí árið 2015 fór til þeirra og nú fá þau afhenta vél númer 65 á Íslandi. Kraftvélar þakka þeim kærlega fyrir viðskiptin og þeirra ómetanlega traust á Weidemann sem þau hafa verið ötul við að halda uppi heiðrinum fyrir þegar leitað hefur verið til þeirra.
Af þeim 65 vélum sem við höfum selt frá 2015 er þetta fyrsta T4512 skotbóman sem er endurnýjuð. Við í Kraftvélum erum með langan lista af viðskiptavinum sem bíða spenntir eftir notuðum T4512 skotbómulyfturum og því seldist uppítökulyftarinn frá Butru strax, þurfti ekki einu sinni að fara á sölutorgið okkar.

Á meðfylgjandi mynd má sjá fjölskylduna í Butru taka á móti nýju vélinni á björtum degi í Fljótshlíðinni, Ágúst segir reyndar að það sé alltaf gott veður í hlíðinni. Við gerum orð Gunnars á Hlíðarenda að okkar eigin og segjum „Fögur er hlíðin svo að mér hefir hún aldrei jafnfögur sýnst“.

Elkem hefur til margra ára verið með Toyota lyftara í sínum tækjaflota og hafa þeir komið mjög vel út að öllu leyti.

Lyftararnir sem Elkem hefur bætt í flotann sinn á síðustu mánuðum eru Toyota Tonero dísellyftara í nokkrum útfærslum.
Til dæmis fengu þeir tvo 6 tonna lyftara með öflugum snúningum, 5 tonna lyftara sem er notaður í að færa deiglur inni í verksmiðjunni og 3.5 tonna lyftara sem nýtist í ýmis verkefni vídd og breytt um athafnasvæði Elkem á Grundartanga. Lyftararnir eru allir mjög vel útbúnir með góðu og þéttu ökumannshúsi og er öll aðstaða fyrir ökumann til fyrirmyndar.

Við fórum í heimsókn til þeirra hjá Elkem í tilefni af þessu og þar tók á móti okkur hann Björn Fannar Jóhannesson sem er yfirmaður viðhaldsdeildar hjá Elkem. Björn fór með okkur inn í verksmiðju og sýndi okkur það helsta sem þar er gert.

Hér fylgja með nokkrar myndir af heimsókninni. Á myndunum má sjá nokkra af lyfturunum en því miður er starfsemi Elkem þess eðlis að ekki var hægt að safna öllum tækjunum saman. Fulltrúar Kraftvéla í þessari heimsókn voru Magnús Jón og Matthías Knútur. Eins og sést á myndunum þá er ávalt fyllsta öryggis gætt hjá Elkem og allt öryggi til fyrirmyndar. Við hjá Kraftvélum þökkum Elkem fyrir að velja okkur og Toyota sem samstarfsaðila og óskum þeim velfarnaðar í framtíðinni.