ÞEGAR ÞÖRF ER Á AFLI ÞÁ ER OPTUM SÉR KAFLI!
CaseIH Optum er stóri bróðir Puma vélanna og í þeimer áfram 6,7 ltr mótorinn sem skilar í stærstu vélinni313 hestöflum. Nýlega gekk Optum línan í gegnum andlitslyftingu eins og Magnum fór í áður. Optum eru núna komnar með AFS1200 snertiskjánum ásamt þvíað hafa fengið í sig nýja armpúðann. Þær eru orðnar AFS tengdar og því er hægt að tengjast í gegnum netið.Uppfærslur og annað sem þarf að skoða í þeim er því gert yfir 4G kerfið og með kaupum á svona vél fylgir áskrift allt upp í 5 ár af innra kerfi CaseIH til að getasett þar inn upplýsingar og ef vélin er með GPS kerfi er hægt að nýta sér þetta kerfi enn frekar. Ökumannshúsið á Optum hefur verið endurhannað frá grunni og er nú það mest hljóðeinangraða á markaðnum með einungis 66dB(A) sem komast inn í það af hljóðmengun. Mótorinn er kominn upp í 750 vst á milli olíuskipta og á líftíma vélarinnar getur það sparað þónokkrar upphæðir.
Optum vélarnar njóta gríðarlegra vinsælda í Evrópu og orð fá því ekki lýst með góðu móti hverslags vinnuhestar þessar vélar eru. Þrátt fyrir það að fara upp fyrir 300 hestafla markið er hún hvorki þung eða stirð, það er passað upp á að Optum henti í öll þau verk sem manni gæti dottið í hug en einnig er hægt að þyngja hana upp ef þörf er á því. Optum eins og aðrar vélar frá CaseIH er hægt að sérútbúa eftir þörfum hvers og eins.
DÆMI UM BÚNAÐ Í CASEIH OPTUM 300CVX ER:
•6 cyl. 6.7L, 313Hp FPT CaseIH mótorsem skilar 1282Nm í togi.
•Vélin er með aflaukakerfi og er því300Hp og upp í 313Hp
•CVX gírkassi er stiglaus og meðökuhraða 0,03 til 53 km/klst
•Mótorbremsa
•Vélin er með fjaðrandi framhásingumeð 3 mismunandi stillingum
•Húsfjöðrun „5 level adjustment“
•22 LED vinnuljós og 2 gul snúningsljós á þaki vélar
•Loftkæling
•Leðurklætt stýri og ökumannssætiásamt teppi í gólfið á vélinni
•Myndavél er standard í húddinu ávélinni sem er tengd við
•AFS1200 snertiskjáinn
•Load sening vökvakerfi, 220 ltr. dæla,Load sening vökvaúttök
•7 tvívirkar vökvaspólur aftan
•Lyftigeta á beisli er 11.058 kg.
•Vökvayfirtengi
•Framlyfta og framaflúttak 1000 og1000E sn/mín
•1 tvívirkt vökvaúttak að framan
•Útskjótanlegur dráttarkrókur
•Vökva- vagnbremsuventill ásamtloftbremsum.
•4 hraðar í aflúttak að aftan,1000E-1000-540E-540
•Olíutankur 630 ltr og 96 ltr Ad-Blue