Entries by Tómas

Afhending á 3x Trakker til Jarðvals.

Jarðval sf var að fá afhenda þrjá Iveco Trakker AT410T50 8×4 grjótflutningsbíla. Um er að ræða vel útbúna og öfluga bíla með 500 hestafla Cursor 13 vélum og 16 gíra ZF sjálfskiptingu og retarder. Bílarnir eru með kojuhúsi með geymsluhólfum beggja vegna á ökumannshúsi. Þeir eru útbúnir öllum hugsanlegum þægindum, útvarpi með snertiskjá, ísskáp, olíumiðstöð […]

Svipmyndir frá Bauma

Hægt að skoða fleiri myndir og myndbönd á Instagram Kraftvéla: https://www.instagram.com/s/aGlnaGxpZ2h0OjE4MDUzMDgzNjA2M…/…

Gleðilega Bauma viku!

Eins og hefur ekki farið framhjá mörgum þá er Bauma 2019 hafin og við ætluðum að vera duglegir að setja inn myndir og myndbönd frá sýningunni. Það gekk ekki upp í gær þar sem aðsókn íslendinga á Komatsu básinn var með ólíkindum, þvílíkt magn af íslendingum sem eru á sýningunni! Hrikalega gaman að hitta svona […]

Gröfuþjónustan fær nýjan Iveco Daily!

Gröfuþjónustan fékk afhentan 7 tonna Iveco Daily pallbíl með 180 hestafla vél, 3500kg burðargetu, 6 gíra beinskiptum gírkassa með aflúttaki fyrir vökvadælu sem er mikill kostur þar sem á bílnum er pallur með sturtubúnaði sem sturtar á 3 vegu og er mjög hentugt í þá vinnu sem Gröfuþjónustan er að sinna. Gröfuþjónustan ehf er stofnað […]

Núna í byrjun apríl fékk Ástvaldur Jóhannesson, Reykjum, Hjaltadal í Skagafirði, afhenta Weidemann 1260 liðstýrða smávél.

Vélin er með 33 hestafla mótor og lyftigetu upp á 1360 kg. í beinni stöðu. Vélin er með Weidemann festingum fyrir fylgitækin, 13 km/klst aksturshraða og á flotmiklum dekkjum. Lipur og dugleg vél sem mun örugglega nýtast vel í hin ýmsu verk. Vélinni fylgja skófla og greip, og að sjálfsögðu er vökvalás fyrir fylgitæki eins […]

Aðeins örfáir dagar í eina stærstu vinnuvélasýningu heims, Bauma 2019!

Við í Kraftvélum verðum að sjálfsögðu á staðnum enda verða margir okkar birgja mjög áberandi á sýningunni að kynna nýjungar í sínum vörulínum. Við verðum á staðnum frá mánudegi til fimmtudags, allar nánari upplýsingar um okkur og okkar vörumerki má finna á meðfylgjandi myndum. Hlökkum til að sjá sem flesta Íslendinga á sýningunni!