Kraftvélar tóku sitt fyrsta skref inn á svið landbúnaðar á Íslandi þegar fyrirtækið keypti rekstur fyrirtækisins Véla & þjónustu í lok árs 2009 en fyrirtækin sameinuðust undir merkjum þess fyrrnefnda árið 2010. Síðan þá hefur sala og þjónusta landbúnaðartækja verið mikilvægur þáttur í starfseminni. Kraftvélar bjóða einhver stærstu og þekktustu vörumerki sem völ er á fyrir landbúnað og búa yfir sérþekkingu á því sviði.
Kraftvélar fengu til liðs við sig lykilstarfsmenn úr Vélaver, fyrrverandi umboðsaðila New Holland og Case IH, og með þeirra hjálp var gengið frá umboðssamning við bæði New Holland og Case IH, ásamt margra annarra vörumerkja á landbúnaðarsviðnu, og þar ber helst að nefna Alö Quicke, Fella, Weidemann, Kongskilde, Abbey, Junkkari og Zuidberg.
Hægt er að lesa nánar um þau vörumerki sem Kraftvélar bjóða uppá á sviði landbúnaðar með því að smella á þau hér fyrir neðan.
New Holland
New Holland dráttarvélar eru hluti af daglegu umhverfi íslenskra bænda, svo vel hefur þeim verið tekið. New Holland eiga uppruna sinn í tveimur þekktum vélategundum, Ford og Fiat, sem sameinuðust árið 1994. Rætur þeirra ná þó allt til ársins 1895 og eru því 120 ár síðan farið var að framleiða fyrstu landbúnaðarvélarnar undir nafni New Holland.
Öll hönnun vélanna er miðuð við að aðbúnaður stjórnenda sé sem bestur. Mikið er lagt upp úr góðu útsýni og að öll stjórntæki séu aðgreind með litum og séu innan seilingar. Stjórntölvur og snertiskjáir eru staðalbúnaður í stærri vélum þar sem hægt er að fá nákvæmar upplýsingar um vinnslu vélarinnar, olíunotkun og stöðu á notkun fylgitækja. Sætisbúnaður er allur á loftfjöðrum og með öryggisbeltum ásamt góðu farþegasæti.
New Holland býður margar gerðir dráttarvéla og þar eiga allir að geta fundið vélar sem henta þeirra þörfum, hvort sem menn eru að leita að smáum garðtraktorum, einföldum vélum eða alsjálfskiptum tæplega 700 hestafla akuryrkjuvélum.
Fyrirtækið hefur lagt sig fram um að framleiða hagkvæmar dísilvélar sem standast mengunarkröfur samtímans. Aðrir dráttarvélaframleiðendur hafa sóst eftir því að nota þessar vélar í sína framleiðslu.
Fjöldi möguleika býðst er kemur að gírkössum, allt frá einföldum, hefðbundnum skiptingum til stiglausra og alsjálfskiptra véla.
Endursöluverð New Holland dráttarvéla er með því allra hæsta á markaði, notaðar vélar eru eftirsóttar og hafa eigendur þeirra notið þess þegar kemur að endurnýjun.
New Holland eru í fremstu röð framleiðanda dráttarvéla, þreski- og heybindivéla og hafa þessar vélar fengið fjölda viðurkenninga fyrir hönnun og nýjungar.
Case IH
Fyrirtækið Case IH á sér djúpar rætur í heimi landbúnaðarvéla. Merkið er samnefnari fyrir JI Case, International Harvester, Farmall, McCormick og fleiri merki sem gert hafa garðinn frægan, hvert á sínu sviði og sínum tíma.
Saga Case IH er því saga frumherja í smíði landbúnaðarvéla, uppgötvana þeirra og viðleitni til að þróa og betrumbæta tækin sín. Á þessu hefur engin breyting orðið. Öll hönnun vélanna er unnin í nánu samstarfi við notendur þeirra sem gerir þær notendavænni og hagkvæmari í rekstri.
