Það er með sannri ánægju sem við getum loksins staðfest að Kraftvélar mun taka við umboði Pöttinger á Íslandi en Pöttinger er öllum bændum og verktökum vel kunnugt vörumerki enda með langa sögu hér á landi og einstaklega breitt vöruúrval.
Í Bændablaðinu 22. apríl birtist heilsíða þar sem við í Kraftvélum kynntum okkur til leiks sem nýjan umboðsmann og látum við heilsíðuna fylgja með þessari tilkynningu.

Varðandi framtíð Fella heyvinnutækja þá er mörgu ósvarað í þeim efnum en Kraftvélar og Fella eiga að baki langt samstarf og er það sameiginlegt markmið beggja aðila að eigendur Fella upplifi enga hnökra í þjónustu tækjanna sinna þrátt fyrir að Kraftvélar muni formlega að hætta sem umboðsaðili Fella á Íslandi.

Við hlökkum til þess að selja og þjónusta Pöttinger vélar og hvetjum viðskiptavini til þess að setja sig í samband við sölumenn Kraftvéla fyrir allar nánari upplýsingar