Kraftvélar hafa til sölu bilaða Liebherr R934 beltagröfu sem er 33 tonn að þyngd og vel útbúin á mjög hagstæðu verði.
Vélin lennti í vatnstjóni og fæst því á meira en helmings afslætti frá ásettu verði. Ásett verð voru 6.950.000kr (án vsk) áður en vatnstjónið átti sér stað en tilboðsverð á vélinni í núverandi ástandi eru aðeins 2.990.000kr (án vsk).
Umrætt vatnstjón var þess eðlis að vélin var í vinnu við sjó þegar undirlag vélarinnar gaf sig. Skóflan stakkst á kaf og vélin sökk undan eigin þunga. Sjávarvatn fór yfir hálfan bómuarm, undirvagninn og 20-30 cm yfir neðri hluta vélar fyrir ofan snúningskrans. Sjávarvatn fór inn í botn ökumannshúsins en náði þó ekki upp að sæti ökumanns.
Vélin er keyrsluhæf í lægsta snúning en ljóst er að vatnstjónið varð til þess að eitthvað skemmdist því vélin fer ekki upp á snúning og óvitað hvað hefur skemmst nákvæmlega.
Vélin selst í núverandi ástandi og nauðsynlegt að áhugasamir kaupendur kynnir sér betur ástand vélarinnar.
Árgerð | 2007 |
Vinnustundir | 10.900 |
Þyngd (tonn) | 33 tonn |
Spyrnur (beltagröfur) | 700mm |
Skófla | Já |
Hraðtengi | Já |
Smurkerfi | Já (ótengt) |