Case IH framleiðir allar algengustu stærðir dráttarvéla og eiga bændur ekki í vandræðum með að finna þar réttu tækin sem henta þeirra búskap og væntingum.
Sérkenni fyrirtækisins nú er framleiðsla þeirra á stórum dráttarvélum. Vélalínur þeirra Puma, Magnum og Steiger eru frá 130 til rúmlega 600 hestafla. Allar þessar vélar hafa hlotið fjölda viðurkenninga fyrir framúrskarandi hönnun og afkastagetu, auk þess að hafa hagkvæman rekstur að leiðarljósi. Magnum 230 CVX dráttarvélin var valin dráttarvél ársins 2015 á SIMA landbúnaðarsýningunni í París.
Framleiðsluverksmiðjur fyrirtækisins eru um allan heim. Ein sú tæknivæddasta í dag er hjá Case IH í St. Valentine í hjarta landbúnaðarhéraðs Austurríkis. Þar eru flestallar vélar seldar undir þeirra merkjum í álfunni framleiddar og hefur verksmiðjan verið kölluð heimili Case IH í Evrópu. Þar voru áður framleiddar Steyr dráttarvélar sem eru bændum að góðu kunnar.
Case IH dráttarvélunum hefur verið vel tekið af bændum og er fjöldi þeirra sem eru að störfum á íslenskum sveitaheimilum vel á annað þúsund.
Weidemann
Upphaf Weidemann má rekja til tveggja bræðra og sameiginlegs áhuga þeirra á aukinni tæknivæðingu í landbúnaði. Samhliða búskapnum stofnuðu þeir Maschinenfabrik Weidemann KG árið 1960. Áhugi þeirra sneri fyrst og fremst að hönnun og smíði lítilla véla og liðstýrðra, til fjölbreyttra nota við lestun og losun á hvers konar efnum og vöru. Tólf árum síðar kemur Hoftrac nafnið á litlar liðstýrðar hjólaskóflur sem leystu af hólmi tímafreka handavinnu við bústörfin.
Allar götur síðan hefur stöðugt bæst í fjölbreytta flóru þessara véla, allt upp í 2,5 tonna skotbómulyftara. Fjöldi aukahluta og fylgitækja er í boði til flestallra verka sem vélarnar geta unnið.
Í dag er Weidemann samheiti fyrir hjólaskóflur og skotbómulyftara í landbúnaði, skógrækt, rekstri sveitarfélaga sem og ýmsum sviðum iðnaðar. Weidemann GmbH hefur verið samstarfsaðili Wacker Neuson síðan 2005.
Liðstýrðar smávélar Weidemann hafa sýnt yfirburði í endingu og lágri bilanatíðni. Eigendur vélanna bera þeim allir góða sögu enda eru Weidemann smávélar þekktar fyrir sparneytni, dugnað, lágan viðhaldskostnað og þægindi.
Við hjá Kraftvélum bjóðum fjölbreytt úrval Weidemann smávéla og aukahluta á samkeppnishæfu verði.
Pöttinger
PÖTTINGER er öllum bændum og verktökum vel kunnugt vörumerki enda með langa sögu hér á landi
og afskaplega breitt vöruúrval og má þar helst nefna:
Sláttuvélar • Heyþyrlur • Rakstrarvélar • Sjálfshleðsluvagnar • Rúlluvélar
Þrátt fyrir að Pöttinger séu hvað þekktastir fyrir framúrskarandi heyvinnutækin sín bjóða þeir líka upp á jarðvinnslutæki í hæsta gæðaflokki sem hafa nú þegar notið mikillar velgengni hér á landi.
