New Holland T5 DCT er ein af glæsilegustu nýjungunum sem hafa komið á markaðinn í dráttarvélabransanum. Hér er rýmd og afl í fyrirrúmi ásamt því að vera með DCT gírkassann sem samkvæmt DLG er sá sparneytnasti á markaðnum. 630nm tog er fáheyrt í þessum stærðarflokki en stærsta vélin í línunni skilar 140 hestöflum ásamt því að skarta þessu gríðarlega mikla togkrafti. Það sem framleiðendur dráttarvéla þurfa að horfa til á næstu árumer að lækka notkun hráolíu, það sem eftir stendur er að ná fram hagræðingu í driflínu dráttarvélarinnar. Það er þess vegna sem New Holland lagðist yfir það að hanna nýjan gírkassa sem þennan. Það er langur aðdragandi þegar verið er að hanna gírkassa, það gerist ekki á mánuði eða ári.DCT gírkassinn byrjaði á tilraunastigi um aldarmótin og var svo settur í fyrstu vélina árið 2016. New Holland passar upp á að vera búinn að rannsaka, þróa og prófa alla hluti áðuren þeir koma á markaðinn. Síðan þessi DCT gírkassi komá markað hafa aðrir framleiðendur hamast við að hanna svipaðan gírkassa, það hefur þó enginn gírkassi sópað að sér eins miklum verðlaunum og umtali á síðustu árum eins og þessi. Við eigum þónokkrar svona vélar í pöntunfyrir þetta ár og nú þegar hafa nokkrir góðir New Holland áhugamenn fest sér slíkar vélar.
SEM DÆMI UM BÚNAÐ Í ÞESSUM VÉLUM MÁ NEFNA:
•4 cyl. 4.5L, 140Hp FPT/New Hollandmótor sem skilar 630Nm í togi
•Kúplingsfrír vendigír
•Stop/Go kerfi á skiptingu, geturstoppað vél á bremsupedala
•DynamicCommand 24×24, gírkassimeð sjálfskiptimöguleika
•40 km „Eco speed“ ökuhraði. Hámarksökuhraða náð á 1790 sn/mín á mótor
•DOG skjár á armpúða sem sýnir í hvaðagír vélin er í
•Vélin er með nýrri útgáfu af húsi, heillgluggi fyrir aukið útsýni og fjöðrun áhúsinu
•Rúðuþurrka að framan með 210°yfirferð
•Ökuljós og 8stk LED vinnuljós til aðhámarka birtu
•Load sening vökvakerfi, 110 L dæla
•4 tvívirkar vökvaspólur aftan
•Útskjótanlegur dráttarkrókur
•Olíutankur 180L og 19 L Ad-Blue,undirakstursvörn úr stáli á botni tanka
•3 hraðar í aflúttak að aftan, 1000-540E-
540 og takki á aftur bretti til að virkja
•Dekk framan 480/65R24, lokaðar felgur
•Dekk aftan 600/65R34, lokaðar felgur