Sölustjóri landbúnaðartækja
Við leitum að vinnusömum, metnaðarfullum og framsæknum sölustjóra landbúnaðartækja sem hefur
áhuga á að takast á við krefjandi og spennandi framtíðarstarf. Sölustjóri landbúnaðartækja er ábyrgur
fyrir vörumerkjum eins og New Holland, CaseIH, Weidemann og Pöttinger, svo eitthvað sé nefnt.
Starfssvið:
- Ber ábyrgð á daglegum rekstri og starfsemi söludeildar landbúnaðartækja
- Yfirumsjón með verðlistum, tilboðsgerð og uppítökum notaðra tækja
- Ber ábyrgð á gerð söluáætlana og eftirfylgni þeirra í samstarfi við framkv.stjóra sölusviðs.
- Sala og ráðgjöf til viðskiptavina
- Heimsóknir til viðskiptavina víðsvegar um landið
- Samskipti við erlenda birgja og pantanir til þeirra
- Ferðalög erlendis á sýningar eða heimsækja birgja
Hæfniskröfur:
- Þekking á landbúnaðartækjum eða landbúnaði almennt
- Stjórnunarhæfileikar
- Rík þjónustulund og frumkvæði í starfi
- Hæfni í mannlegum samskiptum og heiðarleiki
- Útsjónarsemi og sjálfstæð vinnubrögð
- Almennt góð tölvukunnátta
- Góð enskukunnátta í töluðu og rituðu máli
Áhugasamir sendi umsókn fyrir 15. október á netfangið
starf@kraftvelar.is. Öllum umsóknum verður svarað.
Standsetning nýrra og notaðra tækja
Við leitum að vinnusömum aðila til að starfa innan sölusviðs Kraftvéla að vinna í kringum
lyftara, vinnuvélar og landbúnaðartæki. Þetta starf gæti hentað vel fyrir aðila sem eru
vanir viðgerðum en vilja komast í rólegra umhverfi og smærri viðgerðir.
Starfssvið:
- Almenn standsetning nýrra og notaðra tækja
- Smærri og einfaldari viðgerðir
- Þrif á nýjum og notuðum tækjum
- Smærri útlitsviðgerðir eins og að sparsla og mála notuð tæki
- Smurþjónusta tækja
Hæfinskröfur:
- Reynsla af viðgerðum
- Stundvísi, ósérhlífni og sveigjanleiki
- Rík þjónustulund og frumkvæði í starfi
- Bílpróf
- Vinnuvélaréttindi mikill kostur
Áhugasamir sendi umsókn fyrir 15. október á netfangið
starf@kraftvelar.is. Öllum umsóknum verður svarað.