Á stórsýningunni okkar Míní-Báma í júní mánuði var mikið um dýrðir og afhendingar. Ein afhendingin var þegar Kraftvélaleigan tók á móti nýju Komatsu PW160-11 hjólagröfunni sinni og afhenti hana áfram til Bes ehf sem hefur tekið vélina á langtímaleigu.
Vélin er ca 17 tonn að þyngd og er öll hin glæsilegsta og útbúin öllum helstu eiginleikum sem í boði eru frá Komatsu. Meðal annars má nefna tvöfalda bómu, tvöföld dekk, sjálfvirkt smurkerfi, „joystick“ stýri, Komvision 300° myndavélakerfi, KOMTRAX 3G kerfi, vagntengi fyrir sturtuvagn á tönn, KOMATSUCARE viðhalds- og þjónustuáætlun Komatsu og svo lengi mætti telja. Að auki afhendist vélin með Engcon rótotilti og Junkkari J10D sturtuvagni sem var sérstaklega pantaður í Komatsu litnum.

Á myndinni má sjá Björn Sigmarsson (t.h.) taka við vélinni fyrir hönd Bes ehf frá Viktori Karl Ævarssyni, framkvæmdastjóra Kraftvélaleigunnar.
Hjólagrafan mun nýtast Birni í gífurlega mörg og fjölbreytt verkefni. Með langtímaleigunni fylgir kaupréttur þar sem hluti af leiguverði gengur upp í kaup vélarinnar, með þeim valmöguleika geta viðskiptavinir Kraftvélaleigunnar ákveðið að kaupa leigutækið hvenær sem er á leigutímanum, sé samið um kauprétt í upphafi leigu.

Kraftvélaleigan óskar Bes ehf til hamingju með nýju hjólagröfuna!

Fyrir 0,8 – 2,5 tonna vélar
https://www.kraftvelar.is/vorur/miller-mgb0120/

Er þetta lyftari með 3 tonna lyftigetu og lyftir í 4300mm hæð. Lyftarinn er mjög vel útbúinn með talsvert að aukabúnaði. Þar má helst nefna, snúning á göfflum, mikið af auka ljósum, t.d. ljós á mastri og árekstrarvörn. Öll aðstaða ökumanns er til fyrirmyndar í Toyota lyfturum, þægilegt og fjölstillanlegt sæti fyrir ökumann, armpúði með fingurstýrðum stjórntækjum, útvarp með góðum hátölurum, A4 blaðahaldari á stillanlegum armi og margt fleira.

Til fróðleiks má nefna það að Toyota Material Handling er einn af fáum lyftaraframleiðendum sem framleiðir sínar eigin díselvélar. Það að vera með eigin mótora í lyfturunum gerir alla þjónustu mun þægilegri og skilvirkari til lengri tíma litið. Eins og öllum er kunnugt þá eru reglur varðandi díselmótora alltaf að herðast meira og meira og Toyota eru þar fremstir í flokki með þróun í þá átt að menga minna.

Við hjá Kraftvélum óskum Ísfélagi Þorlákshafnar til hamingju með nýja lyftarann og þökkum þeim fyrir að velja Toyota og Kraftvélar

Nýlega fékk Óskatak ehf afhenta nýja Komatsu PW148-11 hjólagröfu. Vélin er önnur hjólagrafan sem þeir feðgar Óskar og Adam fá afhenta hjá okkur á árinu og jafnframt þriðja nýja Komatsu vélin í ár að meðtalinni Komatsu PC290LC-11 vélinni.

Hjólagrafan er virkilega útbúin í alla staði og vigtar um 15 tonn. Hún afhendist m.a. með tvöfölda bómu, 2,5 m bómuarm, tvöfalda Bandenmarkt hjólbarða, rafmagnsupphitaðar AdBlue lagnir, sjálfvirkt smurkerfi, 6 vinnustillingum á vökvakerfi, tönn að aftan, vagntengi og allar lagnir fyrir sturtuvagn á tönn, “Joystick” stýri, “premium” sæti með hita og kæli eiginleika, loftkælingu, KOMVISION 300° myndavélakerfi, KOMTRAX 3G kerfi og KOMATSUCARE viðhalds og þjónustuáætlun Komatsu að sjálfsögðu líka sem inniheldur 4 fríar þjónustuskoðanir í 3 ár eða 2000 vst og frí skipti á mengunarbúnaðssíum í 5 ár eða 9000 vst.

Að auki afhendist vélin með Engcon EC219 rótotilt, S60 hraðtengi einnig frá Engcon sem staðsett er fyrir ofan rótotilt og hið framúrskarandi Trimble EarthWork GPS kerfi frá Ísmar ehf.

Vélina afhentum við þeim feðgum formlega á Míni-Báma vinnuvélasýningu Kraftvéla sem haldin var með pompi og pragt fyrr í sumar. Þar veittu þeir vélinni viðtöku hjá Ævari Þorsteinnssyni forstjóra Kraftvéla og Masatoshi Morishita forstjóra Komatsu í Evrópu sem heiðraði okkur með nærveru sinni á sýningunni.
Á myndinni frá vinstri: Morishita, Adam, Óskar og Ævar.

