Entries by Tómas

Steypustöð Skagafjarðar auka við flotann sinn. CaseIH Puma 175CVX og Junkkari J18JLD urðu að sjálfsögðu fyrir valinu!

Þeir Ási og Frikki hjá Steypustöðinni taka hér á móti veglegum pakka frá okkur, fyrir valinu er áfram CaseIH Puma CVX dráttarvél og Junkkari J18JLD sturtuvagn, fyrir eru þeir með CaseIH Puma 185CVX og annan Junkkari J18JLD sturtuvagn. Þessi samsetning á vél og vagni hefur nýst þeim einstaklega vel og því um að gera að […]

Björgvin Hreinsson á Vopnafirði festi sér kaup á Weidemann T4512.

Björgvin kom við í Kraftvélum á Akureyri og prufaði gripinn, eftir það var ekki aftur snúið. Viðskiptin gengu í gegn á methraða og okkar maður náði svo í vélina með bros á vör. Weidemann T4512 hefur átt óslitna sigurgöngu síðan við hófum að flytja hann inn. T4512 er einstaklega lipur, öflugur og hentugur í þau […]

Í byrjun nóvember fékk Sigtryggur Sigurvaldason á Litlu-Ásgeirsá, 531 Hvammstanga afhenta New Holland T6.165 AC dráttarvél.

Vélin er ríkulega búin, skilar 169 hp. með aflauka og er með stiglausum gírkassa, „Autocommand“ 50 km/h. Fjaðrandi framhásingu, einnig fjaðrandi húsi og ökumannssæti, ásamt stórum snertiskjá í innbyggðum sætisarmi. Vélin er með 12 LED vinnuljósum, rafstýrðum og upphituðum útispeglum, vökvaútskotnum dráttarkrók og vökvayfirtengi. 125 ltr. CCLS (Loadsensing) vökvadælu, með 5 vökvasneiðum að aftan, vökvalögn […]

Eimskip/Flytjandi fengu afhenda tvo nýja dísellyftara í síðustu viku.

Þessir tveir lyftarar verða í notkun á starfsstöð fyrirtækisins í Klettakæli. Báðir lyftararnir eru einstaklega vel útbúnir með ELM gaffal- og hliðarfærslu og öllum þeim helstu þægindum sem Toyota býður uppá til þess að gera ökumönnum sem þægilegast fyrir á löngum vöktum. Þessir lyftarar eru einstaklega liprir og standast fáir aðrir lyftara þeim snúning hvað […]

Afhending Komatstu WA320-8 hjólaskófla!

Í síðustu viku fengu Vinnuvélar Símonar ehf frá Sauðárkróki afhenta nýja Komatsu WA320-8 hjólaskóflu. Vélin vigtar um 15,6 tonn að þyngd með 11,5 tonna “tipping load” er virkilega vel útbúin í alla staði og afhendist m.a. með 170 hö mótor,”Komatsu smart loader logic” full sjálfvirkt og álagsstýrt kerfi sem stýrir snúningi vélar eftir álagi og […]

Agritechnica

Erum í Hannover með myndalegan 36 manna hóp á Agritechnica og tókum hópmynd á Abbey básnum áður en ferðinni var heitið í hádegismatinn þann daginn. Rosalega stór og skemmtileg sýning, margt nýtt og athyglisvert að sjá.

Sandvik kynningarfundur.

Í gær vorum við með kynningarfund með Øivind Skovly, sölustjóra Sandvik. Hann var með kynningu á Sandvik, borkrónum, borstöngum og öðru sem tengist borvinnu. Þökkum þeim sem mættu fyrir komuna.

Kraftvélar á Agritechnica!

Eins og flestir bændur vita þá hófst í gær stórsýningin Agritechnica og mun hún vera í gangi fram að næstkomandi laugardegi. Við í Kraftvélum erum með hópferð á sýninguna og förum til Þýskalands með 35 manna hóp. Sýningin er haldin í Hannover og er oft kölluð “Bauma landbúnaðarins” enda um stóra og veglega sýningu að […]