Kraftvélar og Bílanaust kynna nýtt samstarf á Selfossi þar sem ný og notuð tæki Kraftvéla verða til sýnis og sölu í húsakynnum Bílanausts að Hrísmýri 7, Selfossi.

Að auki mun Bílanaust bjóða upp á varahluti í þau tæki sem Kraftvélar eru með umboð fyrir. Lögð verður áhersla á að eiga algengustu slithlutina á staðnum svo hægt sé að afgreiða hratt og örugglega, sérstaklega nú þegar sumarið nálgast og vertíðin hefst hjá mörgum viðskiptavinum Kraftvéla.

Sölufulltrúar okkar er hægt að hafa samband við í síma 535-3589 og varahlutaverslun Bílanaust í sima 482-4200.