Jón Ingi Ólafsson sauðfjárbóndi í Þurranesi í dölum er nýjasti meðlimur hugfanginna eiganda Weidemann T4512.

Það má með sanni segja að Kraftvélar sé farið út í þá hugsun að skipuleggja vikulegar ferðir í Dalina með Weidemann vélar því slík hefur salan á þessum vélum verið að annað er ekki hægt. Sauðfjárbændur á Íslandi hafa bein í nefinu og eljan sem þessi stétt sýnir í leik og starfi slær okkur sem störfum í þjónustu við landbúnað baráttuvilja í brjóst.

Jón Ingi átti ekki í erfiðleikum með að stilla sér upp fyrir framan myndavélina við hlið föður síns Ólafs Skagfjörð Gunnarssonar en Ólafur var orðinn þreyttur á dagdraumum Jóns á sínum tíma og kom við í Kraftvélum og labbaði út með tilboð og skellti á borðið fyrir framan strákinn, sagði honum svo að kaupa.

Við þökkum Ólafi fyrir hjálpina og Jóni Inga fyrir viðskiptin og óskum honum til hamingju með að vera kominn í þennan stóra hóp ánægðra eiganda Weidemann.

Sjá nánar um vélina hér: http://www.kraftvelar.is/Solutorg/Skoda/weidemann-smavélar-1

Nýverið fengu ÍAV afhenta átta Iveco Daily vinnuflokkabíla frá Kraftvélum.

Um er að ræða vel útbúna Iveco Daily 7 manna vinnuflokkabíla með áföstum palli með fellanlegum skjólborðum og eru þeir að leysa af hólmi eldri bíla fyrirtækisins.

Það var glatt á hjalla þegar að formleg afhending bílana fór fram síðastliðinn föstudag við húsakynni ÍAV í Reykjanesbæ og óskum við ÍAV innilega til hamingju með bílana.

Á myndinni má sjá starfsmenn Kraftvélar afhenda starfsmönnum ÍAV bílana formlega.
Frá vinstri: Þórmar Viggósson (verkstjóri ÍAV), Ívar Þór Sigþórsson (sölustjóri Iveco), Einar Már Jóhannesson (forstöðumaður tækjareksturs), Viktor Karl Ævarsson (framkv.stjóri sölu- og markaðssviðs Kraftvéla) ásamt Þórði Þorbjörnssyni (innkaupastjóra ÍAV).

Við óskum ÍAV innilega til hamingju með bílana og þökkum þeim fyrir viðskiptin.

ÍAV 2

Myndband frá afhendingunni:

Í lok febrúar fóru sölumenn Kraftvéla í vel lukkaða sýningarferð á austurlandið þar sem við sýndum á Egilsstöðum og Reyðarfirði.

Á Verkstæði Svans ehf á Finnsstöðum afhentum við eitt stykki Weidemann T4512 til Kristjáns Indriðasonar á Syðri-Brekku á Langanesi.

Hér á mynd má sjá Svan og Kristján (t.v.) fagna þessu með gjöfum og hlátri enda eru þeir með glaðari mönnum sem finnast þessir kappar.

Kristján tekur nú þennan Weidemann T4512 í sýna þjónustu og mun hún og Kristján vera óaðskiljanleg eftir að hún kom samkvæmt sveitungum Kristjáns.

Á bakvið myndavélina er Brói Jóns hjá B.J. Vinnuvélum á Þórshöfn og sá hann um að flytja hana til Kristjáns þrátt fyrir slæmt færi.

Við hjá Kraftvélum óskum Kristjáni til hamingju með vélina og þökkum við honum kærlega fyrir viðskiptin.

Við látum okkur að sjálfsögðu ekki vanta á Verk og vit, enda höfum við uppá ansi margt að bjóða fyrir byggingarverktaka.

Sjáumst í Laugardalshöll!

https://verkogvit.is/

Nýverið afhentu Kraftvélar Kópavogsbæ nýjan 5,2 tonna Iveco Daily vinnuflokkabíl en fyrir eiga þeir góðan flota af Iveco vinnuflokkabílum.

Þessi nýi bíll er með 180 hestala vél og 8 gíra ZF sjálfskiptingu, læstu mismunadrifi, sætum fyrir 6 farþega auk ökumanns, 3 metra palli með álskjólborðum og dráttarkrók svo fátt eitt sé nefnt.
Á bílinn verður einnig settur 3 t/m krani, snjótönn og festingar fyrir salt og sandreifibúnað.

