Kaup á tækjum frá Kraftvélum ehf eru háð lögum um lausafjárkaup, lögum um neytendakaup og Almennum skilmálum félagsins eftir því sem við á. Reikningur fyrir tækjum gildir sem ábyrgðarskírteini og hefst ábyrgðartími þegar tækin er tekinn í notkun eða við dagsetningu reiknings hvort sem fyrr er.
Kraftvélar fer fram á það við kaupanda að við kaup á tækjum kynni hann sér innihald handbóka og leiðbeininga sem fylgja til að tryggja rétta notkun tækisins. Enn fremur er kaupanda bent á að leita sérfræðiaðstoðar hjá tæknimönnum Kraftvéla ehf, ef breyta þarf tækinu eða bæta búnaði við það á ábyrgðartímanum.
Ábyrgð og þjónusta tækja Kraftvéla ehf er háð því að notkun þess og þjónusta við það hafi verið í samræmi við lýsingarkröfur framleiðanda, handbækur og aðrar leiðbeiningar um notkun.
Öll ný tæki, sem Kraftvélar ehf afhenda, njóta ábyrgðar frá dagsetningu sölureiknings á skilgreindu þjónustutímabili. Sé ábyrgðartími ekki skilgreindur er hann eitt ár. Neytendaábyrgðartími til einstaklinga utan atvinnureksturs er tvö ár. Semja má um aukna ábyrgð og aukinn ábyrgðartíma.
Neytandi, sem nýtur neytendaábyrgðar, er sá aðili sem kaupir tæki utan atvinnustarfsemi og kaupin eru ekki í atvinnuskyni eða í tengslum við starf hans.
Notuð tæki, sem seld er sem slíku, njóta ekki ábyrgðar nema um það sé samið sérstaklega.
Ábyrgð á tækjum tekur til allra framleiðslugalla, lagfæringa og viðgerða að meðtöldum varahlutum og vinnutíma tæknimanna. Ábyrgð gildir ekki ef bilun verður sem rekja má til annarra orsaka en framleiðslugalla, svo sem rangrar meðferðar, slits eða notkunar á rekstrarvöru.
Ábyrgð fellur niður ef:
- Aðrir en starfsmenn (umboðsmenn) Kraftvéla ehf hafa gert við eða gert tilraun til þess að gera við það án samþykkis Kraftvéla ehf.
- Verksmiðjunúmer hefur verið fjarlægt.
- Viðhaldskröfum framleiðanda er ekki fylgt.
- Ef bilun má rekja til illrar eða rangrar meðferðar
- Ábyrgðin nær ekki til eðlilegs slits á búnaði eða notkunar á vöru.
- Ef tæki reynist ekki gallað eftir athugun eða ekki er um að ræða ábyrgðarviðgerð greiðir kaupandi skoðunargjald, viðgerð , ferðatíma / flutningskostnað og uppihald ef við á.
Til að fyrirbyggja ranga meðferð á seldum tækjum bendir Kraftvélar ehf viðskiptavinum sínum á að kynna sér rækilega handbækur og /eða aðrar upplýsingar sem fylgja hinu selda tæki.
Varahlutir
Ábyrgð á varahlutum sem keyptir eru hjá varahlutaverslun Kraftvéla eru 12 mánuðir. Komi upp galli í varahlut er einungis varahluturinn innan ábyrgðar, losun og ísetning er á kostnað eiganda. Ábyrgðin tekur ekki til rangra vinnubragða eða skemmda við ísetningu og/eða frágang.
Sérpöntuðum varahlut og rafmagns varahlutum er ekki hægt að skila.
Ef óskað er eftir að skila vöru skal hún vera í upprunalegum óskemmdum umbúðum.
KRAFTVÉLAR ehf
Kt. 631209-1730
Dalvegur 6-8
201 Kópavogur
Iceland
Sími / Phone +354 535-3500
kraftvelar@kraftvelar.is
OPNUNARTÍMI / Opening hours
Varahlutir / Spare parts:
Mán – Fös 08:00-17:00
Verkstæði / Workshop:
Mán – Fim 08:00-17:00
Fös 08:00-15:00
Söludeild / Sales :
Mán – Fös 09:00-17:00
Kraftvélaleigan / Machine rental:
Mán – Fös 09:00-17:00
Skrifstofa / Office:
Mán – Fim 09:00-17:00
Fös 09:00-16:00