Entries by Tómas

Viðbrögð Kraftvéla vegna COVID-19

Fjölmargir viðskiptavinir hafa sett sig í samband Kraftvélar til þess að athuga hver staðan sé hjá okkur og hvort einhverjar breytingar hafi átt sér stað varðandi sölu og þjónustu, við viljum því útskýra fyrir áhugasömum hvaða aðgerðir við höfum ráðist í á þessum tímum. Áhrif COVID-19 á íslenskt samfélag hefur ekki farið framhjá neinum og […]

Í síðustu viku fengu Laxar fiskeldi á Bakka í Ölfusi afhentan Weidemann T4512 skotbómulyftara.

Þetta er nýjasta vélin í Weidemann flota þeirra en fyrir eiga þeir Weidemann 1280 og Weidemann T5522. „Þegar við þurftum að bæta við tækjakostinn hjá okkur, þá kom ekkert annað til greina en Weidemann“ sagði Rafn Heilðal stöðvarstjóri Laxa fiskeldis á Bakka. „Þessar vélar henta okkur sérstaklega vel og hafa komið mjög vel út í […]

„Einu sinni verður allt fyrst“

„Einu sinni verður allt fyrst“ máltæki sem gott er að tileinka sér með marga hluti og sérstaklega þegar maður starfar í vélasölu. Fjölskyldan á Butru í Fljótshlíð urðu þau fyrstu á sínum tíma til að kaupa Weidemann T4512. Sú vél hefur þjónað þeim vel síðustu ár og fannst þeim Ágústi og Oddný kominn tími á […]

Elkem hafa verið duglegir að endurnýja tækjaflotann sinn og hafa keypt á síðustu mánuðum nokkra Toyota lyftara.

Elkem hefur til margra ára verið með Toyota lyftara í sínum tækjaflota og hafa þeir komið mjög vel út að öllu leyti. Lyftararnir sem Elkem hefur bætt í flotann sinn á síðustu mánuðum eru Toyota Tonero dísellyftara í nokkrum útfærslum. Til dæmis fengu þeir tvo 6 tonna lyftara með öflugum snúningum, 5 tonna lyftara sem […]

Kraftvélar eru um þessar mundir að hrinda af stað sérstakri þjónustuherferð.

Kraftvélar eru um þessar mundir að hrinda af stað sérstakri þjónustuherferð í samstarfi við sína birgja og snýr herferðin að alhliða viðhaldi námutækja og borvagna. okkar merkja sem og annara vörumerkja. Við bjóðum upp á fríar ástandsskoðanir og ástandsskýrslu fyrir námutæki og borvagna þar sem við setjum saman tilboð í varahluti, viðhaldsefni og vinnu sem […]

Þökkum frábærar viðtökur á Notuðum dögum Kraftvéla og Lykils!

Á aðeins einni viku seldust 9 notaðar vélar sem fóru til 9 hamingjusama viðskiptavina. Þrátt fyrir góða sölu á þessum Notuðu dögum eigum við ennþá til fjölbreytt úrval spennandi tækja sem eru til sýnis á Óseyrarbraut 24 í Hafnarfirði, vestan megin við Eimskip Fjarðarfrost. Á meðfylgjandi myndum má sjá úrval notaðra tækja sem við erum […]

Birgisson ehf fengu í gær afhendan sérhannaðan Toyota SPE140 lyftara frá Kraftvélum.

Þessi lyftari er viðbót við nokkur önnur Toyota tæki sem þeir hafa fengið frá okkur undanfarið. Hann er með 1600mm göfflum til að auðvelda meðhöndlun á löngum brettum. Lyftigetan er 1400kg og fer hann uppí 5400mm hæð. Hann er með hraðvirku glussakerfi og einstaklega hljóðlátur. Stýrisarmurinn er hæðarstillanlegur sem gerir misháum ökumönnum kleift að stjórna […]

Granítsteinar fengu í janúar 2500kg dísellyftara með lokuðu húsi.

Öll aðstaða ökumanns til fyrirmyndar, fjölstillanlegt ökumannssæti með stillanlegum armapúða og fingurstýrðum stjórntækjum. Lyftarinn var varla lendur hjá þeim þegar hann var kominn á fullt í vinnu eins og myndin sýnir. Við þökkum Granítsteinum fyrir að velja Toyota og Kraftvélar og óskum þeim alls hins besta í framtíðinni.