KOMATSUCARE er viðhalds- og þjónustuáætlun sem Komatsu býður upp á. KOMATSUCARE fylgir frítt með öllum Komatsu vinnuvélum sem eru yfir 12 tonn. Enginn annar vélaframleiðandi býður upp á þessa þjónustu.
Innifalið í KOMATSUCARE eru fríar þjónustuskoðanir í 3 ár eða 2.000 vinnustundir, hvort sem kemur á undan, ásamt síum, olíum, og fríum skiptum á KDPF mengunarbúnaðssíum í 5 ár eða 9.000 vinnustundir, hvort sem kemur á undan.
Innifaldar eru fjórar eða fimm þjónustuskoðanir:
- 250 vinnustundir í sumum tilvikum**
- 500 vinnustundir
- 1.000 vinnustundir
- 1.500 vinnustundir
- 2.000 vinnustundir
- Ásamt skipti á KDPF mengunarbúnaðssíunni við 4.500 og 9.000 vinnustundir
Vélarnar detta úr KOMATSUCARE þegar þær hafa náð 3 ára aldri eða 2.000 vinnustundum, hvort heldur sem kemur fyrst.
Mikilvægt að hafa í huga að þessar fjórar þjónustuskoðanir hér að ofan þurfa að eiga sér stað í fyrsta lagi 100 vinnustundum fyrir skoðunartíma og í síðasta lagi 100 vinnustundum eftir skoðunartíma.
Dæmi: 500 tíma skoðun þarf að eiga sér stað á milli 400 og 600 vinnustundum, annars er þessi þjónusta ekki frí frá Komatsu.
Í 500 og 1.500 tíma skoðunum eru loftsíur og miðstöðvarsíur ekki innifaldar en þjónustuaðilinn skoðar þó þessar síur og athugar þær vel. Ef það nægir að blása úr þeim þá er það gert og er innifalið í skoðununni en ef þær eru orðnar ónýtar þá fáum við leyfi frá viðskiptavin til þess að skipta um þær á kostnað eigenda. Viðskiptavinur greiðir þá fyrir síurnar ásamt vinnu við að skipta um þær.
Akstur þjónustubifreiðar og ferðatími þjónustuaðila er ekki innifalinn í KOMATSUCARE. Eigandi vélarinnar greiðir því ávalt fyrir akstur og ferðatíma að og frá vélinni.
Í ofangreindum þjónustuskoðunum eru einnig tekin sýni af öllum olíum vélarinnar og þau send erlendis til Komatsu sem rannsakar olíurnar til að tryggja allt sé í lagi. Einnig er tekin svokölluð „Walk around“ skoðun þar sem farið er yfir tækið.
Vinnan við KOMATSUCARE þjónustuskoðanir er eingöngu unnin af Kraftvélum eða umboðsmönnum okkar, með samþykki Kraftvéla.
* Ítarlegan lista yfir þær Komatsu vélar sem eru með KOMATSUCARE innifalið í verðinu má nálgast hér.
** 250 vinnustunda smurþjónustan er eingöngu nauðsynleg fyrir veghefla, búkollur og hjólaskóflur.
KRAFTVÉLAR ehf
Kt. 631209-1730
Dalvegur 6-8
201 Kópavogur
Iceland
Sími / Phone +354 535-3500
kraftvelar@kraftvelar.is
OPNUNARTÍMI / Opening hours
Varahlutir / Spare parts:
Mán – Fös 08:00-17:00
Verkstæði / Workshop:
Mán – Fim 08:00-17:00
Fös 08:00-15:00
Skrifstofa og söludeild / Office and sales :
Mán – Fös 09:00-17:00
Kraftvélaleigan / Machine rental:
Mán – Fös 09:00-17:00