LANDBÚNAÐARTÆKI

Kraftvélar er öflugur aðili á landbúnaðarmarkaðnum með mörg stærstu og vinsælustu vörumerki sem völ er á.

Kraftvélar tók sitt fyrsta skref inn á svið landbúnaðar á Íslandi þegar eigendur Kraftvéla keyptu rekstur Véla & Þjónustu í lok árs 2009.

Um vorið 2010 var svo ákveðið að sameina rekstur þessara tveggja fyrirtækja, og var því ákveðið að flytja rekstur Véla & Þjónustu niður á Dalveg 6-8 þar sem Kraftvélar hafa verið með höfuðstöðvar síðan 1998.

Kraftvélar fengu til liðs við sig lykilstarfsmenn úr Vélaver, fyrrverandi umboðsaðila New Holland og Case IH, og með þeirra hjálp var gengið frá umboðssamning við bæði New Holland og Case IH, ásamt margra annarra vörumerkja á landbúnaðarsviðnu, og þar ber helst að nefna Alö Quicke, Fella, Weidemann, Kongskilde, Abbey, Junkkari og Zuidberg.

Í dag starfa tveir fyrrverandi starfsmenn Vélavers hjá Kraftvélum, en það eru þeir

  • Eiður Steingrímsson, sölustjóri landbúnaðartækja
  • Gísli Arnarson, verslunarstjóri

Og ekki eru þar með allir upptaldir sem hafa reynslu af landbúnaðarsviði, af því hjá Kraftvélum starfar líka Guðjón Ágústsson, en hann býr yfir meira en 40 ára reynslu í varahlutaþjónustu fyrir landbúnað og starfaði hjá Vélum & Þjónustu í yfir 30 ár.

Hægt er að lesa nánar um þau vörumerki sem Kraftvélar bjóða uppá á sviði landbúnaðar með því að smella á þau hér fyrir neðan.

New Holland

Óslitin sigurganga.

Upphaf fyritækisins nær aftur til ársins 1895 þegar Abe Zimmerman stofnar New Holland Machine Company en nafnið kemur frá samnefndri sýslu í Pennsylvaníu í Bandaríkjunum.

Fyrirtækið hóf þá framleiðslu á smærri landbúnaðarverkfærum.  Uppúr aldamótunum 1900 hóf maður frá Belgíu, að nafni Leon Claeys, framleiðslu á þrekskivélum í Zedelgam, þar sem verksmiðja New Holland stendur enn í dag.

Árðið 1907 byrjar Henry Ford framleiðslu á dráttarvélum með frumgerð á bensínknúnum traktor  og var hann kallaður „sjálfvirki plógurinn“. Þessi  dráttarvél fékk seinna nafnið Fordson Model F

Ári seinna hóf Fiat framleiðslu á fyrstu dráttarvélunum Model 702.

Til merkra nýjunga frá Ford sem í dag eru í fullu gildi er þrítengibeilsið sem fyrst kom fram árið 1939 á N módelinu, einum best heppnuðu dráttarvélum sem framleiddar hafa verið.

Framsækni Ford heldur áfram og eru þeir orðnir meðal  stærstu framleiðanda dráttarvéla og eru þeir frumkvöðlar að vökvalyftum beislisbúnaði, loftfylltum hjólbörðum undir dráttarvélar og eru fyrstir til að nota díselmótor í dráttarvélar.

Eftir seinna stríð er nafni New Holland breytt í Sperry New Holland  og á sjöunda áratugnum kaupir fyrirtækið meirihluta í Clays í Zedelgam sem þá er orðinn stærsti framleiðandi þreskivéla í Evrópu.

Ford kaupir svo Sperry New Holland árið 1986 og er nafninu breytt í Ford New Holland.

Eftir sameiningu Ford og Fiat árið 1991 er svo nafninu breytt í það sem við þekkjum í  dag  New Holland.

