Vélin er til sýnis á Dalvegi og tilbúin til afhendingar!
Lýsing á vélinni er eftirfarandi:
Vélin er fjórhjóladrifin með 4,5L FPT 4cyl mótor
Vélin er 135/155 hestöfl og skilar 637nm í togi
230V hitari á mótor og gírkassa
200Ah rafall.
Gírkassi er 50km/h. 17×16 takkaskiptur með sjálfskiptimöguleika.
5 vökvaventlar að aftan (10 vökvaúrtök)
3 hraðar í aflúttaki 540/540E/1000
Loftpúðasæti fyrir ökumann ásamt góðu farþegasæti
12LED vinnuljós ásamt góðum akstursljósum
BLUETOOTH útvarp
Loftkæling
Vökvaútskotinn dráttarkrókur
Vökva- og loftbremsur
90mm tjakkar fyrir beisli, stjórnun er í rafmagns snerli á armpúða ökumannssætis.
Dekkjastærðir eru 480/65R28 að framan og 600/65R38 að aftan.
Frambretti og brettabreikkanir að aftan.
121 lítra vökvadæla CCLS.
Fjaðrandi hús og framhásing
Rafstýribeislis og aflúttaks stjórnun á afturbrettum
ALÖ Q5S ámoksturstæki með EURO/SMS festingum og vökvalás að framan. Tækin eru fjaðrandi og stjórnað með stýripinna sem festur er við ökumannssæti, fylgir 240cm ALÖ skófla.