Plógar • Herfi • Jarðtætara • Sáðvélar
Abbey
Abbey Machinery er írskt fyrirtæki sem framleiðir haugsugur, haugtanka og taðdreifara. Haugsugur og haugtanka er hægt að fá í mörgum útfærslum og í öllum stærðum frá 4.000 til 22.000 lítra tanka. Val er um fjölda hásinga, dekkjastærða, fjöðrunarbúnaða á beisli og hásinga, stærða vacuumdæla, sjálffyllibúnaða og dreifiútbúnaða. Allir tankarnir er með vökvastjórnun á opnun og lokun á dreifibúnaði ásamt vökvabremsum og ljósabúnaði. Tankana er hægt að fá galvaníseraða.
Taðdreifararnir eru fáanlegir í sjö stærðum frá 3 – 15 m3. Þeir eru með hliðardreifingu og notast við keðjukastsdreifingu. Abbey haugsugur hafa verið meðal mest seldu tankanna í á annan áratug.
Kongskilde
Kongskilde er samnefnari fyrir mörg þekkt vörumerki sem framleiða jarðvinnuverkfæri fyrir landbúnað.
Meðal þekktra merkja er Howard, sem framleiðir jarðtætara og rótherfi og Överum, sem býður upp á mjög breiða línu plóga, bæði hefðbundna og vendiplóga. Einnig má nefna Nordsten sem framleiðir sáðvélar af mörgum stærðum og gerðum og svo Kongskilde sem sérhæfir sig í diskahefum, grjóttínsluvélum og mörgum útfærslum á fjaðraherfum til fínvinnslu flaga. Öll þessi merki eru meðal þeirra þekktustu í þessari gerð tækjabúnaðar fyrir landbúnað.
Alö Quicke ámoksturstæki
Hið sænska fyrirtæki Ålö er einn helsti framleiðandi ámoksturstækja á landbúnaðardráttarvélar sem eru
50 hestöfl eða meira en fyrirtækið hefur yfir 25% markaðshlutdeild á heimsvísu á því sviði.
Ámoksturstækin eru framleidd undir vöruheitinu Quicke en nú bjóðum við einnig aðra línu, Versa X, sem eru léttari tæki. Ålö ámoksturstæki eru einnig seld undir merkjum Trima og Veto.
Ålö framleiðir einnig ámoksturstæki fyrir framleiðendur dráttarvéla sem seld eru undir þeirra merkjum.
Öll ámoksturstækin eru búin dempurum, auka vökvalögn, auk þess sem hægt er að fá vökvalás á aukatækjaramma.
Ålö Quicke leggur gríðarmikið upp úr hönnun þar sem áhersla er lögð á öryggi við notkun tækjabúnaðarins, enn meiri afköst, áreiðanleika og að búnaðurinn sé eins notendavænn og frekast sé kostur.
Við bjóðum einnig úrval fylgihluta fyrir ámoksturstæki frá Ålö.
Zuidberg
Zuidberg Frontline Systems sérhæfa sig í framlyftibúnaði og aflúttökum á dráttarvélar í öllum stærðum og gerðum. Fyrirtækið er stærsti og þekktasti framleiðandi slíks búnaðar í Evrópu. Búnaður frá Zuidberg er einnig seldur beint frá ýmsum dráttarvélaframleiðendum undir þeirra eigin merkjum.
Við hjá Kraftvélum bjóðum frambúnað frá Zuidberg fyrir allar gerðir dráttarvéla.
KRAFTVÉLAR ehf
Kt. 631209-1730
Dalvegur 6-8
201 Kópavogur
Iceland
Sími / Phone +354 535-3500
kraftvelar@kraftvelar.is
OPNUNARTÍMI / Opening hours
Varahlutir / Spare parts:
Mán – Fös 08:00-17:00
Verkstæði / Workshop:
Mán – Fim 08:00-17:00
Fös 08:00-15:00
Skrifstofa og söludeild / Office and sales :
Mán – Fös 09:00-17:00
Kraftvélaleigan / Machine rental:
Mán – Fös 09:00-17:00