Entries by Tómas

Í byrjun júní fékk Þórður Úlfarsson á Syðri Brekkum, 681 Þórshöfn afhenta New Holland T5.105 DC dráttarvél.

Vélin er 107 hp., með 24×24 gírkassa, 3 hraða í aflúttaki og 64 lítra vökvadælu með 3 sneiðum, ásamt 37 lítra sér service vökvdælu. Vélin er með Alö X46 ámoksturstækjum. Á myndinni eru þeir feðgar, Þórður og Úlfar á hlaðinu á Syðri Brekkum þar sem vélin var afhent. Við hjá Kraftvélum óskum þeim innilega til […]

Takk fyrir frábæra sýningu öllsömul!

Mætingin var langt umfram okkar björtustu vonir enda komu á milli 500-600 gestir á Míní Báma sýninguna okkar síðasta föstudag. Við verðum með miklu fleiri myndir og að sjálfsögðu líka myndband á næstu dögum en vildum bara þakka kærlega fyrir okkur. Kær kveðja, Starfsfólk Kraftvéla.

Aðeins tveir tímar í stórsýninguna okkar, hlökkum til að sjá ykkur!

Þeir segja að lík­lega sé um að ræða stærstu véla­sýn­ingu sem hald­in hef­ur verið á Íslandi. Hér er um að ræða vinnu­véla­sýn­ingu Kraft­véla sem hald­in verður í dag á at­hafna­svæði fyr­ir­tæk­is­ins að Dal­vegi 6-8 í Kópa­vogi. Sýn­ing­in  mun standa yfir á milli 17 og 20. Á henni gef­ur að líta vél­ar og tæki frá 800 kíló­um  upp […]

Skessan er mætt í hús og tilbúin fyrir Míní Báma á morgun!

Hrikalega erum við spennt fyrir morgundeginum, sýningin verður frá 17-20, allir velkomnir. Skessan er mætt í hús og tilbúin fyrir Míní Báma á morgun!Hrikalega erum við spennt fyrir morgundeginum, sýningin verður frá 17-20, allir velkomnir. Posted by Kraftvélar on Fimmtudagur, 13. júní 2019

Það var mikið um dýrðir þegar að keppnin Sterkasti maður Íslands fór fram á Höfninni í Hafnarfirði á Sjómannadeginum.

Þar var meðal annars keppt í trukkadrætti og að sjálfsögðu var notast til þess Iveco Trakker 8×4 grjótflutningabíll. Það var blásið vel úr nös enda Iveco Trakker grjótflutningabíll engin smásmíði. Veðrið lék við keppendur og að lokum var það Ari Gunnarsson sem stóð uppi sem sterkasti maður á Íslandi. Við þökkum Magnúsi Ver og félögum […]

Míní Báma 2019

Stærsta sýning Kraftvéla í meira en áratug! Kraftvélar blása til stórsýningar föstudaginn 14. júní á Dalvegi 6-8 klukkan 17-20. Gífurlegt magn tækja verða til sýnis, allt frá 1 tonna minigröfum til stærðarinnar námutækja. Fjölbreytt úrval Komatsu vinnuvéla, Iveco atvinnubíla, Sandvik námutækja og fjöldinn allur af aukahlutum og smátækjum. Lifandi tónlist, hamborgarar á grillinu og fljótandi […]