Kraftvélar óska Óskari, Adam og öðru starfsfólki Óskataks ehf innilega til hamingju með nýju Komatsu hjólagröfuna og við þökkum jafnframt kærlega fyrir viðskiptin. Megi þeim farnast afskaplega vel.

Svanur Hallbjörnsson sem er maður okkar allra á Austurlandi fagnar fimmta tuginum 24. ágúst næstkomandi.
Svanur á og rekur verkstæðið VSV sem er staðsett á Finnsstöðum á héraði. Svanur er eins og flestir vita laginn með skrallið og einstakur áhugamaður um vélar. Kraftvélar ætla að fagna árunum fimmtíu með honum og sláum við saman í vélasýningu og veislu.

Kraftvélar mæta með vagnhlass af vélum og ýmislegt annað sem viðskiptavinum okkar og Svans ætti að þykja gaman að skoða. Deginum skiptum við í tvennt en við byrjum á slaginu kl. 11:00 og verðum til kl. 17:00, þá er ætlunin að gera sér góðan dag í að skoða ný og gömul tæki með pylsu og kaffibolla í hönd, en eins og flestir vita þá er nóg til af glæsilegum tækjum á Finnsstöðum sem hafa fengið nýtt líf eftir að hafa leikið í höndunum á forntækjadeild VSV.

Eftir að við höfum troðið í okkur vænum skammti af pylsum og orðin vel víruð af kaffidrykkju er ætlunin að skella í lás svo að sölumennirnir að sunnan geti lagt sig og farið í sturtu, á meðan þeir gera tekur Svanur fram leynigest úr frystinum og endurraðar á svæðinu því að tekið verður aftur úr lás kl. 20:00 til að halda upp á afmælið hans Svans eins og honum og hans fólki er einu lagið. Við munum svo fara að segja skilið við fagnaðarlætin og léttu kvöld veigarnar þegar nýr dagur lemur á dyrnar um miðnættið. Svani og Hjördísi ásamt okkur í Kraftvèlum hlökkum til að sjá vini, ættingja, nágranna, viðskiptavini og alla aðra sem sjá sér fært að mæta laugardaginn 24.ágúst næsta í stiglausum afmælisgír!

Til gaman er hægt að rifja upp viðtal við Svan sem N4 tók við kappann en það má finna hér. https://www.youtube.com/watch?v=19Vehol1loU&t=

Eins og bændur hafa eflaust allir tekið eftir þá hefur Weidemann T4512 skotbóman komið sem ferskur blær á sjónarsvið landbúnaðartækja og heldur betur stimplað sig inn sem nauðsynlegur þjónn.

Frá árinu 2015 höfum við flutt inn og selt 50 stykki af þessum snilldar skotbómulyftara!

Weidemann T4512 númer 50 var afhentur í ágúst mánuði til Vinnuvéla Reynis B. Ingvasonar ehf á Brekku í Húsavík.

Vélin er einstaklega vel útbúin með loftpúðasæti, stærri vökvadælu og bakfæðislögn ásamt 4 vökvasviði að framan, þar sem Reynir fékk sér sláttuvél með safnara til að slá og snyrta í kringum ferðaþjónustuna sem hann rekur einnig í Brekku. Sláttuvélin er vökvaknúin og með 160 cm. vinnslubreidd. Einnig fylgdu skófla og lyftaragafflar.

Það er Reynir sem stendur við vélina á myndinni sem var tekin þegar vélin var afhent heima í Brekku.
Við hjá Kraftvélum óskum Reyni og hans fólki til hamingju með vélina og þökkum fyrir viðskiptin.

Á þessum tímamótum minnum við einnig á myndbandið sem við bjuggum til um þetta frábæra tæki: https://www.youtube.com/watch?v=_gqJvAGJcI0

Þessi snilldar skotbómulyftari er heldur betur búinn að sanna sig hér á landi á þessum árum!

Ef þú vilt kynnast T4512 á tveimur mínútum þá mælum við með myndbandinu sem við bjuggum til: https://www.youtube.com/watch?v=_gqJvAGJcI0

Sjá meira

Sveitasælan verður haldin við og í Reiðhöllinni Svaðastöðum á Sauðárkróki á morgun, laugardaginn 17. ágúst. Sýningin er frá 10:00 til 17:00 og að sjálfsögðu verða Kraftvélar á staðnum með veglegt úrval af tækjum til sýnis.

Við verðum með vélar frá New Holland, CaseIH, Weidemann, Junkkari og þar að auki verðum við með tvo IVECO bíla til sýnis. Sveitasælan hefur notið mikilla vinsælda sem véla- og fyrirtækjasýning og við hjá Kraftvélum höfum ekki látið okkur vanta á hana svo árum skiptir.

Endilega komið við og gefið ykkur á tal við okkar menn á staðnum og fáið kynningu á okkar vöruúrvali, Kraftvélar eru leiðandi fyrirtæki á íslenskum markaði í framboði og þjónustu á vélum fyrir landbúnað, atvinnubíla, lyftara og vinnuvélar. Við hlökkum til að sjá ykkur!