Hið sænska fyrirtæki Ålö er einn helsti framleiðandi ámoksturstækja á landbúnaðardráttarvélar sem eru
50 hestöfl eða meira en fyrirtækið hefur yfir 25% markaðshlutdeild á heimsvísu á því sviði.
Ámoksturstækin eru framleidd undir vöruheitinu Quicke en nú bjóðum við einnig aðra línu, Versa X, sem eru léttari tæki. Ålö ámoksturstæki eru einnig seld undir merkjum Trima og Veto.
Ålö framleiðir einnig ámoksturstæki fyrir framleiðendur dráttarvéla sem seld eru undir þeirra merkjum.
Öll ámoksturstækin eru búin dempurum, auka vökvalögn, auk þess sem hægt er að fá vökvalás á aukatækjaramma.
Ålö Quicke leggur gríðarmikið upp úr hönnun þar sem áhersla er lögð á öryggi við notkun tækjabúnaðarins, enn meiri afköst, áreiðanleika og að búnaðurinn sé eins notendavænn og frekast sé kostur.
Við bjóðum einnig úrval fylgihluta fyrir ámoksturstæki frá Ålö.