Hjónin Ari Guðmundsson og Elín Anna Skúladóttir, Bergstöðum í Miðfirði fengu afhenta New Holland T6.165 DC. Vélin er 145/169 hestöfl og eins og áður sagði með nýja Dynamic Command 24×24 gírkassanaum, þar sem eru þrjú 8 gíra þrep, A, B og C, og hægt að hafa vélina sjálfskipta í gegnum B og C þrep, framfjöðrun og 50 km/h. Fjaðrandi hús með 12 LED vinnuljósum, SideWinder II sætis arminn með stórum snertiskjá og rafmagns joystick fyrir ámoksturstækin og vökvasneiðar. 113 lítra loadsensing vökvadæla, með 5 rafstýrðum vökvasneiðum, vökvayfirtengi og útskjótanlegum krók. Alö Q5s ámoksturstæki, með vökvalæsingu fyrir fylgitæki.

Á einni myndinni er Ari er hann veitt vélinni viðtöku á hlaðinu heima á Bergstöðum. Vel útbúin og öflug vél sem mun örugglega skila sínu í komandi verkefnum og við hjá Kraftvélum óskum Ara, Elínu og fjölskyldu til hamingju með vélina og þökkum viðskiptin.

Vélin er með 4 strokka „Common Rail“ 117 hp. mótor, vökvavendigír og 16×16 gírkassa með sjálfskiptimöguleika 40 km/h. Vökvadælur eru 2, 84 ltr/mín aðaldæla með 4 vökvaventlum (8 vökvaúttök) með flotstöðu og stillanlegur vökvaflæði og 43 ltr/mín. þjónustudæla. 3 hraðar eru á aflúttaki, vökvaútskjótandlegur dráttarkrókur, fjaðrandi hús með loftkælingu, 8 LED vinnuljós ásamt 2 blikkljósum á ökumannshúsi. Vélin er með New Holland 740 TL ámoksturstækjum og 240 cm. skóflu og er innbyggð stjórnstöng tengd 2 miðjuventlum, en einnig eru takkar til að stjórna gírskiptingunni í stjórnstönginni. Vel útbúin vél sem mun örugglega skila sína fyrir Böðvar og fjölskyldu við bústörfin. Myndin er tekin þegar Böðvar veitti vélinni viðtöku á Akureyri fyrir stuttu. Við hjá Kraftvélum óskum Böðvari og fjölskyldu til hamingju með nýju vélina og þökkum viðskiptin.

Afhending Komatsu GD675-6 veghefill!

Núna um páskana fékk Hefilverk ehf afhentan nýjan Komatsu GD675-6 veghefil. Hefillinn er svo sannarlega glæsilegur og vel útbúin í alla staði með öllum helstu þægindum sem í boði eru. Hann er ca 19,5 tonn að þyngd og afhendist m.a. með 221 hp vél, 14 feta tönn, ýtublaði að framan, Ripper með 5 tönnum, sjálfvirku smurkerfi, Webasto olíufýringu, KOMTRAX 3G kerfi, KOMATSUCARE viðhalds og þjónustupakki Komatsu fylgir að sjálfsögðu með líka og svo lengi mætti telja. Að auki afhendist hann með Trimble GPS kerfi frá Ísmar ehf.

Feðgarnir Hilmar Guðmundsson, Ívan Örn Hilmarsson og sonur Ívans, Ívan Atli Ívansson komu og veittu heflinum viðtöku hjá sölumönnum okkar. Hefilverk er fjölskyldufyrirtæki sem sérhæfir sig í vegheflun og er rekið af þeim heiðurshjónum Elínu og Hilmari og Ivani syni þeirra. Þess er gaman að geta að Hefilverk fagnar 30 ára afmæli um þessar mundir og við það tækifæri ákváðu þau að gefa sér nýjan Komatsu veghefil í afmælisgjöf. Hefilverk hefur nánast frá stofnun fyrirtækisins átt Komatsu veghefla í sínum röðum. En fyrsti nýi veghefilinn sem þau hjónin keyptu var einmitt Komatsu veghefill sem þau fengu afhentan 1991.

Við hjá Kraftvélum þökkum Hefilverk fyrir gott og náið samstarf í tæp 30 ára núna og hlökkum til næstu 30 ára með þeim. Okkur þykir það einstaklega ánægjulegt að geta tekið þátt í þessum tímamótum með þeim með afhendingu á nýjum Komatsu GD675-6 veghefli. Við óskum þeim Elínu, Hilmari og Ivani innilega til hamingju afmælið og með nýja Komatsu veghefilinn að sjálfsögðu líka. Megi þeim farnast afskaplega vel

