Entries by Tómas

Sandvik Ranger DX900i borvagn til Borgarverks!

Fyrir stuttu fékk Borgarverk ehf afhentan nýjan og stórglæsilegan Sandvik DX900i borvagn. Vagninn er einn sá stærsti og fullkomnasti borvagn sem í boði er í heiminum og það er okkur sönn ánægja að afhenda slíkan hér á landi. Hann vigtar um 19,6 tonn og afhendist m.a með fulla sjálfvirkni á borun og magasíni, 290° eða 55 fm2 […]

Á dögunum fékk Gunnar Björnsson afhentan Weidemann T5522.

Gunnar Björnsson rekur landsfrægt verkstæði í Flóahrepp og gerir þar við allt á milli himins og jarðar. Gunnari vantaði vél sem hann gat notað í þjónustu í kring um verkstæðið og ekki verra að geta farið með nokkrar rúllur í leiðinni í hrossin. Weidemann T5522 er með lyftigetu upp á 2200kg og lyftir upp í […]

Fyrstu Pöttinger gámarnir komnir í hús með heyþyrlur og rakstrarvélar!

Töluvert af heyvinnutækjum eru seld en í þessari sendingu eru líka óseld tæki til sölu: HIT 8.91T dragtengd heyþyrla á vagni, vinnslubreidd 8,86 m TOP 762C dragtengd miðjurakstrarvél, vinnslubreidd 6,75 – 7,5 m TOP 962C dragtengd miðjurakstrarvél, vinnslubreidd 8,9 – 9,6 m Nánari upplýsingar hjá sölumönnum landbúnaðartækja í síma 535-3589 eða í tölvupósti á buvelar@kraftvelar.is

Það er gaman að segja frá því að á dögunum fengu Vinnutæki ehf í Vestmannaeyjum afhendan nýjan Toyota dísellyftara.

Hér er á ferðinni Toyota Tonero 3 tonna dísellyftari sem er vel útbúinn í þá vinnu sem honum er ætluð. Sérstaða Toyota dísellyftara er sú að Toyota er einn af fáum ef ekki eini lyftaraframleiðandinn sem framleiðir sýna eigin díselmótora. Mótorinn í þessum lyftara uppfyllir öll skilyrði varðandi þær mengunarvarnir sem nú er í gildi. […]

Tveir sérútbúnir Iveco slökkvibílar til að fást við eld í jarðgöngum hafa verið teknir í notkun beggja vegna Vaðlaheiðarganga. Bílarnir eru þeir einu sinnar tegundar.

Bílarnir voru smíðaðir í Hollandi, útbúnir þýskum búnaði. Öll hönnun bílanna miðar að því að geta hafið aðgerðir á sem allra skemmstum tíma. „Það sem við höfum lært er að ef kemur upp eldur í jarðgöngum þá er bara númer eitt, tvö og þrjú að slökkva eldinn áður en maður gerir neitt annað,“ segir Ólafur […]

Sá stærsti! Það er okkur sönn ánægja að segja ykkur frá þessari vél. CaseIH Optum 300CVX er stærsta vélin sem við höfum selt hingað til.

Optum 300CVX er 313hö, hún er að sjálfsögðu stiglaus og útbúin með öllu því helsta og rúmlega það. Austurverk ehf á Egilsstöðum er eitt af flottari verktaka fyrirtækjunum á landinu, þeir gera hlutina vígalega og þurfa því vígalegar vélar í verkin. Fyrir áttu þeir CaseIH Pumu 240CVX og nú var henni skipt út fyrir stærri systur sýna. […]