Kraftvélar á Bauma

Við hjá Kraftvélum erum spennt að taka þátt í Bauma, einni stærstu og mikilvægustu sýningu heims fyrir vinnuvélar. Sýningin fer fram í München og dregur að sér helstu framleiðendur og sérfræðinga úr greininni. Þar munu vera kynntar nýjustu lausnirnar frá okkar vörumerkjum.

Nýjungar frá okkar vörumerkjum

Á Bauma 2025 munu okkar birgjar sýna spennandi nýjungar sem endurspegla framfarir í véltækni, sjálfbærni og hagkvæmni. Hér eru nokkur dæmi af því helsta sem við hlökkum til að sýna:

  • Komatsu – Hápunkturinn hjá Komatsu verður frumsýningin á glænýrri Komatsu PC220LCi-12 beltagröfu af nýjustu kynslóð sem er búin nýjustu iMC 3.0 (Intelligent Machine Control) tækni. Þessi grafa býður upp á aukna nákvæmni, sjálfvirkni og skilvirkni í jarðvinnu. Með endurbættum stjórnklefa og sjálfvirkum aðgerðum stuðlar hún að betri afköstum og minni rekstrarkostnaði. Komatsu mun einnig sýna nýjustu kynslóð rafknúinna vinnuvéla og háþróaðar lausnir sem hámarka orkunýtingu og draga úr kolefnisspori. Þá verða einnig til sýnis nýjustu framfarir í sjálfstýrðum tækjum sem stuðla að umhverfisvænni vinnubrögðum. Nánari upplýsingar má finna hér.
  • Sandvik – Sýnir háþróaðar hörpur, brjóta og borvagna með aukinni skilvirkni og minni umhverfisáhrifum.
  • Keestrack – Kynnir rafknúnar og vistvænar útgáfur af námutækjum með hámarksafköstum.
  • Dynapac – Sýnir nýjustu malbikunar- og þjöppunartæki (valtara og jarðvegsþjöppur) sem tryggja hámarks nákvæmni og endingargæði.
  • OSA Demolition Equipment – Sýnir breitt vöruúrval aukahluta á vinnuvélar eins og niðurrifsbúnað, vökvafleyga, klemmur og fleira.

Hittu okkur á Bauma! Við hvetjum alla viðskiptavini okkar til að heimsækja okkur á sýningunni. Við verðum oftast staðsettir á Komatsu básnum og tökum vel á móti þér.

Fylgstu með okkur á samfélagsmiðlum til að fá uppfærslur og frekari upplýsingar. Við hlökkum til að sjá þig á Bauma!

Kraftvélar leitar að jákvæðum og sjálfstæðum einstaklingi til sumarafleysinga í sölu og afgreiðslu á varahlutum.

Starfið felst í sölu og afgreiðslu á varahlutum og íhlutum fyrir vinnuvélar, lyftara og landbúnaðartæki.

Vinnutími er mánudaga til föstudaga 8:00-17:00

Helstu verkefni og ábyrgð
  • Sala og afgreiðsla á varahlutum
  • Þjónusta og ráðgjöf til viðskiptavina
  • Önnur tilfallandi verkefni
Menntunar- og hæfniskröfur
  • Góð íslenskukunnátta (skilyrði)
  • Hreint sakavottorð
  • Nákvæmni og frumkvæði
  • Rík þjónustulund og jákvæðni
  • Hæfileiki til að vinna undir álagi
  • Almenn þekking á vinnuvélum og landbúnaðartækjum (kostur)
  • Góð almenn tölvukunnátta
  • Góð samskiptafærni á ensku
  • Lágmarksaldur: 18 ára
Fríðindi í starfi
  • Mötuneyti með góðum heimilsmat
  • Öflugt starfsmannafélag
OPNUNARTÍMI KRAFTVÉLA YFIR HÁTÍÐARNAR
23-26. desember eru allar deildir fyrirtæksins lokaðar.
27. desember opið frá kl. 08:00 – 17:00.
30. desember opið frá kl. 08:00 – 17:00.
31. des – 1. janúar eru allar deildir fyrirtæksins lokaðar.
2. janúar opnum við kl. 13:00 og erum með opið til kl 17:00.
Upplýsingar um neyðarnúmer má finna hér: www.kraftvelar.is/neyd

Lagerstarfsmaður

Kraftvélar auglýsir eftir jákvæðum og sjálfstæðum einstaklingi til að sinna almennum lagerstörfum fyrir varahlutaverslun okkar. Starfið felur í sér að taka saman vörur fyrir viðskiptavini, móttaka og skráning á vörum, ásamt öðrum tilfallandi verkefnum.

Vinnutími er mánudaga til fimmtudaga frá 8:00-17:00 og föstudaga 8:00-16:00

Helstu verkefni og ábyrgð

Almenn lagerstörf

Pantanatiltekt

Vörumóttaka

Önnur tilfallandi verkefni

Menntunar- og hæfniskröfur

Góð íslenskukunnátta er skilyrði

Hreint sakavottorð

Nákvæmni

Frumkvæði

Almenn tölvukunnátta

Bílpróf

Lyftararéttindi er kostur

Góðir samskiptahæfileikar, rík þjónustulund og jákvæðni

Fríðindi í starfi
  • Íþróttastyrkur
  • Mötuneyti með góðum heimilsmat
  • Öflugt starfsmannafélag

Kraftvélar er leiðandi fyrirtæki í sölu og leigu á hágæða atvinnutækjum og þjónustu í kringum þau. Varahlutaverslun Kraftvéla sérhæfir sig í að útvega varahluti í vinnuvélar, lyftara og landbúnaðartæki.

Hjá Kraftvélum starfa um 50 manns og öll leggjum við mikla áherslu á góða þjónustu og góð samskipti, innanhúss sem utan og hér ríkir góður starfsandi.

Nánari upplýsingar um starfið veitir Jóhanna Ágústsdóttir (johanna@kraftvelar.is) í síma 535-3525.

Umsóknir fara í gegnum Alfreð: https://alfred.is/starf/lagerstarfsmadur-168

Það er lokað hjá okkur annan í hvítasunnu. Opnum aftur þriðjudaginn 21. maí kl 08:00.

Upplýsingar um neyðarnúmer má finna hér https://www.kraftvelar.is/neyd/

Dagur Opnunartími
Skírdagur Lokað
Föstudagurinn langi Lokað
8. apríl (laugardagur) Lokað
Páskadagur Lokað
Annar í páskum Lokað
2. apríl (þriðjudagur) Opið frá 08:00 – 17:00


Nánari upplýsingar um þjónustu utan opnunartíma má finna hér

Gleðilega páska!