Um er að ræða mjög vel útbúna og öfluga bíla með 570 hestafla Cursor 13 vélum togkraftur er 2500 Nm frá 1000 sn/min og 16 gíra ZF Hi-Tronix sjálfskiptingu sem er með skriðgír og 3 bakkgíra auk sjálfvirkrar stillingar ef þarf að losa bíl úr festu ( rocking mode) einnig er öflugur retarder/intarder og mótorbremsa. Bílarnir eru með niðurgírun í hjólum á drifhásingum, læsingum á milli hásinga og hjóla, diskabremsum á öllum hjólum og blaðfjöðrum.
Bílarnir eru allir með breiðu kojuhúsi ( AS Active space ) með sléttu gólfi og mjúkri loftpúðadempun, upphækkun er á þaki til að hægt sé að standa ínn í húsinu, 2 geymsluhólf eru beggja vegna utan á ökumannshúsi sem eru opnuð með rofa innan úr húsi en eru aðgengileg að inna líka. Lúxus koja er í bílunum, ísskápur, kæliskápur og vinnuborð ofl ofl. Leðurstýri og allur sami munaður og er í Stralis dráttarbílunum frá Iveco svo sem bogadregnu mælaborði með 7“ snertiskjá, einn bílanna er auk þess með leðuráklæði á sætum og snúningssæti fyrir farþegann. Ökumannssætin er með ótal hæðar, setu og bak stillimöguleikum auk hita og kælibúnaðs í baki og setu. Eigin þungi þessara bíla er 15,7 tonn, heildarþungi 36 t, Vagnlest er 60 tonn.

Upphitaður grjótpallurinn er frá Istrail í Noregi, botninn er 10mm og hliðar 8 mm hardox 450 stáli, neftjakkur er fremst á palli. Tjakkar eru bæði á vör og loku fyrir víðari opnun auk stillingar fyrir mis mikla opnun við tippun á efni. Riðfrír geymslukassi og hilla fyrir annan búnað er á grind bílsins, Allur besti öryggisbúnaður er í bílunum auk akreinaskynjarana, sjálfvirkra neyðarhemlunar og „ Adaptive Cruse control“ með fjarlægðarstjórnun í næsta bíl.
Öflugir dráttarkrókar frá Vbg eru á bílunum með sjálfvirkri læsingu.

X-Way bílarnir eru ný hönnun hjá Iveco þar sem það besta frá Trakker grjótflutningabílunum og Stralis on-road bílunum er sameinuð í einn bíl með ótal útfærslu möguleikum í boði. Hægt er að fá bílana bæði í on-road og on-road+ auk off road uppsetningum allt eftir notkunarþörf. Nú er einnig hægt að fá í fyrsta skiptið fleiri hásingar og vökvadrifið framdrif eða hefðbundið í gegnum millikassa. Fleiri útfærslur af aflúttökum er í boði og allar gerðir ökumannshúsa. Í dag ætti að vera hægt að skraddarasauma bíla fyrir al flestar þarfir og notkun.

IJ Landstak er í eigu Ingileifs Jónssonar sem er með áratuga reynslu í verktakavinnu, fyrstu verkefni þessara nýju bíla er að keyra efni í borplön við Hellisheiðarvirkjun þar sem krafist er sérstakrar vottunar um að bílarnir séu mengunarfrír til að fá vinnu inná vatnsverndarsvæði höfuðborgarsvæðisins.

Kraftvélar óska Ingíleifi Jónssyni og starfsmönnum hans til hamingju með nýju bílana með von um þeir megi reynast þeim vel í um ókomin ár.

Á meðfylgjandi myndum er Ingileifur og starfsmaður hans að veita bílunum viðtöku.

Dagur Opnunartími
Skírdagur Lokað
Föstudagurinn langi Lokað
20. apríl Lokað (laugardagur)
Páskadagur Lokað
Annar í páskum Lokað
23. apríl Opið frá 08:00 – 18:00

Gleðilega páska!

Jarðval sf var að fá afhenda þrjá Iveco Trakker AT410T50 8×4 grjótflutningsbíla.

Um er að ræða vel útbúna og öfluga bíla með 500 hestafla Cursor 13 vélum og 16 gíra ZF sjálfskiptingu og retarder.

Bílarnir eru með kojuhúsi með geymsluhólfum beggja vegna á ökumannshúsi.

Þeir eru útbúnir öllum hugsanlegum þægindum, útvarpi með snertiskjá, ísskáp, olíumiðstöð ofl.

Krómgrind á þaki með vinnuvitum, kösturum og lúðrum.

 

Grjótpallurinn er frá Cantoni og er úr hardox 450 stáli með neftjakk fremst á palli.

Pallur er samlitur bílunum og er með öflugum brettum yfir afturhjólum og ryðfríum verkfærakassa og festingu fyrir varadekk.

Yfirbreiðsla á palli er með rafmagnsfærslu, pallurinn er upphitaður og með víbrara.

 

Jarðval var stofnað 2011, eigendur eru Árni Geir Eyþórsson og eiginkona hans Erla Guðmundsdóttir.

Jarðval er jarðvinnuverktaki sem hefur komið víða við og fyrirtækið hefur stækkað og dafnað síðastliðinn ár.

Næg verkefni eru framundan og hjá fyrirtækinu starfa um 15 manns.

Það var Árni Geir Eyþórsson sem tók við bílunum úr hendi Ívar Sigþórssonar.

Við óskum þeim hjónum og starfsfólki Jarðvals innilega til hamingju með nýjan og glæsilegan bílaflota og óskum þeim velfarnaðar í framtíðinni.

Lyftarinn er vel útbúinn með 2000kg lyftigetu, 4700mm lyftihæð, hliðarfærslu, fjórföldu vökvaúttaki og 48V 625Ah rafgeymi.

Á myndinni má sjá Björn Björnsson og starfsmenn frá Reykjagarði taka á móti nýja tækinu.
Kraftvélar óska Reykjagarð til hamingu með nýja lyftarann og þökkum þeim kærlega fyrir viðskiptin.

Instagram: Kraftvelar