Entries by Tómas

Kraftvélar og Vélaverkstæði Þóris kynna nýtt samstarf.

Við hjá Kraftvélum erum spennt að segja frá nýjum viðurkenndum þjónustuaðila okkar á suðurlandi, Vélaverkstæði Þóris. Vélaverkstæði Þóris er rúmlega 20 ára gamalt fyrirtæki á Selfossi og ætti að vera öllum á svæðinu vel kunnugt. Þeirra meginstarfsemi eru viðgerðir á landbúnaðartækjum, vörubifreiðum og vinnuvélum ásamt smurþjónustu á öllum tækjum og bílum. Starfsmenn fyrirtækisins eru 17 […]

Skagafjörður er fallegur og Komatsu gulur Vol.2

Nýlega fékk Friðrik Jónsson ehf. Byggingaverktaki á Sauðárkróki afhenta nýja Komatsu PC26MR-3 minibeltavél. Vélin var mætt til starfa þegar sölumenn okkar bar að garði til að afhenda hana í blíðskaparveðri á Sauðárkróki. Þar tóku starfsmenn Friðriks Jónssonar ehf höfðinglega á móti okkur. Hún er vel útbúin og afhendist m.a. með 180° tiltanlegt hraðtengi, 3x skóflum, 300 mm […]

Sæludalur ehf, í Skipholti fékk á dögun nýja CaseIH Puma 165X er 180/210 hestafla 6 cylindra dráttarvél.

Vélin er með vökvaskiptum 29×12 gírkassa með skriðgrír. Fjaðrandi hús er á vélinni og loftkælingu, Bluetooth útvarpi ásamt fleiri góðum hlutum í ökumannshúsi. Framlyfta með aflúttaki ásamt 2 vökvaúttökum að framan. Að aftan er vökvaútskotinn dráttarkrókur og 8 vökvaúttök. Flott og vel útbúin vél í öll verk. Við óskum Skipholtsmönnum innilega til hamingju með nýju […]

Skagafjörður er fallegur og Komatsu gulur.

Í síðustu viku fékk Þ. Hansen Ehf frá Sauðárkróki afhenta nýja Komatsu PW148-11 hjólagröfu. Við ákváðum þá að sjálfsögðu að renna okkur norður í Skagafjörðinn til að afhenda þeim vélina við það tækifæri. Enda einstaklega gott að koma þangað og það þarf ekki að beita okkur miklum sannfæringarkrafti að til kíkja í heimsókn. Þeir Þórður Hansen (t.h.) […]

Komatsu PW160-11 hjólagrafa afhent til Vestmannaeyja!

Fyrr á árinu fengu HS. Vélaverk góðvinir okkar frá Vestmannaeyjum afhenta nýja Komatsu PW160-11 hjólagröfu. Vélin vigtar um 17 tonn og afhendist vel útbúin í alla staði. M.a. með R5 rótotilt frá Rototilt AB, 148 hö aflvél, rafmagnsupphitaðar AdBlue lagnir, “Hydramind” álagsstýrt vökvakerfi, 6 vinnustillingar á vökvakerfi, vagntengi og lagnir fyrir sturtuvagn aftan á tönn, tvöfalda bómu, […]

Veiðifélag Landmannaafréttar fékk á dögunum nýjan New Holland dráttarvél frá okkur.

Þessi vél er T5.120EC með ámoksturstækjum og er 117 hestafla. Véli er með 16×16 vökvaskiptum gírkassa með sjálfskiptimöguleika, fjaðrandi húsi, vökvaútstkotnum dráttarkrók og á flotmiklum hjólbörðum, ásamt mörgum öðrum þægindum sem fylgja New Holland dráttarvélum. Vélin verðu notum til þjónustu félagsins í Veiðivötnum. Við óskum þeim til hamingju með nýju vélina og vonumst til að […]

Nýr Kalmar gámalyftari á Sauðárkrók!

Nýlega tók Vörumiðlun ehf á móti nýjum Kalmar gámalyftara fyrir rekstur sinn á Sauðárkrók. Gámalyftarinn er af gerðinni Kalmar DRG450-65S5 og er með 45 tonna hámarks lyftigetu. Lyftarinn er vel útbúinn að öllu leiti með margverðlaunuðu ökumannshúsi sem heldur einstaklega vel utan um ökumanninn. Á myndinni má sjá Viktor Karl Ævarsson (t.v.) frá Kraftvélum afhenda Guðmundi Kristjáni […]