Á myndinni er Eiður Guðmundsson, forstöðumaður þjónustumiðstöðvar Kópavogs, að taka á móti bílnum.

Kraftvélar vilja óska Kópavgsbæ og starfsmönnum til hamingju með þennan glæsilega bíl með ósk um að hann megi reynast þeim vel í framtíðinni.

Kóp-02

Fyrir stuttu síðan fengu Grindverk ehf nýjan Iveco Daily 4×4 pallbíl afhendan frá Kraftvélum.
Um er að ræða 170 hestafla bíl sem er 5,5 tonn í heildarþunga.

Bíllinn er útbúinn með Cantoni sturtupalli með hliðarsturtu og öflugu fjórhjóladrifi með vökvalæsingum að framan og aftan. Að auki er bíllinn með tvöföldum millikassa og skriðgír.

Grindverk ehf er ahliða verktakafyrirtæki og mun bílinn eflaust koma að góðum notum í fjölbreyttum verkefnum.

Það var eigandi Grindverks ehf Sigurður G. Sigurðsson (t.h.) sem tók við bílnum frá Ívari Sigþórssyni, sölustjóra Iveco.

Við í Kraftvélum óskum Grindverk til hamingju með bifreiðina og þökkum þeim fyrir viðskiptin.

Grindverk 2

 

Grindverk 3

Vegagerðin fékk nýverið afhentan 40″ breyttan Iveco Daily 4×4 flokkabíl.

Um er að ræða 170 hestafla bíl sem er 5.5 tonn í heildarþunga og breyttur fyrir 40″ dekk með athafnapakka frá Arctic Trucks.

Iveco Daily 4×4 eru með öflugu fjórhjóladrifi með vökvalæsingum að framan og aftan ásamt tvöföldum millikassa og skriðgír.

Það var Sverrir Örvar og Móses Halldórsson sem tóku við bílnum frá Ívari Sigþórssyni, sölustjóra atvinnubíla (í miðjunni), og óskum við Vegagerðinni til hamingju með þennan glæsilega bíl.

Vegagerðin 02

 

Vegagerðin 03

Á fyrstu dögum nýs árs fékk Arnþór Traustason, Litlu-Hlíð í Skagafirði, afhentan Weidemann 1160 liðlétting.

Vélin er 32 hestöfl með niðurfellanlega öryggisgrind EPS, sem er mjög einfalt og fljótlegt að framkvæma, og skilar vélinni inn um hurðarop undir 180 cm á hæð.
Lipur og dugleg vél sem mun örugglega nýtast vel í hin ýmsu verk.  Vélinni fylgja skófla og greip, og að sjálfsögðu er vökvalás fyrir fylgitæki eins og á öllum Weidemann vélum.

Myndin er tekin þegar Arnþór Traustaston fékk vélina afhenta heim í hlað af Magnúsi Gunnarssyni sölufulltrúa landbúnaðartækja, sem er á bak við myndavélina.

Við óskum Arnþóri og fjölskyldu til hamingju með nýju vélin og þökkum fyrir viðskiptin.

Hafnarfjarðarhöfn fengu nýlega afhendan nýjan Iveco Daily vinnuflokkabíl.
Bílinn er 5,0 tonn í heildarþyngd og er sjö manna, hann er vel útbúinn með 3,0 lítra 180 hestafla vél auk 8 gíra sjálfskiptum ZF gírkassa.

Bíllinn er með áföstum palli frá framleiðanda og er byggður á stálgrind með niðurfellanlegum skjólborðum sem einnig er hægt að taka af ef þörf krefur. Á bílinn var einnig settur 3,0 t/m Fassi krani frá Barka ehf

Hafnarfjarðarhöfn er samkvæmt heimildum ein elsta og öruggasta höfn landsins. Hún er í raun hjarta bæjarins vegna þess hvernig byggðin umlykur hana. Helsta starfsemi við höfnina er losun og lestun lausavöru, löndun og lestun sjávarafurða, losun og lestun olíu og asfalts ásamt losun og lestun hráefna og afurða til og frá álverinu og gasfélaginu í Straumsvík.

Kraftvélar óska Hafnarfjarðarhöfn til hamingju með bílinn með von um að hann reynist þeim vel.
Á myndinni er Lúðvík Geirsson (t.h.) hafnarstjóri að taka á móti bílnum frá Óskari Sigurmundasyni, sölumanni Iveco.