Vegleg græja, með 49 hp. mótor, 5,5 m. lyftihæð og 2,2 tonna lyftigetu, auk fjaðrandi bómu. Það eru þrjár útfærslur af stýringum, fjórhjóla-, framhjóla- og krabbastýring, 100% driflás og aksturshraða upp að 30 km/h. Vinnuljósin eru LED, 2 að framan, 2 að aftan og eitt á bómu. Auðun var búinn að vera með Weidemann T4512 í nokkur ár og líkaði afar vel við þá vél, en ákvað að fara í stórabróðir með meiri búnaði og lyftigetu.

Á myndinni er Kristján Örn Kristjánsson vinnumaður, þegar vélin var afhent heim í hlaði á Fremstafelli, en þess má geta að Kristján fermist núna í júní og vildi Auðunn meina að þetta væri nú aldeilis fín fermingargjöf. En við hjá Kraftvélum óskum þeim félögum Auðunni og Kristjáni til hamingju með nýju vélina og þökkum viðskiptin.

Þar var meðal annars keppt í trukkadrætti og að sjálfsögðu var notast til þess Iveco Trakker 8×4 grjótflutningabíll.
Það var blásið vel úr nös enda Iveco Trakker grjótflutningabíll engin smásmíði.

Veðrið lék við keppendur og að lokum var það Ari Gunnarsson sem stóð uppi sem sterkasti maður á Íslandi.
Við þökkum Magnúsi Ver og félögum kærlega fyrir góða keppni.

Stærsta sýning Kraftvéla í meira en áratug!
Kraftvélar blása til stórsýningar föstudaginn 14. júní á Dalvegi 6-8 klukkan 17-20.

Gífurlegt magn tækja verða til sýnis, allt frá 1 tonna minigröfum til stærðarinnar námutækja.
Fjölbreytt úrval Komatsu vinnuvéla, Iveco atvinnubíla, Sandvik námutækja og fjöldinn allur af aukahlutum og smátækjum.

Lifandi tónlist, hamborgarar á grillinu og fljótandi veitingar.

Stærsta vinnuvélasýning Íslands?
Allavega nógu stór til að vera kölluð Míní Báma.

Bíllinn er með 210 hestafla vél sem togar 470Nm og í bílnum er 8 gíra ZF sjálfskipting sem er fáanleg í alla Daily bíla upp í 7,2 tonn. Bíllinn eru sérútbúinn fyrir HSSR með 4×4 drifbúnaði frá Achleitner í Austurríki og þá er sjálfstæður millikassi í bílnum með sídrifi sem er læsanlegt og hægt er að velja um hátt og lágt drif , auk þess eru bæði fram og afturdrifið 100% læsanlegt.
Arctictrucks sáu síðan um að setja 35“ dekk, sílsakanta auk brettakanta og öfluga ljósagrind að framan á bílinn en ekki var farið í að hækka bílinn umfram það sem er frá framleiðandanum.
Amg Aukaraf ehf sá um alla rafmagnsvinnu og setti m.a. auka vinnuljós og fjarstýrt leitarljós á þakið, vinnuljós var sett á allar hliðar bílsins, gul og blá blikk aðvörunarljós var einnig sett á bílinn, annar búnaður er: Loftdæla, kastaragrind spiltengi, lesljós, led inniljós, Rauter, hleðslutengingar fyrir talstöðvar og tetra stöðvar, inverter,, olíumiðstöð með tímastillingu, sérsmíðaður stjórnkassi á milli sæta fyrir fartölvu talstöðvar, höfuðrofi, spilrofa, 220 volta tengi, usb ofl ofl
Bílaklæðningar Ragnars Valssonar sá um að setja tvöfalt gler og klæðningar í farþegarýmið, ál brautir í gólf með hraðtengingum fyrir 4 sætaraðir þar sem hægt er með litlu erfiði að stilla alla stóla eftir þörfum, sér sæti fyrir 8 farþega auk ökumanns, næturlýsing og usb tengingar við öll sæti. Borð og geymslukassar verða smíðaðar sem festast í brautir á gólfi.

Kraftvélar ehf óska Hjálparsveit skáta Reykjavík til hamingju með nýja bílinn með ósk um að hann megi reynast þeim vél um ókomin ár
Meðfylgjandi eru myndir frá afhendingu bílsins og á 1 myndinni er Haukur Harðarson fulltrúi HSSR að taka á móti bílnum.

Bíllinn er með heildarþunga 7,2 tonn, 180 hestafla vél sem togar 430 Nm og 8 gíra sjálfskiptingu sem framleidd er af ZF í Þýskalandi, og loftpúðafjöðrun á afturhásingu auk 100 % læsanlegu drifi.
Bíllinn er mjög vel útbúinn af staðalbúnaði auk þess er sjálfvirk miðstöð með loftkælingu, Webasto olíumiðstöð, skjár í mælaborði, bakkmyndavél, festing ofan á mælaborð fyrir spjaldtölvu og eða GSM síma með tengingum fyrir usb ofl.

