Vörulínan frá BT í rafmagnsbrettatjökkum veldur engum vonbrigðum, enda hægt að velja frá 1300 kg lyftigetu uppí 3000 kg lyftigetu. Einnig er hægt að fá þrjár útfærslur fyrir ökumann, það er:
- Að ganga með tækinu
- Pallur fyrir ökumann
- Sæti fyrir ökumann
Með því að bjóða uppá fullkomna línu af rafdrifnum brettatjökkum aðstoðum við kaupendur við að reka niður tækjakostnað og finna rétta tækið sem hentar þeirra rekstri.