New Holland er í dag í eigu móðurfyrirtækisins, CNH, en það er einnig eigandi Case IH dráttarvéla. Undir nöfnum beggja fyrirtækjana eru framleiddar breiðar línur af dráttarvélum og öðrum landbúnaðarverkfærum.   Einning eru framleiddar vinnuvélar frá þessum sömu fyrirtækjum.

New Holland er markaðsleiðandi í framleiðslu landbúnaðardráttarvéla með fjölda módela í stærðunum 20 hestafla og yfir 540 hestöfl þar sem allir bændur geta fundið dráttarvél við sitt hæfi í stærð og útbúnaði.    Fyrirtækið er í dag með 14 verksmiðjur í  5 heimsálfum.

New Holland er handhafi fjöldra verðlauna og viðurkenninga fyrir framfarir og nýjunar á sviði landbúnaðarferla.

New Holland er ein söluhæsta dráttarvél Íslands á síðustu 10 árum.

Við bjóðum þér inn í heim New Holland þar sem hægt er að skoða vöruúrval þeirra.

Case IH

Saga frumkvöðla.

Saga Case IH er saga frumherja í smíði landbúnaðarvéla, uppgötvana þeirra og viðleitni til að þróa og betrum bæta framleiðsluvöru sína.

Sagan þessi  nær aftur til ársins 1831 þegar frumherjar í framleiðslu landbúnaðarvéla komu hugmyndum sínum og uppfinningum í framleiðslu í þeim tilgangi að auðvelda mönnum störfin sín, auka afköst og framlegð.

Á þessu hefur engin breyting orðið.

DNA keðjan er óslitin frá frumkvöðlum nítjándu aldar og fram til dagsins í dag og eiga hvert fyrir sig sinn þátt í því sem CASE IH stendur fyrir í dag.

Meðal þekktra framleiðanda og vörumerkja  eru Jerome Increase Case, (JI Case),   Cyrus McCormick (McCormick), Internationa Harvester, (Internation  þekkur sem Nallinn, Farmal  Cub, Farmal, og Magnum), Dawid Brown  og  Steiger.   Á seinni árum bættist svo við hinn austurríski Steyr.

Case IH er með fjölda verksmiðja um allan heim, ein tæknivæddasta verksmiðjan sem framleiðir  dráttarvélar er í St. Valentine í Austurríki en þar eru alla vélar framleiddar fyrir Evrópumarkaðinn   Þessi verksmiðja framleiddi áður Steyr dráttrvélar.

Case IH hefur í gegnum tíðina verið með mest seldu dráttarvélum á landinu.

Við bjóðum þér að skoða breitt vöruúrval CASE IH dráttarvéla.

Alö Quicke

Stofnandi Alö er Karl-Ragnar Åström sem upphaflega var bóndi í Brannland í norður Svíþjóð.
Árið 1946 hannaði hann að smíða fyrstu ámoksturstækin á landbúnaðardráttarvélar sem framleidd eru í Svíþjóð.   Þessi smíði var upphaflega í hlöðunni heima hjá honum en í dag er stærsta verksmiðja Alö ekki langt þar frá.   Framleiðslunafn þessara ámoksturstækja er upphaflega Quicke.

Þessi saga öll er saga velgengninnar og í dag er Alö helsti framleiðandi ámoksturstækja á landbúnaðardráttarvéla 50 hestafla og yfir, með yfir 25% markaðshlutdeild á heimsvísu.

Helstu framleiðslumerkin eru Quicke, Trima og Veto en auk þess framleiðir Alö ámoksturstæki fyrir nokkra dráttarvélaframleiðendur sem seld eru undir þeirra merki.

Alö framleiðir líka fjölda fyrlgihluta fyrir ámoksturstæki.

Hægt er að sjá hvað Alö Quicke býður upp á á heimasíðu fyrirtækisins með því að smella á skoða meira hér að neðan.

Fella

Þýsk gæðavara.

