Kraftvélar er leiðandi fyrirtæki í sölu, leigu og þjónustu á hágæða vinnuvélum og öðrum búnaði fyrir jarðvinnu, landbúnað, byggingarmarkað og vörumeðhöndlun. Markmið okkar er að veita viðskiptavinum heildarlausnir sem byggja á framúrskarandi vöruúrvali, fagmennsku, ábyrgð og trausti. Hjá okkur starfar samhentur hópur fagfólks með reynslu, áhuga og sérþekkingu á vöruúrvali okkar.
Fyrirtækið Kraftvélar var stofnað árið 1992 og hefur vaxið og dafnað allar götur siðan. Í upphafi var fyrirtækið með umboð fyrir Komatsu vinnuvélar og Toyota lyftara og voru starfsmenn sjö talsins. Árið 1998 flutti fyrirtækið í glæsileg
húsakynni að Dalvegi 6-8 í Kópavogi þar sem höfuðstöðvar þess eru enn. Umfang starfseminnar jókst með stofnun Krafvélaleigunnar síðla árs 2000. Siðan pá hefur fyrirtækinu enn vaxið fiskur um hrygg og hefur vöruúrvalið aukist til muna með fleiri umboðum.
Kraftvélar tóku sitt fyrsta skref inn á svið landbúnaðar á íslandi þegar fyrirtækið keypti rekstur fyrirtækisins Véla & þjónustu í lok árs 2009 en fyrirtækin sameinuðust undir merkjum þess fyrrnefnda árið 2010. Siðan þá hefur sala og þjónusta landbúnaðartækja verið mikilvægur þáttur í starfseminni. Kraftvélar bjóða einhver stærstu og þekktustu vörumerki sem völ er á fyrir landbúnað og búa yfir sérþekkingu á því sviði.
KRAFTVÉLAR ehf
Kt. 631209-1730
Dalvegur 6-8
201 Kópavogur
Iceland
Sími / Phone +354 535-3500
kraftvelar@kraftvelar.is
OPNUNARTÍMI / Opening hours
Varahlutir / Spare parts:
Mán – Fös 08:00-17:00
Verkstæði / Workshop:
Mán – Fim 08:00-17:00
Fös 08:00-15:00
Skrifstofa og söludeild / Office and sales :
Mán – Fös 09:00-17:00
Kraftvélaleigan / Machine rental:
Mán – Fös 09:00-17:00