Snöggir og kraftmiklir, en um leið öruggir og einfaldir í notkun. BT Levio línan býður uppá rafmagnsbrettatjakka fyrir allar þínar þarfir í láréttum vöruflutningum.
Vörulínan frá BT í rafmagnsbrettatjökkum veldur engum vonbrigðum, enda hægt að velja frá 1300 kg lyftigetu uppí 3000 kg lyftigetu. Einnig er hægt að fá þrjár útfærslur fyrir ökumann, það er:
- Að ganga með tækinu
- Pallur fyrir ökumann
- Sæti fyrir ökumann
Með því að bjóða uppá fullkomna línu af rafdrifnum brettatjökkum aðstoðar Toyota Material Handling þig við að reka niður tækjakostnað, og finna rétta tækið sem hentar þínum rekstri.
LWE tækin eru einföld og örugg tæki, þar sem ökumaðurinn labbar með tækinu í flestum tilfellum, en stundum er pallur fyrir ökumann aukabúnaður.
LPE tækin hönnuð fyrir þyngri notkun og lengri vegalengdir, enda með pall fyrir ökumann sem staðalbúnað.
LSE/LRE tækin eru svo fyrir allra þyngstu notkunina í láréttum vöruflutning, þar sem ökumaðurinn getur fengið sér sæti og lyft allt að 3000 kg vörum.