Flutningskassinn er smíðaður hjá Vögnum og Þjónustu ehf og er 5 metra langur og vörulyftan er með 1500 kg lyftigetu og lokar lyftublaðið fyrir alla opnunina á kassanum. Auka bakk og vinnuljós eru sett á bílana og öflugra rafkerfi með 210 amperstunda rafall og 2 rafgeymum. Burðargeta er ca. 3500kg.

Icetransport var stofnað árið 1998 og hóf starfsemi sína árið 2000. Upphafleg starfsemi fyrirtækisins var eingöngu tengd FedEx hraðsendingum en árið 2007 tók fyrirtækið núverandi nafn og starfar sem alhliða flutningsmiðlun. Nýlega tók fyrirtækið yfir alla þjónustu við TNT á Íslandi sem hefur aukið umsvif fyrir tækisins umtalsvert.
Á seinasta ári fékk Icetransport afhentan nýjan Stralis dráttarbíl og er þetta bíll nr. 2 á stuttum tíma sem þeir fá afhentan frá Kraftvélum

Kraftvélar ehf óska Icetransport ehf, eigendum og starfsfólki til hamingju með nýja Iveco bílinn með von um að hann megi reynast þeim vel um ókomin ár.

Á dögunum fengu Alexander Ólafsson ehf afhenta nýja Komatsu D375A-8 jarðýtu sem er lítil 73 tonn á þyngd, takk fyrir pent.
Eftir að búið var að standsetja vélina og koma henni í vinnu kom ekkert annað til greina en skemmtileg afhending á vélinni upp í Vatnsskarðsnámu þar sem við fengum Grillvagninn til þess að elda ofan í okkur veislumat og afhentum vélina formlega.

Alexander Ólafsson ehf var stofnað í október 1993 og var lengst af í eigu fjölskyldu Alexanders Ólafssonar en er nú í eigu Steypustöðvarinnar ehf.

Félagið er í námurekstri vestur undir Háuhnúkum við Krísuvíkurveg í námu sem kallast Vatnsskarðsnáma, en hið landfræðilega Vatnsskarð er rétt suðaustan við námuna.

Fyrirtækið sérhæfir sig í jarðefnavinnslu á steinefnum til margs konar nota m.a. hellu- og rörasandur, drenmöl, hestagerðisperlu, reiðstígaefni, steypusandur og steypumöl.

Við óskum Alexander Ólafssyni ehf til hamingju með nýju jarðýtuna og þökkum þeim kærlega fyrir að velja Komatsu í þetta krefjandi verkefni.

Við verðum á að sjálfsögðu með ný tæki og tökum með okkur New Holland T6.165 AutoCommand, CaseIH Maxxum 125, Weidemann 1260 og svo hinn margumrædda Weidemann T4512. Hlökkum til að sjá ykkur.

Nýlega tók Eimskip á móti tveimur nýjum Kalmar gámalyfturum fyrir rekstur sinn í Sundahöfn. Tækin sem um ræðir heita Kalmar DRG450-60S5X og eru með 45 tonna hámarks lyftigetu. Að venju eru lyftararnir sérstaklega útbúnir fyrir Eimskip og að sjálfsögðu málaðir í einkennislitum Eimskips.

Við óskum Eimskip til hamingju með nýju tækin og þökkum þeim kærlega fyrir viðskiptin.

Vélin er um 2,4 tonn að þyngd og bætist í hinn mikla minvélaflota Komatsu véla á Íslandi. En Komatsu vélarnar hafa verið einar allra vinsælustu minivélar á Íslandi undanfarin ár. Enda fyrst og fremst þekktar fyrir mikinn áreiðanlega, lága eldsneytiseyðslu, hátt endursöluverð og að vera frábærar vinnuvélar.

Vélin er vel útbúin í alla staði og afhendist m.a. á gúmmíbeltum, lengri gerð á bómuarmi, aukalagnir á bómu, framhallanlegt ökumannshús fyrir framúrskarandi aðgengi að véla og vökvabúnaði, KOMTRAX 3G kerfi, hraðtengi og 3 skóflum svo eitthvað sé nefnt.

Gísli Þór Briem eigandi AG Briem ehf kom og veitti vélinni vélinni viðtöku hjá Halldóri Ólafssyni sölustjóra vinnuvéla í tilefni dagsins. Kraftvélar óska eigendum og starfsfólki AG Briem ehf innilega til hamingju með nýju Komatsu vélina! Megi þeim farnast vel.