Fyritækið er yfir 90 ára gamalt og hefur alla tíð sérhæft sig í framleiðslu smærri heyvinnuvéla, svo sem slátturvélar, heyþyrlur og rakstrarvélar.

Fella heyvinnuvélar eru framleiddar í suður Þýskalandi, nánar tiltekið borginni Feucht.

Þrjár af hverjum fjórum framleiddum vélum frá Fella eru útfluttar frá Þýskalandi, og er því nóg að gera hjá þeim 160 starfsmönnum Fella, en meiri hluti starfsmannanna eru staðsettir í höfuðstöðvum fyrirtækisins í Feucht.

Hægt er að smella á skoða meira hér að neðan til þess að skoða það vöruúrval sem Fella býður upp á.

Weidemann

Margt smátt.

Weidemann er einn af frumkvöðlum í smíði smærri og meðalstóra mokstursvéla, en fyrirtækið var stofnað árið 1960.

Weidemann framleiðir yfir 35 gerðir af vélum í dag,  allt frá smáum liðstýrðum mokstursvélum upp í meðalstóra skotbómulyftara til moksturs og annarra vörumeðhöndlunar.

Þessar gerðir henta mjög vel til landbúnaðar  einnig í jarðverktöku og  flutningastarfsemi.

Stærð vélanna og lyftigeta gera þær sérstaklega hentugar til vinnu innanhús.

Weidemann býður einnig fjölbreitt úrval aukahluta fyrir þessar vélar .

Kongskilde

Allt til jarðvinnslu.

Kongskilde er danskt fyrirtæki sem sérhæfir sig í jarðvinnslutækjum og er með verksmiðjur í Danmörku, Svíþjóð og Póllandi.

Meðal þekktra merkja sem eru í dag framleidd af Kongskilde eru:

  • Överum plógar
  • Howard jarðtætarar og rótherfi
  • Nordsten sáðvélar
  • Kongskilde fjaðraherfi og önnur herfi til fínvinnslu flaga,  grjóthreynisivélar, og áburðardreifara.

Öll þessi merki í framleiðslu Kongskilde er vel þekkt hér á landi.

Abbey

Haugsugur og mykjudreifarar

Ef þig vantar haugsugu eða mykjudreifara ættir þú að skoða það sem Abbey býður upp á.
Vinsælustu haugsugurnar í dag er á flotmiklum 26“ – 32“ dekkjum og fást í frá 9.000 til 13.500 lítrum.
Dæmi um aukabúnað er
  • Sjálffyllibúnaður
  • Dreifibyssa (rain gun)
  • Fjöðrun á beisli.

Einnig eru hinir hefðbundnu keðjukastdreifarar sem dreifa út á hlið ávallt sígildir.

Junkkari sturtuvagnar

Junkkari sturtuvagnarnir slógu rækilega í gegn þegar þeir voru fyrst seldir á Íslandi, og ástæðan er fyrst og fremst vönduð framleiðsla og samkeppnishæft verð.

Sturtutvagnarnir eru fáanlegir í stærðunum 5, 10, 13, 16 og 18 tonna.
16 og 18 tonna vagnarnir eru einnig fáanlegir með pöllum fyrir grófari jarðvegsflutning.

Junkkari framleiðir einnig vagna og lyftubúnað til flutnings á trjábolum og trjákurlara í mörgum stærðum.

Zuidberg

Framlyftibúnaður og aflúttök á dráttarvélar er sérgrein Zuidberg Frontlines Systems en þeir framleiða búnaðinn fyrir allar gerðir og  stærðir dráttarvéla.  Zuidberg er þekktasti framleiðandi þessarar vöru í Evrópu.

Margir framleiðendur dráttarvéla nota frambúnaðinn frá Zuidberg í sína framleiðsluvöru, sem er þá settur á í verksmiðjum þeirra og kemur til kaupanda sem original búnaður.

Kraftvélar ehf bjóða frambúnað á allar gerðir dráttarvéla.